Fleiri fréttir Þjálfa hermenn til að greina áfallastreitu Bandaríski herinn hefur ákveðið að þjálfa alla hermenn til að greina áfallastreitu hjá sjálfum sér svo þeir geti leitað sér aðstoðar. Talið er að um 30 prósent bandarískra hermanna í Írak hafi upplifað áfallastreitu á einhverjum tímapunkti. Herinn hefur þó takmarkaða getu til að hjálpa þessum hermönnum eins og sakir standa. 17.7.2007 20:20 Trefjaplast í stað þorsks? Norskur útgerðarmaður með áratugareynslu segir Íslendinga ekki þurfa að örvænta vegna niðurskurðar á kvóta. Hann segir að Íslendingar ættu heldur að nota tækifærið til þess að reyna að ná fram aukinni hagkvæmni í útgerð og fiskveiðum. 17.7.2007 20:18 Lá í tuttugu mínútur á réttum kili áður en henni hvolfdi TF Sif var dregin til lands í nótt og flutt í flugskýli við Reykjavíkurflugvöll til rannsóknar. Vonast er til að upplýsingar úr flugrita hennar varpi ljósi á atburðinn. Sjónarvottar segja að þyrlan hafi verið í um tuttugu mínútur á réttum kili í sjónum áður en henni hvolfdi. 17.7.2007 19:44 Lúkas ófundinn Hundurinn Lúkas er enn ekki fundinn en víðtæk leit verður gerð að hundinum á morgun á þeim slóðum þar sem sást til hans ofan við Akureyri í gær. 17.7.2007 19:42 Friðarfundur væntanlega haldinn í Bandaríkjunum Fyrirhugaður friðarfundur ríkja fyrir botni Miðjarðarhafs verður væntanlega haldinn í Bandaríkjunum síðar á þessu ári. Þetta kom fram í máli talsmanns bandaríska innanríkisráðuneytisins á blaðamannafundi í dag. Enn liggur þó ekki fyrir hvaða ríkjum verður boðið á friðarfundinn. 17.7.2007 19:38 Vestfirðir verða frístundabyggð ríkra Reykvíkinga á innan við 10 árum Íbúar eru farnir að flytja frá Flateyri en menn óttast viðvarandi atvinnuleysi á Vestfjörðum í framhaldi af samdrætti í aflaheimildum. Flosi Jakobsson útgerðarmaður í Bolungarvík segir að innan 10 ára verði Vestfirðir frístundabyggð fyrir ríka Reykvíkinga. 17.7.2007 19:02 Mokveiðist í Þingvallavatni Þrátt fyrir að veiðin í laxám víða um land hafi verið dræm vegna sumarblíðunnar undanfarnar vikur, þá mokveiðist í þingvallavatni. Nokkrir ákafir veiðimenn á öllum aldri voru þar fyrir skömmu. 17.7.2007 19:02 Hætta á skógareldum á Íslandi Nýtt vandamál er að koma upp á Íslandi en hætta er víða á skógareldum á suðvesturlandi sökum langvarandi þurrka. Túnþökur eru víðast hvar ónýtar í borginni og í Breiðholti eru síðustu sílin að drepast í Hólmatjörn. 17.7.2007 18:59 Jón Ólafsson hyggst selja íslenskt vatn til Bandaríkjanna Vatnsfyrirtæki Jóns Ólafssonar, athafnamanns hefur gert samning um dreifingu á vatni við Bandaríska fyrirtækið Anheuser Bush sem er stærsta fyrirtækið sem dreifir drykkjarvörum í Bandaríkjunum. 17.7.2007 18:55 Dagvöruverð lægra nú en árið 2002 Finnur Árnason forstjóri Haga segir að verðlag á dagvöru hafi haldið verulega aftur af verðbólgunni síðustu fimm árin. Finnur segir að matvörur ásamt öðrum dagvörum, hafi lækkað á þessu tímabili og því sé fólk að greiða minna fyrir dagvörukörfuna núna en í febrúar árið 2002. 17.7.2007 18:55 Getur sótt um undanþágu hjá Heimavarnarráðuneytinu Dagbjört Rós Halldórsdóttir var rekinn frá Bandaríkjunum fyrir tveimur mánuðum, eftir að hún var handtekinn fyrir hraðakstur. Dvalarleyfi hennar var útrunnið en erfiðleikar voru í hjónabandinu og bandarískur eiginmaður hennar hafði þá um tíma komið sér undan því að skrifa upp á umsókn hennar um græna kortið. 17.7.2007 18:53 Atvinnuleysi á ekki að vera hagstjórnartæki segir ASÍ Ólafur Darri Andrason hagfræðingur ASÍ segir hugmyndir framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins um að opna vinnumarkaðinn enn frekar til að draga úr verðbólgu benda til að hann vilji nota atvinnuleysi sem hagstjórnartæki. Framundan sé atvinnuleysi vegna loka stóriðjuframkvæmda og aflasamdráttar og óvarlegt sé að kynda enn frekar undir það. 17.7.2007 18:51 Ingibjörg segir Peres vongóðan um frið Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra segir að Shimon Peres nýr forseti Ísraels sé bjartsýnn á friðarferlið á svæðinu þrátt fyrir að mörg tækifæri hafi glatast á síðustu misserum. Ingibjörg er fyrst erlendra ráðamanna til að hitta Peres eftir að hann tók við forsetaembætti. 