Fleiri fréttir Ríkisstjórnin tekur við völdum á Bessastöðum Ný ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokks með Geir Haarde í forsæti tók formlega við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í dag. Fimm ráðherrar Sjálfstæðisflokks sitja áfram í sínum ráðuneytum en einn nýr kemur í ríkisstjórn frá þeim flokki. Tveir af sex ráðherrum Samfylkingar hafa setið í ríkisstjórn áður. 24.5.2007 19:26 Lyklaskipti í ráðuneytunum Það voru ófáir lyklarnir sem skiptu um eigendur í ráðuneytunum dag, eða einir átta. 24.5.2007 19:17 Staða Íbúðalánasjóðs óljós Ekkert er fast í hendi með flutning Íbúðalánasjóðs til fjármálaráðuneytisins. Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins hélt því fram í gær að fjármálaráðuneytið yrði líknardeild fyrir sjóðinn og ríkisstjórnarflokkarnir nýju væru orðnir sammála um að selja hann. 24.5.2007 18:45 Bruni í Björgvin Gríðarlegir olíueldar loguðu nærri olíuhreinsunarstöð í Björgvin í Noregi í dag. Mikil sprenging varð í olíutanki. Vinnslustöðin hefur verið notuð sem dæmi um þá stöð sem myndi rísa á Vestfjörðum ef af yrði. 24.5.2007 18:45 Stjórnir hinna glötuðu tækifæra Núverandi forseti lýðveldisins talaði í tvígang um að söguleg tækifæri til myndunar félagshyggjustjórnar hefðu glatast, eftir að Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur ákváðu frekar að snúa sér að Sjálfstæðisflokki eftir kosningar 1991 og 1995. Nú má enn heyra menn tala um glatað sögulegt tækifæri til myndunar félagshyggjustjórnar, þegar Samfylkingin hefur myndað stjórn með Sjálfstæðisflokknum. 24.5.2007 18:30 Maður með exi handtekinn í námunda við drottningu Breska lögreglan handtók í dag mann rétt áður en Elísabet englandsdrottning hélt í göngutúr á meðal þegna sinna í borginni Huddersfield. Lögreglan réðst að manninum ásamt lífvörðum drottningar og handjárnaði hann eftir nokkur átök. 24.5.2007 18:25 Dæmdar bætur vegna þýðinga á Friends Hæstiréttur dæmdi í dag Árna Samúelsson til að greiða þýðandanum Ólafi Jónssyni eina milljón króna í bætur vegna höfundarréttarbrota í tengslum við þýðingar á Friends-þáttunum. 24.5.2007 17:46 Dæmdur í átta mánaða fangelsi og til að greiða 83 milljónir í ríkissjóð Hæstiréttur dæmdi í dag mann til að greiða rúmar 83 milljónir til ríkissjóðs fyrir brot á lögum um virðisaukaskatt og lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda. Hann var einnig dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi. 24.5.2007 17:44 Námusprenging í Rússlandi grandar 38 Að minnsta kosti 38 létust og sex slösuðust í metangassprengju í rússneskri kolanámu í Síberíu í dag. Tæplega 180 manns var bjargað lifandi úr námunni eftir sprenginguna, en tveggja er enn saknað. Náman er í Kemerovo héraði. Í mars síðastliðnum létust 100 manns í sprengingu í annarri námu í héraðinu. 24.5.2007 17:08 Staðfesti 15 mánaða fangelsisdóm yfir kynferðisbrotamanni Hæstiréttur staðfesti í dag 15 mánaða óskilorðsbundinn fangelsisdóm Héraðsdóms Suðurlands yfir karlmann á þrítugsaldri fyrir að hafa kynferðislega misnotað 13 ára gamla stúlku. Þá var manninum einnig gert að greiða stúlkunni 700 þúsund krónur í miskabætur. Maður krafðist sýknunar en til vara að dómur héraðsdóms yrði mildaður. 24.5.2007 17:05 Aðrir en ljósmyndarar mega taka myndir í vegabréf Hæstiréttur sýknaði í dag íslenska ríkið af kröfu Ljósmyndarafélags Íslands í tengslum við deilur um myndatökur fyrir passamyndir. 24.5.2007 16:59 Ríkið sýknað af kröfu ÖBÍ í Hæstarétti Hæstiréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms í máli Öryrkjabandalags Íslands á hendur íslenska ríkinu vegna lífeyrismála og sýknaði þannig ríkið. 24.5.2007 16:41 Tveir menn fluttir á slysadeild vegna reykeitrunar Tveir menn voru fluttir á slysadeild eftir að eldur kviknaði í íbúð við Eiðismýri á Seltjarnarnesi í dag. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en íbúðin er stórskemmd. 24.5.2007 16:28 Bush: Krítískur tími fyrir Írak George Bush Bandaríkjaforseti varaði í dag við því að komandi vikur og mánuðir yrðu krítískir fyrir velgengni nýrrar öryggisáætlunar fyrir Írak. Bush talaði við fréttamenn í Hvíta húsinu og sagði síðustu hermenn sem sendir verða til Íraks til að fylgja áætluninni eftir myndu fara þangað um miðjan júní. Hörð átök myndu halda áfram í Írak á þessum tíma. 24.5.2007 16:22 Var svo miður sín vegna taps að hann gat ekki ekið Lögregla hafði í nógu að snúast í gærkvöld eftir sigur AC Milan á Liverpool í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu. Þannig var lögregla kölluð að veitingahúsi á höfuðborgarsvæðinu þar sem fáeinir eldheitir Púlarar höfðu brotið glös í bræði sinni þegar úrslitin lágu fyrir. 24.5.2007 16:17 Myndband úr lögreglubíl lekur á YouTube Myndband af eltingarleik lögreglu við mótorhjól hefur lekið á vefsíðuna YouTube. Myndbandið, sem greinilega er úr eftirlitsmyndavél lögreglubíls, sýnir hvar lögregla eltir mótorhjól á ofsahraða um götur Reykjavíkur. 24.5.2007 16:12 Sjötug kona hrekur innbrotsþjófa á flótta Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í Kópavogi í gær tvo unglingspilta eftir að þeir höfðu brotist inn í einbýlishús í bænum. Húsráðandi, kona á sjötugsaldri, kom að piltunum og náði að hrekja þá í burtu en þó ekki fyrr en þeir höfðu náð að grípa með sér veski konunnar. 24.5.2007 16:10 Seinfeld stjarna á grænni grein Það er kallað "Seinfeld bölvunin." Leikurum í Seinfeld þáttaröðinni hefur ekki gengið neitt sérlega vel að fá hlutverk eftir að þættirnir voru slegnir af. Nema hvað Jerry hefur nóg að gera. Það er þó kannski ástæðulaust að vorkenna þeim, því þau voru orðin moldrík á þáttunum. 24.5.2007 16:02 Mamma barði hákarlinn í klessu Fimm barna áströlsk móðir barði hákarl svo fast í hausinn með myndavél sinni að hann sleppti taki sínu á fæti hennar og synti burt frá henni og tveimur sonum hennar. Becky Cooke er þrjátíu og átta ára gömul. Hún var ásamt fjölskyldu sinni að vaða í sjónum við ströndina í Perth, þegar hún fann eitthvað skella á fæti sínum af miklum þunga. 24.5.2007 15:58 Losun gróðurhúsalofttegunda verði helminguð Shinzo Abe forsætisráðherra Japan lagði í dag til að alþjóðlegt markmið yrði sett um að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um helming fyrir árið 2050. Japanir myndu styðja þróunarríki með fjárframlögum ef þau vildu skuldbinda sig til að hefta losunin lofttegundanna. 24.5.2007 15:56 Eldur í íbúð á Seltjarnarnesi Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út laust eftir klukkan þrjú í dag eftir að eldur kviknaði í íbúð við Eiðismýri á Seltjarnarnesi. Íbúðin var mannlaus og búið er að slökkva eldinn. 24.5.2007 15:49 Eldarnir slökktir í Björgvin 24.5.2007 15:35 SAS fellir niður flug á morgun Skandinavíska flugfélagið SAS tilkynnti í dag að öll flug frá sænskum flugvöllum yrðu felld niður á morgun vegna verkfalls flugliða. Sænska verkalýðsfélagið HTF sagði að um 800 hundruð flugliðar sem staðsettir eru í Svíþjóð færu í verkfall frá og með morgundeginum. Laun-og vinnuaðstæður eru meðal ágreiningsefna, auk matar- og hvíldartíma. 24.5.2007 15:26 Lyklaskipti í ráðuneytum Nýir ráðherrar úr Samfylkingunni og Sjálfstæðisflokknum eru þessa stundina að taka við lyklavöldum í sínum ráðuneytum úr hendi forvera sinna. 