Fleiri fréttir

Stjórnmálakreppunni afstýrt

Vonast er til að stjórnmálakreppan í Úkraínu sé að leysast eftir að Viktor Jústsjenkó, forseti landsins, og Viktor Janukovits, forsætisráðherra, tókst loks að koma sér saman um kjördag fyrir þingkosningarnar í landinu. Ólgan náði hámarki í gær þegar Jústsjenkó lét setja herlið í viðbragðsstöðu.

Ráðuneyti sameinuð, en þó ekki að öllu leyti

Sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra segir að sameining ráðuneytanna tveggja sé fyrirhuguð á kjörtímabilinu en þó ekki að öllu leyti. Hugmyndir séu um að allur skólaþáttur landbúnaðarráðuneytisins færist yfir til menntamálaráðuneytisins og skógrækt og landgræðsla verði færð annað.

Breskir skólar skiptast eftir kynþáttum

Skólar á Englandi eru sífellt að verða einsleitnari þegar kemur að kynþætti. Nýjar tölur frá breskum stjórnvöldum þykja sína fram á þessa þróun en þar kemur fram að mörg sveitarfélög séu að skipuleggja skóla þar sem nemendur eru að miklum meirihluta annað hvort hvítir, svartir eða af asískum uppruna

Fréttaritari BBC heill á húfi

Alan Johnston, fréttaritari BBC, sem rænt var á Gaza ströndinni 12. mars síðastliðinn, er heill á húfi. Þetta er haft eftir Dr. Ghazi Hamad, háttsettum meðlimi í Hamas. Hamad segist vita hverjir það voru sem stóðu að mannráninu og að hann sé sjálfur að vinna í því að fá hann leystan úr haldi.

Mótmælt á götum Caracas

Tugþúsundir íbúa Venesúela þustu út á götur höfuðborgarinnar Caracas í gær til að mótmæla lokun sjónvarpsstöðvar sem gagnrýnt hafði ríkisstjórn Hugos Chavez. RCTV-stöðin hafði sent út dagskrá sína í 53 ár en þegar kom að því að endurnýja leyfi hennar á dögunum var því synjað

Rændur í húsasundi við Laugaveg

Eldri maður var rændur og barinn á Laugaveginum um klukkan fjögur í nótt. Ung kona tældi hann inn í húsasund, en þar beið karlkyns félagi hennar og gekk í skrokk á manninum. Hann rændi hann veski og farsíma, en að því búnu sló hann manninn niður og sparkaði í hann. Ræningjarnir komust undan.

Opið í Hlíðarfjalli og á Siglufirði

Skíðasvæðin í Hlíðarfjalli og á Siglufirði verða bæði opin í dag. Í Hlíðarfjalli opnaði svæðið klukkan átta í morgun og verður það opið til klukkan tvö síðdegis. Á Siglufirði verður skíðasvæðið opið frá klukkan eitt til fimm í dag. Nægur snjór er á svæðinu og færið gott enda búið að vera kalt í veðri undanfarið.

Ráðist á dyravörð í Reykjanesbæ

Æði rann á ölvaðan mann á skemmtistað í Reykjanesbæ í nótt og veittist hann að barþjóni. Dyravörður kom honum til hjálpar og veitti hinn ölvaði harða mótspyrnu , þannig að dyravörðurinn hlaut áverka af, en þó ekki alvarlegan. Lögregla yfirbugaði manninn og vistaði hann í fangageymslu. Hann verður yfirheyrður þegar víman rennur af honum í dag.

Sakaðir um að senda klasasprengur og taugagas til Líbanon

Bandaríkjastjórn hefur undanfarna daga sent talsvert af hergögnum til Líbanon til að aðstoða her landsins við að uppræta hóp herskárra íslamista. Hópurinn sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fullyrt var að á meðal þeirra vopna sem Bandaríkjamenn hefðu sent væru klasasprengjur og taugagas.

Stormur og flóð granda fimm í Texas

Fimm létust og tugum manna var bjargað úr flóðum í stormi í Texas í Bandaríkjunum í dag. Frekari veðurham og rigningu er spáð um helgina. Þjóðvarðarlið hefur verið sent til Waco, Austin og San Antonio. Fréttastofa CNN segir að um 100 heimili og fyrirtæki hafi skemmst í veðurhamnum auk þess sem minniháttar meiðsl hafi verið tilkynnt.

Uriah Heep enn í fullu fjöri

Tvöfaldur skammtur Íslandsvina stígur á stokk í Laugardalshöllinni annað kvöld, hljómsveitirnar Deep Purple og Uriah Heep, tvær af goðsögnum rokksögunnar. Þótt Uriah Heep hafi rokkað í hartnær fjóra áratugi sýnir sveitin á sér lítil ellimerki.

