Fleiri fréttir

Árekstur á gatnamótum Miklubrautar og Grensás

Árekstur varð á gatnamótum Miklubratar og Grensás fyrir stundu. Mikið hefur hægt á umferð út úr bænum í kjölfarið. Lögregla er á staðnum en ekki er vitað um slys á fólki.

Samtök banka og verðbréfafyrirtækja brutu gegn samkeppnislögum

Samtök banka og verðbréfafyrirtækja brutu gegn samkeppnislögum þegar þau auglýstu að þjónustugjöld íslenskra banka væru þau lægstu á Norðurlöndunum. Þetta kemur fram í áliti Neytendastofu en þar segir ennfremur að auglýsingarnar hafi verið ósanngjarnar gagnvart neytendum. Það voru Neytendasamtökin sem kvörtuðu undan auglýsingunum.

Tveir menn handteknir í Blackburn

Lögregla í Norðvestur Englandi hefur handtekið tvo menn í Blackburn í tengslum við rannsókn á sprengjutilræðunum á Bretlandseyjum um síðustu helgi. Sjö til viðbótar eru í haldi lögreglu á Englandi og í Skotlandi vegna málsins, fimm þeirra eru læknar.

Fyrsta björgunarferð TF Gná

TF Gná, þyrla Landhelgisgæslunnar, fór í sína fyrstu björgunarferð í morgun er hún aðstoðaði mann um borð í brennandi lúxussnekkju á Viðeyjarsundi. Þyrlan kom til landsins í byrjun síðasta mánaðar en hún er sömu tegundar og björgunarþyrlan Líf.

Sveðjur ódýrari vegna minnkandi ofbeldis

Verð á sveðjum á sumum svæðum í Nígeríu hefur hríðlækkað í kjölfar kosninga í apríl, vegna minnkandi eftirspurnar frá vígamönnum á vegum stjórnmálamanna.

Hæstaréttardómari biður um lausn frá embætti

Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, lagði á ríkisstjórnarfundi í morgun fram beiðni Hrafns Bragasonar, hæstaréttardómara, um lausn frá embætti sökum aldurs. Það verður síðan forseti Íslands sem samþykkir beiðnina og í kjölfarið verður embættið auglýst laust til umsóknar.

Níu látnir í átökum við Rauðu moskuna í Pakistan

Að minnst kosti níu manns, stúdentar hermenn, blaðamaður og borgarar hafa látist í átökum sem staðið hafa í allan dag við Rauðu moskuna í Islamabad í Pakistan. Um 150 manns særðust, en lögregla hefur meðal annars beitt táragasi á hóp róttækra íslamskra stúdenta og klerka Rauðu moskunnar.

Ákvörðun Bandaríkjaforseta umdeild

Bush Bandaríkjaforseti náðaði í gær að hluta Lewis "Scooter" Libby, fyrrverandi aðstoðamann Cheneys, varaforseta. Demókratar á Bandaríkjaþingi hafa fordæmt ákvörðun forsetans og segja hann misnota vald sitt.

Tveir læknar í Ástralíu handteknir

Tveir læknar voru í nótt og í morgun hnepptir í varðhald í Ástralíu í tengslum við rannsókn á sprengjutilræðunum á Bretlandseyjum um helgina. Sjö til viðbótar eru í haldi í Bretlandi - fimm þeirra eru sagðir læknar.

Húsið í Lystrup sprengt

Sprengjusérfræðingur í Danmörku segir að hús í Lystrup hafi verið sprengt í loft upp í fyrrinótt en það hafi viðvaningur gert. Engan sakaði þegar einbýlishúsið sprakk. Kraftur sprengingarinnar var svo mikill að helmingur af þaki hússins féll saman og veggir eyðilögðust. Nærliggjandi hús skemmdust ekki.

Eldur um borð í lúxussnekkju á Viðeyjarsundi

Eldur kom upp í Eldingunni 2, 30 tonna lúxussnekkju, sem gerð er út frá Ægisgarði í Reykjavík nú rétt fyrir hádegi. Einn maður var um borð en verið var að lóðsa bátinn yfir í Sundahöfn í viðhald. Hann sakaði ekki.

Eldur kom upp í malbikunarstöð að Sævarhöfða

Eldur kom upp í malbikunarstöðinni Höfða að Sævarhöfða um klukkan tíu í morgun. Eldsupptök voru í blöndunarturni stöðvarinnar þar sem bikinu er blandað saman við mölina. Neisti hljóp í dísilolíu sem notuð er við malbiksgerðina og varð töluverður eldur.

Málsókn á hendur Google

Breski viðskiptajöfurinn Brian Retkin hefur farið í mál við upplýsingaveituna Google. Hann heldur því fram að leitarvélin beini fólki á verulega niðurlægjandi og eyðileggjandi efni um netfyrirtæki hans Dotworlds, meðal annars eru þar fullyrðingar um að Retkin sé svikull.

Gæti eignast hálfsystkini sín

Kanadísk kona hefur fryst egg úr sjálfri sér svo að dóttir hennar, sem er með sérstakan erfðagalla og er ófær um að eignast börn, geti notað þau og eignast börn síðar á lífsleiðinni. Ef stelpan ákveður að nota eggin mun hún í raun eignast hálfbróður sinn eða systur.