24.5.2007 15:17 Kærur á hendur Guðmundi Jónssyni í Byrginu sendar aftur til sýslumanns Ríkissaksóknari hefur sent Sýslumanninum á Selfossi til baka kærur á hendur Guðmundi Jónssyni, fyrrverandi forstöðumanni Byrgisins. Óskar ríkissaksóknari þess að sýslumaður rannsaki málið frekar. 24.5.2007 15:10 Síðasta myndin af Madeleine birt Fjölskylda Madeleine McCann hefur birt síðustu myndina sem tekin var af telpunni áður en hún hvarf í Portúgal. Á henni er Maddie brosandi og að dingla fótunum ofan í sundlaug með föður sínum og Sean, yngri bróður. Kate McCann móðir stúlkunnar tók myndina daginn sem henni var rænt. 24.5.2007 15:06 270 milljóna króna kröfur í þrotabú Ágústs og Flosa Kröfur í þrotabú Ágústs og Flosa á Ísafirði, sem varð gjaldþrota í upphafi árs, nema rúmlega 270 milljónum króna. Eftir því sem segir á vef Bæjarins besta gerir Guðmundur St. Björgmundsson stærstu kröfuna fyrir hönd Dalshúsa ehf. og nemur hún 70 milljónum króna. 24.5.2007 15:03 Kærastan farin frá Wolfowitz Maí var ekki góður mánuður fyrir Paul Wolfowitz, bankastjóra Alþjóðabankans. Fyrst missti hann vinnuna fyrir að hygla kærustu sinni. Og hann var ekki fyrr búinn að missa vinnuna en kærastan fór frá honum. Bandaríska dagblaðið New York Post segir að Shaha Riza hafi sagt bankastjóranum fyrrverandi upp. 24.5.2007 14:41 Ný ríkisstjórn tekur við völdum Ný ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins tók við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum nú klukkan tvö. Nýir ráðherrar Samfylkingarinnar komu laust fyrir klukkan tvö og vakti athygli að þau Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra, Kristján Möller samgönguráðherra og Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra komu saman í bíl á fundinn. 24.5.2007 14:33 Dæmdur fyrir að stinga lögregluna af á mótorhjóli Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag karlmann til að greiða 350 þúsund krónur í sekt og svipti hann ökuréttindum í hálft ár fyrir margvísleg umferðarlagabrot bæði á bílum og mótorhjóli. Hann var meðal annars sakfelldur fyrir að stinga lögregluna af á Suðurlandsvegi. 24.5.2007 14:27 Lofa að auka öryggi kjarnorkuversins í Sellafield Bretar hafa lofað að auka öryggi kjarnorkuversins í Sellafield en áform þessa efnis voru kynnt norrænni sendinefnd sem heimsótti stöðina á þriðjudaginn. Þetta kemur fram í frétt frá Norrænu ráðherranefndinni. Fyrir tveimur árum lak geislavirkur vökvi frá endurvinnslustöð Sellafield og voru norræn stjórnvöld ekki látin vita. 24.5.2007 14:00 Sveppir nærast á geislavirkni Vísindamenn við Albert Einsteinstofnun Yeshiva-háskólans hafa komist að því að fjöldi sveppategunda getur nærst á geislavirkni. Sé hófleg geislavirkni til staðar vaxa þeir betur og fjölga sér hraðar. Rannsókn á þessum hæfileika sveppa hefur staðið yfir í fimm ár. 24.5.2007 14:00 Ekki sammála um hvort lögreglusamþykkt sé úrelt Dómari við Héraðsdóm Suðurlands segir að ekki þyki lengur tiltökumál þótt menn séu fullir og vitlausir á sveitaböllum og því beri ekki að dæma menn fyrir það. Sýslumaður er á allt öðru máli. 24.5.2007 13:00 Minna atvinnuleysi en spáð var Atvinnuleysi á landinu á þessu ári gæti orðið minna en spár gerður ráð fyrir samkvæmt vefriti fjármálaráðuneytisins. Færri en tvö þúsund manns voru skráðir atvinnulausir í síðasta mánuði og hafa þeir ekki verið færri í aprílmánuði síðan árið 2000. 