17.7.2007 18:48 SPRON fyrirhugar breytingar í hlutafélag Stjórn SPRON samþykkti í dag að undirbúa breytingu sparisjóðsins í hlutafélag og óska eftir skráningu félagsins í Norrænu kauphöllina á Íslandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SPRON. Breyting sparisjóðsins í hlutafélag verður háð samþykki stofnfjáreigenda og Fjármálaeftirlitsins. 17.7.2007 18:44 Sviptur leyfi til að ávísa róandi og örvandi lyfjum Heilbrigðisráðuneytið hefur svipt þekktan geðlækni leyfi til að ávísa róandi og örvandi lyfjum. Leyfissviptingin er að tillögu landlæknis en embættinu hefur borist fjöldi ábendinga um að læknirinn ávísi ekki lyfjum samkvæmt læknisfræðilegum aðferðum. 17.7.2007 18:43 Reyk lagði frá Járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga Mikinn reyk lagði frá Járnblendiverksmiðjunni á Grundartangi nú síðdegis eftir að viftur sem sjá um að soga reyk frá verksmiðjunni hættu að virka. Aðeins tók nokkrar mínútur að koma viftunum aftur í gang. 17.7.2007 18:07 Fluttur á slysadeild eftir trampólínslys Flytja þurfti karlmann á þrítugsaldri á slysadeild um síðustu helgi eftir óhapp á trampólíni. Maðurinn fékk slæma byltu og féll í yfirlið skamma stund. Þá fékk hann einnig skurð á andlitið. 17.7.2007 17:20 Mömmu var ekki skemmt Spænskur faðir hefur verið sviptur umgengnisrétti við tíu ára gamlan son sinn, eftir að móðirin sá myndir af þeim í nautahlaupinu í Pamplona. Hjónin eru skilin en sonurinn var í sumarfríi með föður sinum. Á myndunum sem móðirin sá voru feðgarnir á harðahlaupum nokkrum metrum á undan 600 kílóa tarfi. Hún hringdi þegar í lögregluna. 17.7.2007 16:36 Bára Friðriksdóttir valin í Tjarnaprestakalli Valnefnd í Tjarnaprestakalli, Kjalarnesprófastsdæmi, ákvað á fundi sínum þann 6. júlí síðastliðinn að leggja til að sr. Bára Friðriksdóttir verði ráðin sóknarprestur í Tjarnaprestakalli. Níu umsækjendur voru um embættið. Embættið veitist frá 1. september 2007. 17.7.2007 16:30 Tilkynning frá vegagerðinni Vegna mikilla blæðinga í malbiki á Kræklingahlíð norðan Akureyrar eru vegfarendur beðnir að sýna sérstaka aðgát meðan þetta ástand varir og fylgja fyrirmælum um lækkun á umferðarhraða. Búið er að gera við skemmdir á klæðningu á Þingvallavegi við Grafningsvegamót. Vegfarendur eru þó enn beðnir að sýna aðgát vegna steinkasts. 17.7.2007 15:46 Madeleine Potter J.K. Rowling, höfundur bókanna um Harry Potter hefur farið framá að mynd af Madeleine McCann verði hengd upp í öllum bókabúðum þar sem nýjasta bókin um galdrastrákinn verður seld. Madeleine, sem er fjögurra ára gömul var rænt af hóteli í Portúgal fyrir tveimur og hálfum mánuði. 17.7.2007 15:35 Undirbúningur hafinn fyrir geimskot Endeavour Sjö manna áhöfn Endeavour geimskutlunnar frá Nasa er komin til Flórída þar sem undirbúningur fyrir flugtak skutlunnar hefst. Flugtakið er sett þann 7da ágúst. Áfangastaðurinn er Alþjóðageimstöðin þar sem byggingu stöðvarinnar verður haldið áfram. 17.7.2007 15:33 Þrettán stútar teknir um helgina Þrettán ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Þetta voru tólf karlar og ein kona á fimmtugsaldri. Lögreglan stöðvaði sömuleiðis för sex annarra ökumanna í Reykjavík um helgina. Fimm þeirra höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi og einn hafði aldrei öðlast ökuréttindi. Þetta voru allt karlmenn. 