Fleiri fréttir Dæmdir fyrir peningafölsun HéraðSdómur Reykjavíkur dæmdi í dag þrjá menn í fangelsi fyrir fjölmörg brot, þar á meðal peningafölsun. Þeir voru gripnir við fölsunina í desember í fyrra og játuðu allir brot sitt. 28.6.2007 16:51 Glerfarmur féll af flutningabíl á Suðurlandsvegi Glerfarmur féll af flutningabíl á þjóðveginum á milli Kotstrandar og Ölfusborgar um fjögurleytið í dag. Glerið dreifðist yfir veginn og þurfti lögregla að loka hluta hans í nokkurn tíma. Nokkrar tafir urðu á umferð vegna þessa um Suðurlandsveg en umferð hefur verið hleypt á að nýju. 28.6.2007 16:48 Öldungadeild Bandaríkjanna felldi innflytjendafrumvarpið Öldungadeild Bandaríkjanna felldi í dag frumvarp um innflytjendur. 60 atkvæði þurfti til frumvarpið yrði samþykkt en aðeins 46 kusu með því þannig að 14 atkvæði vantaði upp á. 28.6.2007 16:47 Höfrungshræ í fjörunni við Voga Sorgleg sjón blasti við þeim sem lögðu leið sína um fjöruna syðst við þéttbýlið í Vogum í morgun eftir því sem segir á vef Víkurfrétta. Þar hafði höfrungskýr rekið á land og út úr henni hékk hræ kálfs. 28.6.2007 16:34 Skógareldar í Grikklandi Skógareldar sem geisa í Grikklandi hafa orðið að minnsta kosti tveimur að bana og eyðilagt mörg heimili. Þetta er aðeins nokkrum dögum eftir að gífurleg hitabylgja varð til þess að minnsta kosti níu manns létust úr hitaslagi. 28.6.2007 16:27 Allt hálendið opið nema Eyjafjarðarleið Fram kemur á vef vegagerðarinnar að búið sé að opna allt hálendið nema Eyjafjarðarleið. Vegfarendur eru beðnir um að gæta varúðar við akstur um hálendið, þó sérstaklega við óbrúaðar ár. 28.6.2007 16:08 Breiðhyltingar fá heitt vatn að nýju Verið er að hleypa heitu vatni á leiðslur á ný eftir viðgerð á heitavatnsæð við Vesturhóla sem bilaði í morgun. Orkuveitan þurfti í kjölfar bilunarinnar að loka fyrir heita vatnið í stórum hluta Hólahverfis til þess að geta gert viðeigandi ráðstafanir. 28.6.2007 16:00 Skilorðsbundið fangelsi vegna klórgasslyss Héraðsdómur Austurlands dæmdi í dag stöðvarstjóra hjá Olís á Eskifirði í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir almannahættubrot vegna klórgasslyssins í sundlauginni á Eskifirði í fyrrasumar. 28.6.2007 15:55 Krefjast tvöföldunar á Suðurlandsvegi sem allra fyrst Samtök sunnlenskra sveitarfélaga kallar eftir því í yfirlýsingu að tvöföldun Suðurlandsvegar hefjist sem allra fyrst. Samtökin benda á umferðarteppuna sem myndaðist um síðustu helgi máli sínu til stuðnings og benda á að umferð við Litlu Kaffistofuna hafi aukist um rúmlega fimmtíu prósent á síðustu fimm árum. 28.6.2007 15:51 Hæstiréttur stöðvar aftöku geðsjúks manns Hæstiréttur í Washington stöðvaði í dag aftöku geðsjúks manns sem hlaut lífstíðardóm árið 1995. Maðurinn drap foreldra fyrrverandi konu sinnar árið 1992. Maðurinn klæddist fjólubláum kúrekafötum við réttarhöldin og kenndi John F. Kennedy og Jesú um morðin. Atkvæðagreiðsla hæstaréttar um málið endaði 5-4. 28.6.2007 15:46 Dómum yfir Tryggva og Jóni Gerald áfrýjað Lögmenn þeirra Tryggva Jónssonar, fyrrverandi aðstoðarforstjóra Baugs, og Jóns Geralds Sullenberger, fyrrverandi viðskiptafélaga Baugsmanna, sögðu eftir að dómur var kveðinn upp í þeim liðum Baugsmálsins sem Hæstiréttur vísaði til efnismeðferðar í héraðsdómi, að þeir myndu áfrýja dómum skjólstæðinga sinna. 28.6.2007 15:36 Flugslys í Angólu TAAG Boeing 737 flugvél hrapaði í norðurhluta Angólu í dag með 78 farþega innanborðs. Að minnsta kosti sex hafa látið lífið og margir slasaðir hafa verið fluttir á sjúkrahús. Samkvæmt ANGPOP fréttastofunni missti flugvélin jafnvægi við lendingu og brotlenti á byggingu sem eyðilagðist. 