Simbabve: 200 stjórnarandstæðingar fangelsaðir

Lögreglan í Simbabve handtók meira en 200 meðlimi stjórnarandstöðunnar sem funduðu um pólitísk mál í höfuðborginni Harare í dag. Nelson Chamisa talsmaður stærsta stjórnarandstöðuflokks landsins sagði CNN að lögreglan hefði brotist inn með því að brjóta niður hurðar og hefði síðan tekið fólkið höndum.

Herinn settur í viðbragðsstöðu

Viktor Jústsjenkó, forseti Úkraínu, setti hersveitir sínar í viðbragðsstöðu í dag og skipaði þeim að halda til höfuðborgarinnar Kænugarðs. Sáttaumleitanir á milli þeirra Viktors Janukovits forsætisráðherra hafa engan árangur borið.

Jabba og Jóda mættu á svæðið

Þrjátíu ár eru um þessar myndir frá því að fyrsta Stjörnustríðskvikmyndin var frumsýnd og af því tilefni komu þúsundir aðdáenda myndanna saman í Los Angeles í Bandaríkjunum. Litríkar persónur úr myndunum létu sig ekki vanta á svæðið og geislasverðum var brugðið á loft.

Bátar í eigu Kambs seldir frá Flateyri

Samkomulag er um að tveir bátar í eigu Kambs á Flateyri verði seldir til nærliggjandi plássa á Vestfjörðum. Þeir taka ríflega helming kvótans sem Kambur hafði til umráða. Bæjarstjórn Ísafjarðar ætlar að gera úttekt á því hvort hægt sé að stofna félag sem gæti keypt aflaheimildir í þeim tilgangi að halda fiskvinnslu á staðnum.

Fermingarbörn mögulegir hryðjuverkamenn

Kona sem hugðist gefa fermingarbarni fimmþúsund króna inneign á lokaðri bankabók var krafin svara um þjóðerni, hjúskaparstöðu og uppruna fimmþúsundkrónanna í Sparisjóðnum.

Eldur í timburhúsi á Sólheimum

Stórt timburhús á Sólheimum í Grímsnesi logar nú glatt og leggur svartan reyk yfir nágrennið. Slökkvilið vinnur að því að ná tökum á eldinum og eru slökkvibílar frá Selfossi, Laugarvatni og Reykholti á staðnum. Ekki er talið að neinn hafi verið inni í húsinu. Það er að hruni komið en slökkvilið reynir einnig að slökkva sinuelda sem kviknað hafa í norðanvindinum.

Síðasta reykingahelgi Íslands

Síðasta reykingahelgin er runnin upp á veitinga- og skemmtistöðum landsins. Hópur veitingamanna í miðborg Reykjavíkur fór nýverið til Stokkhólms til að kynna sér lausnir þarlendra veitingamanna á reykingabanninu.

Ísraelar vissu að sex daga stríðið var ólöglegt

Háttsettur lögfræðingur sem varaði ríkisstjórn Ísraels við því að það væri ólöglegt að byggja gyðingabyggð á hernumdum svæðum Palestínumanna eftir sex daga stríðið árið 1967, hefur nú í fyrsta sinn komið fram og sagt að hann trúi að hann hafi haft rétt fyrir sér. Theodor Meron var lagalegur ráðgjafi utanríkisráðherra ísraels á þessum tíma. Hann er í dag einn virtasti dómari á alþjóðavísu.

Mikil hætta vegna kappakstur í Garðabæ

Mikil hætta skapaðst á Hafnarfjarðarvegi í Garðabæ nú á þriðja tímanum þegar tveir ökumenn voru að spyrna skammt frá Olís. Hámarkshraði þar eru 80 km á klukkustund, en mennirnir voru báðir á 170 km hraða þegar þeir voru mældir. Um var að ræða karlmann um tvítugt, og annan á þrítugsaldri. Þeir voru stöðvaðir til móts við Stórás í Garðabæ og fluttir á svæðisstöðina í Hafnarfirði þar sem þeir voru sviptir ökuleyfi.

Kínverjar ögra stefnu um eitt barn

Það færist í vöxt í Kína að almenningur komist hjá stefnu stjórnvalda um eitt barn á fjölskyldu með frjósemislyfjum. Stefna stjórnvalda er sú að kona geti aðeins fætt einu sinni. Fjölburafæðingum hefur hins vegar fjölgað mjög síðustu ár, sérstaklega þar sem aðgengi að frjósemislyfjum er auðvelt.

