Fleiri fréttir Fangelsi og sekt fyrir skatta- og hegningarlagabrot Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag fyrrverandi framkvæmdastjóra tveggja félaga í hálfs árs fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár, fyrir brot gegn lögum um virðisaukaskatt, staðgreiðslu opinberra gjalda og almennum hegningarlögum. 16.4.2007 16:59 Dæma konur öðruvísi en karlar ? Konum hefur fjölgað mjög í embættum dómara, í Danmörku. Þær eru rúmlega helmingur dómara landsins. Og menn hafa að sjálfsögðu tekið umræðuna um hvort þær dæmi öðruvísi en karlmenn. Kemur varla á óvart að þar eru ekki allir á einu máli. Kynjafræðingurinn Kenneth Reinicke við háskólann í Hróarskeldu, segir í viðtali við danska blaðið Nyhedsavisen að það sé alls ekki hægt að útiloka það. 16.4.2007 16:44 Dæmdir fyrir stórfellda líkamsárás og íkveikju Þrír karlmenn voru dæmdir í 9 til 24 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir meðal annars húsbrot, þjófnað og stórfellda líkamsárás. Einn þeirra skaut úr haglabyssu inn um eldhúsglugga í Hafnarfirði á síðasta ári og særði mann. 16.4.2007 16:23 32 látnir eftir skotárás í bandarískum háskóla Byssumaður skaut 31 til bana og lét lífið sjálfur í skotárás í Virgina-tækniháskólanum í Blacksburg í Virginiuríki í Bandaríkjunum í dag. Um 20 manns eru á spítala með skotsár. Talið er að maðurinn hafi verið einn að verki, en hafi gert tvær árásir, eina í kennslustofu og hina á heimavist. Dagmar Kristín Hannesdóttir, sem er í doktorsnámi í sálfræði við háskólann, segir að alger skelfing hafi gripið um sig í skólanum þegar ljóst varð hversu margir voru drepnir. 16.4.2007 16:09 Metþátttaka í golfsýningu Vel á annað hundrað sýnendur hafa boðað þátttöku sína á golfsýningu sem fram fer í Fífunni í Kópavogi næstu helgi. Er þetta ein stærsta sýning í tengslum við golf sem haldin hefur verið hér á landi. 16.4.2007 16:05 Sendinefnd á leið til Kaliforníu Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis, og eiginmaður hennar, Kristinn Björnsson, heimsækja næstu daga Kaliforníu í boði efri deildar fylkisþings Kaliforníu. 16.4.2007 15:52 Sæll, þetta er....aaaghhh Skelfing greip um sig í Afganistan, í dag, þegar þær fregnir fóru sem eldur í sinu að verið væri að breiða út banvænan vírus í gegnum farsíma. Margir hringdu í ættingja sína og vini og vöruðu þá við að svara í símann, ef hringt væri úr ókunnu númeri. Líkur væru góðar á því að það væri dreifari hins voðalega víruss. 16.4.2007 15:47 Samræmd próf burt og fræðsluskylda til 18 ára aldurs Starfshópur menntamálaráðherra sem falið var að fara yfir skipulag náms og námsframboðs leggur til að samræmd próf verði lögð niður og að gjaldfrjáls fræðsluskylda verði til 18 ára aldurs. 16.4.2007 15:35 Mistök að leyfa sjóliðum að selja sögu sína Varnarmálaráðherra Bretlands hefur viðurkennt að það hafi verið mistök að leyfa sjóliðunum sem Íranar handtóku, að selja fjölmiðlum sögu sína. Des Brown tók fulla á byrgð á þeirri ákvörðun, sem var harðlega gagnrýnd, bæði á þingi meðal almennings. Salan var talin móðgun við breska hermenn sem hafa látið lífið í Írak. Leyfið var dregið til baka daginn eftir að það var gefið. 