Innlent

Þung umferð á leið til borgarinnar

Þung umferð er nú á Suður- og Vesturlandsvegi. Fólk er að snúa til baka eftir langa helgi en að sögn lögreglu hafa hlutirnir gengið vel fyrir sig og engin óhöpp átt sér stað. Lögregla er með stöðugt eftirlit á helstu umferðaræðum.

Varðstjóri hjá lögreglunni segir að sérstaklega hafi verið mikil umferð á Suðurlandsvegi en að bílstjórar hafi flestir hagað sér vel og lítið hafi verið um hraðakstur. Að sögn varðstjóra er umferðin álíka mikil og búast má við á svona helgi, en Hvítasunnuhelgin er á meðal mestu ferðahelga landans.

Annars staðar í borginni hefur allt verið með kyrrum kjörum það sem af er degi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×