Ný tækni frá 3X á Ísafirði tífaldar verðmæti fiskafurða 18. júlí 2007 18:30 Hátæknifyrirtækið 3X á Ísafirði hefur þróað aðferðir til að tífalda verðmæti afurða með því að auka nýtingu hráefnis. Ný tækni frá fyrirtækinu gerir jafnframt mögulegt að mæta samdrætti í afla með því að þýða heilfrystan fisk og vinna afurðir úr honum. Tilraunir sem 3X hefur gert með fiskiðju Vísis hf. á Þingeyri hafa gengið framar vonum. Að sögn Jóhanns Jónassonar framkvæmdastjóra hjá 3X Technology er samdráttur í aflaheimildum högg fyrir alla sem tengjast fiskvinnslu og útgerð á Íslandi. Hann segir að tækifærin í greininni séu núna í nýsköpun og þróun. Jóhann segir að 3X hafi þróað marningskerfi fyrir fiskhryggi og próteinkerfi sem bæta nýtingu hráefna og tífalda verðmæti á aukaafurðum. Fyrirtæki í vinnslu á Vestfjörðum óttast mjög löng hlé vegna þess að afli berist ekki á land í framhaldi af skerðingu á veiðiheimildum. Þá hafa áherslur í vinnslu afurða breyst, sem hafa fækkað störfum í landi, en fiskur er nú í auknum mæli unnin um borð í fiskiskipum. Á Ísafirði voru áður unnin um hundrað tonn af þorski á dag en núna er þar nærri engin vinnsla. Með aðferðum 3X skapast sá möguleiki að fyrirtæki á Ísafirði, sem annars staðar á landinu, geti hafið vinnslu á heilfrystum fiski sem veiddur er hér við land eða veiddur af öðrum, til dæmis Rússum, og fluttur inn. Ný hátæknikerfi frá 3X til að þýða heilfrosin fisk gera þannig fyrirtækjum kleift að halda vinnslunni gangandi þegar hráefni berst ekki á land með öðrum leiðum. Nýting með aðferðum 3X er afar góð að sögn Vísis-manna. Viðar Friðgeirsson, rekstrarstjóri Vísis hf. á Þingeyri segir að tilraunir með uppþýðingu hafi tekist vel og þetta sé kjörin leið til að brúa bilið þegar engin afli berist á land. Undir það tekur Arngrímur Friðgeirsson vinnslustjóri hjá Vísi hf. en hann segir að aðalmarkmiðið sé nú að auka verðmæti afla með betri nýtingu. Jóhann Jónasson, framkvæmdastjóri hjá 3X segir að fyrirtæki í sjávarútvegi verði nú að snúa saman bökum í skerðingunni til að auka nýtingu á hráefni með því að bæta ferla í land- og sjóvinnslu. Áherslurnar liggi í aukinni sjálfvirkni til að bæta afköst og auka nýtingu vinnslunnar. 3X hefur verið í örum vexti undanfarin ár og fékk til dæmis útflutningsverðlaun forseta Íslands í fyrra. Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Sjá meira
Hátæknifyrirtækið 3X á Ísafirði hefur þróað aðferðir til að tífalda verðmæti afurða með því að auka nýtingu hráefnis. Ný tækni frá fyrirtækinu gerir jafnframt mögulegt að mæta samdrætti í afla með því að þýða heilfrystan fisk og vinna afurðir úr honum. Tilraunir sem 3X hefur gert með fiskiðju Vísis hf. á Þingeyri hafa gengið framar vonum. Að sögn Jóhanns Jónassonar framkvæmdastjóra hjá 3X Technology er samdráttur í aflaheimildum högg fyrir alla sem tengjast fiskvinnslu og útgerð á Íslandi. Hann segir að tækifærin í greininni séu núna í nýsköpun og þróun. Jóhann segir að 3X hafi þróað marningskerfi fyrir fiskhryggi og próteinkerfi sem bæta nýtingu hráefna og tífalda verðmæti á aukaafurðum. Fyrirtæki í vinnslu á Vestfjörðum óttast mjög löng hlé vegna þess að afli berist ekki á land í framhaldi af skerðingu á veiðiheimildum. Þá hafa áherslur í vinnslu afurða breyst, sem hafa fækkað störfum í landi, en fiskur er nú í auknum mæli unnin um borð í fiskiskipum. Á Ísafirði voru áður unnin um hundrað tonn af þorski á dag en núna er þar nærri engin vinnsla. Með aðferðum 3X skapast sá möguleiki að fyrirtæki á Ísafirði, sem annars staðar á landinu, geti hafið vinnslu á heilfrystum fiski sem veiddur er hér við land eða veiddur af öðrum, til dæmis Rússum, og fluttur inn. Ný hátæknikerfi frá 3X til að þýða heilfrosin fisk gera þannig fyrirtækjum kleift að halda vinnslunni gangandi þegar hráefni berst ekki á land með öðrum leiðum. Nýting með aðferðum 3X er afar góð að sögn Vísis-manna. Viðar Friðgeirsson, rekstrarstjóri Vísis hf. á Þingeyri segir að tilraunir með uppþýðingu hafi tekist vel og þetta sé kjörin leið til að brúa bilið þegar engin afli berist á land. Undir það tekur Arngrímur Friðgeirsson vinnslustjóri hjá Vísi hf. en hann segir að aðalmarkmiðið sé nú að auka verðmæti afla með betri nýtingu. Jóhann Jónasson, framkvæmdastjóri hjá 3X segir að fyrirtæki í sjávarútvegi verði nú að snúa saman bökum í skerðingunni til að auka nýtingu á hráefni með því að bæta ferla í land- og sjóvinnslu. Áherslurnar liggi í aukinni sjálfvirkni til að bæta afköst og auka nýtingu vinnslunnar. 3X hefur verið í örum vexti undanfarin ár og fékk til dæmis útflutningsverðlaun forseta Íslands í fyrra.
Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Sjá meira