16.4.2007 15:34 Menningarsjóður veitir 53 styrki Alls fengu 53 aðilar styrk úr Menningarsjóði að þessu sinni en úthlutað var úr sjóðnum í síðustu viku. Hæsta styrkinn að upphæð einni milljón króna hlaut Hið íslenska bókmenntafélag fyrir rit eftir Kristínu Bragadóttur um Daníel Willard Fiske. 16.4.2007 15:15 Þrír háskólar vinni að vottun jafnra launa Starfshópur á vegum félagsmálaráðherra sem falið var að undirbúa vottun jafnra launa hér á landi leggur til að komið verði á laggirnir samvinnuverkefni Háskóla Íslands, Háskólans á Bifröst og Háskólans í Reykjavík með það að markmiði að fá fyrirtæki til að afla sér vottunar á því að unnið sé með markvissum hætti að launajafnrétti kynjanna. 16.4.2007 15:11 Ashley Turner update 16.4.2007 14:55 Útiloka stuðninssamning til að sigra Sarkozy Bæði Segolene Royal, frambjóðandi sósíalista í frönsku forsetakosningunum, og Francois Bayrou, frambjóðandi miðjumanna, útiloka á þessum tímapunkti að gera einhvers konar samning sín á milli um gagnkvæman stuðning til að sigra Nicolas Sarkozy, forsetaframbjóðanda hægri manna. 16.4.2007 14:53 Dularfullt dufl reyndist vera fendari Duflið dularfulla sem rak á land við Garða í Mýrdal síðastliðinn laugardag reyndist vera svokallaður fendari af rússneskum uppruna. Í fyrstu var óttast að hér væri um tundurdufl að ræða og voru sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar kallaðir út. 16.4.2007 14:49 Slasaðist í bílveltu við Hraunsá Ökumaður bifreiðar var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík eftir að hann velti bíl sínum til móts við Hraunsá við Stokkseyri um eittleytið í dag. 16.4.2007 14:44 SAS fær skammir fyrir öryggismál Sænsk flugmálayfirvöld hafa gagnrýnt SAS flugfélagið harðlega fyrir ónógt öryggiseftirlit. Flugmálayfirvöld nefna dæmi. Í einu tilfelli var vél flogið í níu daga með bilun sem gerði flugið ólöglegt. Í öðru tilfelli var viðhaldi á mótorum flugvélar ábótavant. 16.4.2007 14:33 Páfinn fékk bangsa Benedikt 16 páfi fékk margar góðar afmælisgjafir á áttræðis afmæli sínu. Mest fékk hann af kortum, blómum og hljómdiskum. En einn óþekktur Ítali sendi honum risastóran bangsa. Ritari páfa sagði að bangsinn hefði verið afskaplega fallegur. Aðrir hefðu þó meiri þörf fyrir að knúsa bangsa og því hefði páfi sent hann á barnasjúkrahús í Róm. 16.4.2007 14:15 Veitingamenn eiga eftir að skila neytendum verðlækkun Alþýðusamband Íslands segir ljóst að veitingamenn eigi enn eftir að skila neytendum þeirri verðlækkun sem til átti að koma vegna lækkunar á virðisaukaskatti. 16.4.2007 14:07 Lækkun matvælaverðs skilar sér ekki að fullu til neytenda Lækkun á virðisaukaskatti og vörugjöldum á matvælum hefur ekki skilað sér að fullu til neytenda samkvæmt úttekt verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands. Verslanir 10-11 standa sig áberandi verst. Mest lækkuðu hvers konar gosdrykkir í verði í þeim fimm verslunum sem úttektin náði til. 16.4.2007 13:58 Bandarískir hermenn skutu þrjá írakska lögreglumenn Bandaríski herinn rannsakar nú hvers vegna bandarískir hermenn skutu í dag þrjá írakska lögreglumenn til bana í áhlaupi á híbýli uppreisnarmanna sem taldir eru tengjast al-Qaida. 