Héraðsdómur segir ákæruvald saksóknara efnahagsbrota lögleysu 18. júlí 2007 13:47 Héraðsdómur Norðurlands vísaði í morgun frá máli sem saksóknari efnahagsbrota höfðaði gegn fólki á Akureyri sem nýtt hafði sér kerfisvillu í netbanka Glitnis til að þannig hagnast um tugmillljónir króna á gjaldeyrisviðskiptum. Dómarinn sagði í úrskurði sínum að ákæruvald saksóknara efnahagsbrota styddist ekki við lög. Freyr Ófeigsson dómsstjóri segir í úrskurði sínum, að saksóknara efnahagsbrota verði ekki falin sjálfstæð meðferð ákæruvalds með reglugerð að óbreyttum lögum. Hann hafi ekki haft heimild til að gefa út ákæru í máli þessu í eigin nafni og því sé ekki hjá því komist að vísa málinu sjálfkrafa frá dómi. Ríkissaksóknari og lögreglustjórar, þar á meðal ríkislögreglustjóri fara með ákæruvald samkvæmt lögum frá 1991 um meðferð opinberra mála. Samkvæmt lögunum hefur dómsmálaráðherra heimild til að skipa saksóknara við einstök embætti lögreglustjóra, þar á meðal embætti ríkislögreglustjóra, til að annast saksókn og málflutning. Dómsmálaráðherra setti reglugerð um rannsókn og saksókn efnahagsbrota sem tók gildi um síðustu áramót, þar sem fjallað er um hvernig saksóknara efnahagsbrota sé falið að annast rannsókn á tilgreindum brotum og meðferð þeirra mála fyrir dómstólum. Dómarinn Akureyri segir að með reglugerðinni, sé saksóknara efnahagsbrota í raun falið sjálfstætt ákæruvald. Hann segir að ekki sé fyrir hendi heimild til að stofna embætti sjálfstæðs handhafa ákæruvalds. Verður að telja að með ákvæðum umræddrar reglugerðar sé farið út fyrir heimild 4. mgr. 25. gr. laga um meðferð opinberra mála sem heimilar aðeins skipun saksóknara sem annist saksókn og málflutning í umboði lögreglustjóra. Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Héraðsdómur Norðurlands vísaði í morgun frá máli sem saksóknari efnahagsbrota höfðaði gegn fólki á Akureyri sem nýtt hafði sér kerfisvillu í netbanka Glitnis til að þannig hagnast um tugmillljónir króna á gjaldeyrisviðskiptum. Dómarinn sagði í úrskurði sínum að ákæruvald saksóknara efnahagsbrota styddist ekki við lög. Freyr Ófeigsson dómsstjóri segir í úrskurði sínum, að saksóknara efnahagsbrota verði ekki falin sjálfstæð meðferð ákæruvalds með reglugerð að óbreyttum lögum. Hann hafi ekki haft heimild til að gefa út ákæru í máli þessu í eigin nafni og því sé ekki hjá því komist að vísa málinu sjálfkrafa frá dómi. Ríkissaksóknari og lögreglustjórar, þar á meðal ríkislögreglustjóri fara með ákæruvald samkvæmt lögum frá 1991 um meðferð opinberra mála. Samkvæmt lögunum hefur dómsmálaráðherra heimild til að skipa saksóknara við einstök embætti lögreglustjóra, þar á meðal embætti ríkislögreglustjóra, til að annast saksókn og málflutning. Dómsmálaráðherra setti reglugerð um rannsókn og saksókn efnahagsbrota sem tók gildi um síðustu áramót, þar sem fjallað er um hvernig saksóknara efnahagsbrota sé falið að annast rannsókn á tilgreindum brotum og meðferð þeirra mála fyrir dómstólum. Dómarinn Akureyri segir að með reglugerðinni, sé saksóknara efnahagsbrota í raun falið sjálfstætt ákæruvald. Hann segir að ekki sé fyrir hendi heimild til að stofna embætti sjálfstæðs handhafa ákæruvalds. Verður að telja að með ákvæðum umræddrar reglugerðar sé farið út fyrir heimild 4. mgr. 25. gr. laga um meðferð opinberra mála sem heimilar aðeins skipun saksóknara sem annist saksókn og málflutning í umboði lögreglustjóra.
Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira