Erlent

Illa farið með kameldýr

Lögreglan í Svíþjóð rannsakar nú hvaða erindi kameldýr átti á hraðbraut þar í landi í dag. Tilkynning barst um að hræ af dýrinu hefði fundist við hraðbraut E22 nálægt Karlskrona í suðaustur Svíþjóð. Lögreglumenn töldu fyrst að tilkynning um málið væri grín en þegar þeir fóru á vettvang sáu þeir að um dauðans alvöru var að ræða.

 

 

Af áverkum dýrsins að dæma, virtist vera sem það hefði verið flutt á pallbíl en dottið af og dregist eftir bifreiðinni og drepist. Hræið hafi síðan verið skilið eftir. Lögreglan leitar nú eiganda dýrsins og mun væntanlega kæra hann fyrir illa meðferð á dýrum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×