16.4.2007 13:52 Íranar náða tvo Svía Yfirvöld í Íran hafa náðað tvo Svía sem voru handteknir í fyrra fyrir að taka myndir á hernaðarsvæði. Þeir hafa síðan setið í fangelsi. Sænska utanríkisráðuneytið vill ekkert um málið segja fyrr en mennirnir tveir eru komir heim. Sænska blaðið Dagens Nyherer lætur að því liggja að Mahmoud Ahmadinejad, forseti Íraks, hafi átt þátt í að mönnunum verður sleppt. 16.4.2007 13:42 Þóttist vera skyld skipverja af Borubon Dolphin Kona í Noregi reyndi að svíkja út fé í með því að ljúga því að hún væri ættingi eins mannanna sem saknað er eftir að norska dráttarbátnum Bourbon Dolphin hvolfdi úti fyrir Hjatlandseyjum í síðustu viku. 16.4.2007 13:32 Hæsti turn Danmerkur í Árósum Borgarstjórn Árósa hefur ákveðið að reisa stærsta skýjakljúf Danmerkur á hafnarsvæðí sínu. Það verður 142 metrar að hæð, fjórum sinnum hærra en Sívali turninn í Kaupmannahöfn. Fyrstu íbúarnir eiga að flytja inn eftir þrjú ár. Á efstu hæð hússins verður veitingahús og bar, en þar fyrir neðan verða íbúðir í dýrari kantinum. 16.4.2007 13:23 Búið að slökkva skógarelda í Þýskalandi Slökkviliðsmönnum í Þýskalandi hefur tekist að slökkva skógarelda sem geysað hafa þar í landi frá því á föstudaginn. Aðeins sviðin jörð er nú þar sem áður voru þéttvaxnir skógar. Eldsupptökin eru rakin til loftlagsbreytinga. 16.4.2007 13:09 Ritstjórar Berlingske gengu út Tveir aðalritstjórar danska blaðsins Berlingske Tidende hafa gengið út vegna áforma um sparnað sem mun kosta 350 starfsmenn vinnuna. Sparnaðaráætlanirna voru kynntar í desember síðastliðnum, eftir að bretinn David Montgomery keypti útgáfuna. 16.4.2007 13:01 Framtíð Wolfowitz enn óráðin Framtíð Pauls Wolfowitz, bankastjóra Alþjóðabankans, er enn óráðin þrátt fyrir yfirlýsingar hans um að ætla að sitja sem fastast áfram. Wolfowitz hefur viðurkennt að hafa veitt ástkonu sinni sem einnig starfar við bankann ríflegar launa- og stöðuhækkanir. 16.4.2007 13:00 Frekari refsiaðgerðir hvetja einungis Írana áfram Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti lýsti því yfir í morgun að frekari refsiaðgerðir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna myndu einungis hvetja Írana enn frekar áfram í viðleitni sinni til kjarnorkuþróunar. 16.4.2007 12:45 Hrossahlátur Strákurinn á þessari mynd er ekkert sérlega hræddur við dýr, en það verður að fyrirgefa honum þótt honum brygði við þessa heimsókn. Vinir okkar á Nyhedsavisen, í Danmörku, völdu þetta mynd dagsins, af auljósum orsökum. 16.4.2007 12:38 Enn ekki staðfest hvort Johnston hafi verið myrtur Enn hefur ekki fengist staðfest hvort breski blaðamaðurinn Alan Johnston hefur verið myrtur en honum var rænt á Gaza-ströndinni fyrir rúmum mánuði. 16.4.2007 12:30 Ný útgáfa Lyfjabókarinnar Lyfja hefur gefið út nýja og endurbætta útgáfu Lyfjabókarinnar - handbókar um lyf á Íslandi, og var Siv Friðleifsdóttur, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, afhent fyrsta eintak hennar við athöfn á dögunum. "Mér finnst frábært framtak að birta í bókinni myndir af lyfjunum í raunstærð sem mun nýtast vel til að stuðla að auknu öruggi við lyfjanotkun" sagði Siv. 16.4.2007 12:26 Óæskilegt að bújarðir safnist á fárra manna hendur Forsætisráðherra telur óæskilegt að eignarhald á bújörðum, þar sem ekki er stundaður búskapur, safnist á fárra manna hendur. Um 40 prósent bújarða í Borgarfirði eru nú í eigu aðila sem ekki stunda búskap. 