Fleiri fréttir

Hvaða George?

Bæði páfinn, Borat, og Osama bin-Laden eru á lista bandaríska vikuritsins Time yfir 100 áhrifamestu menn heimsins. Það er hinsvegar ekki George Bush, forseti Bandaríkjanna. Meðal annarra sem taldir eru áhrifameiri en Bush eru poppsöngvarinn Justin Timberlake, fyrirsætan Kate Moss og fótboltakappinn Thierry Henry.

Rauði dregillinn of stuttur fyrir Elísabet II

Fyrsta opinbera heimsókn Elísabetar Bretadrottningar til Bandaríkjanna í 16 ár dróst um tæpan hálftíma þar sem rauði dregillinn var fimm metrum of stuttur. Flugvél drottningarinnar lenti í Virginíu ríki á áætluðum tíma í gær. Þá kom í ljós að fimm metra vantaði upp á að dregillinn næði að langanginum. Heiðursvörðurinn og annað starfsfólk var 25 mínútur að kippa því í liðinn, á meðan fimm þúsund manns biðu eftir að bera heiðursgestinn augum.

Hátt í 20 hús rifin við Þverholt

Hafist var handa við að rífa hátt í tuttugu hús við Þverholt í Reykjavík í morgun og er í ráði að reisa fjölmenna stúdentagarða á rústum þeirra. Ráðgert er að verkið taki tvo til þrjá mánuði og má segja að öll hús við Þverholtið, allt frá gamla DV húsinu og að Háteigsvegi, verði bortin niður.

Dönsk fermingarbörn fá áfengisfræðslu

Dönsk fermingarbörn fá nú fræðslu um áfengismál í fermingarfræðslunni. Danskir vínframleiðendur og innflytjendur hafa tekið höndum saman við kirkjuna um málið og eru unglingar varaðir við að þótt þeir teljist í fullorðinna manna tölu eftir fermingu, sé heili þeirra ekki fullþroskaður fyrr en um tvítugt. Áfengisdrykkja á unglingsárum geti tafið og truflað þann þroska.

Ræða atvinnuástandið í Bolungarvík

Guðmundur Halldórsson, Bolvíkingur og fyrrum skipstjóri og útgerðarmaður, boðar til borgarafundar í Bolungarvík á sunnudag vegna atvinnuástandsins í bænum. Hann segir ráðamenn verða að koma með lausnir en hátt í 70 manns hafa misst vinnuna á síðustu misserum.

Karlmaður fékk fimm ár fyrir ýmis brot

Hæstiréttur staðfesti í gær fimm ára fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir rúmlega fertugum karlmanni fyrir margvísleg brot. Helstu brotin eru nytjastuldur, þjófnaður, skjalafals, fjársvik, umferðarlagabrot og brot á fíkniefnalöggjöfinni. Hann var einnig sviftur ökuréttindum ævilangt.

Málefni Grímseyjarferju í uppnámi

Meirihluti samgöngunefndar felldi í morgun tillögu minnihlutans um að Ríkisendurskoðandi verði látinn fara yfir fjárreiður er varða væntanlega Grímseyjarferju. Málefni ferjunnar eru því áfram í uppnámi. Asögn Kristjáns Möller alþingismanns og nefndarmanns, mættu fulltrúar Vegagerðarinnar á fundinn ásamt fulltrúum skipasmíðastöðvarinnar sem unnið hafa að viðgerð á ferjunni.

Forskot Sarko eykst

Samkvæmt skoðanakönnunum hefur Nicolas Sarkozy aukið forskot sitt á Segolene Royal fyrir síðari umferð frönsku forsetakosninganna sem fram fer á sunnudaginn.

Jónína: Kastljós baðst ekki afsökunar

Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra vinnur nú að kæru til Siðanefndar Blaðamannafélagsins vegna umfjöllunar Kastljóss um ríkisborgararétt unnustu sonar síns. Hún segir eina af ástæðum kærunnar vera þá að Kastljósfólk hafi ekki séð sóma sinn í því að biðjast afsökunar.

Íhaldsflokkurinn sigraði

Verkamannaflokkurinn tapaði umtalsverðu fylgi þegar kosið var til sveitarstjórna í Bretlandi og til velska og skoska þingsins í gær en íhaldsmönnum vegnaði vel. Framkvæmd kosninganna í Skotlandi virðist hafa verið mjög ábótavant.

Samfylkingin næst stærst í könnun

Samfylkingin er aftur orðin næst stærsti stjórnmálaflokkurinn, samkvæmt könnun Gallups fyrir Morgunblaðið og Ríkisútvarpið. Hún hefur náð talsverðu forskoti á Vinstri græna.

Bóluefni gegn heimsfaraldri inflúensu tryggt

Íslendingar hafa tryggt sér þrjú hundruð þúsund skammta af bóluefni gegn heimsfaraldri inflúensu en samningur þess efnis var undirritaður í morgun. Sóttvarnarlæknir segir mikilvægt að Íslendingar hafi tryggt sér bóluefnið þar sem barist verði um hvern skammt ef til heimsfaraldurs kemur.

Kári Stefánsson í hópi 100 mestu áhrifamanna Time

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er á lista yfir 100 áhrifamestu menn heimsins í lista bandaríska vikuritsins Time, sem birtur er í dag. Áhrifafólkinu er skipt í hópa yfir til dæmis listamenn, leiðtoga, hetjur og frumkvöðla og vísindamenn og hugsuði. Kári tilheyrir síðastnefnda hópnum.

Lítill áhugi erlendis á Baugsmálinu

Dómur héraðsdóms í Baugsmálinu í gær virðist hafa vakið litla athygli utan landsteinanna. Varla er minnst á dóminn í dönsku blöðunum í morgun, ekki einu sinni í Ekstra Bladet sem skrifaði mikinn greinaflokk um íslensku útrásina í fyrra. Bresku blöðin virðast sömuleiðis hafa lítinn áhuga á málinu, Financial Times rekur þó niðurstöðu dómsins og aðdraganda hans og í Guardian er stutt frétt um málið.

Flugvallarskýrslan birt í dag

Skýrsla um framtíð Reykjavíkurflugvallar sem beðið hefur verið með eftirvæntingu verður birt opinberlega í dag. Búist er við að niðurstöðurnar verði lagðar til grundvallar ákvörðun um framtíð Vatnsmýrar og innanlandsflugs. Samráðsnefnd um úttekt á flugvellinum kynnir skýrsluna á blaðamannafundi eftir hádegi.

Gistinóttum fjölgaði um 19 prósent

Gistinóttum á hótelum í marsmánuði fjölgaði um tæplega 19 prósent frá marsmánuði í fyrra. Þær fóru úr tæplega 74 þúsundum í tæp 88 þúsund. Samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar fjölgaði gistinóttum í öllum landshlutum nema á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum þar sem þeim fækkaði um tvö prósent.

Chavez hótar að þjóðnýta banka

Forseti Venesúela, Hugo Chavez, hótaði því í gær að þjóðnýta banka landsins sem og stærsta stálframleiðanda þess. Hann sakaði þau um óeðlilega viðskiptahætti.

Dönsk fermingarbörn fá fræðslu um áfengismál

Dönsk fermingarbörn fá nú fræðslu um áfengismál í fermingarfræðslunni. Danskir vínframleiðendur og innflytjendur hafa tekið höndum saman við kirkjuna um málið og eru unglingar varaðir við að þótt þeir teljist í fullorðinna manna tölu eftir fermingu, sé heili þeirra ekki fullþroskaður fyrr en um tvítugt. Áfengisdrykkja á unglingsárum geti tafið og truflað þann þroska.

Einn af fyrstu geimförum Bandaríkjanna látinn

Bandaríski geimfarinn Walter Schirra er látinn, 84 ára að aldri. Hann var einn af hinum fyrstu sjö Mercury geimförum, sem fóru í fyrstu geimferðir Bandaríkjamanna. Schirra var eini geimfarinn sem flaug bæði Mercury, Gemini og Apollo geimförum. Hann var tilraunaflugmaður hjá Bandaríska flotanum áður en hann gekk til liðs við NASA árið 1959.