Hvölum sprautað á haf út

Líffræðingar hjá bandarísku strandgæslunni brugðu í gær á nýstárlegt ráð til að koma tveimur hnúfubökum sem villst höfðu upp í Sacramento-fljót í Kaliforníu aftur út haf. Þeir sprautuðu einfaldlega vatni á hvalina með kröftugum vatnsdælum og við þær aðfarir hröktust þeir frá bátnum og niður með ánni.

Opið í Hlíðarfjalli um helgina

Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli á Akureyri er opið um helgina. Veður er hið besta, en hiti rétt við frostmark. Að sögn Guðmundar Karls Jónssonar forstöðumanns eru um 100 manns í brekkunum í dag. Hann þakkar kuldakasti síðustu daga og vikna fyrir að hægt sé að hafa opið þessa helgi.

Írska stjórnin líklega fallin

Allt bendir til að Bertie Ahern, forsætisráðherra Írlands, haldi embætti sínu eftir þingkosningarnar sem fram fóru í landinu í gær. Slæmu fréttirnar fyrir Ahern eru hins vegar þær að samstarfsflokkurinn í ríkisstjórninni þurrkaðist nánast út og stjórnin því að líkindum fallin.

Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins

Einn af vorboðunum sigldi inn Reykjavíkurhöfn í morgun. Það var fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins, MS Fram, sem liggur við Miðbakkann í dag.

Öðrum ráðherra rænt

Að minnsta kosti fimm manns hafa fallið í loftárásum Ísraelshers á Gaza-ströndina það sem af er degi. Þá var einum af ráðherrum palestínsku heimastjórnarinnar rænt á Vesturbakkanum í morgun.

Kona sem greindist með berkla á batavegi

Portúgölsk kona, starfsmaður á Kárahnjúkum sem greindist nýlega með berkla og var send á Landspítala Háskólasjúkrahús til nánari rannsókna er á batavegi að sögn vakthafandi læknis á smitsjúkdómadeild.

Hvetur til að hvítasunna verði þjóðahátíð

Karl Sigurbjörnsson biskup Íslands hvetur presta til að gera messu hvítasunnunnar að þjóðahátíð kirkjunnar. Þar verði útlendingum og aðkomufólki boðið að lesa texta Postulasögunnar á sínu eigin tungumáli.

Herlið sagt á leið til Kænugarðs

Sáttafundur Viktors Jústjenskó, forseta Úkraínu og Viktors Janukovits forsætisráðherra Úkraínu í nótt skilaði engum árangri en áframhaldandi fundir hafa verið boðaðir í dag. Í morgun bárust fregnir af því að sá armur hersveitanna sem væri hliðhollur Jústsjenkó væri á leið til höfuðborgarinnar en á tólfta tímanum fullyrti AFP-fréttastofan að liðsflutningarnir hefðu stöðvast.

Fjórir létust í árásum Ísraela á Gasa

Fjórir létu lífið og tíu særðust þegar ísraelskar herþotur héldu áfram loftárásum á Gasa í morgun. Ísraelar segja árásirnar svar við ítrekuðum flugskeytaárásum yfir landamærin. Ísraelskar hersveitir réðust einnig inn í hús í Jenín á Vesturbakkanum og tóku þar fastan einn af ráðherrum palestínsku heimastjórnarinnar, án nokkurra skýringa.

Ásókn í lóðir á Urriðaholti

Tilboð bárust í allar þær fjörutíu og sjö lóðir sem opnað var fyrir í Urriðaholti í Garðabæ í gær. Tilboðum var tekið í rúmlega helming lóðanna. Í boði voru lóðir undir fjölbýli, raðhús, parhús og sérbýli. Þar á meðal voru sex óvenju stórar einbýlishúsalóðir sem standa næst Urriðavatni og er heimilt að reisa allt að 900 fermetra hús á þeim.

Hjólað 10,5 hringi í kringum hnöttinn

Rösklega sexþúsund og fimm hundruð manns tóku þátt í fyrirtækjaleiknum Hjólað í vinnuna og voru farnir vel yfir 400 þúsund kílómetra - sem eru um 10,4 hringir í kringum jörðina. Tæplega tveir þriðju hjóluðu og þriðjungur gekk. Sigurvegararnar fengu sigurlaunin afhent í húsdýragarðinum í gær. Öll fyrri met voru slegin að þessu sinni.

Jóhanna Vala er Ungfrú Ísland 2007

Jóhanna Vala Jónsdóttir var kosin Ungfrú Ísland 2007 á Broadway í beinni útsendingu á Skjá einum í gærkvöldi. Jóhanna er tvítug og býr í Reykjavík. Í öðru sæti hafnaði Katrín Dögg Sigurðardóttir, 21 árs frá Seltjarnarnesi. Ungfrú Reykjavík Fanney Lára Guðmundsdóttir varð í þriðja sæti. Hún er tvítug og býr í Kópavogi.