17.7.2007 15:26 Nafn mannsins sem lést á Akrafjallsvegi Maðurinn sem lést í umferðarslysi á Akrafjallsvegi í gær hét Aðalsteinn Davíð Jóhannsson. Hann var 35 ára gamall og bjó á Akranesi. Hann lætur eftir sig eiginkonu og tvö ung börn. 17.7.2007 15:12 Líbanski herinn sækir lengra inn í flóttamannabúðir Líbanskar hersveitir sóttu í dag lengra inn í flóttamannabúðir þar sem þær hafa barist við liðsmenn Fatah al-Islam síðan 20. maí síðastliðinn. Samtökin eru sögð tengjast Al Kæda. Líbanski herinn hefur nú hrakið liðsmenn þeirra inn í lítið horn flóttamannabúðanna. Að minnsta kosti 227 hafa fallið í þessum átökum. 17.7.2007 15:01 Faðir stúlkunnar vill hjálp barnaverndaryfirvalda Stúlkunni sem réðst á jafnöldru sína í tívolíinu við Smáralind síðustu viku var vísað úr skóla síðastliðið haust. Hún er á skólaskyldualdri en fékk ekki skólavist síðastliðinn vetur. Faðirinn segist hafa átt viðtöl við barnaverndaryfirvöld í dag og leiti eftir úrræðum á þeirra vegum. 17.7.2007 14:42 Rússar hóta að reka 80 breska diplomata úr landi Rússar hafa hótað að reka 80 breska diplomata úr landi í hefndarskyni fyrir brottrekstur fjögurra rússneskra diplomata frá Bretlandi. Rússarnir voru reknir vegna tregðu stjórnvalda til þess að framselja meintan morðingja rússneska njósnarans Alexanders Litvinenkos. 17.7.2007 14:28 Auðveldara á tveimur jafnfljótum Mannskepnan stóð upp á afturlappirnar og hóf að ganga upprétt vegna orkusparnaðar sem felst í því. Þetta er niðurstaða bandarískra vísindamanna. Báru þeir saman göngulag nútímamanna og simpansa, sem beita að jafnaði fjórum útlimum við ferðalög sín. 17.7.2007 14:23 Mikið um innbrot í bíla Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ítrekar á vefsíðu sinni við vegfarendur að skilja ekki verðmæti eftir í bílum sínum. Sé það óumflýjanlegt er mikilvægt að verðmæti séu ekki í augsýn. Talsvert hefur verið um innbrot í bíla upp á síðkastið. Þjófar virðast meðal annars sækjast eftir geislaspilurum, myndavélum og GPS-tækjum. 17.7.2007 14:00 Sjúkraflutningamenn vilja ekki Benz Sjúkraflutningamenn óttast öryggi sitt og farþega í nýjum sjúkrabílum sem keyptir hafa verið til landsins. Í mörg ár hefur Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins notað bíla af Econline gerð. Nú hafa hins vegar verið keyptir bílar af gerðinni Benz-Sprinter. 17.7.2007 13:56 Vill líta á alla landsmenn sem líffæragjafa Landlæknir Bretlands vill breyta lögum þannig að litið sé á alla þegna landsins sem viljuga líffæragjafa, nema þeir óski sérstaklega eftir því að vera það ekki. Í dag er þessu þveröfugt farið. Sir Liam Donaldson segir að með því megi bjarga hundruðum mannslífa á hverju ári. 17.7.2007 13:49 Íslendingar nálgast heimsmeistaratitil í skólaskák Skáksveit Salaskóla er efst í flokki 14 ára og yngri á heimsmeistaramóti í skák sem fram fer í Tékklandi þessa dagana. Íslendingarnir hafa 3,5 vinning í forskot á næstu sveit þegar aðeins tveimur umferðum er ólokið á mótinu. 17.7.2007 13:16 Bjórsalar herja á ungmenni höfuðborgarinnar Svokallaðir bjórsalar hafa komið í stað landasala í því að sjá ungmennum höfuðborgarinnar fyrir áfengi. Bjórsalar eru ungt fólk með aldur til að kaupa áfengi í vínbúðum, sem selja bjór til ungmenna með umtalsverðri álagningu. Sem dæmi má nefna að kippa af Viking Lager kostar 2500 krónur hjá bjórsala, en 990 krónur í vínbúð. Þetta er rúmlega 150% hækkun. 17.7.2007 13:15 Sýrlendingar heimta Golan hæðir Sýrlendingar segja að þeir muni ekki hefja friðarviðræður við Ísrael nema Ísraelar gefi fyrirfram loforð um að skila öllum Golan hæðunum. Bashar al-Assad, forseti Sýrlands lýsti þessu yfir á sýrlenska þinginu í dag. 17.7.2007 12:58 Tyrkneskur þingframbjóðandi myrtur Tyrkneskur frambjóðandi sjálfstæðisflokkssins var skotinn til bana í Istanbul í gærkvöldi. Alþingiskosningar fara fram á sunnudag í landinu. Frambjóðandinn Tuncay Seyranlioglu var í bíl á leið úr sjónvarpsviðtali þegar skotárás var gerð á hraðbraut í borginni. Þrír farþegar í bílnum voru fluttir slasaðir á sjúkrahús. 