Jón Ólafsson vill grænt samfélag í Ölfusi. 18. júlí 2007 18:51 Ákvæði í samningi Jóns Ólafssonar athafnamanns og sonar hans við sveitarfélagið Ölfus útilokar mengandi starfsemi í grennd við stóra vatnsverksmiðju sem á að rísa að Hlíðarenda í Ölfusi. Jón vill vinna í sátt við sveitarfélagið þar sem hann sér fyrir sér grænt samfélag. Fyrirtækið hefur samið um dreifingu við Anheuser Busch, sem er það stærsta á sínu sviði í Bandaríkjunum. Anheuser Busch mun jafnframt eignast fimmtung í fyrirtækinu. Helsta vörumerki Anheuser-Busch er Budweiser bjórinn og velta Anheuser-Busch er jafnvirði ríflega eitt þúsund milljarða íslenskra króna sem er nálægt þjóðarframleiðslu Íslendinga. Verksmiðjan í Þorlákshöfn hefur nú tíu starfsmenn en sú starfsemi flytur að Hlíðarenda þar sem ný verksmiðja tekur til starfa innan árs. Framleiðslugeta þeirrar verksmiðju verður um 200 milljón lítrar og þar munu skapast tugir starfa. Jón Ólafsson segir að lindirnar í Ölfusinu geti hæglega annað allri eftirspurn eftir flöskuvatni í heiminum. Skammt frá Hlíðarenda en nær Þorlákshöfn hafa menn séð fyrir sér áltæknigarð. Alcan og Norsk Hydro hafa einnig sýnt áhuga á að reisa álver í landi Þorlákshafnar. Fyrirtæki feðganna hefur aðgang að lindum sveitarfélagsins um ófyrirséðan tíma samkvæmt samningi. Þar er einnig ákvæði sem fyrirbyggir mengandi stóriðju í grennd við verksmiðjuna. Jón segist ekki geta svarað þeirri spurningu hvort álver á þessum slóðum trufli átöppunarverksmiðjuna en segist vilja grænt samfélag í Ölfusið. Vatnsútflutningurinn geti þar valdið miklu. Fjórtán hafa reynt að flytja út vatn frá Íslandi en aðeins tveir eru enn að. Hann segist þó vera óhræddur. Hann hafi byrjað með hreint borð fyrir þremur árum og núna sé staðan þessi. Það sé ótrúlegt hverju menn fái áorkað ef þeir fái að vera í friði fyrir pólitík. Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slasaðs manns Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Sjá meira
Ákvæði í samningi Jóns Ólafssonar athafnamanns og sonar hans við sveitarfélagið Ölfus útilokar mengandi starfsemi í grennd við stóra vatnsverksmiðju sem á að rísa að Hlíðarenda í Ölfusi. Jón vill vinna í sátt við sveitarfélagið þar sem hann sér fyrir sér grænt samfélag. Fyrirtækið hefur samið um dreifingu við Anheuser Busch, sem er það stærsta á sínu sviði í Bandaríkjunum. Anheuser Busch mun jafnframt eignast fimmtung í fyrirtækinu. Helsta vörumerki Anheuser-Busch er Budweiser bjórinn og velta Anheuser-Busch er jafnvirði ríflega eitt þúsund milljarða íslenskra króna sem er nálægt þjóðarframleiðslu Íslendinga. Verksmiðjan í Þorlákshöfn hefur nú tíu starfsmenn en sú starfsemi flytur að Hlíðarenda þar sem ný verksmiðja tekur til starfa innan árs. Framleiðslugeta þeirrar verksmiðju verður um 200 milljón lítrar og þar munu skapast tugir starfa. Jón Ólafsson segir að lindirnar í Ölfusinu geti hæglega annað allri eftirspurn eftir flöskuvatni í heiminum. Skammt frá Hlíðarenda en nær Þorlákshöfn hafa menn séð fyrir sér áltæknigarð. Alcan og Norsk Hydro hafa einnig sýnt áhuga á að reisa álver í landi Þorlákshafnar. Fyrirtæki feðganna hefur aðgang að lindum sveitarfélagsins um ófyrirséðan tíma samkvæmt samningi. Þar er einnig ákvæði sem fyrirbyggir mengandi stóriðju í grennd við verksmiðjuna. Jón segist ekki geta svarað þeirri spurningu hvort álver á þessum slóðum trufli átöppunarverksmiðjuna en segist vilja grænt samfélag í Ölfusið. Vatnsútflutningurinn geti þar valdið miklu. Fjórtán hafa reynt að flytja út vatn frá Íslandi en aðeins tveir eru enn að. Hann segist þó vera óhræddur. Hann hafi byrjað með hreint borð fyrir þremur árum og núna sé staðan þessi. Það sé ótrúlegt hverju menn fái áorkað ef þeir fái að vera í friði fyrir pólitík.
Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slasaðs manns Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Sjá meira