Fleiri fréttir

Samkrull borgaralegra og hernaðarlegra þátta varhugavert

Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG og fulltrúi flokksins í utanríkismálanefnd, gerir alvarlegar athugasemdir við öll vilyrði í nýgerðu samkomulagi Íslendinga við Norðmenn og samstarfsyfirlýsingu við Dani um öryggismál sem gefin eru af hálfu Íslendinga um aukinn kostnað sem fellur á Íslendinga.

Risamoska í Kaupmannahöfn

Alheimssamband múslima hefur tekið fagnandi teikningum af risastóru bænahúsi í Kaupmannahöfn. Moskan er nokkuð nútímaleg, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Hún er hvorki með spírum né hvolfþaki, eins og bænahús múslima í Miðausturlöndum. Hönnuður hennar segir að það hafi vakið mikla hrifningu múslima.

Nóg komið af norrænum verðlaunum

Forsætisnefnd Norðurlandaráðs ætlar ekki að stofna til nýrra norrænna verðlauna. Þetta var samþykkt á fundi í Kaupmannahöfn á fundi í gær. Undanfarin ár hafa komið tillögur um orku-, matvæla- og nýsköpunarverðlaun í nafni Norðurlandaráðs.

Malarflutningabíll valt við Þorlákshöfn

Malarflutningabíll valt á hliðina við hringtorg í Þorlákshöfn í hádeginu. Eftir því lögregla á Selfossi segir var ökumaður flutningabílsins í belti og tókst honum að komast að sjálfsdáðum út úr bílnum.

1400 Úkraínumenn læddust inn í Danmörku

Um 1400 ólöglegir innflytjendur frá Úkraínu komu til Danmerkur á síðasta ári, og enginn veit hvar þeir eru niðurkomnir. Samkomulag er milli Úkraínu og Danmerkur um að landbúnaðarverkafólk fái dvalarleyfi í Danmörku. Á síðasta ári vöknuðu grunsemdir hjá danska útlendingaeftirlitinu vegna mikils fjölda sem streymdi til landsins. Gefin voru út 1800 dvalarleyfi.

Slys í Kópavogslaug

Fimmtán ára gamall unglingspiltur fannst meðvitundarlaus í Kópavogslaug klukkan tíu í morgun. Drengurinn var í skólasundi þegar atvikið átti sér stað. Þegar lögregla og sjúkralið kom á staðinn höfðu lífgunartilraunir þegar verið hafnar og var hann fluttur í skyndi á bráðamóttöku.

Alvarlegustu umferðarslysin á þjóðvegum í dreifbýli

Alvarlegustu bílslysin hér á landi eiga sér stað á þjóðvegum í dreifbýli og nær 75% banaslysa í umferðinni eru fyrir utan borgarmörkin. Þjóðvegir landsins eru hættulegir og laga þarf umhverfi þeirra til að draga úr alvarlegum bílslysum vegna útafaksturs segir deildarstjóri hjá Vegagerðinni.

Geta fengið borguð laun í evrum

Frá og með næstu mánaðamótum gefst starfsmönnum Straums-Burðaráss kostur á að fá borguð laun í evrum. Þetta er fyrsta fyrirtækið hér á landi sem borgar starfsmönnum sínum laun í evrum. Hagnaður bankans á fyrsta ársfjórðungi var rétt rúmir sex milljarðar króna.

CANTAT-3 kominn í lag

Áhöfn kapalskipsins Pacific Guardian hefur lokið fullnaðarviðgerð á CANTAT-3 sæstrengnum sem bilaði milli Íslands og Kanada 16. desember s.l. Unnið er að því að setja fjarskiptaumferð á strenginn að nýju og er búist við að umferð verði komin í eðlilegt horf fyrir lok vikunnar.

Fékk enga skýringu á því hvers vegna hann var settur af

Jóhannes Geir Sigurgeirsson kveðst enga skýringu hafa fengið á því hvers vegna hann er látinn hætta sem stjórnarformaður Landsvirkjunar. Jóhannes verður settur af á aðalfundi sem hefst klukkan eitt, gegn vilja sínum.

Íslendingar bera kostnað af veru norskra hermanna hér

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra og Jonas Gahr Störe, utanríkisráðherra Noregs, undirrituðu nú fyrir stundu samkomulag um samstarf á sviði öryggis- og varnarmála. Samkvæmt því bera Íslendingar kostnað af staðsetningu norskra liðsmanna hér.

Danskur ríkisborgari í haldi Bandaríkjamanna í Írak

Per Stig Möller, utanríkisráðherra Danmerkur, gagnrýndi í dag bandarísk yfirvöld fyrir að greina dönsku ríkisstjórninni ekki frá því að danskur ríkisborgari af íröksku bergi brotinn hefði verið í haldi Bandaríkjahers í Írak í marga mánuði.

