Fleiri fréttir Talið að al-Kaída beri ábyrgð á árásinni í Yemen Talið er að al-Kaída samtökin beri ábyrgð á sjálfsmorðssprengjuárásinni sem framin var við hið forna Queen og Sheba musteri í héraðinu Marib í Yemen í gær. Níu létust í árásinni þar af sjö spænskir ferðamenn. Auk þess særðust sex til viðbótar. 3.7.2007 09:31 Lokanir vegna malbikunar Stekkjarbakki verður lokaður í dag vegna malbikunar. Einnig verða gatnamótin Stekkjarbakki, Höfðabakki lokuð í tvo tíma í kringum hádegið. 3.7.2007 09:11 Pakki sprengdur við Hammersmith Breska lögreglan sprengdi í morgun upp grunsamlegan pakka sem hafði fundist við Hammersmith lestarstöðina í vesturhluta Lundúna. Meira er ekki vitað um málið að svo stöddu. 3.7.2007 09:04 Barist í mosku í Pakistan Hersveitir í höfuðborg Pakistans, Islamabad, gerðu í morgun áhlaup á mosku og trúarskóla í borginni. Þær beittu táragási og vitni sögðust hafa heyrt skothríð í nágrenni moskunnar. Stjórnvöld hafa mánuðum saman átt í útistöðum við klerkana þar og nemendur þeirra. 3.7.2007 08:37 F-14 þotur tættar í sundur Á Davis-Monthan flugstöðinni í Tucson, Arizona, er flugvélakirkjugarður. Þar eru F-14 þotur tættar í sundur. Tilgangurinn er að halda flugvélunum, sem einnig eru kallaðar Tomcats, frá Írönum og öðrum ríkjum sem ógna öryggi Bandaríkjamanna. 2.7.2007 23:20 Vísa fullyrðingum Ögmundar á bug Samtök sveitafélaga á Suðurlandi vísar á bug fullyrðingum Ögmundar Jónassonar, þingflokksformanns Vinstri-grænna, um að samskipti sveitarfélaga á Suðurlandi séu í uppnámi vegna sölu þeirra í Hitaveitu Suðurnesja. 2.7.2007 20:41 Áttundi maðurinn handtekinn Lögreglan í Bretlandi hefur handtekið áttunda manninn í tengslum við sprengjufyrirætlanir í Glasgow og London. Maðurinn var handtekinn utan Bretlands en ekki hefur fengið gefist upp í hvaða landi. 2.7.2007 20:37 Illa farið með kameldýr Lögreglan í Svíþjóð rannsakar nú hvaða erindi kameldýr átti á hraðbraut þar í landi í dag. Tilkynning barst um að hræ af dýrinu hefði fundist við hraðbraut E22 nálægt Karlskrona í suðaustur Svíþjóð. 2.7.2007 20:16 Framsóknarmenn vilja skera þorskkvótann niður í 150 þúsund tonn. Þingflokkur framsóknarmanna telur skynsamlegt að aflamark í þorski fyrir næsta fiskveiðiár verði 150 þúsund tonn og vísar til niðurstaðna Hafrannsóknarstofnunar því til stuðnings. Samhliða þessum niðurskurði, úr 193 þúsundum tonna verði gripið til aðgerða til að milda áhrifin á sjávarbyggðir og sjávarútveg. 2.7.2007 20:01 Geysir Green Energy segist hafa gert samning við Grindavíkurbæ um kaup á hlut í Hitaveitu Suðurnesja Geysir Green Energy segir hins vegar í tilkynningu sem send var fyrir stundu að samkomulag hafi verið gert við Grindavíkurbæ og sex önnur sveitarfélög um kaup á hlutum þeirra í Hitaveitu Suðurnesja. 2.7.2007 19:56 Þúsaldarmarkmiðin í hættu Þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna um bættan hag þróunarríkjanna eru í hættu vegna loforðaflaums en lítilla efnda. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna skorar á ríki heims að láta verkin tala. 2.7.2007 19:37 Taka þátt í uppbyggingu samgöngumiðstöðvar Iceland Express ætlar að taka þátt í uppbyggingu samgöngumiðstöðvar við Reykjavíkurflugvöll en félagið stefnir að því að hefja innanlandsflug á næsta ári. Samgönguráðherra fagnar samkeppninni. 2.7.2007 19:34 Veiðar á undan viðræðum Það fór vel á með Bush Bandaríkjaforseta og Pútín forseta Rússlands þar sem þeir skelltu sér í veiðiferð nærri sumardvalarstað Bush-fjölskyldunnar í Main-ríki í Bandaríkjunum í dag. Leiðtogarnir voru þar umkringdir lífvörðum en létu það ekki aftra sér í að reyna að landa þeim stóra. 