Innritun í framhaldsskóla á netinu

Opnað verður fyrir rafræna innritun í framhaldsskóla landsins á skólavef menntamálaráðuneytisins þann 14. maí næstkomandi. Þá verður hægt að innrita nemendur á vefnum menntagatt.is til 11. júní. Allar umsóknir í dagskóla verða með rafrænum hætti og berast beint til upplýsingakerfa framhaldsskólanna.

Hræddur við konu í rauðum kjól

Utanríkisráðherra Írans gekk í gær út úr kvöldverðarboði sem haldið var við lok ráðstefnu um málefni Íraks, í Egyptalandi. Íranar segja að ástæðan hafi verið sú að rússnesk kona sem lék á fiðlu fyrir gestina hafi verið í of flegnum rauðum kjól. Bandarískir embættismenn halda því fram að rauði kjóllinn hafi ekki verið ástæðan, heldur hafi Manouchehr Mottaki fyllst skelfingu þegar hann sá að hann átti að sitja andspænis Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.

Sægarðar lokaðir til 26. maí

Sægarðar verða lokaðir við gatnamót Sæbrautar og Vatnagarða frá morgundeginum til 26. maí. Framkvæmdir verða á svæðinu og munu umferðarljós á gatnamótunum blikka á gulu ljósi. Aðeins ein akbraut verður í notkun á 50 metra kafla á Sæbraut til norðvesturs. Aðkoma að fyrirtækjum á hafnarsvæðinu verður um Holtaveg og Sundagarða.

Tímamót í fjarskiptamálum neyðarþjónustu

Fyrsti áfangi af þremur á TETRA neyðar- og öryggisfjarskiptakerfinu verður tekinn í notkun í dag. Kerfið mun nánast ná til landsins. Helstu kostir þess eru að viðbragðsaðilar sem þurfa að starfa saman geta haft samvinnu í einu sameiginlegu öryggisfjarskiptakerfi. Öryggi landsmanna í hættu og neyðartilvikum mun aukast með tilkomu kerfisins.

Jón Ásgeir fékk þriggja mánaða dóm

Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, var í dag dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa útbúið tilhæfislausan kreditreikning í bókhaldi Baugs sumarið 2001. Tryggvi Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Baugs, fékk níu mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir bókhaldsbrot.

Vill fá skuldir Íraks felldar niður

Nouri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, hefur farið þess á leit við þjóðir heims að þær felli niður skuldir íraska ríkisins. Þetta kom fram í ræðu hans við upphaf ráðstefnu um málefni Íraks sem hófst í Sharm el-Sheik í Egyptalandi í dag og lýkur á morgun.

Sarkozy stóð sig betur að mati kjósenda

Franskir kjósendur telja flestir að hægrimaðurinn Nicolas Sarkozy hafi haft betur í baráttu sinni við sósíalistann Segolene Royal í sjónvarpskappræðum í gærkvöldi. Royal missti stjórn á skapi sínu og sagði Sarkozy það til marks um að hún ætti ekkert erindi í forsetaembættið. Kosið verður á sunnudaginn.

Frakkar spara vatnið

Gripið hefur verið til vatnsskömmtunar í sjö af 96 sýslum Frakklands og þar í landi óttast menn sumarþurrka. Landbúnaðarráðuneytið segir að nú þegar sé neikvæð staða á vatnsbirgðum í nokkrum sýslum.

Japanskur ferðamaður fékk sér sundsprett í Tjörninni

Tilkynnt var um karlmann á miðjum aldri í Tjörninni í gærkvöld. Þegar lögreglumenn komu á vettvang var maðurinn, „sem er að öllum líkindum japanskur ferðamaður“, eins og segir í tilkynningu frá lögreglunni, kominn á þurrt.

Framsókn tapar fylgi til VG í Kraganum

Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin halda sínu fylgi í Suðvesturkjördæmi en Framsókn tapar miklu fylgi yfir til vinstri grænna samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallup fyrir Ríkisútvarpið.

Sparisjóður Mýrarsýslu dæmdur til 26 milljóna greiðslu

Hæstiréttur dæmdi í dag Sparisjóð Mýrarsýslu til að greiða Kaupfélagi Árnesinga rúmar 26 milljónir króna auk vaxta. Sparisjóðurinn hafði tekið upphæð sem þriðji aðili greiddi inn á innlánsreikning Kaupfélagsins upp í skuld þess vegna víxla sem Sparisjóðurinn keypti af Kaupfélaginu.