16.4.2007 12:14 60 ára aðrennslislögn gaf sig Aðrennslislögn að Gönguskarðsárvirkjun brast og féll þá aurskriða féll á Sauðárkrók í gærmorgun. Högg kom á lögnina eftir að verktakar tóku í sundur háspennujarðstreng. 16.4.2007 11:59 Samkynhneigðir karlmenn oftar með átröskun Samkynhneigðir menn eru þrisvar sinnum oftar greindir með átröskun, þ.e. lystastol, anorexíu og átsýki, heldur en gangkynhneigðir menn samkvæmt nýrri könnun frá Columbia University. Ástæðan fyrir því er talin vera mun meiri pressa sem er gerð á menn í innan hinnar svokölluðu samkynhneigðu menningar um að vera grannir heldur en gerð er hjá gagnkynhneigðum mönnum. Enginn munur fannst á átröskunareinkennum á milli gagnkynhneigðra og samkynhneigðar kvenna. 16.4.2007 11:47 Búið að landa um 80 þúsund tonnum af kolmunna Búið er að landa um 80 þúsund tonnum af kolmunna til mjölverksmiðja hér landi frá áramótum samkvæmt samantekt Samtaka Fiskvinnslustöðva. Þar af nema landanir íslenskra skipa um 55 þúsund tonnum. 16.4.2007 11:45 Margrét Danadrottning 67 ára í dag Þúsundir Dana söfnuðust saman á torginu fyrir framan Amalienborgarhöll í Kaupmannahöfn í morgun til að samfagna Margréti Þórhildi Danadrottningu sem í dag er 67 ára. 16.4.2007 11:33 Baugur vex hraðast af smásölufyrirtækjum í heiminum Baugur Group er í 51. sæti yfir 250 stærstu smásölufyrirtæki í heiminum samkvæmt samantekt Deloitte Touche og Stores, tímariti bandarísku samtaka smásölufyrirtækjanna NRF. Fyrirtækið óx jafnframt hraðast af öllum smásölufyrirtækjum á listanum á árunum 2000-2005. 16.4.2007 11:12 Slasaðist eftir verðlaunaafhendingu Ung stúlka slasaðist á Rangárbökkum við Gaddstaðaflatir á laugardaginn þegar hestur hennar fældist. Talið var að hófhlíf á framfæti hestsins hafi losnað með fyrrgreindum afleiðingum en stúlkan var að koma úr heiðurshring eftir verðlaunaafhendingu þegar óhappið átti sér stað. Þá þurfti lögreglan á Hvolsvelli að kalla út sprengjusérfræðinga Landhelgisgæslunnar þegar dularfullt dufl rak á land í fjörunni við Garða í Mýrdal. 16.4.2007 10:55 Gefa út leiðarvísi fyrir bestu kynlífsstaðina í danskri náttúru Dönsk náttúruverndarsamtök róa nú á ný mið en þau ætla að gefa út leiðarvísi yfir þá staði í danskri náttúru þar sem best er að njóta ásta. Haft er eftir upplýsingafulltrúa samtakanna á vef Jótlandspóstins að með þessu vilji samtökin vekja athygli á að það megi nýta náttúruna og njóta hennar á ýmsan hátt. 16.4.2007 10:51 Kviknað í nokkrum klósettum Kviknað hefur í nokkrum klósettum sem hafa sér hitablásara, lyktarsprey, og setu hitara í frá fyrirtækinu Toto. Ltd. í Japan. Svo virðist sem hitaseturnar hafi brunnið yfir um og reykur byrjað að stíga upp frá þeim. Fyrirtækið segir að engin meiðsl hafi orðið á fólki, þó svo þeir viðurkenni að það sé mjög óþægileg staða þegar kvikni í klósetti heimilisins. 16.4.2007 10:43 Stríðið hefur alvarleg áhrif á íröksk börn Sjö af hverjum tíu börnum í grunnskólum í hverfi í Norður-Bagdad þjást af áfallaröskun þannig að þau stama eða pissa undir. Þetta leiðir ný skýrsla á vegum írakska heilbrigðisráðuneytisins í ljós en í rannsókninni var kannað hvaða áhrif stríðið í Írak hefði á börnin. 