2.7.2007 19:20 Vegskálar við Óshlíðargöng gætu orðið þeir lengstu Útlit er fyrir að vegskálar við fyrirhuguð Óshlíðargöng verði þeir lengstu sem reistir hafa verið hér á landi. Nú standa yfir tilraunaboranir vegna jarðganga um Óshlíð. 2.7.2007 19:20 Öryggi vega kortlagt Íslendingar ættu að geta skipulagt ferðir sínar um landið út frá öryggi vega innan skamms. Félag íslenskra bifreiðaeigenda og Umferðarstofa hafa gert úttekt á öryggi vega landsins og munu halda því áfram í sumar. 2.7.2007 19:14 Reykjanesbær mun nýta sér forkaupsrétt í Hitaveitu Suðurnesja Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir að Reykjanesbær hafi hug á að nýta sér forkaupsrétt á 15% hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja. Hann segist gjarnan vilja að Geysir Green Energy eignist ákveðinn hluta í fyrirtækinu en að hámarki um 30% 2.7.2007 19:13 Læknar meðal grunaðra Læknir menntaður í Írak og annar frá Jórdaníu eru meðal sjömenninganna sem breska lögreglan hefur í haldi vegna hryðjuverkaárásar í Skotlandi á laugardaginn og bílsprengna sem gerðar voru óvirkar í Lundúnum á föstudaginn. Faðir jórandska læknisins, sem hefur unnið á tveimur sjúkrahúsum á Englandi, segist viss um að sonur sinn tengist ekki hryðjuverkum. 2.7.2007 19:10 LÍÚ vill ekki ganga jafnlangt og Hafró í skerðingu þorskkvóta Landsamband íslenskra útvegsmanna leggur til að veitt verði um 30 þúsund tonnum meira af þorski en Hafrannsóknarstofnun leggur til, byggðakvóti og línumismunun verði lögð niður ásamt veiðigjaldi og hvalveiðar stórauknar. Búist er við að sjávarútvegsráðherra tilkynni um verulega skerðingu á þorskkvóta á morgun. 2.7.2007 18:53 Launabaráttu lauk með slagsmálum Tveir pólskir verkamenn lentu í átökum við syni yfirmanns síns í Mosfellsbæ í morgun. Svo virðist sem slagsmálin hafi brotist út vegna óánægju pólverjanna með launin sín. Mennirnir sögðu upp á staðnum. 2.7.2007 18:28 Lystrupsprengjan gerð af viðvaningum Helstu sprengjusérfræðingar Danmörku segja að sprengingin í Lystrup hafi verið gerð af viðvaningum. Jørgen Schneiders, danskur sprengjusérfræðingur, telur að sprengjan hafi verið gerð úr krýsantema, sem er jurtategund. Hann telur ótrúlegt að bensín hafi verið í sprengjunni. 2.7.2007 18:12 Stökk út úr gaffallyftara á ferð Maður slasaðist í vinnu við Skarðsmýrarfjall. Slysið varð með þeim hætti að starfsmaður var að aka gaffallyftara á milli staða. Er hann var kominn niður í bratta brekku fannst honum sem hemlar hefðu bilað. Ökumaður lyftarans sá sér þann kost vænstan að stökkva af lyftaranum og við það mun hann hafa handleggsbrotnað. 2.7.2007 17:47 Utanríkisráðherra hitti aðalframkvæmdastjóra Flóttamannahjálpar SÞ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hitti António Guterres, aðalframkvæmdastjóra Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNCHR), á einkafundi í tengslum við leiðtogafund Afríkusambandsins í Gana. 2.7.2007 17:35 Mesti hitinn Mesti hiti sem mælst hefur á Íslandi síðan mælingar hófust er 30,5 stiga hiti á Teigarhorni í Berufirði 22. júní 1939. Mesti hiti sem mælst hefur í Reykjavík er 24,3 stiga hiti 9. júlí 1976. 2.7.2007 17:22 Staðið verði við þjóðréttarlegar skuldbindingar Íslands Þingmenn Vinstri-grænna telja nauðsynlegt að ríkisstjórnin taki ákvörðun um að staðið verði við þjóðréttarlegar skuldbindingar Íslands samkvæmt loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna og að veitt verði svigrúm til þess að ljúka rammááætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma áður en nokkrar heimildir verði veittar til frekari uppbyggingar orkufreks iðnaðar. 