17.7.2007 12:58 Fundur Ingibjargar og Peres vakti athygli Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hitti Shimon Peres forseta Ísrael á fundi í Jerúsalem í morgun. Ingibjörg er fyrsti erlendi ráðamaðurinn sem Peres hittir í embætti forseta, en hann tók við því á sunnudag. Fundurinn vakti mikla athygli fjölmiðla í Ísrael og er fjallað sérstaklega um Ísland af því tilefni. 17.7.2007 12:49 Áhöfn TF-SIF má ekki ræða tildrög slyssins Áhöfnin á TF SIF má ekki ræða við fjölmiðla þar sem rannsókn stendur yfir á orsökum þess að þyrlan brotlenti í sjónum skammt undan Straumsvík. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra ræddi við áhöfnina í gær og sagði hana hafa staðið sig með prýði. Þyrlan var á æfingu með björgunarsveit Hafnarfjarðar þegar þegar hún missti skyndilega afl. 17.7.2007 12:32 Bíll fór í Kópavogshöfn Unnið er að því að draga vörubíl sem féll í höfnina í Kópavogi upp aftur. Bíllinn fór í sjóinn þegar vinna stóð yfir við uppfyllingu í höfninni. Bakkinn gaf sig undan þunga bílsins. Einn maður var í bílnum og slapp hann ómeiddur. 17.7.2007 12:15 Þyrlan líklega ónýt vegna seltu Þyrla Landhlegisgæslunnar, sem brotlenti í sjónum út af Straumsvík í gærkvöldi, var dregin til lands í nótt og flutt í flugskýli við Reykjavíkurflugvöll til rannsóknar. Vonast er til að upplýsingar úr flugrita hennar varpi ljósi á atburðinn. Talið er að þyrlan, sem þjónað hefur hér við björgunarstörf í rúma tvo áratugi, sé ónýt þar sem selta komst í allan viðkvæman rafbúnað hennar. Að sögn Rannsóknanefndar flugslysa, sem hefur nú umsjón með þyrlunni, eru tildrög atviksins ókunn, en flugriti hennar verður sendur til aflestrar í Bretlandi. 17.7.2007 12:15 Íranar segja fund með Bandaríkjamönnum líklegan Utanríkisráðherra Írans sagði í dag að miklar líkur væru á því að Bandaríkin og Íran myndu eiga viðræður í náinni framtíð. Ummæli hans þykja gefa til kynna að fundur verði haldinn á næstunni en utanríkisráðherrar landanna tveggja hittust í Írak í maí síðastliðnum. Talið er að ríkin tvö muni ræða öryggisástandið í Írak og leiðir til þess að bæta úr því. 17.7.2007 11:30 Fjölskyldur HIV smitaðra barna þiggja bætur Rúmur helmingur fjölskyldna þeirra 426 barna sem smituðust af HIV veirunni í Líbíu fyrir nokkrum árum hefur þegar fengið bætur sem þeim var lofað. Afgangur þeirra fær væntanlega bæturnar í dag. 17.7.2007 11:17 Al-Sadr tekur þátt í stjórnmálum á nýjan leik Stjórnmálaarmur samtaka sjía klerksins Múktada al-Sadr tilkynnti í dag að hann hefði hafið þátttöku í írakska þinginu á ný. Fyrir mánuði síðan dró hann sig úr stjórnarsamstarfi vegna óánægju með viðbrögð stjórnvalda við árás á heilaga mosku sjía múslima. 17.7.2007 10:55 Síamstvíburar í Kína bíða aðgerðar síamstvíburar sem fæddust í Kína bíða nú aðskilnaðar. Opinber fréttastofa Kína sendi í gær frá sér myndir af stúlkunum í fyrsta sinn, en sagði ekki til um hvort um stráka eða stúlkur væri að ræða. Tvíburarnir fæddust þann 15. mars síðastliðinn og fara brátt í aðgerð. 17.7.2007 10:28 Slysum á Miklubraut fjölgaði um 45% Aftanákeyrslum í Reykjavík fjölgaði um 25% árið 2006. Flest tjón verða á Miklubrautinni og fjöldi slasaðra þar aukist um 45%. Og enn einu sinni eru gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar þau tjónamestu. Þetta kemur fram í samantekt Sjóvá Forvarnarhússins fyrir árið 2006. 17.7.2007 10:27 Tré drukkna í Osló Á meðan úrkoman í Reykjavík hefur aðeins verið sjö millimetrar frá miðjum júní, eru tré að drukkna í Osló vegna mikilla rigninga undanfarnar vikur. Tré eru einnig að falla þar vegna þess að jarðvegurinn er orðinn svo gljúpur að ræturnar hafa litla festu. 17.7.2007 10:21 Sjá næstu 50 fréttir