28.6.2007 15:13 Jón Ásgeir sýknaður en Tryggvi og Jón Gerald sakfelldir Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag Jón Ásgeir Jóhannesson, fyrrverandi forstjóra Baugs, af öllum ákæruliðum endurákæru í Baugsmálinu sem Hæstiréttur vísaði aftur heim í hérað. Tryggvi Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri fyrirtækisins, fékk hins vegar 12 mánaða skilorðsbundinn dóm og Jón Gerald Sullenberger, fyrrverandi viðskiptafélaga Baugsmanna, þriggja mánaða dóm fyrir að aðstoða við bókhaldsbrot. 28.6.2007 15:01 11 manns látist á tíu dögum í Texas Flóð í Texas hafa orðið 11 manns að bana í Marbles Falls síðustu tíu daga. Stanslaus rigning og vindur í gær gerði það að verkum að þyrlur þurftu að gera bið á því að bjarga fólkum af húsþökum heimila sinna. 28.6.2007 14:54 Stuttbylgjuútsendingum RÚV hætt um mánaðamótin Stuttbylgjuútsendingum Ríkisútvarpsins verður hætt um mánaðamótin samkvæmt samkomulagi stofnunarinnar og Neyðarlínunnar sem á og rekur viðkomandi stuttbylgjusenda. 28.6.2007 14:49 Eldur nærri kjarnorkuveri í N-Þýskalandi Eldur kom upp nærri kjarnorkuveri nærri Hamborg í norðurhluta Þýskalands í dag en eftir því sem Reuters-fréttastofan segir komst hann ekki í kjarnakljúfinn. 28.6.2007 14:43 Hjónum sleppt gegn tryggingu í Pakistan Hæstiréttur í Pakistan hefur skipað fyrir um að hjón sem hafa verið í haldi verði sleppt gegn tryggingu. Hjónin voru handtekin eftir að í ljós kom að eiginmaðurinn Shumail Raj væri í raun kona. Þau voru upprunalega dæmd í þriggja ára fangelsi. 28.6.2007 14:23 Vatni hleypt úr Hálslóni í næstu viku Til stendur að hleypa vatni úr Hálslóni á þriðjudaginn kemur þar sem lónið fyllist fyrr en æskilegt þykir. Er þetta gert í öryggisskyni til að halda fyllingarhraðanum niðri. 28.6.2007 14:22 Samsvörun í fuglaflensutilvikum í Tékklandi og Þýskalandi Fuglaflensutilvik sem hafa komið upp í Tékklandi og suðurhluta Frakklands síðustu misseri eru talin eiga sama uppruna. Heilbrigðisyfirvöld í Tékklandi hafa fundið H5N1 afbrigði veirunar í tveimur fuglabúum og í einum dauðum svani á meðan þjóðverjar hafa fundið veiruna í þónokkrum villtum fuglum. 28.6.2007 13:57 Risabor að Kárahnjúkum bætti heimsmet um 14 metra Risabor númer 2 að Kárahnjúkum setti um helgina heimsmet í borun á einum sólarhring þegar hann boraði alls 106,12 metra. Þetta hefur fengist staðfest eftir því sem segir á vef Kárahnjúkavirkjunar. 28.6.2007 13:47 282 krakkar dorguðu á Flensborgarbryggju Á þriðja hundrað hafnfirskra krakka tóku þátt í dorgveiðikeppni á Flensborgarbryggju í gær. Aflabrögð voru ágæt en talið er að um 300 fiskar hafi verið dregnir á land. Vegleg verðlaun voru veitt fyrir fyrsta, annað og þriðja sæti og fyrir flesta veidda fiska, þann stærsta og fyrir furðufisk ársins. 28.6.2007 13:32 S-Kórea mun bæta verkamönnum upp tekjutap Suður-Kórea mun eyða 140,3 milljörðum dala til að bæta sjómönnum og bændum upp tap sem þeir verða fyrir vegna samnings um frjáls viðskipti við Bandaríkin. Samningurinn gildir til ársins 2013 og búist er við að efnahagur S-Kóreu styrkist til muna. 28.6.2007 13:23 Lúkasar minnst með kertavökum í kvöld Kertavaka til minningar um hund sem var drepinn með hrottalegum hætti á Akureyri á dögunum verður haldin í Reykjavík, Akureyri og á Vopnafirði í kvöld. Miklar umræður hafa spunnist á Netinu vegna málsins en þar er því haldið fram að ungir drengir hafi sett hundinn ofan í íþróttatösku og sparkað töskunni á milli sín þar til hann var allur. 