Fleiri fréttir

Hjóluðu gegn stóriðju og mengun í miðbænum

Um fimmtíu hjólreiðamenn úr hópnum Saving Iceland lokuðu umferðargötum í miðborg Reykjavíkur í dag til að mótmæla bílamengun og álversuppbyggingu á Íslandi. Ferð hópsins endaði fyrir utan Alþingishúsið þar sem spiluð var tónlist og fólki á staðnum boðið upp á ókeypis mat.

Öflugt umferðareftirlit í lofti og á landi um helgina

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu verður í samstarfi við Landhelgisgæslu og Umferðarstofu með umferðareftirlit úr lofti við helstu umferðaræðar í og við höfuðborgina, austur í Árnessýslu og til Borgarfjarðar.

Endeavour á loft þann sjöunda ágúst

Nasa hefur staðfest brottfaradag næstu mönnuðu geimsferðar sinnar. Það er geimskutlan Endeavour sem tekst á loft þann sjöunda ágúst og heldur til Alþjóðageimstöðvarinnar. Erindi skutlunnar er að halda áfram uppbyggingu stöðvarinnar. Til dæmis verður haldið áfram að klæða stöðina og fyllt verður á byrðarnar.

Búið að opna Fleet street

Lögregla í Lundúnum hefur nú opnað Fleet street aftur. Götunni var lokað vegna grunsamlegrar bifreiðar sem þar var. Fyrr í dag var Park Lane, sem er gata við Hyde Park, lokað vegna grunsamlegs bíls í neðanjarðarbílastæði undir garðinum. Hyde Park var einnig lokað. Mikill viðbúnaður hefur verið í Lundúnum frá því í nótt þegar lögregla fann og aftengdi bílsprengju við skemmtistað rétt hjá Piccadilly Circus og Leicester Square. Talið er víst að með því hafi lögreglan komið í veg fyrir stórfellt manntjón.

Leitað eftir hugmyndum að uppbyggingu í Kvosinni

Reykjavíkurborg hefur valið sex arkítektastofur til að setja fram tillögur að uppbyggingu í Kvosinni eftir brunann á horni Austurstrætist og Lækjargötu í apríl síðastliðnum. Þá geta aðrir einnig komið hugmyndum sínum að uppbyggingu á framfæri.

Jón Þór verður aðstoðarmaður Björgvins

Jón Þór Sturluson verður að líkindum aðstoðarmaður Björgvins G. Sigurðssonar, nýs viðskiptaráðherra, en verið er að ganga frá ráðningu hans þessi dægrin. Jón Þór er dósent og forstöðumaður meistaranáms í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík en hann er með doktorspróf í hagfræði frá Stokkhólmsháskóla.

Líbanskir hermenn skutu á mótmælendur

Líbanskir hermenn skutu í dag á palestínska mótmælendur með þeim afleiðingum að þrír létust og að minnsta kosti 20 særðust. Mótmælendurnir voru að reyna að komast í gegnum eftirlitshlið á leið sinni aftur í flóttamannabúðirnar Nahr al-Bared í norður Líbanon. Vitni sögðu hermennina í fyrstu hafa skotið upp í loftið en þegar mótmælendurnir sem voru að minnsta kosti hundrað talsins.

Hæstiréttur ákveður að fjalla um rétt fanga í Guantanamo

Bandaríkjastjórn varð fyrir enn einu áfallinu í stríði sínu gegn hryðjuverkum í dag þegar Hæstiréttur Bandaríkjanna ákvað að taka fyrir mál fanga í Guantanamo-búðunum sem snýr að því hvort þeim sé heimilt að láta taka mál sín upp fyrir alríkisdómstólum.

Frumbyggjar mótmæla í Kanada

Lögregla í Kanada hefur neyðst til þess að loka hluta af fjölförnustu hraðbraut landsins og lestarsamgöngur á milli Toronto og Montreal hafa verið stöðvaðar vegna mótmæla frumbyggja á götum úti. Mikil ferðamannahelgi er framundan enda þjóðhátíðardagurinn 1. júlí á sunnudaginn og hafa mómælin skapað talsverð vandræði.

