Innlent

Reyk lagði frá Járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga

Reyk lagði einnig frá Járnblendiverksmiðjunni í febrúar á síðasta ári.
Reyk lagði einnig frá Járnblendiverksmiðjunni í febrúar á síðasta ári. MYND/Stöð 2

Mikinn reyk lagði frá Járnblendiverksmiðjunni á Grundartangi nú síðdegis eftir að viftur sem sjá um að soga reyk frá verksmiðjunni hættu að virka. Aðeins tók nokkrar mínútur að koma viftunum aftur í gang.

Samkvæmt upplýsingum frá Járnblendiverksmiðjunni slokknaði á viftunum eftir að þær ofhitnuðu en um þrjár mínútur tók að koma þeim aftur í gang. Að sögn starfsmanna er þetta eitthvað sem gerist nokkrum sinnum á ári. Þegar vifturnar hætta að virka opnast síðan skorsteinar verksmiðjunnar til að hleypa reyknum út.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×