Þjálfa hermenn til að greina áfallastreitu Bandaríski herinn hefur ákveðið að þjálfa alla hermenn til að greina áfallastreitu hjá sjálfum sér svo þeir geti leitað sér aðstoðar. Talið er að um 30 prósent bandarískra hermanna í Írak hafi upplifað áfallastreitu á einhverjum tímapunkti. Herinn hefur þó takmarkaða getu til að hjálpa þessum hermönnum eins og sakir standa. 17.7.2007 20:20
Trefjaplast í stað þorsks? Norskur útgerðarmaður með áratugareynslu segir Íslendinga ekki þurfa að örvænta vegna niðurskurðar á kvóta. Hann segir að Íslendingar ættu heldur að nota tækifærið til þess að reyna að ná fram aukinni hagkvæmni í útgerð og fiskveiðum. 17.7.2007 20:18
Lá í tuttugu mínútur á réttum kili áður en henni hvolfdi TF Sif var dregin til lands í nótt og flutt í flugskýli við Reykjavíkurflugvöll til rannsóknar. Vonast er til að upplýsingar úr flugrita hennar varpi ljósi á atburðinn. Sjónarvottar segja að þyrlan hafi verið í um tuttugu mínútur á réttum kili í sjónum áður en henni hvolfdi. 17.7.2007 19:44
Lúkas ófundinn Hundurinn Lúkas er enn ekki fundinn en víðtæk leit verður gerð að hundinum á morgun á þeim slóðum þar sem sást til hans ofan við Akureyri í gær. 17.7.2007 19:42
Friðarfundur væntanlega haldinn í Bandaríkjunum Fyrirhugaður friðarfundur ríkja fyrir botni Miðjarðarhafs verður væntanlega haldinn í Bandaríkjunum síðar á þessu ári. Þetta kom fram í máli talsmanns bandaríska innanríkisráðuneytisins á blaðamannafundi í dag. Enn liggur þó ekki fyrir hvaða ríkjum verður boðið á friðarfundinn. 17.7.2007 19:38
Vestfirðir verða frístundabyggð ríkra Reykvíkinga á innan við 10 árum Íbúar eru farnir að flytja frá Flateyri en menn óttast viðvarandi atvinnuleysi á Vestfjörðum í framhaldi af samdrætti í aflaheimildum. Flosi Jakobsson útgerðarmaður í Bolungarvík segir að innan 10 ára verði Vestfirðir frístundabyggð fyrir ríka Reykvíkinga. 17.7.2007 19:02
Mokveiðist í Þingvallavatni Þrátt fyrir að veiðin í laxám víða um land hafi verið dræm vegna sumarblíðunnar undanfarnar vikur, þá mokveiðist í þingvallavatni. Nokkrir ákafir veiðimenn á öllum aldri voru þar fyrir skömmu. 17.7.2007 19:02
Hætta á skógareldum á Íslandi Nýtt vandamál er að koma upp á Íslandi en hætta er víða á skógareldum á suðvesturlandi sökum langvarandi þurrka. Túnþökur eru víðast hvar ónýtar í borginni og í Breiðholti eru síðustu sílin að drepast í Hólmatjörn. 17.7.2007 18:59
Jón Ólafsson hyggst selja íslenskt vatn til Bandaríkjanna Vatnsfyrirtæki Jóns Ólafssonar, athafnamanns hefur gert samning um dreifingu á vatni við Bandaríska fyrirtækið Anheuser Bush sem er stærsta fyrirtækið sem dreifir drykkjarvörum í Bandaríkjunum. 17.7.2007 18:55
Dagvöruverð lægra nú en árið 2002 Finnur Árnason forstjóri Haga segir að verðlag á dagvöru hafi haldið verulega aftur af verðbólgunni síðustu fimm árin. Finnur segir að matvörur ásamt öðrum dagvörum, hafi lækkað á þessu tímabili og því sé fólk að greiða minna fyrir dagvörukörfuna núna en í febrúar árið 2002. 17.7.2007 18:55
Getur sótt um undanþágu hjá Heimavarnarráðuneytinu Dagbjört Rós Halldórsdóttir var rekinn frá Bandaríkjunum fyrir tveimur mánuðum, eftir að hún var handtekinn fyrir hraðakstur. Dvalarleyfi hennar var útrunnið en erfiðleikar voru í hjónabandinu og bandarískur eiginmaður hennar hafði þá um tíma komið sér undan því að skrifa upp á umsókn hennar um græna kortið. 17.7.2007 18:53
Atvinnuleysi á ekki að vera hagstjórnartæki segir ASÍ Ólafur Darri Andrason hagfræðingur ASÍ segir hugmyndir framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins um að opna vinnumarkaðinn enn frekar til að draga úr verðbólgu benda til að hann vilji nota atvinnuleysi sem hagstjórnartæki. Framundan sé atvinnuleysi vegna loka stóriðjuframkvæmda og aflasamdráttar og óvarlegt sé að kynda enn frekar undir það. 17.7.2007 18:51