Vilja að ríkið haldi sínum hlut í HS

Þingflokkur Vinstri - grænna vill að ríkisstjórnin endurheimti aftur fimmtán prósenta hlut sinn í Hitaveitu Suðurnesja en ríkið bauð hann út á dögunum. Fram kemur í tilkynningu frá þingflokknum að hann vilji að fyrirtækið verði áfram í samfélagslegri eigu til þess að koma í veg fyrir að raforkuverð verið hækkað neytendum til skaða.

Marsjeppi á barmi hyldýpis

Geimjeppi Nasa Opportunity sem ekur um reikistjörnuna Mars og safnar gögnum til rannsókna á henni stendur frammi fyrir nýju og krefjandi verkefni. Honum er ætlað að renna niður í djúpan loftsteinagíg á yfirborði Mars og safna þar sýnum. Förin er hættuleg og gera Nasaliðar ekki ráð fyrir að jeppanum verði afturkvæmt úr gígnum.

Björgunarsveitir halda á hálendið

Fjórar Björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar halda upp á hálendið í dag og verða í fimm hópum til 12. ágúst. Tilgangurinn er að fækka slysum, veita ferðamönnum aðstoð og upplýsingar og vera með viðbragðsstaðsetningar á hálendinu.

Forsetinn ræddi fíkniefnavarnir í Istanbúl

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, átti í morgun ítarlegan fund með Kadir Topbas, borgarstjóra Istanbúl í Tyrklandi, og yfirmönnum borgarinnar í félags- og heilbrigðismálum.

Frestað að taka ákvörðun um hugsanleg kaup á hlutum í HS

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur frestaði því fram yfir helgi að taka ákvörðun um hvort fyrirtækið kaupi hlut í Hitaveitu Suðurnesja. Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitunnar, sagði fjölmörg sveitarfélög sem eiga hlut í Hitaveitunni, hafa haft samband við Orkuveituna með það fyrir augum að selja henni hlut sinn.

Eyborg á leið til Möltu með laumufarþega

Togarinn Eyborg frá Hrísey er nú á leið til Möltu með 21 laumufarþega frá Afríku sem fundust í gærmorgun í þremur flotkvíum sem torgarinn dró á Miðjarðarhafi. Skipstjóri togarans er íslenskur en auk hans eru tveir Rúmenar og sex Indónesíumenn í áhöfninni.

Bifreið við Hyde Park tengist rannsókn á bílsprengju í nótt

Lögregla í Bretlandi hefur lokað götunni Park Lane við Hyde Park Í Lundúnum vegna grunsamlegs bíls við götuna. Frá þessu greindi Sky-fréttastöðin og hefur eftir heimildarmönnum sínum að bifreiðin tengist rannsókn á bílsprengju sem fannst nærri Piccadilly Circus í nótt. Talið er að sprengja hafi átt hana með farsíma.

Áhöfn Gnár bárust óvenjulegar þakkir

Áhöfn Landhelgisgæsluþyrlunnar Gnár bárust í gær nokkuð óvenjulegar þakkir frá áhöfninni á bandaríska rannsóknaskipinu Knorr. Gná hafði ferjað nýjan rannsóknakapal til skipsins í stað kapals sem hafði skemmst. Þyrlan sótti einnig bátsmanninn sem var meiddur á fæti og kom honum til læknis á Landspítala Háskólasjúkrahúsi í Fossvogi.

Sótti fund matvælaráðherra Norðurlanda

Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sótti í gær sumarfund matvælaráðherra Norðurlanda sem haldinn var í Björneborg í Finnlandi.

Nítján ára í lífstíðarfangelsi

Hinn nítján ára Stuart Harling frá Rainham hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða hjúkrunarkonuna Cheryl Moss fyrir aftan St George's sjúkrahúsið í Hornchurch austan við London í apríl 2006. Moss var í sígarettupásu þegar Harling réðst að henni og stakk hana með sjötíu og tvisvar sinnum með hnífi.

iPhone á markað í Bandaríkjunum í dag

Fyrstu iPhone-tæki Apple tölvufyrirtækisins verða seld í New York í Bandaríkjunum í kvöld og hafa spenntir kaupendur þegar safnast saman við búðir í borginni.

SMS-helgi í uppsiglingu

Svonefnd SMS-helgi fer nú í hönd, en þá eiga unglingar það til að mæla sér mót á laun með SMS-skilaboðum og slá upp teiti á ólíklegustu stöðum.