28.6.2007 12:58 Gefur lítið fyrir ráðleggingar Hafró Guðmundur Einarsson, skipstjóri í Bolungarvík, gefur lítið fyrir ráðleggingar Hafrannsóknarstofnunar um að skera niður aflaheimildir um þriðjung. Hann segir nóg af þorski í sjónum og nær væri að friða loðnuna. 28.6.2007 12:45 Táningur handtekinn fyrir morð í Englandi Táningur hefur verið handtekinn fyrir morðið á hinum 14 ára gamla Martin Dinnegan. Dinnegan var stunginn til bana eftir að hann og vinir hans lentu í útistöðum við 20 manna hóp á þriðjudaginn. 28.6.2007 12:42 Bolungarvík fær 400 tonn af rækju Fjörkippur hljóp í rækjuvinnslu á norðnverðum Vestfjörðum þegar heilfrystri rækju úr Barentshafi var landað þar í morgun til fullvinnslu en rækjuvinnsla hefur legið þar niðri í röska þrjá mánuði. 28.6.2007 12:30 Tveir láta lífið í sjálfsmorðsárás í Kabúl Tveir vestrænir öryggisverðir létu lífið í dag í höfuðborg Afghanistan, Kabúl. Mennirnir létust þegar ráðist var að bílalest þeirra með sjálfmorðssprengjubíl. Talíbanar segjast bera ábyrgð á árásinni. 28.6.2007 12:29 40 missa vinnuna á Ísafirði við gjaldþrot Miðfells Stjórnendur rækjuvinnslunnar Miðfells hf. funduðu með starfsfólki í morgun þar sem gjaldþrot fyrirtækisins var kunngjört. Frá þessu er greint á heimasíðu Bæjarins besta í dag. Um 40 manns missa vinnuna í kjölfarið. 28.6.2007 12:28 Hafa áhyggjur af fé vegna þurrka Bændur hafa áhyggjur af fé sem komið er á afrétt þar sem vitað er að sum vatnsból sem féð gengur í eru að þorna upp eða eru hreinlega þornuð vegna langvarandi þurrka. 28.6.2007 12:12 175% hækkun framlaga til Ríkislögreglustjóra Hækkun á fjárframlögum hins opinbera til embættis Ríkislögreglustjóra á árunum 2002 þúsund og 2006 nemur rúmum 175 prósentum. Ragnar H. Hall hæstaréttarlögmaður efast um að þeim fjármunum hafi verið vel varið. 28.6.2007 12:05 Menntun flóttabarna Átta milljón börn flóttamanna munu njóta menntunar ef áætlun Alþjóðasamtaka Barnaheilla nær fram að ganga. Þegar hafa þau komið á þriðju milljón barna til hjálpar. Neyðarteymi samtakanna fundar í Reykjavík þessa dagana. 28.6.2007 12:04 Inga Dóra ráðin ráðgjafi heilbrigðisráðherra Dr. Inga Dóra Sigfúsdóttir hefur verið ráðin í tímabundna stöðu sem ráðgjafi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, ráðherra heilbrigðismála, um stefnumótun í heilbrigðismálum með sérstaka áherslu á forvarnir og lýðheilsu. Inga Dóra er forseti Kennslufræði- og lýðheilsudeildar Háskólans í Reykjavík og þangaði mun hún snúa aftur þegar verkefninu lýkur. 28.6.2007 12:02 Samningur um orkusölu OR til Helguvíkur samþykktur í borgarráði Borgarráð samþykkti í dag samning um sölu orku frá Orkuveitu Reykjavíkur til hugsanlegs álvers í Helguvík. Minnihlutinn í borgarráði greiddi atkvæði gegn samningnum. 28.6.2007 11:59 Sjúkrahús í Los Angeles losa sig við heimilislausa Saksóknarar í Los Angeles hafa skráð borgaralega kvörtun gegn tveimur sjúkrahúsum og flutningafyrirtæki fyrir að losa sig við heimilislausa sem þurfa hjálp. Vitað er um fjögur aðskilin atvik. Á meðal þeirra sem hafa verið sendir í burtu er hinn 54 ára gamli Gabino Olvera. 28.6.2007 11:54 Búist við að viðgerð ljúki eftir hádegi Enn er heitavatnslaust í stórum hluta Hólahverfis í Breiðholti. Viðgerð stendur yfir og segja Orkuveitumenn hana ganga vel. Búist er við að heitavatnið verði komið á eftir hádegi. 28.6.2007 11:53 Mikil endurnýjun í stjórn Browns Gordon Brown, nýr forsætisráðherra Bretlands, skipaði í dag Jacqui Smith innanríkisráðherra í ríkisstjórn sinni og David Miliband, fráfarandi umhverfisráðherra, sem utanríkisráðherra landsins. Smith er fyrsta konan sem gegnir embætti innanríkisráðherra en mikil endurnýjun er í stjórn Browns. 28.6.2007 11:42 Lockerbie-málið verður tekið upp á ný Hæstiréttur Skotlands þarf að taka fyrir áfrýjun í máli líbíska leyniþjónustumannsins Abdel Basset al-Megrahi sem sakfelldur var fyrir aðild sína að Lockerbie sprengjuárásinni árið 2001. Sjálfstæð eftirlitsnefnd skoska ríkisins komst að þessari niðurstöðu í morgun. Víst þykir að aðstandendur fórnarlambanna eigi eftir að mótmæla niðurstöðunni harkalega. 28.6.2007 11:40 Íbúi í Álafosskvos segir vegarlagningu hafna Helgafellsvegurinn svokallaði, sem ollið hefur miklum deilum síðustu mánuðu hefur verið lagður að mestu án þess að lögbundnu kynningarferli vegna lagningu brautarinnar sé lokið, að sögn íbúa í Álafosshverfi. Formaður skipulagsnefndar segir að aðeins sé um fráveituframkvæmd að ræða. 28.6.2007 11:14 Dómur í Baugsmálinu í dag Dómur verður kveðinn upp klukkan þrjú í dag í þeim hluta endurákærunnar í Baugsmálinu sem Hæstiréttur vísaði aftur í hérað. Um er að ræða níu heila ákæruliði og hluta tveggja annarra sem héraðsdómur vísaði frá í upphafi maímánaðar eftir ein umfangsmestu réttarhöld í íslenskri réttarsögu. 28.6.2007 11:05 FIFA endurskoðar hæðarbann Forseti FIFA, Sepp Blatter, sagði í dag að hann myndi endurskoða ákvörðun sambandsins um að banna alþjóðlega knattspyrnuleiki 3.000 metrum yfir sjávarmáli og athuga hvort ætti að ógilda hana. Yfirlýsing Blatters kemur í kjölfar fundar með forseta Bólivíu, Evo Morales. Það var í gær sem að FIFA ákvað að hækka viðmiðið úr 2.500 metrum í 3.000. Lokaniðurstöðu í málinu verður að vænta í næstu viku. 28.6.2007 10:54 Unglingspiltur dregur játningu til baka í Bandaríkjunum Kenneth Bartley hefur dregið játningu sína til baka, en hann var dæmdur fyrir tæplega tveimur árum fyrir morð á aðstoðarskólastjóranum sínum. Einnig var hann dæmdur fyrir tilraun til manndráps. Bartley, sem er 15 ára, segir nú að þáverandi lögfræðingur sinn hafi sagt honum að játa. 28.6.2007 10:41 Eþíópía býr sig undir innrás frá Eritreu Stjórnvöld í Eþíópíu sögðu frá því í dag að þau séu að búa sig undir innrás frá grannþjóðinni Eritreu. Löndin tvö börðust hatrammlega um svæði á landamærum sínum á árunum 1998 til 2000. Ráðamenn í Eþíópíu segja undirbúninginn fyrirbyggjandi og til þess að geta hrundið árás ef til hennar kemur. Stjórnvöld í Eritreu neita því hins vegar að þau hafi í hyggju að ráðast inn í Eþíópíu. 28.6.2007 10:26 Dæmd til að greiða manni bætur vegna líkamsárásar Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur sakfellt konu fyrir líkamsárás gegn karlmanni og dæmt hana til að greiða honum ríflega 110 þúsund krónur í skaðabætur vegna árásarinnar. 28.6.2007 10:26 Fjöldi fanga eykst ört Fjöldi fanga í fangelsum í Bandaríkjunum fjölgaði um 42.000 síðasta ár. Það er mesti fjöldi nýrra fanga síðan árið 2000. Samtals eru 2,2 milljónir manna í fangelsum í Bandaríkjunum. 28.6.2007 10:18 Indónesískum flugfélögum bannað að fljúga í Evrópu Öllum indónesískum flugfélögum hefur verið bannað að fljúga til Evrópusambandsins frá og með næstu viku. Ekkert indónesískt flugfélag flýgur um þessar mundir til Evrópu svo að bannið er frekar viðvörun en nokkuð annað. 28.6.2007 10:14 Sjá næstu 50 fréttir
