Fleiri fréttir

Óttast stórbrotin hryðjuverk

Leynileg bandarísk lögregluskýrsla sem er í undirbúningi fyrir Heimavarnarráðið varar því að al Qaeda samtökin séu að skipuleggja stórbrotin hryðjuverk nú í sumar. Háttsettur embættismaður með aðgang að skýrslunni greinir frá þessu við ABC fréttastofuna. Hann segir hryðjuverkin sem lögreglan óttast vera í anda þeirra sem voru framin 11 september.

Orkuveita Reykjavíkur kaupir í Hitaveitu Suðurnesja

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti einróma á fundi sínum í dag samninga við Grindavíkurkaupstað og Hafnarfjarðabæ um kaup á hlutum í Hitaveitu Suðurnesja hf. Samkvæmt samningunum nýta bæði sveitarfélögin forkaupsrétt sinn á 15 prósent hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja og selja síðan Orkuveitunni þá hluti.

Vilja hærra aflamark og niðurfellingu byggðakvóta

Nauðsynlegt er að aflamark í þorski verði 25 til 30 þúsund tonnum meira á næsta fiskveiðiári en tillögur Hafrannsóknarstofnunar gera ráð fyrir. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Landssambandi íslenskra útvegsmanna. Sambandið vill ennfremur að línumismunun og byggðakvóti verði felldur niður.

Einn grunaðra í Glasgow er íraskur læknir

Svæði í kringum Royal Alexandra spítalann í Paisley hverfinu í Glasgow var rýmt í dag og sprengja látin springa þar undir stjórn lögreglu, samkvæmt fréttastofu Sky News. Hverfið er skammt frá flugvellinum í Glasgow. Að sögn fréttastöðvarinnar er einn hinna handteknu læknir frá Írak, Bilal Abdulla.

Kallar á umræðu um staðsetningu Reykjavíkurflugvallar

Umsókn flugfélagsins Iceland Express um aðstöðu til millilandaflugs á Reykjavíkurflugvelli kallar á niðurstöðu um framtíðarstaðsetningu flugvallarins að mati Björns Inga Hrafnssonar, formanns borgarráðs. Hann segir þörf á almennri umræðu um málið áður en ákvarðanir verða teknar.

1.600 Íslendingar á leið á Hróaskelduhátíðina

Um 45.000 manns eru nú komnir á Hróaskelduhátíðina. Svæðið var opnað á sunnudagskvöldið en hátíðin nær hámarki næstu helgi. 1.600 íslendingar hafa keypt miða á hátíðina og verða samkvæmt upplýsingum á heimasíðu hennar 2 % gesta.

Ráðherra kynnir tillögur um aflaheimildir

Þingflokkur sjálfstæðismanna kemur saman klukkan fimm í dag en þá mun Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, kynna tillögur sínar um aflaheimildir fyrir næsta fiskveiðiár. Ríkisstjórnin fundar um málið á morgun.

Umferð gekk betur þessa helgi en fyrir viku

Umferð til höfuðborgarsvæðisins eftir Vesturlandsvegi og Suðurlandsvegi gekk mun betur í gær, en fyrir viku, þegar miklar umferðartafir urðu. Að sögn lögreglu urðu engin slys og engin teljandi óhöpp á þessum aðal umferðaræðum.

Berezovsky ákærður fyrir að hvetja til valdaráns

Saksóknarar í Rússlandi hafa ákært rússneska auðkýfinginn Boris Berezovsky fyrir að hvetja til valdaráns. Lögfræðingur hans skýrði frá þessu í dag. Ákæran segir að hann hafi ætlað sér að ræna völdum með vopnavaldi. Berezovsky hefur búið í Bretlandi síðan hann flúði Rússland fyrir rúmum sex árum síðan.

Pólverji laminn

Lögregla og sjúkrabíll voru kölluð til að nýbyggingu í Mosfellsbæ um níuleytið í morgun. Grunur leikur á að yfirmaður tveggja pólskra verkamanna hafi gengið í skrokk á þeim eftir að annar þeirra hafði gert athugasemdir við launaseðil sinn.

Rigningarmet slegið í Danmörku

Rigningarmet var slegið í Danmörku í síðasta mánuði. Að meðaltali rignir um 55 millimetra í júní en í ár var magnið 124 millimetrar. Ekki hefur rignt jafn mikið á sama tíma síðan árið 1946.

Lögreglan sektar málglaða ökumenn

Lögreglan á Akranesi stöðvaði alls fimm ökumenn í síðustu viku fyrir að tala í farsíma án þess að nota handfrjálsan búnað. Eiga hinir málglöðu ökumenn von á fimm þúsund króna sekt fyrir athæfið.

Segir hæstaréttarlögmann fara með ósannindi

Fullyrðingar Ragnars H. Hall, hæstaréttarlögmanns, um að embætti ríkislögreglustjóra sé í fjársvelti eru úr lausu lofti gripnar. Þetta kemur fram í grein Helga Magnúsar Gunnarssonar, saksóknara efnahagsbrota, sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Helgi segir Ragnar afvegaleiða umræðuna um starfsemi ríkislögreglustjóra.