100 tonna risaeðla í Ástralíu

Steingervingar af tveim risastórum risaeðlum hafa fundist í Ástralíu. Eðlurnar eru af tegundinni Titanosaurus og langstærsta tegund sem fundist hefur í landinu til þessa. Þær hafa verið um 100 tonn að þyngd og milli 26 og 35 metra langar. Þær reikuðu um sléttur Ástralíu fyrir 98 milljónum ára.

Missti sígarettuna og ók á girðingu

Ungur ökumaður varð fyrir því óláni í nótt að keyra á girðingu eftir að hann missti logandi sígarettu í miðjum akstri. Flytja þurfti piltinn á slysadeild. Tilkynnt var um 28 umferðaróhöpp í höfuðborginni síðasta sólarhring.

Síbrotamaður í fimm ára fangelsi

Hæstiréttur dæmdi í dag síbrotamann í fimm ára fangelsi fyrir mikinn fjölda brota. Maðurinn var sakfelldur fyrir var nytjastuld, þjófnað, skjalafals, fjársvik, umferðarlagabrot og fíkniefnalagabrot.

Lögregluembættin á Vesturlandi í nánara samstarf

Löggæsla á Vesturlandi verður efld verulega og viðbragðstími styttur samkvæmt nýju samkomulagi milli lögregluembættanna í landsfjórðungnum. Framvegis mun lögreglulið á svæðinu sjá sameiginlega um allt eftirlit án tillits til umdæmamarka.

Myndin sem hneykslaði Íran

Strangtrúaðir í Íran eru í uppnámi vegna þess að forseti landsins Mahmoud Ahmadinejad faðmaði að sér gamla kennslukonu sína og kyssti á hönd hennar. Dagblaðið Hizbolla segir að annað eins hafi ekki sést síðan á dögum keisaratímabilsins.

Spyr hvort kosningaloforð standist

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir spá Seðlabankans benda til minnkandi hagvaxtar á þessu ári og því næsta. Það bendi til samdráttar á árinu 2009. Enginn stjórnmálaflokkanna byggi heildstæða stefnumörkun í skattamálum, velferðarmálum eða opinberum fjárfestingum á þeirri sýn.

Stjórn Baugs lýsir yfir stuðningi við Jón Ásgeir

Dómur í Baugsmálinu endurspeglar slælegan málatilbúnað ákæruvaldsins segir stjórn Baugs Group um hinn nýfallna dóm. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem stjórnin sendi frá sér fyrir skömmu. Stjórnin lýsir áfram yfir eindregnum stuðningi við Jón Ásgeir Jóhannesson.

Neydd til að fæða dauðvona barn

Sautján ára gömul írsk stúlka berst nú fyrir því fyrir hæstarétti á Írlandi að fá að fara til Bretlands til þess að láta eyða fóstri sem á sér engar lífslíkur þótt hún fæði það. Fóstrið er svo vanþroskað á höfði að það vantar á það bæði stóran hluta af höfuðkúpunni og heilanum. Læknar telja það mest geta lifað í þrjá daga eftir fæðingu.

Jón Ásgeir áfrýjar dómi til Hæstaréttar

Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, hefur ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í Baugsmálinu sem féll í dag til Hæstaréttar. Jón Ásgeir var dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir bókhaldsbrot í tengslum við rekstur Baugs.

Vaxandi ójöfnuður og auknar skuldir

Þrátt fyrir almennt góðæri í þjóðfélaginu á undanförnum árum hefur ójöfnuðu vaxið og skuldir heimilanna aukist meira en góðu hófi gegnir. Þetta kemur meðal annars fram í niðurstöðum vorskýrslu Hagdeildar Alþýðusambands Íslands sem kynnt var í dag. Skýrsluhöfundar telja það forgangsatriði að tökum sé náð á hagstjórninni og að stjórnmálamenn láti af ódýrum innhaldslausum loforðum og horfist þess í stað í augu við raunveruleikann.

Sjá næstu 50 fréttir