2.7.2007 17:15 Lieberman vill fjölga öryggismyndavélum Joe Lieberman öldungadeildarþingmaður í Bandaríkjunum, segist vilja fjölga öryggismyndavélum í landinu. Hann vill taka Breta til fyrirmyndar í þeim efnum og telur að öryggismyndavélar, sem dreift er mjög víða um helstu borgir í Bretlandi, hafi átt þátt í því að hafa uppi á grunuðum í eftir tilraunir til hryðjuverka þar um helgina. 2.7.2007 16:54 Braut lög um meðhöndlun úrgangs Karlmaður var í Héraðsdómi Vesturlands í dag fundinn sekur fyrir brot á lögum um náttúruvernd, hollustuhætti, mengunarvarnir og meðhöndlun úrgangs. Maðurinn, sem er starfsmaður fyrirtækis sem sérhæfir sig í holræsahreinsun, var í tvígang staðinn að því að sturta úrgangi úr rotþróm í hraungjótu skammt frá Svalþúfu í Snæfellsbæ. 2.7.2007 16:29 Hiti yfir 20 stig í Grafarvogi Einmunablíða er um mest land og er nú 21 stigs hiti á Þingvöllum. Veðurblíðan, sem hefur verið lýst af innilokuðum skrifstofustarfsmönnum sem ,,óþolandi", mun að líkindum halda eitthvað áfram. 2.7.2007 15:49 Ríkislögreglustjóri segir ekki þörf á hertum öryggiaðgerðum hérlendis Greiningardeild ríkislögreglustjóra hefur fylgst með atburðum í Bretlandi þar sem bílsprengjur fundust í bifreiðum í London og atburðum á Glasgow flugvelli. Í tilkynningu frá embættinu segir, að áfram sé fylgst með málinu og farið hafi verið yfir hvort ástæða sé til að grípa til hertra öryggisaðgerða hérlendis. Á þessu stigi er ekki talin sérstök ástæða til slíks. 2.7.2007 15:40 Átta látnir í sprengingu í Yemen Maður sprengdi sig í loft upp í bíl á ferðamannastað nærri fornu musteri Yemen í dag. Átta létu lífið, sex spænskir ferðamenn og tveir Yemenar. Sjö spánverjar til viðbótar særðust í árásinni. 2.7.2007 15:20 Sala á Hitaveitu Suðurnesja beinist ekki gegn Geysi Green Energy Ákvörðun Hafnafjarðarbæjar um að selja hlut sinn í Hitaveitu Suðurnesja til Orkuveitu Reykjavíkur beinist ekki gegn Geysi Green Energy efh. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bæjarráði Hafnarfjarðar. Í yfirlýsingu Grindavíkurkaupstaðar vegna sölunnar kemur fram að nú sé búið að eyða mikilli óvissu um hag minni hluthafa í hitaveitunni en að mati bæjarstjórnar var hætta á að þeir yrðu fyrir borð bornir eftir að ríkið seldi sinn hlut. 2.7.2007 15:19 Óttast stórbrotin hryðjuverk Leynileg bandarísk lögregluskýrsla sem er í undirbúningi fyrir Heimavarnarráðið varar því að al Qaeda samtökin séu að skipuleggja stórbrotin hryðjuverk nú í sumar. Háttsettur embættismaður með aðgang að skýrslunni greinir frá þessu við ABC fréttastofuna. Hann segir hryðjuverkin sem lögreglan óttast vera í anda þeirra sem voru framin 11 september. 2.7.2007 15:01 Orkuveita Reykjavíkur kaupir í Hitaveitu Suðurnesja Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti einróma á fundi sínum í dag samninga við Grindavíkurkaupstað og Hafnarfjarðabæ um kaup á hlutum í Hitaveitu Suðurnesja hf. Samkvæmt samningunum nýta bæði sveitarfélögin forkaupsrétt sinn á 15 prósent hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja og selja síðan Orkuveitunni þá hluti. 2.7.2007 15:01 Vilja hærra aflamark og niðurfellingu byggðakvóta Nauðsynlegt er að aflamark í þorski verði 25 til 30 þúsund tonnum meira á næsta fiskveiðiári en tillögur Hafrannsóknarstofnunar gera ráð fyrir. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Landssambandi íslenskra útvegsmanna. Sambandið vill ennfremur að línumismunun og byggðakvóti verði felldur niður. 2.7.2007 14:40 Einn grunaðra í Glasgow er íraskur læknir Svæði í kringum Royal Alexandra spítalann í Paisley hverfinu í Glasgow var rýmt í dag og sprengja látin springa þar undir stjórn lögreglu, samkvæmt fréttastofu Sky News. Hverfið er skammt frá flugvellinum í Glasgow. Að sögn fréttastöðvarinnar er einn hinna handteknu læknir frá Írak, Bilal Abdulla. 