Dæmdir fyrir peningafölsun HéraðSdómur Reykjavíkur dæmdi í dag þrjá menn í fangelsi fyrir fjölmörg brot, þar á meðal peningafölsun. Þeir voru gripnir við fölsunina í desember í fyrra og játuðu allir brot sitt. 28.6.2007 16:51
Glerfarmur féll af flutningabíl á Suðurlandsvegi Glerfarmur féll af flutningabíl á þjóðveginum á milli Kotstrandar og Ölfusborgar um fjögurleytið í dag. Glerið dreifðist yfir veginn og þurfti lögregla að loka hluta hans í nokkurn tíma. Nokkrar tafir urðu á umferð vegna þessa um Suðurlandsveg en umferð hefur verið hleypt á að nýju. 28.6.2007 16:48
Öldungadeild Bandaríkjanna felldi innflytjendafrumvarpið Öldungadeild Bandaríkjanna felldi í dag frumvarp um innflytjendur. 60 atkvæði þurfti til frumvarpið yrði samþykkt en aðeins 46 kusu með því þannig að 14 atkvæði vantaði upp á. 28.6.2007 16:47
Höfrungshræ í fjörunni við Voga Sorgleg sjón blasti við þeim sem lögðu leið sína um fjöruna syðst við þéttbýlið í Vogum í morgun eftir því sem segir á vef Víkurfrétta. Þar hafði höfrungskýr rekið á land og út úr henni hékk hræ kálfs. 28.6.2007 16:34
Skógareldar í Grikklandi Skógareldar sem geisa í Grikklandi hafa orðið að minnsta kosti tveimur að bana og eyðilagt mörg heimili. Þetta er aðeins nokkrum dögum eftir að gífurleg hitabylgja varð til þess að minnsta kosti níu manns létust úr hitaslagi. 28.6.2007 16:27
Allt hálendið opið nema Eyjafjarðarleið Fram kemur á vef vegagerðarinnar að búið sé að opna allt hálendið nema Eyjafjarðarleið. Vegfarendur eru beðnir um að gæta varúðar við akstur um hálendið, þó sérstaklega við óbrúaðar ár. 28.6.2007 16:08
Breiðhyltingar fá heitt vatn að nýju Verið er að hleypa heitu vatni á leiðslur á ný eftir viðgerð á heitavatnsæð við Vesturhóla sem bilaði í morgun. Orkuveitan þurfti í kjölfar bilunarinnar að loka fyrir heita vatnið í stórum hluta Hólahverfis til þess að geta gert viðeigandi ráðstafanir. 28.6.2007 16:00
Skilorðsbundið fangelsi vegna klórgasslyss Héraðsdómur Austurlands dæmdi í dag stöðvarstjóra hjá Olís á Eskifirði í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir almannahættubrot vegna klórgasslyssins í sundlauginni á Eskifirði í fyrrasumar. 28.6.2007 15:55
Krefjast tvöföldunar á Suðurlandsvegi sem allra fyrst Samtök sunnlenskra sveitarfélaga kallar eftir því í yfirlýsingu að tvöföldun Suðurlandsvegar hefjist sem allra fyrst. Samtökin benda á umferðarteppuna sem myndaðist um síðustu helgi máli sínu til stuðnings og benda á að umferð við Litlu Kaffistofuna hafi aukist um rúmlega fimmtíu prósent á síðustu fimm árum. 28.6.2007 15:51
Hæstiréttur stöðvar aftöku geðsjúks manns Hæstiréttur í Washington stöðvaði í dag aftöku geðsjúks manns sem hlaut lífstíðardóm árið 1995. Maðurinn drap foreldra fyrrverandi konu sinnar árið 1992. Maðurinn klæddist fjólubláum kúrekafötum við réttarhöldin og kenndi John F. Kennedy og Jesú um morðin. Atkvæðagreiðsla hæstaréttar um málið endaði 5-4. 28.6.2007 15:46
Dómum yfir Tryggva og Jóni Gerald áfrýjað Lögmenn þeirra Tryggva Jónssonar, fyrrverandi aðstoðarforstjóra Baugs, og Jóns Geralds Sullenberger, fyrrverandi viðskiptafélaga Baugsmanna, sögðu eftir að dómur var kveðinn upp í þeim liðum Baugsmálsins sem Hæstiréttur vísaði til efnismeðferðar í héraðsdómi, að þeir myndu áfrýja dómum skjólstæðinga sinna. 28.6.2007 15:36
