Innlent

Mikið um hraðakstur við Akranes í síðustu viku

MYND/RE

Lögreglan á Akranesi stöðvaði 67 ökuþóra í síðustu viku vegna hraðaksturs. Þeir sem óku hraðast mældust á allt að 133 kílómetra hraða á klukkustund.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akranesi komu 151 mál á borð lögreglunnar í síðustu viku. Þar af voru umferðarmál fyrirferðarmest en lögreglan þurfti að hafa afskipti af 67 ökumönnum vegna hraðaksturs. Þeir sem óku hraðast mældust á 131 og 133 kílómetrum á klukkustund og fá báðir 30 þúsund krónur í sekt vegna þessa.

 

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×