Innlent

Fundu fíkniefni innvortis í þremur stúlkum í gær

Lögreglan á Selfossi stöðvaði í gær bíl við venjubundið eftirlit. Ökumaðurinn var próflaus og undir áhrifum vímuefma. Með í för var 17 ára stúlka og við nánari eftirgrennslan kom í ljós að hún var með 13 grömm af hvítu efni og 11 grömm af hassi innvortis.

Við yfirheyrslu kom í ljós að smygla átti efninu inn á Litla-Hraun. Fangi hefur verið yfirheyrður vegna málsins.

Nauðalíkt mál kom upp í umdæmi lögreglunnar í Borgarnesi í gær. Þar var bíll stöðvaður við reglubundið eftirlit, ökumaður reyndist undir áhrifum og tvær stúlkur, einnig 17 ára, sem voru farþegar þóttu grunsamlegar í augum lögreglu. Við nánari rannsókn þar sem læknir var kallaður til fannst kókaín innvortis í þeim báðum. Um töluvert magn er að ræða, eða 45 grömm, þykir lögreglu líklegt að fókið hafi verið að flytja efnið norður í land.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×