Flugslys í Angólu TAAG Boeing 737 flugvél hrapaði í norðurhluta Angólu í dag með 78 farþega innanborðs. Að minnsta kosti sex hafa látið lífið og margir slasaðir hafa verið fluttir á sjúkrahús. Samkvæmt ANGPOP fréttastofunni missti flugvélin jafnvægi við lendingu og brotlenti á byggingu sem eyðilagðist. 28.6.2007 15:13
Jón Ásgeir sýknaður en Tryggvi og Jón Gerald sakfelldir Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag Jón Ásgeir Jóhannesson, fyrrverandi forstjóra Baugs, af öllum ákæruliðum endurákæru í Baugsmálinu sem Hæstiréttur vísaði aftur heim í hérað. Tryggvi Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri fyrirtækisins, fékk hins vegar 12 mánaða skilorðsbundinn dóm og Jón Gerald Sullenberger, fyrrverandi viðskiptafélaga Baugsmanna, þriggja mánaða dóm fyrir að aðstoða við bókhaldsbrot. 28.6.2007 15:01
11 manns látist á tíu dögum í Texas Flóð í Texas hafa orðið 11 manns að bana í Marbles Falls síðustu tíu daga. Stanslaus rigning og vindur í gær gerði það að verkum að þyrlur þurftu að gera bið á því að bjarga fólkum af húsþökum heimila sinna. 28.6.2007 14:54
Stuttbylgjuútsendingum RÚV hætt um mánaðamótin Stuttbylgjuútsendingum Ríkisútvarpsins verður hætt um mánaðamótin samkvæmt samkomulagi stofnunarinnar og Neyðarlínunnar sem á og rekur viðkomandi stuttbylgjusenda. 28.6.2007 14:49
Eldur nærri kjarnorkuveri í N-Þýskalandi Eldur kom upp nærri kjarnorkuveri nærri Hamborg í norðurhluta Þýskalands í dag en eftir því sem Reuters-fréttastofan segir komst hann ekki í kjarnakljúfinn. 28.6.2007 14:43
Hjónum sleppt gegn tryggingu í Pakistan Hæstiréttur í Pakistan hefur skipað fyrir um að hjón sem hafa verið í haldi verði sleppt gegn tryggingu. Hjónin voru handtekin eftir að í ljós kom að eiginmaðurinn Shumail Raj væri í raun kona. Þau voru upprunalega dæmd í þriggja ára fangelsi. 28.6.2007 14:23
Vatni hleypt úr Hálslóni í næstu viku Til stendur að hleypa vatni úr Hálslóni á þriðjudaginn kemur þar sem lónið fyllist fyrr en æskilegt þykir. Er þetta gert í öryggisskyni til að halda fyllingarhraðanum niðri. 28.6.2007 14:22
Samsvörun í fuglaflensutilvikum í Tékklandi og Þýskalandi Fuglaflensutilvik sem hafa komið upp í Tékklandi og suðurhluta Frakklands síðustu misseri eru talin eiga sama uppruna. Heilbrigðisyfirvöld í Tékklandi hafa fundið H5N1 afbrigði veirunar í tveimur fuglabúum og í einum dauðum svani á meðan þjóðverjar hafa fundið veiruna í þónokkrum villtum fuglum. 28.6.2007 13:57
Risabor að Kárahnjúkum bætti heimsmet um 14 metra Risabor númer 2 að Kárahnjúkum setti um helgina heimsmet í borun á einum sólarhring þegar hann boraði alls 106,12 metra. Þetta hefur fengist staðfest eftir því sem segir á vef Kárahnjúkavirkjunar. 28.6.2007 13:47
282 krakkar dorguðu á Flensborgarbryggju Á þriðja hundrað hafnfirskra krakka tóku þátt í dorgveiðikeppni á Flensborgarbryggju í gær. Aflabrögð voru ágæt en talið er að um 300 fiskar hafi verið dregnir á land. Vegleg verðlaun voru veitt fyrir fyrsta, annað og þriðja sæti og fyrir flesta veidda fiska, þann stærsta og fyrir furðufisk ársins. 28.6.2007 13:32
S-Kórea mun bæta verkamönnum upp tekjutap Suður-Kórea mun eyða 140,3 milljörðum dala til að bæta sjómönnum og bændum upp tap sem þeir verða fyrir vegna samnings um frjáls viðskipti við Bandaríkin. Samningurinn gildir til ársins 2013 og búist er við að efnahagur S-Kóreu styrkist til muna. 28.6.2007 13:23
Lúkasar minnst með kertavökum í kvöld Kertavaka til minningar um hund sem var drepinn með hrottalegum hætti á Akureyri á dögunum verður haldin í Reykjavík, Akureyri og á Vopnafirði í kvöld. Miklar umræður hafa spunnist á Netinu vegna málsins en þar er því haldið fram að ungir drengir hafi sett hundinn ofan í íþróttatösku og sparkað töskunni á milli sín þar til hann var allur. 28.6.2007 12:58