Geir Ólafsson vísar bréfafölsun á bug

Geir Ólafsson segir í samtali við Vísi.is að það sé rangt að hann hafi falsað bréf frá forsætisráðherra Geir H. Haarde líkt og fram kemur á forsíðu DV í dag. Bréfið átti samkvæmt DV að vera til þess fallið að lokka Nancy Sinatra til landsins. Aðspurður segist Geir kannast við bréfið en að það hafi verið án undirskriftar forsætisráðherrans og því hafi hann ekki sent það.

Fallegasti haninn og fegursta hænan

Árleg sýning landnámshænsnaklúbbsins var haldin laugardaginn 30. júní í Húsdýragarðinum í Laugardal. Þar voru sýnd á sjötta tug fullorðinna hænsna. Einnig var á sýningunni hitakassi með ungum sem voru að skríða úr eggjum. Góð aðsókn var á sýninguna og fengu gestir að velja fallegustu hana og hænu sýningarinnar.

Hamas handtaka talsmann Hers íslam

Hamas samtökin hafa handtekið talsmann hópsins Her íslam sem heldur fréttamanninum Alan Johnston í gíslingu. Hugsanlegt er að Hamas muni notfæra sér það til þess vinna að lausn Johnstons. Samtökin hafa krafist þess að hópurinn láti hann lausann.

Beðnir um að sýna varúð við akstur

Viðgerð á vegaköntum í Langadal í Húnavatnssýslu stendur nú yfir og eru vegfarendur beðnir um að aka varlega þar um. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Maður lést eftir að hafa stokkið niður af 20 metra hárri brú

Tuttugu og tveggja ára gamall maður hoppaði ofan af 20 metra hárri brú í Gautaborg aðfararnótt sunnudags og lést í kjölfarið. Rokktónleikar voru við annan enda Göta - Älv brúarinnar og voru nokkrir sem léku sér að því að stökkva niður af brúnni á meðan á þeim stóð. Maðurinn ætlaði ásamt félaga sínum að hoppa niður en félaginn hætti við á síðustu stundu.

Lögregla sótti Wiltord vegna umferðarbrota

Lögregla sótti í morgun franska framherjann Sylvain Wiltord þar sem hann var að hefja æfingu hjá félagi sínu Olympique Lyon í morgun. Lögreglan vildi yfirheyra leikmanninn í tengslum við umferðarlagabrot. Hann fékk að yfirgefa lögreglustöðina og fara á æfingu eftir að hafa svarað spurningum lögreglu. Honum var svo gert að mæta aftur til lögreglu eftir nokkra mánuði.

Verðmæti framleiðsluvara eykst

Heildarverðmæti seldra framleiðsluvara jókst um tæpan 61 milljarð króna á síðasta ári samkvæmt tölum Hagstofunnar. Hlutdeild matvæla- og drykkjarvöruiðnaðar vegur þyngst.

Leiðtogar Afríku funda í Accra

Leiðtogafundur Afríkusambandsins fer fram í Accra, höfuðborg Ghana, í dag. í sambandinu eru alls 53 ríki. Yfirskrift fundarins eru viðræður um aukna samtvinnun ríkisstjórna Afríku og stærra hlutverk sambandsins. Hugmyndin um Bandaríki Afríku er ekki ný af nálinni en forseti Líbíu, Muammar Gadafi, hvatti leiðtoga Afríkuríkja nýverið til þess að hugsa nánar um hana.

Hús sprakk í Danmörku

Kröftug sprenging jafnaði íbúðarhús í Lystrup við Árósa við jörðu rétt eftir miðnætti í gær. Húsið var tómt og ekki er vitað hvað olli sprengingunni.

Nýr golfvöllur tekinn í notkun

Nýr átján holu golfvöllur var tekinn í notkum að Hamri, skammt frá Borgarnesi í gær. Þetta er stækkun á níu holu velli, sem þar var fyrir. Bæjarstjórn Borgarbyggðar tilkynnti við þetta tækifæri, að bærinn ætlaði að verja 50 milljónum króna, næstu tíu árin, til frekari uppbyggingar á svæðinu. Með tilkomu nýja Hamars vallarins, eru tveir átján holu golfvellir á Vesturlandi, hinn er á Akranesi.

Segja Írana vita af hernaðaraðgerðum í Írak

Háttsettir einstaklingar innan írönsku stjórnarinnar vita af hernaðaraðgerðum Byltingarvarða landsins í Írak. Talsmenn bandaríska hersins fullyrtu þetta í morgun. Bandaríski herinn hefur löngum ásakað Byltingarverðina, sem eru sérsveitir íranska hersins, um að hvetja til og auka á ofbeldi í Írak.

Vinstri-grænir vilja að ríkið tryggi sér aftur hlut í Hitaveitu Suðurnesja

Vinstri grænir í Hafnarfirði lýsa fullri ábyrgð á ríkisstjórninni að hafa hrundið af stað einkavæðingarferli Hitaveitu Suðurnesja og vilja að ríkið endurheimti sinn hlut í fyrirtækinu eða tryggi með öðrum hætti að aðilar sem hyggist tryggja sér orkuréttindi til þess að geta nýtt þau í þágu eigin fyrirtækja eða tengdra fyrirtækja, til dæmis með því að selja orkuna til mengandi stóriðjufyrirtækja, að því er fram kemur í ályktun.