16.4.2007 10:34 BSRB með undirskriftaherferð til eflingar almannaþjónustu Bandalag starfsmanna ríkis og bæja hefur hafið undirskriftaherferð til eflingar almannaþjónustu . Herferðin er liður í alþjóðlegri undirskriftaherferð evrópskra verkalýðshreyfinga en markmiðið er að safna yfir milljón undirskriftum. 16.4.2007 10:27 Fimm börn brunnu inni Fimm börn dóu í íkveikju sem var St. Louis í Bandaríkjunum í morgun. Börnin voru á aldrinum 5 mánaða upp í tíu ára gömul. Fjórir aðrir særðust lítilháttar. Þegar slökkviliðið kom á vettvang var húsið alelda og vissu þeir ekki af börnunum inn í húsinu, en foreldrar þeirra voru ekki á svæðinu. 16.4.2007 10:04 Kaupmáttur jókst um 56 prósent frá 1994-2005 Kaupmáttur á hvern íbúa landsins jókst um 56 prósent frá árinu 1994-2005 samkvæmt tölum sem Hagstofa Íslands birtir í dag um ráðstöfunartekjur heimilisgeirans eins og það er nefnt. Ráðstöfunartekjur á mann hækkuðu að meðaltali um 4,2 prósent á tímabilinu. 16.4.2007 10:03 Skemmdarvargar í Hveragerði Alls voru 56 ökumenn kærðir fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglunnar á Selfossi í vikunni sem leið. Tveir ökumenn voru kærðir fyrir ölvunarakstur og tveir fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Þá braust óprúttinn þjófur inn í bíl í Hveragerði og stal myndavél og um eitt hundrað geisladiskum. Miklar skemmdir voru unnar í gróðrastöðinni Fagrahvammi á fimmtudaginn. 16.4.2007 09:52 Mengun í Yangtze ógnar lífi milljóna manna Yangtze, stærsta fljót Kína, er svo mengað að það ógnar heilsu milljóna manna, segja umhverfissérfræðingar. Frá þessu er greint í ríkisdagblaðinu China Daily og bent á að skaðinn sé orðinn svo mikill að ekki verði aftur snúið. 16.4.2007 09:35 Sjá næstu 50 fréttir
Fangelsi og sekt fyrir skatta- og hegningarlagabrot Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag fyrrverandi framkvæmdastjóra tveggja félaga í hálfs árs fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár, fyrir brot gegn lögum um virðisaukaskatt, staðgreiðslu opinberra gjalda og almennum hegningarlögum. 16.4.2007 16:59
Dæma konur öðruvísi en karlar ? Konum hefur fjölgað mjög í embættum dómara, í Danmörku. Þær eru rúmlega helmingur dómara landsins. Og menn hafa að sjálfsögðu tekið umræðuna um hvort þær dæmi öðruvísi en karlmenn. Kemur varla á óvart að þar eru ekki allir á einu máli. Kynjafræðingurinn Kenneth Reinicke við háskólann í Hróarskeldu, segir í viðtali við danska blaðið Nyhedsavisen að það sé alls ekki hægt að útiloka það. 16.4.2007 16:44
Dæmdir fyrir stórfellda líkamsárás og íkveikju Þrír karlmenn voru dæmdir í 9 til 24 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir meðal annars húsbrot, þjófnað og stórfellda líkamsárás. Einn þeirra skaut úr haglabyssu inn um eldhúsglugga í Hafnarfirði á síðasta ári og særði mann. 16.4.2007 16:23
32 látnir eftir skotárás í bandarískum háskóla Byssumaður skaut 31 til bana og lét lífið sjálfur í skotárás í Virgina-tækniháskólanum í Blacksburg í Virginiuríki í Bandaríkjunum í dag. Um 20 manns eru á spítala með skotsár. Talið er að maðurinn hafi verið einn að verki, en hafi gert tvær árásir, eina í kennslustofu og hina á heimavist. Dagmar Kristín Hannesdóttir, sem er í doktorsnámi í sálfræði við háskólann, segir að alger skelfing hafi gripið um sig í skólanum þegar ljóst varð hversu margir voru drepnir. 16.4.2007 16:09