Áformar að hefja innanlandsflug og millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli

Flugfélagið Iceland Express áformar að hefja innanlandsflug og millilandaflug frá Reykjavík til Lundúna og Kaupmannahafnar. Fái félagið úthlutað 6500 fermetra lóð við Reykjavíkurflugvöll sem það hefur sótt um er ráðgert að flug þaðan hefjist næsta vor. Forstjóri félagsins segir skorta verulega á samkeppni í innanlandsflugi.

Minningarathafnir um hundinn Lúkas

Minningarathafnir um hundinn Lúkas voru haldnar bæði í Reykjavík og á Akureyri í gærkvöldi. Grunur leikur á að hópur unglingspilta hafi rænt hundinum og murkað úr honum lífið.

Dómur útilokar setu í stjórnum fyrirtækja

Ef Hæstiréttur staðfestir refisdóma yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Tryggva Jónssyni í Baugsmálinu eru þeir útilokaðir frá því að sitja í stjórnum fyrirtækja samkvæmt hlutafélagalögum. Lögmaður Tryggva segir að það verði látið á það reyna hvort lögin stangist á við stjórnarskrá, staðfesti Hæstiréttur dóminn.

Skógareldar svíða Grikkland

Mestu skógareldar í meira en tíu ár ógna nú höfuðborg Grikklands, Aþenu, en slökkviliðsmenn, hermenn og sjálfboðaliðar berjast nú við logana. Hundruð elda loga um allt Grikkland. Talið er að einhverjir séu komnir til vegna íkveikja en margir hófst vegna rafmagnslína sem kviknaði í vegna hitans.

Stofna rannsóknarsjóð fyrir hjúkrunarfræðinga og ljósmæður

Nýr styrktarsjóður við Háskóla Íslands, Rannsóknasjóður Ingibjargar R. Magnúsdóttur, var stofnaður í morgun. Með sjóðnum á að veita hjúkrunarfræðingum og ljómæðrum í meistara- og doktorsnámi styrki til rannsókna en markmið HÍ er að efla framhaldsnám í þessum greinum.

Pólverjar vilja endurskoða Evrópusáttmála

Pólverjar vilja taka upp viðræður um nýundirskrifaðan sáttmála Evrópusambandsins að nýju. Forsætisráðherra landsins, Jaroslaw Kaczynski, sagði þetta á fréttamannafundi í morgun. Viðbúið er að yfirlýsingin eigi eftir að valda mikilli úlfúð meðal annarra landa Evrópusambandsins.

Fjölmennar kertavökur til minningar um Lúkas

Milli hundrað og fimmtíu og tvö hundruð manns komu saman á Geirsnefi í Reykjavík klukkan átta í gærkvöldi þar sem haldin var kertavaka til að minnast hundsins Lúkasar sem drepinn var á hrottalegan hátt á Akureyri á dögunum. Um hundrað manns hittust hjá Blómavali og Húsasmiðjunni á Akureyri og var eigandi Lúkasar, Kristjana Margrét Svansdóttir, þar á meðal.

Mikil neyð í Pakistan eftir flóð

Mikill skortur virðist vera á neyðaraðstoð í þeim héruðum í vesturhluta Pakistans sem hafa orðið illa úti af völdum flóða undanfarna viku. Fram kemur á fréttavef BBC að um 800 þúsund manns eigi um sárt að binda vegna flóðanna í Balúkistanhéraði í suðvesturhluta landsins en hundruð þúsunda heimila hafa eyðilagst.

750 nýir íbúar á Keflavíkurflugvelli í haust

Líklegt er að um 750 íbúar verði á gamla varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli í ágúst þar sem mikil eftirspurn hefur verið í 300 íbúðir þær sem Keilir hefur til umráða. Nú hafa alls borist um 350 umsóknir þannig að greinilegt er að "Vallarlífið" höfðar til margra.

Segir frummatsskýrslu alsendis ófullnægjandi

Landvernd telur frummatsskýrslu vegna álvers í Helguvík alsendis ófullnægjandi til frekari málsmeðferðar og gagnrýnir hversu mikið álverið muni menga, eða 40 prósentum meira en álver Alcoa í Reyðarfirði.

Galdraráðstefna í Noregi

Meira en sextíu sérfræðingar í fjölkynngi víðs vegar að úr heiminum ætla að hittast í bænum Vardo í Noregi til skrafs og ráðagerða. Ráðstefnan, sem ber heitið Alþjóðlega miðnætur fjölkyngis ráðstefnan, er skipulögð af skandínavískum og bandarískum háskólum.