Ingibjörg segir Peres vongóðan um frið Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra segir að Shimon Peres nýr forseti Ísraels sé bjartsýnn á friðarferlið á svæðinu þrátt fyrir að mörg tækifæri hafi glatast á síðustu misserum. Ingibjörg er fyrst erlendra ráðamanna til að hitta Peres eftir að hann tók við forsetaembætti. 17.7.2007 18:48
SPRON fyrirhugar breytingar í hlutafélag Stjórn SPRON samþykkti í dag að undirbúa breytingu sparisjóðsins í hlutafélag og óska eftir skráningu félagsins í Norrænu kauphöllina á Íslandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SPRON. Breyting sparisjóðsins í hlutafélag verður háð samþykki stofnfjáreigenda og Fjármálaeftirlitsins. 17.7.2007 18:44
Sviptur leyfi til að ávísa róandi og örvandi lyfjum Heilbrigðisráðuneytið hefur svipt þekktan geðlækni leyfi til að ávísa róandi og örvandi lyfjum. Leyfissviptingin er að tillögu landlæknis en embættinu hefur borist fjöldi ábendinga um að læknirinn ávísi ekki lyfjum samkvæmt læknisfræðilegum aðferðum. 17.7.2007 18:43
Reyk lagði frá Járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga Mikinn reyk lagði frá Járnblendiverksmiðjunni á Grundartangi nú síðdegis eftir að viftur sem sjá um að soga reyk frá verksmiðjunni hættu að virka. Aðeins tók nokkrar mínútur að koma viftunum aftur í gang. 17.7.2007 18:07
Fluttur á slysadeild eftir trampólínslys Flytja þurfti karlmann á þrítugsaldri á slysadeild um síðustu helgi eftir óhapp á trampólíni. Maðurinn fékk slæma byltu og féll í yfirlið skamma stund. Þá fékk hann einnig skurð á andlitið. 17.7.2007 17:20
Mömmu var ekki skemmt Spænskur faðir hefur verið sviptur umgengnisrétti við tíu ára gamlan son sinn, eftir að móðirin sá myndir af þeim í nautahlaupinu í Pamplona. Hjónin eru skilin en sonurinn var í sumarfríi með föður sinum. Á myndunum sem móðirin sá voru feðgarnir á harðahlaupum nokkrum metrum á undan 600 kílóa tarfi. Hún hringdi þegar í lögregluna. 17.7.2007 16:36
Bára Friðriksdóttir valin í Tjarnaprestakalli Valnefnd í Tjarnaprestakalli, Kjalarnesprófastsdæmi, ákvað á fundi sínum þann 6. júlí síðastliðinn að leggja til að sr. Bára Friðriksdóttir verði ráðin sóknarprestur í Tjarnaprestakalli. Níu umsækjendur voru um embættið. Embættið veitist frá 1. september 2007. 17.7.2007 16:30
Tilkynning frá vegagerðinni Vegna mikilla blæðinga í malbiki á Kræklingahlíð norðan Akureyrar eru vegfarendur beðnir að sýna sérstaka aðgát meðan þetta ástand varir og fylgja fyrirmælum um lækkun á umferðarhraða. Búið er að gera við skemmdir á klæðningu á Þingvallavegi við Grafningsvegamót. Vegfarendur eru þó enn beðnir að sýna aðgát vegna steinkasts. 17.7.2007 15:46
Madeleine Potter J.K. Rowling, höfundur bókanna um Harry Potter hefur farið framá að mynd af Madeleine McCann verði hengd upp í öllum bókabúðum þar sem nýjasta bókin um galdrastrákinn verður seld. Madeleine, sem er fjögurra ára gömul var rænt af hóteli í Portúgal fyrir tveimur og hálfum mánuði. 17.7.2007 15:35
Undirbúningur hafinn fyrir geimskot Endeavour Sjö manna áhöfn Endeavour geimskutlunnar frá Nasa er komin til Flórída þar sem undirbúningur fyrir flugtak skutlunnar hefst. Flugtakið er sett þann 7da ágúst. Áfangastaðurinn er Alþjóðageimstöðin þar sem byggingu stöðvarinnar verður haldið áfram. 17.7.2007 15:33
Þrettán stútar teknir um helgina Þrettán ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Þetta voru tólf karlar og ein kona á fimmtugsaldri. Lögreglan stöðvaði sömuleiðis för sex annarra ökumanna í Reykjavík um helgina. Fimm þeirra höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi og einn hafði aldrei öðlast ökuréttindi. Þetta voru allt karlmenn. 17.7.2007 15:26