Metþátttaka í golfsýningu Vel á annað hundrað sýnendur hafa boðað þátttöku sína á golfsýningu sem fram fer í Fífunni í Kópavogi næstu helgi. Er þetta ein stærsta sýning í tengslum við golf sem haldin hefur verið hér á landi. 16.4.2007 16:05
Sendinefnd á leið til Kaliforníu Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis, og eiginmaður hennar, Kristinn Björnsson, heimsækja næstu daga Kaliforníu í boði efri deildar fylkisþings Kaliforníu. 16.4.2007 15:52
Sæll, þetta er....aaaghhh Skelfing greip um sig í Afganistan, í dag, þegar þær fregnir fóru sem eldur í sinu að verið væri að breiða út banvænan vírus í gegnum farsíma. Margir hringdu í ættingja sína og vini og vöruðu þá við að svara í símann, ef hringt væri úr ókunnu númeri. Líkur væru góðar á því að það væri dreifari hins voðalega víruss. 16.4.2007 15:47
Samræmd próf burt og fræðsluskylda til 18 ára aldurs Starfshópur menntamálaráðherra sem falið var að fara yfir skipulag náms og námsframboðs leggur til að samræmd próf verði lögð niður og að gjaldfrjáls fræðsluskylda verði til 18 ára aldurs. 16.4.2007 15:35
Mistök að leyfa sjóliðum að selja sögu sína Varnarmálaráðherra Bretlands hefur viðurkennt að það hafi verið mistök að leyfa sjóliðunum sem Íranar handtóku, að selja fjölmiðlum sögu sína. Des Brown tók fulla á byrgð á þeirri ákvörðun, sem var harðlega gagnrýnd, bæði á þingi meðal almennings. Salan var talin móðgun við breska hermenn sem hafa látið lífið í Írak. Leyfið var dregið til baka daginn eftir að það var gefið. 16.4.2007 15:34
Menningarsjóður veitir 53 styrki Alls fengu 53 aðilar styrk úr Menningarsjóði að þessu sinni en úthlutað var úr sjóðnum í síðustu viku. Hæsta styrkinn að upphæð einni milljón króna hlaut Hið íslenska bókmenntafélag fyrir rit eftir Kristínu Bragadóttur um Daníel Willard Fiske. 16.4.2007 15:15
Þrír háskólar vinni að vottun jafnra launa Starfshópur á vegum félagsmálaráðherra sem falið var að undirbúa vottun jafnra launa hér á landi leggur til að komið verði á laggirnir samvinnuverkefni Háskóla Íslands, Háskólans á Bifröst og Háskólans í Reykjavík með það að markmiði að fá fyrirtæki til að afla sér vottunar á því að unnið sé með markvissum hætti að launajafnrétti kynjanna. 16.4.2007 15:11
Útiloka stuðninssamning til að sigra Sarkozy Bæði Segolene Royal, frambjóðandi sósíalista í frönsku forsetakosningunum, og Francois Bayrou, frambjóðandi miðjumanna, útiloka á þessum tímapunkti að gera einhvers konar samning sín á milli um gagnkvæman stuðning til að sigra Nicolas Sarkozy, forsetaframbjóðanda hægri manna. 16.4.2007 14:53
Dularfullt dufl reyndist vera fendari Duflið dularfulla sem rak á land við Garða í Mýrdal síðastliðinn laugardag reyndist vera svokallaður fendari af rússneskum uppruna. Í fyrstu var óttast að hér væri um tundurdufl að ræða og voru sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar kallaðir út. 16.4.2007 14:49
Slasaðist í bílveltu við Hraunsá Ökumaður bifreiðar var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík eftir að hann velti bíl sínum til móts við Hraunsá við Stokkseyri um eittleytið í dag. 16.4.2007 14:44