2.7.2007 14:10 Kallar á umræðu um staðsetningu Reykjavíkurflugvallar Umsókn flugfélagsins Iceland Express um aðstöðu til millilandaflugs á Reykjavíkurflugvelli kallar á niðurstöðu um framtíðarstaðsetningu flugvallarins að mati Björns Inga Hrafnssonar, formanns borgarráðs. Hann segir þörf á almennri umræðu um málið áður en ákvarðanir verða teknar. 2.7.2007 13:57 1.600 Íslendingar á leið á Hróaskelduhátíðina Um 45.000 manns eru nú komnir á Hróaskelduhátíðina. Svæðið var opnað á sunnudagskvöldið en hátíðin nær hámarki næstu helgi. 1.600 íslendingar hafa keypt miða á hátíðina og verða samkvæmt upplýsingum á heimasíðu hennar 2 % gesta. 2.7.2007 13:45 Ráðherra kynnir tillögur um aflaheimildir Þingflokkur sjálfstæðismanna kemur saman klukkan fimm í dag en þá mun Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, kynna tillögur sínar um aflaheimildir fyrir næsta fiskveiðiár. Ríkisstjórnin fundar um málið á morgun. 2.7.2007 13:16 Umferð gekk betur þessa helgi en fyrir viku Umferð til höfuðborgarsvæðisins eftir Vesturlandsvegi og Suðurlandsvegi gekk mun betur í gær, en fyrir viku, þegar miklar umferðartafir urðu. Að sögn lögreglu urðu engin slys og engin teljandi óhöpp á þessum aðal umferðaræðum. 2.7.2007 13:14 Ræðst í dag hvort Hafnarfjörður og Reykjanesbær nýti forkaupsrétt í Hitaveitu Suðurnesja Það ræðst væntanlega á bæjarstjórnarfundum í Hafnarfirði og Reykjanesbæ í dag hvort bæjarfélögin muni nýta forkaupsrétt í Hitaveitu Suðrunesja. Frestur þeirra til að ákveða sig rennur út á morgun. Ef bæjarstjórnirnar ná ekki samkomulagi um að kaupa 34 prósnet, eða ráðandi meirihluta í félaginu, 2.7.2007 13:04 Berezovsky ákærður fyrir að hvetja til valdaráns Saksóknarar í Rússlandi hafa ákært rússneska auðkýfinginn Boris Berezovsky fyrir að hvetja til valdaráns. Lögfræðingur hans skýrði frá þessu í dag. Ákæran segir að hann hafi ætlað sér að ræna völdum með vopnavaldi. Berezovsky hefur búið í Bretlandi síðan hann flúði Rússland fyrir rúmum sex árum síðan. 2.7.2007 12:57 Pólverji laminn Lögregla og sjúkrabíll voru kölluð til að nýbyggingu í Mosfellsbæ um níuleytið í morgun. Grunur leikur á að yfirmaður tveggja pólskra verkamanna hafi gengið í skrokk á þeim eftir að annar þeirra hafði gert athugasemdir við launaseðil sinn. 2.7.2007 12:42 Rigningarmet slegið í Danmörku Rigningarmet var slegið í Danmörku í síðasta mánuði. Að meðaltali rignir um 55 millimetra í júní en í ár var magnið 124 millimetrar. Ekki hefur rignt jafn mikið á sama tíma síðan árið 1946. 2.7.2007 11:44 Lögreglan sektar málglaða ökumenn Lögreglan á Akranesi stöðvaði alls fimm ökumenn í síðustu viku fyrir að tala í farsíma án þess að nota handfrjálsan búnað. Eiga hinir málglöðu ökumenn von á fimm þúsund króna sekt fyrir athæfið. 2.7.2007 11:40 Segir hæstaréttarlögmann fara með ósannindi Fullyrðingar Ragnars H. Hall, hæstaréttarlögmanns, um að embætti ríkislögreglustjóra sé í fjársvelti eru úr lausu lofti gripnar. Þetta kemur fram í grein Helga Magnúsar Gunnarssonar, saksóknara efnahagsbrota, sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Helgi segir Ragnar afvegaleiða umræðuna um starfsemi ríkislögreglustjóra. 2.7.2007 11:07 Geir Ólafsson vísar bréfafölsun á bug Geir Ólafsson segir í samtali við Vísi.is að það sé rangt að hann hafi falsað bréf frá forsætisráðherra Geir H. Haarde líkt og fram kemur á forsíðu DV í dag. Bréfið átti samkvæmt DV að vera til þess fallið að lokka Nancy Sinatra til landsins. Aðspurður segist Geir kannast við bréfið en að það hafi verið án undirskriftar forsætisráðherrans og því hafi hann ekki sent það. 2.7.2007 11:05 Sjá næstu 50 fréttir