Iðjuþjálfun ekki í boði fyrir nýinnritaða á geðdeild

Iðjuþjálfun á geðdeild LSH við Hringbraut mun 1.maí n.k. leggja niður alla þjónustu við nýinnritaða sjúklinga móttökudeilda og göngudeildar, segir Sylviane Pétursson-Lecoultre, yfiriðjuþjálfi. Þjónusta iðjuþjálfa mun því skerðast verulega frá og með 1. maí 2007.

SAS í hart við flugfreyjur sínar

SAS flugfélagið hefur tilkynnt að það tali ekki við flugfreyjur sínar, meðan þær séu í ólöglegu verkfalli. Viðræður hefjist fyrst þegar þær komi aftur til vinnu.

Reiðir út af 12 ára böðli

Margir Afganar eru reiðir yfir því að Talibanar skyldu nota 12 ára gamlan dreng til þess að taka af lífi mann sem þeir sögðu hafa svikið málstaðinn. Tekið var upp á myndband þegar drengurinn skar af honum höfuðið með stórum hnífi. Viðstaddir hrópuðu á meðan; "Allahu Akbar !, Guð er mikill.

„Við erum alveg að komast upp að vegg,“ segir forstjóri Landspítalans

Halli á rekstri Landspítalans háskólasjúkrahúss nam 290 milljónum króna á síðasta ári samkvæmt ársreikningi spítalans sem kynntur var nú í morgun. Á sama tíma og fleiri leita til spítalans eftir þjónustu hefur raunfjárveiting staðið í stað eða minnkað. Forstjóri Landspítalans segir nauðsynlegt að ríkið auki fjárveitingar.

Herréttur hafinn í morðmálinu í Keflavíkurstöðinni

Réttarhöld yfir meintum morðingja flugliðans Ashley Turner, sem myrt var í herstöðinni á Keflavíkurflugvelli, eru hafin. Verjandi segir að yfirvöld hafi verið of fljót á sér í málinu og að þeim hafi láðst að rannsaka annan mann sem hafði ástæðu til að vinna Turner mein. Íslensk kærasta mannsins neitar að mæta fyrir réttinn.

Útsending Stöðvar 2+ liggur niðri

Útsending Stöðvar 2+ á Digital Ísland hefur legið niðri frá því í gærkvöld en það má rekja til bilunar í töluvkerfi. Verið er að vinna að viðgerð og er vonast til að útsendingin verði komin í lag síðar í dag.

Forsætisráðherra tjáir sig um varnarsamninga

Bein útsending verður á Vísi í dag frá blaðamannafundi klukkan 14 í Stjórnarráðinu en þar svarar Geir H. Haarde forsætisráðherra spurningum blaðamanna um samstarf Íslendinga annars vegar og Norðmanna og Dana hins vegar í varnar- og öryggismálum.

Rússar bulla segir Rice

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að það sé hlægilegt bull í Rússum að þykjast hafa af því áhyggjur að Bandaríkin komi upp eldflaugavarnakerfi í Austur-Evrópu.

Verið Vísindagarðar tekur til starfa á Sauðárkróki

Fyrirtækið Verið Vísindagarðar ehf. hefur verið stofnað á Sauðárkróki og fyrr í dag var haldinn opinn kynningarfundur um starfssemina. Eitt af markmiðum Versins er að stuðla að uppbyggingu atvinnulífs, efla rannsóknir og námsframboð og auka verðmætasköpun í samvinnu við fyrirtæki á svæðinu.

Flugfreyjur SAS enn í verkfalli

Flugfreyjur SAS-flugfélagsins eru enn í verkfalli og hefur félagið þurft að aflýsa rúmlega 550 flugferðum. Ferðaáætlanir tugþúsunda farþega hafa raskast af þessum sökum.

Varðliðar umhverfisins skipaðir og Kuðungurinn afhentur

Um hundrað manns komu saman í Kjarvalsstöðum í hádeginu í dag af tilefni Dags umhverfisins. Varðliðar umhverfisins voru útnefndir og verktaktafyrirtækið Bechtel hlaut umhverfisviðurkenningu umhverfisráðuneytisins.

Biskup segir að menn verði að fara sér hægt

Biskup íslands telur ekki tímabært að prestar innan þjóðkirkjunnar fái heimild til að gefa saman í hjónaband samkynhneigð pör. Tillaga þess efnis var felld á Prestastefnu á Húsavík í dag. Hópur presta lagði fram tillögu um að þjóðkirkjan fari þess á leit við Alþingi að lögum verði breytt á þann veg að prestar fái að gefa saman samkynhneigð pör.

Flest brunaslysin vegna heits vatns á baðherbergjum

Nær 75 % brunaslysa vegna heits vatns eiga sér stað inn á baðherbergi. Börnum undir fimm ára aldri er hættast við brunum og hljóta þau alvarlegustu áverkana samkvæmt nýrri rannsókn. Herferð gegn slíkum slysum er nú hafin.