Skriðuföll í Kína kosta 21 lífið

Að minnsta kosti 21 hefur látið lífið í miklum skriðuföllum í vestanverðu Kína undanfarinn sólarhring. Miklar rigningar hafa geisað á þessum slóðum og því hefur los komist á jarðveg og heilu fjallshlíðarnar farið af stað. Þannig létust tólf manns þegar aurskriða færði þorp í kaf í Sichuan-héraði. Þrjú þúsund húsum skolaði á brott í skriðunni.

Kleppur 100 ára

Í tilefni af aldarafmæli Kleppsspítala um helgina verður haldin viðamikil dagskrá á spítalanum í dag. Hún hefst klukkan ellefu með hugvekju séra Sigfinns Þorleifssonar. Að því loknu afhendir Reykjavíkurborg Kleppi listaverkið Pilt og stúlku eftir Ásmund Sveinsson.

Enn ósamið í kjaradeilu SAS

Ekki er útlit fyrir að verkfall flugliða hjá Svíþjóðararmi SAS-flugfélagsins leysist um hádegisbilið eins og vonast hafði verið til og því er útlit fyrir að flug þess liggi áfram niðri að minnsta kosti fram á mánudag.

Bandaríkjamenn á móti tillögum gegn gróðurhúsaáhrifum

Bandaríkjamenn eru sagðir leggjast algerlega gegn tillögum sem Þjóðverjar ætla að leggja fyrir fund átta helstu iðnríkja heims um aðgerðir í loftslagsmálum. Á skjali, sem leggja á fyrir fundinn í júní, en Grænfriðungar hafa komist yfir og lekið til fjölmiðla, er að finna ályktunardrög þar sem kveðið er á um að iðnríkin setji sér tímaramma til að draga stórlega úr losun gróðurhúsalofttegunda.

Ráðherra tekinn höndum

Ísraelskar hersveitir réðust inn í hús í Jenín á Vesturbakkanum í morgun og tóku þar fastan einn af ráðherrum palestínsku heimastjórnarinnar, án nokkurra skýringa. Þetta er í annað skipti á þremur dögum sem Ísraelar handtaka palestínskan ráðherra því í fyrradag var menntamálaráðherrann tekinn höndum ásamt tugum háttsettra liðsmanna Hamas.

Um 200 manns á leið á Hvannadalshnjúk

Árleg Hvítasunnuganga Ferðafélags Íslands á Hvannadalshnjúk stendur nú yfir. Um 200 manns eru á leið upp á þennan hæsta tind landsins í blíðskaparveðri. Ferðafélagar lögðu af stað klukkan fimm í morgun. Þeir áætla að verða níu tíma á leiðinni upp á topp og fimm tíma niður. Að sögn Vilhelms Gunnarssonar ljósmyndara er veður sérlega gott, blankandi logn, sól og hiti.

Sætaskipan á ríkisstjórnarfundum ekki tilviljunum háð

Á fyrsta fundi nýrrar ríkisstjórnar í dag sátu þau Björn Bjarnason og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hlið við hlið. Þetta mun hafa vakið þó nokkra athygli enda ekki langt síðan þau tvö börðust hart um völdin í Reykjavíkurborg. Þarna mun tilviljun ein þó ekki hafa ráðið.

Kona í haldi fyrir stórfelld fjársvik

Lögreglan í Reykjavík handtók í kvöld konu sem grunuð er um stórfelld fjársvik. Konan mun hafa tekið út af krítarkorti í óleyfi hátt í tvær milljónir króna.

Óeirðaseggir dæmdir í Danmörku

Fimm ungmenni voru í dag dæmd í fangelsi í Danmörku fyrir aðild sína að óeirðunum á Norðurbrú í Kaupmannahöfn þegar ungdómshúsið var rifið. Um er að ræða einn Dana, þrjá Bandaríkjamenn og Kanadamann.

Tilboð í lóðir á Urriðaholti opnuð í dag

Tilboð í lóðir í fyrsta áfanga uppbyggingar Urriðaholts í Garðabæ voru opnuð í dag. Alls stóðu til boða 47 lóðaeiningar fyrir 100 íbúðir og bárust tilboð í þær allar. Tilboðum var tekið í rúmlega helming lóðanna. Tilboð bárust í fimm óvenju stórar einbýlishúsalóðir en aðeins einu þeirra var tekið.

Sjá næstu 50 fréttir