Nafn mannsins sem lést á Akrafjallsvegi Maðurinn sem lést í umferðarslysi á Akrafjallsvegi í gær hét Aðalsteinn Davíð Jóhannsson. Hann var 35 ára gamall og bjó á Akranesi. Hann lætur eftir sig eiginkonu og tvö ung börn. 17.7.2007 15:12
Líbanski herinn sækir lengra inn í flóttamannabúðir Líbanskar hersveitir sóttu í dag lengra inn í flóttamannabúðir þar sem þær hafa barist við liðsmenn Fatah al-Islam síðan 20. maí síðastliðinn. Samtökin eru sögð tengjast Al Kæda. Líbanski herinn hefur nú hrakið liðsmenn þeirra inn í lítið horn flóttamannabúðanna. Að minnsta kosti 227 hafa fallið í þessum átökum. 17.7.2007 15:01
Faðir stúlkunnar vill hjálp barnaverndaryfirvalda Stúlkunni sem réðst á jafnöldru sína í tívolíinu við Smáralind síðustu viku var vísað úr skóla síðastliðið haust. Hún er á skólaskyldualdri en fékk ekki skólavist síðastliðinn vetur. Faðirinn segist hafa átt viðtöl við barnaverndaryfirvöld í dag og leiti eftir úrræðum á þeirra vegum. 17.7.2007 14:42
Rússar hóta að reka 80 breska diplomata úr landi Rússar hafa hótað að reka 80 breska diplomata úr landi í hefndarskyni fyrir brottrekstur fjögurra rússneskra diplomata frá Bretlandi. Rússarnir voru reknir vegna tregðu stjórnvalda til þess að framselja meintan morðingja rússneska njósnarans Alexanders Litvinenkos. 17.7.2007 14:28
Auðveldara á tveimur jafnfljótum Mannskepnan stóð upp á afturlappirnar og hóf að ganga upprétt vegna orkusparnaðar sem felst í því. Þetta er niðurstaða bandarískra vísindamanna. Báru þeir saman göngulag nútímamanna og simpansa, sem beita að jafnaði fjórum útlimum við ferðalög sín. 17.7.2007 14:23
Mikið um innbrot í bíla Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ítrekar á vefsíðu sinni við vegfarendur að skilja ekki verðmæti eftir í bílum sínum. Sé það óumflýjanlegt er mikilvægt að verðmæti séu ekki í augsýn. Talsvert hefur verið um innbrot í bíla upp á síðkastið. Þjófar virðast meðal annars sækjast eftir geislaspilurum, myndavélum og GPS-tækjum. 17.7.2007 14:00
Sjúkraflutningamenn vilja ekki Benz Sjúkraflutningamenn óttast öryggi sitt og farþega í nýjum sjúkrabílum sem keyptir hafa verið til landsins. Í mörg ár hefur Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins notað bíla af Econline gerð. Nú hafa hins vegar verið keyptir bílar af gerðinni Benz-Sprinter. 17.7.2007 13:56
Vill líta á alla landsmenn sem líffæragjafa Landlæknir Bretlands vill breyta lögum þannig að litið sé á alla þegna landsins sem viljuga líffæragjafa, nema þeir óski sérstaklega eftir því að vera það ekki. Í dag er þessu þveröfugt farið. Sir Liam Donaldson segir að með því megi bjarga hundruðum mannslífa á hverju ári. 17.7.2007 13:49
Íslendingar nálgast heimsmeistaratitil í skólaskák Skáksveit Salaskóla er efst í flokki 14 ára og yngri á heimsmeistaramóti í skák sem fram fer í Tékklandi þessa dagana. Íslendingarnir hafa 3,5 vinning í forskot á næstu sveit þegar aðeins tveimur umferðum er ólokið á mótinu. 17.7.2007 13:16
Bjórsalar herja á ungmenni höfuðborgarinnar Svokallaðir bjórsalar hafa komið í stað landasala í því að sjá ungmennum höfuðborgarinnar fyrir áfengi. Bjórsalar eru ungt fólk með aldur til að kaupa áfengi í vínbúðum, sem selja bjór til ungmenna með umtalsverðri álagningu. Sem dæmi má nefna að kippa af Viking Lager kostar 2500 krónur hjá bjórsala, en 990 krónur í vínbúð. Þetta er rúmlega 150% hækkun. 17.7.2007 13:15
Sýrlendingar heimta Golan hæðir Sýrlendingar segja að þeir muni ekki hefja friðarviðræður við Ísrael nema Ísraelar gefi fyrirfram loforð um að skila öllum Golan hæðunum. Bashar al-Assad, forseti Sýrlands lýsti þessu yfir á sýrlenska þinginu í dag. 17.7.2007 12:58
Tyrkneskur þingframbjóðandi myrtur Tyrkneskur frambjóðandi sjálfstæðisflokkssins var skotinn til bana í Istanbul í gærkvöldi. Alþingiskosningar fara fram á sunnudag í landinu. Frambjóðandinn Tuncay Seyranlioglu var í bíl á leið úr sjónvarpsviðtali þegar skotárás var gerð á hraðbraut í borginni. Þrír farþegar í bílnum voru fluttir slasaðir á sjúkrahús. 17.7.2007 12:58