VG vill lækka lyfjaverð og komugjöld á spítala

Taka þarf á mannekluvandanum á spítölunum og lækka þarf lyfjaverð og komugjöld á heilsugæslustöðvar og spítala hér á landi. Þetta lögðu frambjóðendur Vinstri grænna áherslu á í vinnustaðaheimsókn sinni á Landspítalanum í dag.

Alveg eins hægt að stilla upp símastaurum í bæjarstjórn

Helsti eðalkrati landsins, sá sem á einkanúmerið "krati", hefur sagt sig úr Samfylkingunni. Árni Hjörleifsson, fyrrverandi bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins í Hafnarfirði, lýsir andúð á skoðanaleysi bæjarfulltrúa flokksins í álverskosningunni og segir alveg eins hægt að stilla upp símastaurum í bæjarstjórn.

Tvö hundruð þúsund tonn af forskautum

Tæplega tvöhundruð þúsund tonn af forskautum falla til á hverju ári í álveri Fjarðaáls á Reyðarfirði. Endingartími hvers forskauts er tuttugu og átta dagar.

Yfir 20 stiga hiti í kortunum

Mjög hlýtt loft sækir nú að landinu og eru horfur á að hiti fari um og eftir helgi í yfir 20 stig til landsins á norðanverðu landinu.

Framsókn tapar miklu í NA-kjördæmi

Fylgi Framsóknarflokksins hrynur í Norðausturkjördæmi en Vinstri - grænir og Sjálfstæðisflokkurinn auka fylgi sitt verulega samkvæmt nýrri skoðanakönnun Capacent Gallup sem gerð var fyrir Ríkisútvarpið og Morgunblaðið.

Refsiaðgerðum ESB gegn EFTA ríkjum lýkur

Refsiaðgerðum ESB gegn EFTA ríkjunum er lokið. Ákvörðun þess efnis var tekin af sambandinu og mun samstarf ESB við EFTA-ríkin hefjast að fullu um nýja löggjöf í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Þetta kemur fram í norska dagblaðinu Aftenposten. Blaðið segir að gripið hafi verið til þess ráðs að frysta EFTA-ríkin til að fá þau til að láta meira fé til þróunarsjóða Evrópusambandsins eftir að Búlgaría og Rúmenía fengu aðild í byrjun árs.

Peningaverðlaun í boði í Reykjavíkurmaraþoni

Hundrað þúsund krónur verða veittar þeim sem sigrar í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis sem fram fer 24. ágúst næstkomandi. Þetta er í fyrsta sinn sem peningaverðlaun eru í boði í hlaupinu en þau ná til þriggja fyrstu í heilu maraþoni, hálfu maraþoni og 10 kílómetra hlaupi auk brautarmeta í heilu og hálfu maraþoni.

Vænir hákarlar á land í Húsavík

Þrír myndarlegir hákarlar voru hífðir á land í Húsavíkurhöfn í dag en þeir veiddust á hákarlalínu sem legið hafði út í Skjálfanda síðustu daga. Það var Aðalsteinn Karlsson á bátnum Kalla á höfða sem veiddi hákarlana þrjá en hann er sjómaður og stundar hákarlaveiðar sem aukabúgrein.

Mæting nemenda skráð með fingraförum

Háskóli í Kína hefur tekið í notkun fingrafaraskanna til þess að fylgjast með mætingu nemenda sinna. Dagblaðið The China daily greindi frá þessu á þriðjudag. Ekki eru víst allir á eitt sáttir við nýja kerfið.

Tillaga um vígslu samkynhneigðra í hjónaband felld

Fulltrúar á prestastefnu sem fram fer á Húsavík felldu tillögu hóps presta og guðfræðinga á stefnunni um að farið yrði fram á það við Alþingi að breyta lögum þannig að prestar fengju heimild til vígja samkynhneigð pör í hjónaband.

Þrjú fíkniefnamál á höfuðborgarsvæðinu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af þremur fíkniefnamálum í gær. Kona á þrítugsaldri var handtekin í austurborginni þegar hún framvísaði fölsuðum lyfseðli. Kalmaður á fertugsaldri sem tengdist málinu var síðan færður á lögreglustöð. Í íbúð hans fundust ætluð fíkniefni.

Tveir karlmenn í vinnuslysum í Kópavog

Tveir karlmenn á þrítugsaldri lentu í vinnuslysum í Kópavogi í gær. Annar var að taka steypumót utan af veggjum þegar hann féll aftur fyrir sig. Fallið var ekki mjög hátt en maðurinn fann fyrir eymslum í baki.

Silfur í hópi heitustu staða heims

Veitingastaðurinn Silfur á Hótel borg er hópi heitustu veitingastaða heims samkvæmt tímaritinu Condé Nast Traveler. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá eigendum veitingastaðarins sendi blaðið fulltrúa sína til 30 landa til að leita nýrra veitingastaða sem standast ýtrustu gæðakröfur.

Sjá næstu 50 fréttir