Gefur lítið fyrir ráðleggingar Hafró Guðmundur Einarsson, skipstjóri í Bolungarvík, gefur lítið fyrir ráðleggingar Hafrannsóknarstofnunar um að skera niður aflaheimildir um þriðjung. Hann segir nóg af þorski í sjónum og nær væri að friða loðnuna. 28.6.2007 12:45
Táningur handtekinn fyrir morð í Englandi Táningur hefur verið handtekinn fyrir morðið á hinum 14 ára gamla Martin Dinnegan. Dinnegan var stunginn til bana eftir að hann og vinir hans lentu í útistöðum við 20 manna hóp á þriðjudaginn. 28.6.2007 12:42
Bolungarvík fær 400 tonn af rækju Fjörkippur hljóp í rækjuvinnslu á norðnverðum Vestfjörðum þegar heilfrystri rækju úr Barentshafi var landað þar í morgun til fullvinnslu en rækjuvinnsla hefur legið þar niðri í röska þrjá mánuði. 28.6.2007 12:30
Tveir láta lífið í sjálfsmorðsárás í Kabúl Tveir vestrænir öryggisverðir létu lífið í dag í höfuðborg Afghanistan, Kabúl. Mennirnir létust þegar ráðist var að bílalest þeirra með sjálfmorðssprengjubíl. Talíbanar segjast bera ábyrgð á árásinni. 28.6.2007 12:29
40 missa vinnuna á Ísafirði við gjaldþrot Miðfells Stjórnendur rækjuvinnslunnar Miðfells hf. funduðu með starfsfólki í morgun þar sem gjaldþrot fyrirtækisins var kunngjört. Frá þessu er greint á heimasíðu Bæjarins besta í dag. Um 40 manns missa vinnuna í kjölfarið. 28.6.2007 12:28
Hafa áhyggjur af fé vegna þurrka Bændur hafa áhyggjur af fé sem komið er á afrétt þar sem vitað er að sum vatnsból sem féð gengur í eru að þorna upp eða eru hreinlega þornuð vegna langvarandi þurrka. 28.6.2007 12:12
175% hækkun framlaga til Ríkislögreglustjóra Hækkun á fjárframlögum hins opinbera til embættis Ríkislögreglustjóra á árunum 2002 þúsund og 2006 nemur rúmum 175 prósentum. Ragnar H. Hall hæstaréttarlögmaður efast um að þeim fjármunum hafi verið vel varið. 28.6.2007 12:05
Menntun flóttabarna Átta milljón börn flóttamanna munu njóta menntunar ef áætlun Alþjóðasamtaka Barnaheilla nær fram að ganga. Þegar hafa þau komið á þriðju milljón barna til hjálpar. Neyðarteymi samtakanna fundar í Reykjavík þessa dagana. 28.6.2007 12:04
Inga Dóra ráðin ráðgjafi heilbrigðisráðherra Dr. Inga Dóra Sigfúsdóttir hefur verið ráðin í tímabundna stöðu sem ráðgjafi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, ráðherra heilbrigðismála, um stefnumótun í heilbrigðismálum með sérstaka áherslu á forvarnir og lýðheilsu. Inga Dóra er forseti Kennslufræði- og lýðheilsudeildar Háskólans í Reykjavík og þangaði mun hún snúa aftur þegar verkefninu lýkur. 28.6.2007 12:02
Samningur um orkusölu OR til Helguvíkur samþykktur í borgarráði Borgarráð samþykkti í dag samning um sölu orku frá Orkuveitu Reykjavíkur til hugsanlegs álvers í Helguvík. Minnihlutinn í borgarráði greiddi atkvæði gegn samningnum. 28.6.2007 11:59
Sjúkrahús í Los Angeles losa sig við heimilislausa Saksóknarar í Los Angeles hafa skráð borgaralega kvörtun gegn tveimur sjúkrahúsum og flutningafyrirtæki fyrir að losa sig við heimilislausa sem þurfa hjálp. Vitað er um fjögur aðskilin atvik. Á meðal þeirra sem hafa verið sendir í burtu er hinn 54 ára gamli Gabino Olvera. 28.6.2007 11:54
Búist við að viðgerð ljúki eftir hádegi Enn er heitavatnslaust í stórum hluta Hólahverfis í Breiðholti. Viðgerð stendur yfir og segja Orkuveitumenn hana ganga vel. Búist er við að heitavatnið verði komið á eftir hádegi. 28.6.2007 11:53
