Innlent

Vesturlandsvegur opnaður á ný eftir umferðaróhapp

Búið er opna Vesturlandsveg aftur en honum var lokað tímabundið eftir að pallbíll með hestakerru valt laust eftir klukkan fimm í dag. Þrír voru í bílnum en þá sakaði ekki að sögn lögreglu.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu liggur ekki fyrir hvað olli því að bíllinn valt. Hestakerra sem bíllinn var með í eftirdragi valt hins vegar ekki en þar inni voru tveir hestar. Þeir sluppu einnig ómeiddir frá slysinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×