24.5.2007 12:50 3 til 8 ár í kjarnorkuvopn Að öllu óbreyttu verða Íranar búnir að framleiða sín fyrstu kjarnorkuvopn inna þriggja til átta ára. Þetta fullyrti Mohamed El Baradei, yfirmaður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, á alþjóðaráðstefnu um kjarnorkuvá sem hófst í Lúxembúrg í morgun. 24.5.2007 12:45 Bleikja á Bessastöðum Fráfarandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins situr nú að snæðingi á Bessastöðum eftir ríkisráðsfund í morgun. Við hádegisverðinn eru einnig makar ráðherra. 24.5.2007 12:32 Hvetur stjórnvöld til að skrifa undir fleiri mannréttindasamninga Íslendingar hafa ekki skrifað undir eða fullgilt alþjóðasamning um réttindi farandverkafólks og ekki fullgilt evrópusamning gegn mansali. Framkvæmdastjóri íslandsdeildar Amnesty International hvetur nýja ríkisstjórn til að gera það og skrifa undir aðra mikilvæga mannréttindasamninga. 24.5.2007 12:30 Ráðist á Íslending í Malaví Allir starfsmenn Þróunarsamvinnustofnunar Íslands hafa verið fluttir frá Monkey Bay í Malaví tímabundið vegna árásar á íslenskan starfsmann þar í fyrrinótt. Yfirvöld í Malaví hafa ekki hafa haft hendur í hári fjögurra manna sem réðust vopnaðir inn á heimili mannsins og rændu þaðan öllu verðmætu. Maðurinn var keflaður og lífverðir hans læstir inni í útihúsi. 24.5.2007 12:15 Hvalveiðar skaða Tvöhundruð afbókanir í ferðaþjónustu gætu eytt hagnaði af sölu hvalkjöts, segir rekstrarráðgjafi sem kynnti skýrslu um efnahagsleg áhrif hvalveiða í morgun. Þar kemur fram að hvalveiðar eru líklegri til að valda íslensku efnahagslífi skaða en ábata. 24.5.2007 12:10 Jón fær biðlaun í þrjá mánuði en flokksfélagar í sex Jón Sigurðsson fráfarandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, fær greidd biðlaun ráðherra í þrjá mánuði. Aðrir fráfarandi ráðherrar Framsóknarflokksins fá hins vegar greidd biðlaun í sex mánuði. 24.5.2007 12:07 Pilla sem stöðvar blæðingar Ný pilla er í þróun hjá lyfjafyrirtækinu Wyeth. Ber hún nafnið Lybrel og er ætluð konum sem vilja stöðva blæðingar. Allar getnaðarvarnarpillur virka þannig að þær stöðva egglos og bæla tíðir. Venjulega er pillan ekki tekin í eina viku á hverjum tíðahring og konur fara því á blæðingar eins og venjulega. 24.5.2007 12:00 Hagar fagna yfirlýsingu um aukið frelsi með landbúnaðarvörur Fyrirtækið Hagar, dótturfélag Baugs sem meðal annars rekur Bónus, Hagkaup og 10-11, fagnar yfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar um aukið frelsi með landbúnaðarvörur og segir slíkt frelsi forsenda fyrir lægra matvöruverði á Íslandi. 24.5.2007 11:50 Landsvirkjun opnar vef vegna Þjórsárvirkjana Landsvirkjun hefur opnað sérstakan vef með upplýsingum um áform um þrjár virkjanir í neðri hluta Þjórsár. Þetta eru Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun. Vefslóðin er www.thjorsa.is en einnig er hægt að tengjast vefnum af heimasíðu Landsvirkjunar. 24.5.2007 11:33 Opnað fyrir lóðaumsóknir í Úlfarsárdal Búið er að opna fyrir umsóknir vegna lóða í Úlfarsárdal en alls er um 115 lóðir að ræða. Lóðum verður úthlutað á föstu verði og eru dýrustu lóðirnar metnar á 11 milljónir króna. Áætlanir gera ráð fyrir að hverfið byggist hratt upp og að þar muni búa um 10 þúsund manns. 24.5.2007 11:31 Mikil aukning umferðarlagabrota Umferðarlagabrot í umdæmi lögreglunnar á Egilsstöðum og Seyðifirði hafa aukist um 140 prósent á fyrstu fimm mánuðum þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra. Í síðasta mánuði voru 121 ökumaður tekinn í umdæminu vegna umferðarlagabrots en í sama mánuði í fyrra voru þeir 37 talsins. Aukið eftirlit og markvissari stýring umferðareftirlits skýrir að mestu þessa fjölgun. 24.5.2007 11:18 Sjá næstu 50 fréttir