Sjávarútvegsráðherra enn óákveðinn

Ríkisstjórnarfundi lauk laust fyrir klukkan ellefu án þess að sjávarútvegsráðherra legði fram skiptingu kvótans fyrir næsta fiskveiðiár. Fundurinn átti að hefjast klukkan hálf tíu, en hófst ekki fyrr en rúmlega tíu, að Samfylkingarráðherrarnir mættu. Þeir höfðu setið á fundi annarsstaðar síðan klukkan átta í morgun og meðal annars fengið sjávarútvegsráðherra á þann fund.

Ríkisstjórnarfundur hafinn

Ríkisstjórnarfundur er hafinn í stjórnarráðinu en fundinum seinkaði um rúman hálftíma vegna fundarhalda ráðherra Samfylkingarinnar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði við fjölmiðla þegar hún mætti á fundinn fyrir skemmstu að ráðherrarnir hefðu verið að ræða stöðuna í sjávarútvegi og veiðiráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar.

Samfylking boðar að sér seinki á ríkisstjórnarfund

Samfylkingin boðar að sér seinki á ríkisstjórnarfund sem átti að hefjast klukkan hálf tíu í morgun. Á fundinum á meðal annars að ræða tillögur sjávarútvegsráðherra um aflaheimildir fyrir næsta fiskveiðiár.

Sjávarútvegsráðherra fundaði með Samfylkingu

Búist er því að Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, kynni í dag ákvörðun sína um veiðiheimildir á næsta fiskveiðiári. Ráðherra fundaði með þingflokki Samfylkingarinnar í morgun en í gær fundaði hann með þingflokki sjálfstæðismanna.

Útgerðarmenn ættu að fara að tilmælum Hafrannsóknarstofnunar

Útgerðarmenn ættu að fara að tilmælum Hafrannsóknarstofnunar um verulega niðurskurð í þorskafla í stað þess að gera hvali að blóraböggli, að mati Náttúruverndarsamtaka Íslands. Samtökin segja ekkert benda til þess að auknar hvalveiðar hafi áhrif á ástand fiskstofna.

Talið að al-Kaída beri ábyrgð á árásinni í Yemen

Talið er að al-Kaída samtökin beri ábyrgð á sjálfsmorðssprengjuárásinni sem framin var við hið forna Queen og Sheba musteri í héraðinu Marib í Yemen í gær. Níu létust í árásinni þar af sjö spænskir ferðamenn. Auk þess særðust sex til viðbótar.

Lokanir vegna malbikunar

Stekkjarbakki verður lokaður í dag vegna malbikunar. Einnig verða gatnamótin Stekkjarbakki, Höfðabakki lokuð í tvo tíma í kringum hádegið.

Pakki sprengdur við Hammersmith

Breska lögreglan sprengdi í morgun upp grunsamlegan pakka sem hafði fundist við Hammersmith lestarstöðina í vesturhluta Lundúna. Meira er ekki vitað um málið að svo stöddu.

Barist í mosku í Pakistan

Hersveitir í höfuðborg Pakistans, Islamabad, gerðu í morgun áhlaup á mosku og trúarskóla í borginni. Þær beittu táragási og vitni sögðust hafa heyrt skothríð í nágrenni moskunnar. Stjórnvöld hafa mánuðum saman átt í útistöðum við klerkana þar og nemendur þeirra.

F-14 þotur tættar í sundur

Á Davis-Monthan flugstöðinni í Tucson, Arizona, er flugvélakirkjugarður. Þar eru F-14 þotur tættar í sundur. Tilgangurinn er að halda flugvélunum, sem einnig eru kallaðar Tomcats, frá Írönum og öðrum ríkjum sem ógna öryggi Bandaríkjamanna.

Vísa fullyrðingum Ögmundar á bug

Samtök sveitafélaga á Suðurlandi vísar á bug fullyrðingum Ögmundar Jónassonar, þingflokksformanns Vinstri-grænna, um að samskipti sveitarfélaga á Suðurlandi séu í uppnámi vegna sölu þeirra í Hitaveitu Suðurnesja.

Áttundi maðurinn handtekinn

Lögreglan í Bretlandi hefur handtekið áttunda manninn í tengslum við sprengjufyrirætlanir í Glasgow og London. Maðurinn var handtekinn utan Bretlands en ekki hefur fengið gefist upp í hvaða landi.

Illa farið með kameldýr

Lögreglan í Svíþjóð rannsakar nú hvaða erindi kameldýr átti á hraðbraut þar í landi í dag. Tilkynning barst um að hræ af dýrinu hefði fundist við hraðbraut E22 nálægt Karlskrona í suðaustur Svíþjóð.

Framsóknarmenn vilja skera þorskkvótann niður í 150 þúsund tonn.

Þingflokkur framsóknarmanna telur skynsamlegt að aflamark í þorski fyrir næsta fiskveiðiár verði 150 þúsund tonn og vísar til niðurstaðna Hafrannsóknarstofnunar því til stuðnings. Samhliða þessum niðurskurði, úr 193 þúsundum tonna verði gripið til aðgerða til að milda áhrifin á sjávarbyggðir og sjávarútveg.