Mikil endurnýjun í stjórn Browns Gordon Brown, nýr forsætisráðherra Bretlands, skipaði í dag Jacqui Smith innanríkisráðherra í ríkisstjórn sinni og David Miliband, fráfarandi umhverfisráðherra, sem utanríkisráðherra landsins. Smith er fyrsta konan sem gegnir embætti innanríkisráðherra en mikil endurnýjun er í stjórn Browns. 28.6.2007 11:42
Lockerbie-málið verður tekið upp á ný Hæstiréttur Skotlands þarf að taka fyrir áfrýjun í máli líbíska leyniþjónustumannsins Abdel Basset al-Megrahi sem sakfelldur var fyrir aðild sína að Lockerbie sprengjuárásinni árið 2001. Sjálfstæð eftirlitsnefnd skoska ríkisins komst að þessari niðurstöðu í morgun. Víst þykir að aðstandendur fórnarlambanna eigi eftir að mótmæla niðurstöðunni harkalega. 28.6.2007 11:40
Íbúi í Álafosskvos segir vegarlagningu hafna Helgafellsvegurinn svokallaði, sem ollið hefur miklum deilum síðustu mánuðu hefur verið lagður að mestu án þess að lögbundnu kynningarferli vegna lagningu brautarinnar sé lokið, að sögn íbúa í Álafosshverfi. Formaður skipulagsnefndar segir að aðeins sé um fráveituframkvæmd að ræða. 28.6.2007 11:14
Dómur í Baugsmálinu í dag Dómur verður kveðinn upp klukkan þrjú í dag í þeim hluta endurákærunnar í Baugsmálinu sem Hæstiréttur vísaði aftur í hérað. Um er að ræða níu heila ákæruliði og hluta tveggja annarra sem héraðsdómur vísaði frá í upphafi maímánaðar eftir ein umfangsmestu réttarhöld í íslenskri réttarsögu. 28.6.2007 11:05
FIFA endurskoðar hæðarbann Forseti FIFA, Sepp Blatter, sagði í dag að hann myndi endurskoða ákvörðun sambandsins um að banna alþjóðlega knattspyrnuleiki 3.000 metrum yfir sjávarmáli og athuga hvort ætti að ógilda hana. Yfirlýsing Blatters kemur í kjölfar fundar með forseta Bólivíu, Evo Morales. Það var í gær sem að FIFA ákvað að hækka viðmiðið úr 2.500 metrum í 3.000. Lokaniðurstöðu í málinu verður að vænta í næstu viku. 28.6.2007 10:54
Unglingspiltur dregur játningu til baka í Bandaríkjunum Kenneth Bartley hefur dregið játningu sína til baka, en hann var dæmdur fyrir tæplega tveimur árum fyrir morð á aðstoðarskólastjóranum sínum. Einnig var hann dæmdur fyrir tilraun til manndráps. Bartley, sem er 15 ára, segir nú að þáverandi lögfræðingur sinn hafi sagt honum að játa. 28.6.2007 10:41
Eþíópía býr sig undir innrás frá Eritreu Stjórnvöld í Eþíópíu sögðu frá því í dag að þau séu að búa sig undir innrás frá grannþjóðinni Eritreu. Löndin tvö börðust hatrammlega um svæði á landamærum sínum á árunum 1998 til 2000. Ráðamenn í Eþíópíu segja undirbúninginn fyrirbyggjandi og til þess að geta hrundið árás ef til hennar kemur. Stjórnvöld í Eritreu neita því hins vegar að þau hafi í hyggju að ráðast inn í Eþíópíu. 28.6.2007 10:26
Dæmd til að greiða manni bætur vegna líkamsárásar Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur sakfellt konu fyrir líkamsárás gegn karlmanni og dæmt hana til að greiða honum ríflega 110 þúsund krónur í skaðabætur vegna árásarinnar. 28.6.2007 10:26
Fjöldi fanga eykst ört Fjöldi fanga í fangelsum í Bandaríkjunum fjölgaði um 42.000 síðasta ár. Það er mesti fjöldi nýrra fanga síðan árið 2000. Samtals eru 2,2 milljónir manna í fangelsum í Bandaríkjunum. 28.6.2007 10:18
Indónesískum flugfélögum bannað að fljúga í Evrópu Öllum indónesískum flugfélögum hefur verið bannað að fljúga til Evrópusambandsins frá og með næstu viku. Ekkert indónesískt flugfélag flýgur um þessar mundir til Evrópu svo að bannið er frekar viðvörun en nokkuð annað. 28.6.2007 10:14