Ríkisstjórnin tekur við völdum á Bessastöðum Ný ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokks með Geir Haarde í forsæti tók formlega við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í dag. Fimm ráðherrar Sjálfstæðisflokks sitja áfram í sínum ráðuneytum en einn nýr kemur í ríkisstjórn frá þeim flokki. Tveir af sex ráðherrum Samfylkingar hafa setið í ríkisstjórn áður. 24.5.2007 19:26
Lyklaskipti í ráðuneytunum Það voru ófáir lyklarnir sem skiptu um eigendur í ráðuneytunum dag, eða einir átta. 24.5.2007 19:17
Staða Íbúðalánasjóðs óljós Ekkert er fast í hendi með flutning Íbúðalánasjóðs til fjármálaráðuneytisins. Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins hélt því fram í gær að fjármálaráðuneytið yrði líknardeild fyrir sjóðinn og ríkisstjórnarflokkarnir nýju væru orðnir sammála um að selja hann. 24.5.2007 18:45
Bruni í Björgvin Gríðarlegir olíueldar loguðu nærri olíuhreinsunarstöð í Björgvin í Noregi í dag. Mikil sprenging varð í olíutanki. Vinnslustöðin hefur verið notuð sem dæmi um þá stöð sem myndi rísa á Vestfjörðum ef af yrði. 24.5.2007 18:45
Stjórnir hinna glötuðu tækifæra Núverandi forseti lýðveldisins talaði í tvígang um að söguleg tækifæri til myndunar félagshyggjustjórnar hefðu glatast, eftir að Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur ákváðu frekar að snúa sér að Sjálfstæðisflokki eftir kosningar 1991 og 1995. Nú má enn heyra menn tala um glatað sögulegt tækifæri til myndunar félagshyggjustjórnar, þegar Samfylkingin hefur myndað stjórn með Sjálfstæðisflokknum. 24.5.2007 18:30
Maður með exi handtekinn í námunda við drottningu Breska lögreglan handtók í dag mann rétt áður en Elísabet englandsdrottning hélt í göngutúr á meðal þegna sinna í borginni Huddersfield. Lögreglan réðst að manninum ásamt lífvörðum drottningar og handjárnaði hann eftir nokkur átök. 24.5.2007 18:25
Dæmdar bætur vegna þýðinga á Friends Hæstiréttur dæmdi í dag Árna Samúelsson til að greiða þýðandanum Ólafi Jónssyni eina milljón króna í bætur vegna höfundarréttarbrota í tengslum við þýðingar á Friends-þáttunum. 24.5.2007 17:46
Dæmdur í átta mánaða fangelsi og til að greiða 83 milljónir í ríkissjóð Hæstiréttur dæmdi í dag mann til að greiða rúmar 83 milljónir til ríkissjóðs fyrir brot á lögum um virðisaukaskatt og lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda. Hann var einnig dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi. 24.5.2007 17:44
Námusprenging í Rússlandi grandar 38 Að minnsta kosti 38 létust og sex slösuðust í metangassprengju í rússneskri kolanámu í Síberíu í dag. Tæplega 180 manns var bjargað lifandi úr námunni eftir sprenginguna, en tveggja er enn saknað. Náman er í Kemerovo héraði. Í mars síðastliðnum létust 100 manns í sprengingu í annarri námu í héraðinu. 24.5.2007 17:08
Staðfesti 15 mánaða fangelsisdóm yfir kynferðisbrotamanni Hæstiréttur staðfesti í dag 15 mánaða óskilorðsbundinn fangelsisdóm Héraðsdóms Suðurlands yfir karlmann á þrítugsaldri fyrir að hafa kynferðislega misnotað 13 ára gamla stúlku. Þá var manninum einnig gert að greiða stúlkunni 700 þúsund krónur í miskabætur. Maður krafðist sýknunar en til vara að dómur héraðsdóms yrði mildaður. 24.5.2007 17:05
Aðrir en ljósmyndarar mega taka myndir í vegabréf Hæstiréttur sýknaði í dag íslenska ríkið af kröfu Ljósmyndarafélags Íslands í tengslum við deilur um myndatökur fyrir passamyndir. 24.5.2007 16:59
Ríkið sýknað af kröfu ÖBÍ í Hæstarétti Hæstiréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms í máli Öryrkjabandalags Íslands á hendur íslenska ríkinu vegna lífeyrismála og sýknaði þannig ríkið. 24.5.2007 16:41
