Innlent

Fluttur á slysadeild eftir trampólínslys

Flytja þurfti karlmann á þrítugsaldri á slysadeild um síðustu helgi eftir óhapp á trampólíni. Maðurinn fékk slæma byltu og féll í yfirlið skamma stund. Þá fékk hann einnig skurð á andlitið.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var maðurinn í hópi ungs fólks sem var að skemmta sér í úthverfi á höfuðborgarsvæðinu. Áfengi var haft um hönd. Að sögn lögreglu fékk einhver í samkvæminu þá hugmynd að spreyta sig á trampólíni í morgunsárið með fyrrgreindum afleiðingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×