Innlent

Vonast til að geta flogið sem fyrst

Verið var að taka sigmann þyrlu Landhelgisgæslunnar TF-Sif upp í þyrluna þegar hún missti afl og nauðlenti í sjónum. Annar flotbelgjanna sem áttu að halda henni á floti gaf sig sem varð til þess að þyrlunni hvolfdi. Áhöfnin telur sig ekki hafa verið í hættu og vonast til að geta flogið sem fyrst aftur.

Rannsóknarnefnd flugslysa rannsakar hvað varð til þess að þyrla Landhelgisgæslunnar TF-Sif missti afl og þurfti að nauðlenda á sjónum nærri Straumsvík í Hafnarfirði í fyrrakvöld. Áhafnarmeðlimir hittu blaðamenn í dag og fóru þeir yfir atburðarás slyssins. Áhöfnin telur hvorki sig né björgunarsveitarmenn á björgunarskipinu Einari hafa verið í hættu. Áhöfnin vonast til að vera farin að fljúga aftur fljótlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×