Talið að al-Kaída beri ábyrgð á árásinni í Yemen Talið er að al-Kaída samtökin beri ábyrgð á sjálfsmorðssprengjuárásinni sem framin var við hið forna Queen og Sheba musteri í héraðinu Marib í Yemen í gær. Níu létust í árásinni þar af sjö spænskir ferðamenn. Auk þess særðust sex til viðbótar. 3.7.2007 09:31
Lokanir vegna malbikunar Stekkjarbakki verður lokaður í dag vegna malbikunar. Einnig verða gatnamótin Stekkjarbakki, Höfðabakki lokuð í tvo tíma í kringum hádegið. 3.7.2007 09:11
Pakki sprengdur við Hammersmith Breska lögreglan sprengdi í morgun upp grunsamlegan pakka sem hafði fundist við Hammersmith lestarstöðina í vesturhluta Lundúna. Meira er ekki vitað um málið að svo stöddu. 3.7.2007 09:04
Barist í mosku í Pakistan Hersveitir í höfuðborg Pakistans, Islamabad, gerðu í morgun áhlaup á mosku og trúarskóla í borginni. Þær beittu táragási og vitni sögðust hafa heyrt skothríð í nágrenni moskunnar. Stjórnvöld hafa mánuðum saman átt í útistöðum við klerkana þar og nemendur þeirra. 3.7.2007 08:37
F-14 þotur tættar í sundur Á Davis-Monthan flugstöðinni í Tucson, Arizona, er flugvélakirkjugarður. Þar eru F-14 þotur tættar í sundur. Tilgangurinn er að halda flugvélunum, sem einnig eru kallaðar Tomcats, frá Írönum og öðrum ríkjum sem ógna öryggi Bandaríkjamanna. 2.7.2007 23:20
Vísa fullyrðingum Ögmundar á bug Samtök sveitafélaga á Suðurlandi vísar á bug fullyrðingum Ögmundar Jónassonar, þingflokksformanns Vinstri-grænna, um að samskipti sveitarfélaga á Suðurlandi séu í uppnámi vegna sölu þeirra í Hitaveitu Suðurnesja. 2.7.2007 20:41
Áttundi maðurinn handtekinn Lögreglan í Bretlandi hefur handtekið áttunda manninn í tengslum við sprengjufyrirætlanir í Glasgow og London. Maðurinn var handtekinn utan Bretlands en ekki hefur fengið gefist upp í hvaða landi. 2.7.2007 20:37
Illa farið með kameldýr Lögreglan í Svíþjóð rannsakar nú hvaða erindi kameldýr átti á hraðbraut þar í landi í dag. Tilkynning barst um að hræ af dýrinu hefði fundist við hraðbraut E22 nálægt Karlskrona í suðaustur Svíþjóð. 2.7.2007 20:16
Framsóknarmenn vilja skera þorskkvótann niður í 150 þúsund tonn. Þingflokkur framsóknarmanna telur skynsamlegt að aflamark í þorski fyrir næsta fiskveiðiár verði 150 þúsund tonn og vísar til niðurstaðna Hafrannsóknarstofnunar því til stuðnings. Samhliða þessum niðurskurði, úr 193 þúsundum tonna verði gripið til aðgerða til að milda áhrifin á sjávarbyggðir og sjávarútveg. 2.7.2007 20:01
Geysir Green Energy segist hafa gert samning við Grindavíkurbæ um kaup á hlut í Hitaveitu Suðurnesja Geysir Green Energy segir hins vegar í tilkynningu sem send var fyrir stundu að samkomulag hafi verið gert við Grindavíkurbæ og sex önnur sveitarfélög um kaup á hlutum þeirra í Hitaveitu Suðurnesja. 2.7.2007 19:56
Þúsaldarmarkmiðin í hættu Þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna um bættan hag þróunarríkjanna eru í hættu vegna loforðaflaums en lítilla efnda. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna skorar á ríki heims að láta verkin tala. 2.7.2007 19:37
Taka þátt í uppbyggingu samgöngumiðstöðvar Iceland Express ætlar að taka þátt í uppbyggingu samgöngumiðstöðvar við Reykjavíkurflugvöll en félagið stefnir að því að hefja innanlandsflug á næsta ári. Samgönguráðherra fagnar samkeppninni. 2.7.2007 19:34
Veiðar á undan viðræðum Það fór vel á með Bush Bandaríkjaforseta og Pútín forseta Rússlands þar sem þeir skelltu sér í veiðiferð nærri sumardvalarstað Bush-fjölskyldunnar í Main-ríki í Bandaríkjunum í dag. Leiðtogarnir voru þar umkringdir lífvörðum en létu það ekki aftra sér í að reyna að landa þeim stóra. 2.7.2007 19:20