Tveir menn fluttir á slysadeild vegna reykeitrunar Tveir menn voru fluttir á slysadeild eftir að eldur kviknaði í íbúð við Eiðismýri á Seltjarnarnesi í dag. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en íbúðin er stórskemmd. 24.5.2007 16:28
Bush: Krítískur tími fyrir Írak George Bush Bandaríkjaforseti varaði í dag við því að komandi vikur og mánuðir yrðu krítískir fyrir velgengni nýrrar öryggisáætlunar fyrir Írak. Bush talaði við fréttamenn í Hvíta húsinu og sagði síðustu hermenn sem sendir verða til Íraks til að fylgja áætluninni eftir myndu fara þangað um miðjan júní. Hörð átök myndu halda áfram í Írak á þessum tíma. 24.5.2007 16:22
Var svo miður sín vegna taps að hann gat ekki ekið Lögregla hafði í nógu að snúast í gærkvöld eftir sigur AC Milan á Liverpool í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu. Þannig var lögregla kölluð að veitingahúsi á höfuðborgarsvæðinu þar sem fáeinir eldheitir Púlarar höfðu brotið glös í bræði sinni þegar úrslitin lágu fyrir. 24.5.2007 16:17
Myndband úr lögreglubíl lekur á YouTube Myndband af eltingarleik lögreglu við mótorhjól hefur lekið á vefsíðuna YouTube. Myndbandið, sem greinilega er úr eftirlitsmyndavél lögreglubíls, sýnir hvar lögregla eltir mótorhjól á ofsahraða um götur Reykjavíkur. 24.5.2007 16:12
Sjötug kona hrekur innbrotsþjófa á flótta Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í Kópavogi í gær tvo unglingspilta eftir að þeir höfðu brotist inn í einbýlishús í bænum. Húsráðandi, kona á sjötugsaldri, kom að piltunum og náði að hrekja þá í burtu en þó ekki fyrr en þeir höfðu náð að grípa með sér veski konunnar. 24.5.2007 16:10
Seinfeld stjarna á grænni grein Það er kallað "Seinfeld bölvunin." Leikurum í Seinfeld þáttaröðinni hefur ekki gengið neitt sérlega vel að fá hlutverk eftir að þættirnir voru slegnir af. Nema hvað Jerry hefur nóg að gera. Það er þó kannski ástæðulaust að vorkenna þeim, því þau voru orðin moldrík á þáttunum. 24.5.2007 16:02
Mamma barði hákarlinn í klessu Fimm barna áströlsk móðir barði hákarl svo fast í hausinn með myndavél sinni að hann sleppti taki sínu á fæti hennar og synti burt frá henni og tveimur sonum hennar. Becky Cooke er þrjátíu og átta ára gömul. Hún var ásamt fjölskyldu sinni að vaða í sjónum við ströndina í Perth, þegar hún fann eitthvað skella á fæti sínum af miklum þunga. 24.5.2007 15:58
Losun gróðurhúsalofttegunda verði helminguð Shinzo Abe forsætisráðherra Japan lagði í dag til að alþjóðlegt markmið yrði sett um að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um helming fyrir árið 2050. Japanir myndu styðja þróunarríki með fjárframlögum ef þau vildu skuldbinda sig til að hefta losunin lofttegundanna. 24.5.2007 15:56
Eldur í íbúð á Seltjarnarnesi Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út laust eftir klukkan þrjú í dag eftir að eldur kviknaði í íbúð við Eiðismýri á Seltjarnarnesi. Íbúðin var mannlaus og búið er að slökkva eldinn. 24.5.2007 15:49
SAS fellir niður flug á morgun Skandinavíska flugfélagið SAS tilkynnti í dag að öll flug frá sænskum flugvöllum yrðu felld niður á morgun vegna verkfalls flugliða. Sænska verkalýðsfélagið HTF sagði að um 800 hundruð flugliðar sem staðsettir eru í Svíþjóð færu í verkfall frá og með morgundeginum. Laun-og vinnuaðstæður eru meðal ágreiningsefna, auk matar- og hvíldartíma. 24.5.2007 15:26
Lyklaskipti í ráðuneytum Nýir ráðherrar úr Samfylkingunni og Sjálfstæðisflokknum eru þessa stundina að taka við lyklavöldum í sínum ráðuneytum úr hendi forvera sinna. 24.5.2007 15:17