Eldsvoði í Stokkhólmi

Mikill eldur kom upp í líkamsræktarstöð á Långholmsgatan í Stokkhólmi um hádegisbilið í dag. Einungis liðu tíu mínútur frá því að brunavarnarkerfið fór í gang og þar til staðurinn var orðinn alelda. Snör viðbrögð starfsmanna urðu til þess að allir komust út en að sögn Anders Bergqvist sem leiddi björgunaraðgerðirnar munaði mjóu þar sem eldurinn breiddist gífurlega hratt út.

Vélhjóli ekið aftan á bíl

Vélhjóli var ekið aftan á bifreið við Jórusel í Reykjavík í kvöld. Tveir sjúkrabílar og lögregla voru send á staðinn en ekki er vitað um slys á fólki.

Algert bann við umskurði kvenna í Egyptalandi

Stjórnvöld í Egyptalandi hafa lagt algert bann á umskurð kvenna. Ákvörðunin er tekin í kjölfar þess að ung stúlka dó nýlega á meðan á umskurði stóð. Bann við umskurði kvenna tók gildi í Egyptalandi fyrir 10 árum en var aðgerðin þó leyfð í sérstökum tilfellum og þá eingöngu ef hún var í höndum hæfra lækna.

Fimm klappstýrur létust í bílslysi

Fimm stúlkur úr klappstýruliði bandaríska menntaskólans Fairport létust á þriðjudag eftir árekstur við vörubíl nærri Rochester. Stúlkurnar voru á leið heim úr helgarferðalagi ásamt fjórum öðrum úr klappstýruliðinu sem keyrðu í bíl fyrir aftan þær. Stúlkurnar í aftari bílnum urðu vitni að því þegar bíll stúlknanna sem létust fór yfir á vitlausan vegarhelming og mætti vörubíl.

Jarðskjálfti í Chile

Jarðskjálfti varð 150 KM norður af Valparaiso í Chile í dag. Skjálftinn var 5.6 á ricter. Hann fannst vel í höfuðborginni Santiago og skulfu byggingar og rúður. Engar upplýsingar eru um tjón eða slys á fólki.

Lýsir eftir bjargvætti sínum

Stúlka um tvítugt lýsir eftir manni sem bjargaði lífi hennar þann sautjánda mars í Þrengslunum. Hún biður fólk vinsamlegast að haga sér í umferðinni í sumar. Við hittum dugnaðarstúlku á Grensás í dag.

Jón Gerald sekur, Jón Ásgeir sýknaður

Jón Gerald Sullenberger, upphafsmaður Baugsmálsins var dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til þess að greiða rúmar átta milljónir í málsvarnarlaun í hérðasdómi í dag. Jón Ásgeir Jóhannesson, var aftur á móti sýknaður af ákæruliðum sem Hæsiréttur hafði sent aftur til efnisdóms í héraði.

Íslandsdeild Amnesty fagnar ákvörðun um rannsókn á meintu fangaflugi

Íslandsdeild Amnesty International fagnar ákvörðun utanríkisráðherra Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur um að fram fari rannsókn á meintu fangaflugi um Ísland. Amnesty hefur ítrekað farið fram á að íslensk yfirvöld rannsaki millilendingar flugvéla á vegum bandarísku leyniþjónustunnar um íslenska lofthelgi.

Fjórfalt fleiri hlutu mænuskaða árið 2006

Fjöldi þeirra sem hlutu mænuskaða á Íslandi á síðasta ári var að meðaltali fjórfalt meiri en í nágrannalöndunum. Miðað við höfðatölu hljóta helmingi fleiri hér á landi mænuskaða og tilfellunum hefur fjölgað. Ófullkomið vegakerfi er meðal orsaka umferðarslysa sem valda mænuskaða og forvarna er þörf.

Áherslan á innanríkismál

Töluverðar breytingar urðu á ráðherraliðinu í nýrri ríkisstjórn Gordons Browns, forsætisráðherra Bretlands, sem kynnt var í dag. Skipt var um utanríkisráðherra og kona í fyrsta sinn skipuð innanríkisráðherra. Breskur stjórnmálafræður sem staddur er á Íslandi telur að Brown leggi áherslu á mál sem komi við buddu almennra Breta og láti sérfróða um heimsmálin.

Sjá næstu 50 fréttir