Þúsaldarmarkmiðin í hættu

Þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna um bættan hag þróunarríkjanna eru í hættu vegna loforðaflaums en lítilla efnda. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna skorar á ríki heims að láta verkin tala.

Taka þátt í uppbyggingu samgöngumiðstöðvar

Iceland Express ætlar að taka þátt í uppbyggingu samgöngumiðstöðvar við Reykjavíkurflugvöll en félagið stefnir að því að hefja innanlandsflug á næsta ári. Samgönguráðherra fagnar samkeppninni.

Veiðar á undan viðræðum

Það fór vel á með Bush Bandaríkjaforseta og Pútín forseta Rússlands þar sem þeir skelltu sér í veiðiferð nærri sumardvalarstað Bush-fjölskyldunnar í Main-ríki í Bandaríkjunum í dag. Leiðtogarnir voru þar umkringdir lífvörðum en létu það ekki aftra sér í að reyna að landa þeim stóra.

Öryggi vega kortlagt

Íslendingar ættu að geta skipulagt ferðir sínar um landið út frá öryggi vega innan skamms. Félag íslenskra bifreiðaeigenda og Umferðarstofa hafa gert úttekt á öryggi vega landsins og munu halda því áfram í sumar.

Reykjanesbær mun nýta sér forkaupsrétt í Hitaveitu Suðurnesja

Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir að Reykjanesbær hafi hug á að nýta sér forkaupsrétt á 15% hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja. Hann segist gjarnan vilja að Geysir Green Energy eignist ákveðinn hluta í fyrirtækinu en að hámarki um 30%

Læknar meðal grunaðra

Læknir menntaður í Írak og annar frá Jórdaníu eru meðal sjömenninganna sem breska lögreglan hefur í haldi vegna hryðjuverkaárásar í Skotlandi á laugardaginn og bílsprengna sem gerðar voru óvirkar í Lundúnum á föstudaginn. Faðir jórandska læknisins, sem hefur unnið á tveimur sjúkrahúsum á Englandi, segist viss um að sonur sinn tengist ekki hryðjuverkum.

LÍÚ vill ekki ganga jafnlangt og Hafró í skerðingu þorskkvóta

Landsamband íslenskra útvegsmanna leggur til að veitt verði um 30 þúsund tonnum meira af þorski en Hafrannsóknarstofnun leggur til, byggðakvóti og línumismunun verði lögð niður ásamt veiðigjaldi og hvalveiðar stórauknar. Búist er við að sjávarútvegsráðherra tilkynni um verulega skerðingu á þorskkvóta á morgun.

Launabaráttu lauk með slagsmálum

Tveir pólskir verkamenn lentu í átökum við syni yfirmanns síns í Mosfellsbæ í morgun. Svo virðist sem slagsmálin hafi brotist út vegna óánægju pólverjanna með launin sín. Mennirnir sögðu upp á staðnum.

Lystrupsprengjan gerð af viðvaningum

Helstu sprengjusérfræðingar Danmörku segja að sprengingin í Lystrup hafi verið gerð af viðvaningum. Jørgen Schneiders, danskur sprengjusérfræðingur, telur að sprengjan hafi verið gerð úr krýsantema, sem er jurtategund. Hann telur ótrúlegt að bensín hafi verið í sprengjunni.

Stökk út úr gaffallyftara á ferð

Maður slasaðist í vinnu við Skarðsmýrarfjall. Slysið varð með þeim hætti að starfsmaður var að aka gaffallyftara á milli staða. Er hann var kominn niður í bratta brekku fannst honum sem hemlar hefðu bilað. Ökumaður lyftarans sá sér þann kost vænstan að stökkva af lyftaranum og við það mun hann hafa handleggsbrotnað.

Mesti hitinn

Mesti hiti sem mælst hefur á Íslandi síðan mælingar hófust er 30,5 stiga hiti á Teigarhorni í Berufirði 22. júní 1939. Mesti hiti sem mælst hefur í Reykjavík er 24,3 stiga hiti 9. júlí 1976.

Staðið verði við þjóðréttarlegar skuldbindingar Íslands

Þingmenn Vinstri-grænna telja nauðsynlegt að ríkisstjórnin taki ákvörðun um að staðið verði við þjóðréttarlegar skuldbindingar Íslands samkvæmt loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna og að veitt verði svigrúm til þess að ljúka rammááætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma áður en nokkrar heimildir verði veittar til frekari uppbyggingar orkufreks iðnaðar.

Lieberman vill fjölga öryggismyndavélum

Joe Lieberman öldungadeildarþingmaður í Bandaríkjunum, segist vilja fjölga öryggismyndavélum í landinu. Hann vill taka Breta til fyrirmyndar í þeim efnum og telur að öryggismyndavélar, sem dreift er mjög víða um helstu borgir í Bretlandi, hafi átt þátt í því að hafa uppi á grunuðum í eftir tilraunir til hryðjuverka þar um helgina.

Sjá næstu 50 fréttir