Kærur á hendur Guðmundi Jónssyni í Byrginu sendar aftur til sýslumanns Ríkissaksóknari hefur sent Sýslumanninum á Selfossi til baka kærur á hendur Guðmundi Jónssyni, fyrrverandi forstöðumanni Byrgisins. Óskar ríkissaksóknari þess að sýslumaður rannsaki málið frekar. 24.5.2007 15:10
Síðasta myndin af Madeleine birt Fjölskylda Madeleine McCann hefur birt síðustu myndina sem tekin var af telpunni áður en hún hvarf í Portúgal. Á henni er Maddie brosandi og að dingla fótunum ofan í sundlaug með föður sínum og Sean, yngri bróður. Kate McCann móðir stúlkunnar tók myndina daginn sem henni var rænt. 24.5.2007 15:06
270 milljóna króna kröfur í þrotabú Ágústs og Flosa Kröfur í þrotabú Ágústs og Flosa á Ísafirði, sem varð gjaldþrota í upphafi árs, nema rúmlega 270 milljónum króna. Eftir því sem segir á vef Bæjarins besta gerir Guðmundur St. Björgmundsson stærstu kröfuna fyrir hönd Dalshúsa ehf. og nemur hún 70 milljónum króna. 24.5.2007 15:03
Kærastan farin frá Wolfowitz Maí var ekki góður mánuður fyrir Paul Wolfowitz, bankastjóra Alþjóðabankans. Fyrst missti hann vinnuna fyrir að hygla kærustu sinni. Og hann var ekki fyrr búinn að missa vinnuna en kærastan fór frá honum. Bandaríska dagblaðið New York Post segir að Shaha Riza hafi sagt bankastjóranum fyrrverandi upp. 24.5.2007 14:41
Ný ríkisstjórn tekur við völdum Ný ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins tók við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum nú klukkan tvö. Nýir ráðherrar Samfylkingarinnar komu laust fyrir klukkan tvö og vakti athygli að þau Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra, Kristján Möller samgönguráðherra og Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra komu saman í bíl á fundinn. 24.5.2007 14:33
Dæmdur fyrir að stinga lögregluna af á mótorhjóli Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag karlmann til að greiða 350 þúsund krónur í sekt og svipti hann ökuréttindum í hálft ár fyrir margvísleg umferðarlagabrot bæði á bílum og mótorhjóli. Hann var meðal annars sakfelldur fyrir að stinga lögregluna af á Suðurlandsvegi. 24.5.2007 14:27
Lofa að auka öryggi kjarnorkuversins í Sellafield Bretar hafa lofað að auka öryggi kjarnorkuversins í Sellafield en áform þessa efnis voru kynnt norrænni sendinefnd sem heimsótti stöðina á þriðjudaginn. Þetta kemur fram í frétt frá Norrænu ráðherranefndinni. Fyrir tveimur árum lak geislavirkur vökvi frá endurvinnslustöð Sellafield og voru norræn stjórnvöld ekki látin vita. 24.5.2007 14:00
Sveppir nærast á geislavirkni Vísindamenn við Albert Einsteinstofnun Yeshiva-háskólans hafa komist að því að fjöldi sveppategunda getur nærst á geislavirkni. Sé hófleg geislavirkni til staðar vaxa þeir betur og fjölga sér hraðar. Rannsókn á þessum hæfileika sveppa hefur staðið yfir í fimm ár. 24.5.2007 14:00
Ekki sammála um hvort lögreglusamþykkt sé úrelt Dómari við Héraðsdóm Suðurlands segir að ekki þyki lengur tiltökumál þótt menn séu fullir og vitlausir á sveitaböllum og því beri ekki að dæma menn fyrir það. Sýslumaður er á allt öðru máli. 24.5.2007 13:00
Minna atvinnuleysi en spáð var Atvinnuleysi á landinu á þessu ári gæti orðið minna en spár gerður ráð fyrir samkvæmt vefriti fjármálaráðuneytisins. Færri en tvö þúsund manns voru skráðir atvinnulausir í síðasta mánuði og hafa þeir ekki verið færri í aprílmánuði síðan árið 2000. 24.5.2007 12:50