Vegskálar við Óshlíðargöng gætu orðið þeir lengstu Útlit er fyrir að vegskálar við fyrirhuguð Óshlíðargöng verði þeir lengstu sem reistir hafa verið hér á landi. Nú standa yfir tilraunaboranir vegna jarðganga um Óshlíð. 2.7.2007 19:20
Öryggi vega kortlagt Íslendingar ættu að geta skipulagt ferðir sínar um landið út frá öryggi vega innan skamms. Félag íslenskra bifreiðaeigenda og Umferðarstofa hafa gert úttekt á öryggi vega landsins og munu halda því áfram í sumar. 2.7.2007 19:14
Reykjanesbær mun nýta sér forkaupsrétt í Hitaveitu Suðurnesja Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir að Reykjanesbær hafi hug á að nýta sér forkaupsrétt á 15% hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja. Hann segist gjarnan vilja að Geysir Green Energy eignist ákveðinn hluta í fyrirtækinu en að hámarki um 30% 2.7.2007 19:13
Læknar meðal grunaðra Læknir menntaður í Írak og annar frá Jórdaníu eru meðal sjömenninganna sem breska lögreglan hefur í haldi vegna hryðjuverkaárásar í Skotlandi á laugardaginn og bílsprengna sem gerðar voru óvirkar í Lundúnum á föstudaginn. Faðir jórandska læknisins, sem hefur unnið á tveimur sjúkrahúsum á Englandi, segist viss um að sonur sinn tengist ekki hryðjuverkum. 2.7.2007 19:10
LÍÚ vill ekki ganga jafnlangt og Hafró í skerðingu þorskkvóta Landsamband íslenskra útvegsmanna leggur til að veitt verði um 30 þúsund tonnum meira af þorski en Hafrannsóknarstofnun leggur til, byggðakvóti og línumismunun verði lögð niður ásamt veiðigjaldi og hvalveiðar stórauknar. Búist er við að sjávarútvegsráðherra tilkynni um verulega skerðingu á þorskkvóta á morgun. 2.7.2007 18:53
Launabaráttu lauk með slagsmálum Tveir pólskir verkamenn lentu í átökum við syni yfirmanns síns í Mosfellsbæ í morgun. Svo virðist sem slagsmálin hafi brotist út vegna óánægju pólverjanna með launin sín. Mennirnir sögðu upp á staðnum. 2.7.2007 18:28
Lystrupsprengjan gerð af viðvaningum Helstu sprengjusérfræðingar Danmörku segja að sprengingin í Lystrup hafi verið gerð af viðvaningum. Jørgen Schneiders, danskur sprengjusérfræðingur, telur að sprengjan hafi verið gerð úr krýsantema, sem er jurtategund. Hann telur ótrúlegt að bensín hafi verið í sprengjunni. 2.7.2007 18:12
Stökk út úr gaffallyftara á ferð Maður slasaðist í vinnu við Skarðsmýrarfjall. Slysið varð með þeim hætti að starfsmaður var að aka gaffallyftara á milli staða. Er hann var kominn niður í bratta brekku fannst honum sem hemlar hefðu bilað. Ökumaður lyftarans sá sér þann kost vænstan að stökkva af lyftaranum og við það mun hann hafa handleggsbrotnað. 2.7.2007 17:47
Utanríkisráðherra hitti aðalframkvæmdastjóra Flóttamannahjálpar SÞ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hitti António Guterres, aðalframkvæmdastjóra Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNCHR), á einkafundi í tengslum við leiðtogafund Afríkusambandsins í Gana. 2.7.2007 17:35
Mesti hitinn Mesti hiti sem mælst hefur á Íslandi síðan mælingar hófust er 30,5 stiga hiti á Teigarhorni í Berufirði 22. júní 1939. Mesti hiti sem mælst hefur í Reykjavík er 24,3 stiga hiti 9. júlí 1976. 2.7.2007 17:22
Staðið verði við þjóðréttarlegar skuldbindingar Íslands Þingmenn Vinstri-grænna telja nauðsynlegt að ríkisstjórnin taki ákvörðun um að staðið verði við þjóðréttarlegar skuldbindingar Íslands samkvæmt loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna og að veitt verði svigrúm til þess að ljúka rammááætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma áður en nokkrar heimildir verði veittar til frekari uppbyggingar orkufreks iðnaðar. 2.7.2007 17:15