Ördeyða í laxveiðiám

Byrjun laxveiðisumarsins þykir einhver sú daprasta í áratugi. Laxveiðin í Norðurá er til dæmis aðeins þriðjungur þess sem eðlilegt þykir og lætur nærri að einn lax sé að koma þar á land á dag á hverjar fjórar stangir.

Vísað úr landi

Dönsk yfirvöld hafa ákveðið að vísa 10 ára kínverskri stúlku úr landi eftir 9 mánaða dvöl. Móðir hennar hefur búið í Danmörku í 6 ár og taldi víst að hún fengi dvalarleyfi. Stúlkan verður send aftur til Kína en þar á hún hvergi höfði að halla.

Orðsporið gæti orðið fjötur um fót

Íranar eru ósáttir við skipan Tonys Blairs, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, sem sérlegs sáttafulltrúa um lausn deilna fyrir botni Miðjarðarhafs. Breskur prófessor í stjórnmálafræði telur að orðspor hans geti orðið honum fjötur um fót.

Þyrlan fylgist með þungri umferð

Um helgina hefur lögreglan lagt þunga á að fylgjast með hraðakstri og til þess notaði hún þyrlu Landhelgisgæslunnar. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Selfossi segir að þyrlan hafi skilað mjög góðum árangri og hafi verið notuð víða um land um helgina.

Á annað hundrað mótmæltu virkjun við Urriðafoss

Á annað hundrað manns komu saman við Urriðafoss í dag til að berjast gegn því að sveitarstjórn Flóahrepps veiti leyfi til að virkja á svæðinu. Það var mikill baráttuandi í fundarmönnum.

Flugvél Icelandair fyrst

Flugvél Icelandair var sú fyrsta sem flaug frá flugvellinum í Glasgow eftir að hann var opnaður í morgun. Vélin fór frá Keflavík á áttunda tímanum í morgun og lenti aftur á Keflavíkurflugvelli skömmu fyrir klukkan tvö í dag.

Atlantis á austurleið

Atlantis geimferjan lagði af stað frá lendingarstað sínum í Kaliforníu til heimkynna sinna í Flórída í dag. Eins og sést á meðfylgjandi mynd flýgur hin 100 tonna skutla ekki sjálfkrafa yfir þver og endilöng Bandaríkin. Hún er ferjuð af júmbóþotu. Áætlað er að ferðin taki um einn sólarhring. Þetta kemur fram á vef Nasa.

Óvæntur fundur við gröf Kínakeisara

Óþekktur og afar dularfullur klefi fannst á dögunum í gröf Qin Shihuang, fyrsta keisara Kína. Klefinn fannst fyrir tilviljum með leitartækjum en engar heimildir voru þekktar um tilvist hans. Gröfin sjálf, sem er um 2200 ára gömul, fannst 1974.

Bíll sprengdur við sjúkrahús í Paisley

Sprengjuérfræðingar bresku lögreglunnar sprengdu bíl við Royal Alexandra spítalann í Paisley fyrir stundu. Bifreiðin þótti grunsamleg og var talin tengjast árásinni á flugvöllinn í Glasgow.

Flugi Icelandair frá Glasgow seinkaði

Flugi Icelandair frá Glasgow seinkaði um hátt í eina og hálfa klukkustund í dag, en aðeins hluti flugvallarins hefur verið opnaður eftir hryðjuverkatilræðið í gær. Farþegar Icelandair hafa skiptar skoðanir á þeirri þjónustu sem veitt hefur verið undanfarnar klukkustundir. Skoskur farþegi sagði að þjónustan á flugvellinum hefði verið í góðu lagi en íslensk hjón voru óánægð með upplýsingagjöf til farþega.

Afstöðu hreppsnefndar Flóahrepps fagnað

Náttúruverndarsamtök Suðurlands fagna samþykkt hreppsnefndar Flóahrepps frá 13. júní 2007, um að hafa Urriðafossvirkjun ekki inni á tillögu að aðalskipulagi sveitarfélagsins.

Aukinn öryggisviðbúnaður í Bandaríkjunum

Bandaríkjamenn hafa aukið öryggisviðbúnað á flugvöllum vegna hryðjuverkaógna í Bretlandi síðastliðna daga. Meðal annars með því að fjölga öryggisvörðum.

Fyrrverandi starfsmenn varnarliðsins fá illa launuð störf

Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir fyrrverandi starfsmenn Varnarliðsins í Keflavík vera í verr launuðum eða einungis tímabundnum störfum eftir að varnarliðið fór. Hann segir marga þeirra hafa litla menntun sem séu í atvinnuvandræðum og bíði eftir að önnur atvinnutækifæri skapist. Þetta kom fram í hádegisviðtalinu á Stöð 2 í gær.

Sjá næstu 50 fréttir