Fundur Ingibjargar og Peres vakti athygli Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hitti Shimon Peres forseta Ísrael á fundi í Jerúsalem í morgun. Ingibjörg er fyrsti erlendi ráðamaðurinn sem Peres hittir í embætti forseta, en hann tók við því á sunnudag. Fundurinn vakti mikla athygli fjölmiðla í Ísrael og er fjallað sérstaklega um Ísland af því tilefni. 17.7.2007 12:49
Áhöfn TF-SIF má ekki ræða tildrög slyssins Áhöfnin á TF SIF má ekki ræða við fjölmiðla þar sem rannsókn stendur yfir á orsökum þess að þyrlan brotlenti í sjónum skammt undan Straumsvík. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra ræddi við áhöfnina í gær og sagði hana hafa staðið sig með prýði. Þyrlan var á æfingu með björgunarsveit Hafnarfjarðar þegar þegar hún missti skyndilega afl. 17.7.2007 12:32
Bíll fór í Kópavogshöfn Unnið er að því að draga vörubíl sem féll í höfnina í Kópavogi upp aftur. Bíllinn fór í sjóinn þegar vinna stóð yfir við uppfyllingu í höfninni. Bakkinn gaf sig undan þunga bílsins. Einn maður var í bílnum og slapp hann ómeiddur. 17.7.2007 12:15
Þyrlan líklega ónýt vegna seltu Þyrla Landhlegisgæslunnar, sem brotlenti í sjónum út af Straumsvík í gærkvöldi, var dregin til lands í nótt og flutt í flugskýli við Reykjavíkurflugvöll til rannsóknar. Vonast er til að upplýsingar úr flugrita hennar varpi ljósi á atburðinn. Talið er að þyrlan, sem þjónað hefur hér við björgunarstörf í rúma tvo áratugi, sé ónýt þar sem selta komst í allan viðkvæman rafbúnað hennar. Að sögn Rannsóknanefndar flugslysa, sem hefur nú umsjón með þyrlunni, eru tildrög atviksins ókunn, en flugriti hennar verður sendur til aflestrar í Bretlandi. 17.7.2007 12:15
Íranar segja fund með Bandaríkjamönnum líklegan Utanríkisráðherra Írans sagði í dag að miklar líkur væru á því að Bandaríkin og Íran myndu eiga viðræður í náinni framtíð. Ummæli hans þykja gefa til kynna að fundur verði haldinn á næstunni en utanríkisráðherrar landanna tveggja hittust í Írak í maí síðastliðnum. Talið er að ríkin tvö muni ræða öryggisástandið í Írak og leiðir til þess að bæta úr því. 17.7.2007 11:30
Fjölskyldur HIV smitaðra barna þiggja bætur Rúmur helmingur fjölskyldna þeirra 426 barna sem smituðust af HIV veirunni í Líbíu fyrir nokkrum árum hefur þegar fengið bætur sem þeim var lofað. Afgangur þeirra fær væntanlega bæturnar í dag. 17.7.2007 11:17
Al-Sadr tekur þátt í stjórnmálum á nýjan leik Stjórnmálaarmur samtaka sjía klerksins Múktada al-Sadr tilkynnti í dag að hann hefði hafið þátttöku í írakska þinginu á ný. Fyrir mánuði síðan dró hann sig úr stjórnarsamstarfi vegna óánægju með viðbrögð stjórnvalda við árás á heilaga mosku sjía múslima. 17.7.2007 10:55
Síamstvíburar í Kína bíða aðgerðar síamstvíburar sem fæddust í Kína bíða nú aðskilnaðar. Opinber fréttastofa Kína sendi í gær frá sér myndir af stúlkunum í fyrsta sinn, en sagði ekki til um hvort um stráka eða stúlkur væri að ræða. Tvíburarnir fæddust þann 15. mars síðastliðinn og fara brátt í aðgerð. 17.7.2007 10:28
Slysum á Miklubraut fjölgaði um 45% Aftanákeyrslum í Reykjavík fjölgaði um 25% árið 2006. Flest tjón verða á Miklubrautinni og fjöldi slasaðra þar aukist um 45%. Og enn einu sinni eru gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar þau tjónamestu. Þetta kemur fram í samantekt Sjóvá Forvarnarhússins fyrir árið 2006. 17.7.2007 10:27
Tré drukkna í Osló Á meðan úrkoman í Reykjavík hefur aðeins verið sjö millimetrar frá miðjum júní, eru tré að drukkna í Osló vegna mikilla rigninga undanfarnar vikur. Tré eru einnig að falla þar vegna þess að jarðvegurinn er orðinn svo gljúpur að ræturnar hafa litla festu. 17.7.2007 10:21