Lieberman vill fjölga öryggismyndavélum Joe Lieberman öldungadeildarþingmaður í Bandaríkjunum, segist vilja fjölga öryggismyndavélum í landinu. Hann vill taka Breta til fyrirmyndar í þeim efnum og telur að öryggismyndavélar, sem dreift er mjög víða um helstu borgir í Bretlandi, hafi átt þátt í því að hafa uppi á grunuðum í eftir tilraunir til hryðjuverka þar um helgina. 2.7.2007 16:54
Braut lög um meðhöndlun úrgangs Karlmaður var í Héraðsdómi Vesturlands í dag fundinn sekur fyrir brot á lögum um náttúruvernd, hollustuhætti, mengunarvarnir og meðhöndlun úrgangs. Maðurinn, sem er starfsmaður fyrirtækis sem sérhæfir sig í holræsahreinsun, var í tvígang staðinn að því að sturta úrgangi úr rotþróm í hraungjótu skammt frá Svalþúfu í Snæfellsbæ. 2.7.2007 16:29
Hiti yfir 20 stig í Grafarvogi Einmunablíða er um mest land og er nú 21 stigs hiti á Þingvöllum. Veðurblíðan, sem hefur verið lýst af innilokuðum skrifstofustarfsmönnum sem ,,óþolandi", mun að líkindum halda eitthvað áfram. 2.7.2007 15:49
Ríkislögreglustjóri segir ekki þörf á hertum öryggiaðgerðum hérlendis Greiningardeild ríkislögreglustjóra hefur fylgst með atburðum í Bretlandi þar sem bílsprengjur fundust í bifreiðum í London og atburðum á Glasgow flugvelli. Í tilkynningu frá embættinu segir, að áfram sé fylgst með málinu og farið hafi verið yfir hvort ástæða sé til að grípa til hertra öryggisaðgerða hérlendis. Á þessu stigi er ekki talin sérstök ástæða til slíks. 2.7.2007 15:40
Átta látnir í sprengingu í Yemen Maður sprengdi sig í loft upp í bíl á ferðamannastað nærri fornu musteri Yemen í dag. Átta létu lífið, sex spænskir ferðamenn og tveir Yemenar. Sjö spánverjar til viðbótar særðust í árásinni. 2.7.2007 15:20
Sala á Hitaveitu Suðurnesja beinist ekki gegn Geysi Green Energy Ákvörðun Hafnafjarðarbæjar um að selja hlut sinn í Hitaveitu Suðurnesja til Orkuveitu Reykjavíkur beinist ekki gegn Geysi Green Energy efh. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bæjarráði Hafnarfjarðar. Í yfirlýsingu Grindavíkurkaupstaðar vegna sölunnar kemur fram að nú sé búið að eyða mikilli óvissu um hag minni hluthafa í hitaveitunni en að mati bæjarstjórnar var hætta á að þeir yrðu fyrir borð bornir eftir að ríkið seldi sinn hlut. 2.7.2007 15:19
Óttast stórbrotin hryðjuverk Leynileg bandarísk lögregluskýrsla sem er í undirbúningi fyrir Heimavarnarráðið varar því að al Qaeda samtökin séu að skipuleggja stórbrotin hryðjuverk nú í sumar. Háttsettur embættismaður með aðgang að skýrslunni greinir frá þessu við ABC fréttastofuna. Hann segir hryðjuverkin sem lögreglan óttast vera í anda þeirra sem voru framin 11 september. 2.7.2007 15:01
Orkuveita Reykjavíkur kaupir í Hitaveitu Suðurnesja Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti einróma á fundi sínum í dag samninga við Grindavíkurkaupstað og Hafnarfjarðabæ um kaup á hlutum í Hitaveitu Suðurnesja hf. Samkvæmt samningunum nýta bæði sveitarfélögin forkaupsrétt sinn á 15 prósent hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja og selja síðan Orkuveitunni þá hluti. 2.7.2007 15:01
Vilja hærra aflamark og niðurfellingu byggðakvóta Nauðsynlegt er að aflamark í þorski verði 25 til 30 þúsund tonnum meira á næsta fiskveiðiári en tillögur Hafrannsóknarstofnunar gera ráð fyrir. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Landssambandi íslenskra útvegsmanna. Sambandið vill ennfremur að línumismunun og byggðakvóti verði felldur niður. 2.7.2007 14:40
Einn grunaðra í Glasgow er íraskur læknir Svæði í kringum Royal Alexandra spítalann í Paisley hverfinu í Glasgow var rýmt í dag og sprengja látin springa þar undir stjórn lögreglu, samkvæmt fréttastofu Sky News. Hverfið er skammt frá flugvellinum í Glasgow. Að sögn fréttastöðvarinnar er einn hinna handteknu læknir frá Írak, Bilal Abdulla. 2.7.2007 14:10