3 til 8 ár í kjarnorkuvopn Að öllu óbreyttu verða Íranar búnir að framleiða sín fyrstu kjarnorkuvopn inna þriggja til átta ára. Þetta fullyrti Mohamed El Baradei, yfirmaður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, á alþjóðaráðstefnu um kjarnorkuvá sem hófst í Lúxembúrg í morgun. 24.5.2007 12:45
Bleikja á Bessastöðum Fráfarandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins situr nú að snæðingi á Bessastöðum eftir ríkisráðsfund í morgun. Við hádegisverðinn eru einnig makar ráðherra. 24.5.2007 12:32
Hvetur stjórnvöld til að skrifa undir fleiri mannréttindasamninga Íslendingar hafa ekki skrifað undir eða fullgilt alþjóðasamning um réttindi farandverkafólks og ekki fullgilt evrópusamning gegn mansali. Framkvæmdastjóri íslandsdeildar Amnesty International hvetur nýja ríkisstjórn til að gera það og skrifa undir aðra mikilvæga mannréttindasamninga. 24.5.2007 12:30
Ráðist á Íslending í Malaví Allir starfsmenn Þróunarsamvinnustofnunar Íslands hafa verið fluttir frá Monkey Bay í Malaví tímabundið vegna árásar á íslenskan starfsmann þar í fyrrinótt. Yfirvöld í Malaví hafa ekki hafa haft hendur í hári fjögurra manna sem réðust vopnaðir inn á heimili mannsins og rændu þaðan öllu verðmætu. Maðurinn var keflaður og lífverðir hans læstir inni í útihúsi. 24.5.2007 12:15
Hvalveiðar skaða Tvöhundruð afbókanir í ferðaþjónustu gætu eytt hagnaði af sölu hvalkjöts, segir rekstrarráðgjafi sem kynnti skýrslu um efnahagsleg áhrif hvalveiða í morgun. Þar kemur fram að hvalveiðar eru líklegri til að valda íslensku efnahagslífi skaða en ábata. 24.5.2007 12:10
Jón fær biðlaun í þrjá mánuði en flokksfélagar í sex Jón Sigurðsson fráfarandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, fær greidd biðlaun ráðherra í þrjá mánuði. Aðrir fráfarandi ráðherrar Framsóknarflokksins fá hins vegar greidd biðlaun í sex mánuði. 24.5.2007 12:07
Pilla sem stöðvar blæðingar Ný pilla er í þróun hjá lyfjafyrirtækinu Wyeth. Ber hún nafnið Lybrel og er ætluð konum sem vilja stöðva blæðingar. Allar getnaðarvarnarpillur virka þannig að þær stöðva egglos og bæla tíðir. Venjulega er pillan ekki tekin í eina viku á hverjum tíðahring og konur fara því á blæðingar eins og venjulega. 24.5.2007 12:00
Hagar fagna yfirlýsingu um aukið frelsi með landbúnaðarvörur Fyrirtækið Hagar, dótturfélag Baugs sem meðal annars rekur Bónus, Hagkaup og 10-11, fagnar yfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar um aukið frelsi með landbúnaðarvörur og segir slíkt frelsi forsenda fyrir lægra matvöruverði á Íslandi. 24.5.2007 11:50
Landsvirkjun opnar vef vegna Þjórsárvirkjana Landsvirkjun hefur opnað sérstakan vef með upplýsingum um áform um þrjár virkjanir í neðri hluta Þjórsár. Þetta eru Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun. Vefslóðin er www.thjorsa.is en einnig er hægt að tengjast vefnum af heimasíðu Landsvirkjunar. 24.5.2007 11:33
Opnað fyrir lóðaumsóknir í Úlfarsárdal Búið er að opna fyrir umsóknir vegna lóða í Úlfarsárdal en alls er um 115 lóðir að ræða. Lóðum verður úthlutað á föstu verði og eru dýrustu lóðirnar metnar á 11 milljónir króna. Áætlanir gera ráð fyrir að hverfið byggist hratt upp og að þar muni búa um 10 þúsund manns. 24.5.2007 11:31
Mikil aukning umferðarlagabrota Umferðarlagabrot í umdæmi lögreglunnar á Egilsstöðum og Seyðifirði hafa aukist um 140 prósent á fyrstu fimm mánuðum þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra. Í síðasta mánuði voru 121 ökumaður tekinn í umdæminu vegna umferðarlagabrots en í sama mánuði í fyrra voru þeir 37 talsins. Aukið eftirlit og markvissari stýring umferðareftirlits skýrir að mestu þessa fjölgun. 24.5.2007 11:18