Kallar á umræðu um staðsetningu Reykjavíkurflugvallar Umsókn flugfélagsins Iceland Express um aðstöðu til millilandaflugs á Reykjavíkurflugvelli kallar á niðurstöðu um framtíðarstaðsetningu flugvallarins að mati Björns Inga Hrafnssonar, formanns borgarráðs. Hann segir þörf á almennri umræðu um málið áður en ákvarðanir verða teknar. 2.7.2007 13:57
1.600 Íslendingar á leið á Hróaskelduhátíðina Um 45.000 manns eru nú komnir á Hróaskelduhátíðina. Svæðið var opnað á sunnudagskvöldið en hátíðin nær hámarki næstu helgi. 1.600 íslendingar hafa keypt miða á hátíðina og verða samkvæmt upplýsingum á heimasíðu hennar 2 % gesta. 2.7.2007 13:45
Ráðherra kynnir tillögur um aflaheimildir Þingflokkur sjálfstæðismanna kemur saman klukkan fimm í dag en þá mun Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, kynna tillögur sínar um aflaheimildir fyrir næsta fiskveiðiár. Ríkisstjórnin fundar um málið á morgun. 2.7.2007 13:16
Umferð gekk betur þessa helgi en fyrir viku Umferð til höfuðborgarsvæðisins eftir Vesturlandsvegi og Suðurlandsvegi gekk mun betur í gær, en fyrir viku, þegar miklar umferðartafir urðu. Að sögn lögreglu urðu engin slys og engin teljandi óhöpp á þessum aðal umferðaræðum. 2.7.2007 13:14
Ræðst í dag hvort Hafnarfjörður og Reykjanesbær nýti forkaupsrétt í Hitaveitu Suðurnesja Það ræðst væntanlega á bæjarstjórnarfundum í Hafnarfirði og Reykjanesbæ í dag hvort bæjarfélögin muni nýta forkaupsrétt í Hitaveitu Suðrunesja. Frestur þeirra til að ákveða sig rennur út á morgun. Ef bæjarstjórnirnar ná ekki samkomulagi um að kaupa 34 prósnet, eða ráðandi meirihluta í félaginu, 2.7.2007 13:04
Berezovsky ákærður fyrir að hvetja til valdaráns Saksóknarar í Rússlandi hafa ákært rússneska auðkýfinginn Boris Berezovsky fyrir að hvetja til valdaráns. Lögfræðingur hans skýrði frá þessu í dag. Ákæran segir að hann hafi ætlað sér að ræna völdum með vopnavaldi. Berezovsky hefur búið í Bretlandi síðan hann flúði Rússland fyrir rúmum sex árum síðan. 2.7.2007 12:57
Pólverji laminn Lögregla og sjúkrabíll voru kölluð til að nýbyggingu í Mosfellsbæ um níuleytið í morgun. Grunur leikur á að yfirmaður tveggja pólskra verkamanna hafi gengið í skrokk á þeim eftir að annar þeirra hafði gert athugasemdir við launaseðil sinn. 2.7.2007 12:42
Rigningarmet slegið í Danmörku Rigningarmet var slegið í Danmörku í síðasta mánuði. Að meðaltali rignir um 55 millimetra í júní en í ár var magnið 124 millimetrar. Ekki hefur rignt jafn mikið á sama tíma síðan árið 1946. 2.7.2007 11:44
Lögreglan sektar málglaða ökumenn Lögreglan á Akranesi stöðvaði alls fimm ökumenn í síðustu viku fyrir að tala í farsíma án þess að nota handfrjálsan búnað. Eiga hinir málglöðu ökumenn von á fimm þúsund króna sekt fyrir athæfið. 2.7.2007 11:40
Segir hæstaréttarlögmann fara með ósannindi Fullyrðingar Ragnars H. Hall, hæstaréttarlögmanns, um að embætti ríkislögreglustjóra sé í fjársvelti eru úr lausu lofti gripnar. Þetta kemur fram í grein Helga Magnúsar Gunnarssonar, saksóknara efnahagsbrota, sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Helgi segir Ragnar afvegaleiða umræðuna um starfsemi ríkislögreglustjóra. 2.7.2007 11:07
Geir Ólafsson vísar bréfafölsun á bug Geir Ólafsson segir í samtali við Vísi.is að það sé rangt að hann hafi falsað bréf frá forsætisráðherra Geir H. Haarde líkt og fram kemur á forsíðu DV í dag. Bréfið átti samkvæmt DV að vera til þess fallið að lokka Nancy Sinatra til landsins. Aðspurður segist Geir kannast við bréfið en að það hafi verið án undirskriftar forsætisráðherrans og því hafi hann ekki sent það. 2.7.2007 11:05