SAS fær skammir fyrir öryggismál Sænsk flugmálayfirvöld hafa gagnrýnt SAS flugfélagið harðlega fyrir ónógt öryggiseftirlit. Flugmálayfirvöld nefna dæmi. Í einu tilfelli var vél flogið í níu daga með bilun sem gerði flugið ólöglegt. Í öðru tilfelli var viðhaldi á mótorum flugvélar ábótavant. 16.4.2007 14:33
Páfinn fékk bangsa Benedikt 16 páfi fékk margar góðar afmælisgjafir á áttræðis afmæli sínu. Mest fékk hann af kortum, blómum og hljómdiskum. En einn óþekktur Ítali sendi honum risastóran bangsa. Ritari páfa sagði að bangsinn hefði verið afskaplega fallegur. Aðrir hefðu þó meiri þörf fyrir að knúsa bangsa og því hefði páfi sent hann á barnasjúkrahús í Róm. 16.4.2007 14:15
Veitingamenn eiga eftir að skila neytendum verðlækkun Alþýðusamband Íslands segir ljóst að veitingamenn eigi enn eftir að skila neytendum þeirri verðlækkun sem til átti að koma vegna lækkunar á virðisaukaskatti. 16.4.2007 14:07
Lækkun matvælaverðs skilar sér ekki að fullu til neytenda Lækkun á virðisaukaskatti og vörugjöldum á matvælum hefur ekki skilað sér að fullu til neytenda samkvæmt úttekt verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands. Verslanir 10-11 standa sig áberandi verst. Mest lækkuðu hvers konar gosdrykkir í verði í þeim fimm verslunum sem úttektin náði til. 16.4.2007 13:58
Bandarískir hermenn skutu þrjá írakska lögreglumenn Bandaríski herinn rannsakar nú hvers vegna bandarískir hermenn skutu í dag þrjá írakska lögreglumenn til bana í áhlaupi á híbýli uppreisnarmanna sem taldir eru tengjast al-Qaida. 16.4.2007 13:52
Íranar náða tvo Svía Yfirvöld í Íran hafa náðað tvo Svía sem voru handteknir í fyrra fyrir að taka myndir á hernaðarsvæði. Þeir hafa síðan setið í fangelsi. Sænska utanríkisráðuneytið vill ekkert um málið segja fyrr en mennirnir tveir eru komir heim. Sænska blaðið Dagens Nyherer lætur að því liggja að Mahmoud Ahmadinejad, forseti Íraks, hafi átt þátt í að mönnunum verður sleppt. 16.4.2007 13:42
Þóttist vera skyld skipverja af Borubon Dolphin Kona í Noregi reyndi að svíkja út fé í með því að ljúga því að hún væri ættingi eins mannanna sem saknað er eftir að norska dráttarbátnum Bourbon Dolphin hvolfdi úti fyrir Hjatlandseyjum í síðustu viku. 16.4.2007 13:32
Hæsti turn Danmerkur í Árósum Borgarstjórn Árósa hefur ákveðið að reisa stærsta skýjakljúf Danmerkur á hafnarsvæðí sínu. Það verður 142 metrar að hæð, fjórum sinnum hærra en Sívali turninn í Kaupmannahöfn. Fyrstu íbúarnir eiga að flytja inn eftir þrjú ár. Á efstu hæð hússins verður veitingahús og bar, en þar fyrir neðan verða íbúðir í dýrari kantinum. 16.4.2007 13:23
Búið að slökkva skógarelda í Þýskalandi Slökkviliðsmönnum í Þýskalandi hefur tekist að slökkva skógarelda sem geysað hafa þar í landi frá því á föstudaginn. Aðeins sviðin jörð er nú þar sem áður voru þéttvaxnir skógar. Eldsupptökin eru rakin til loftlagsbreytinga. 16.4.2007 13:09
Ritstjórar Berlingske gengu út Tveir aðalritstjórar danska blaðsins Berlingske Tidende hafa gengið út vegna áforma um sparnað sem mun kosta 350 starfsmenn vinnuna. Sparnaðaráætlanirna voru kynntar í desember síðastliðnum, eftir að bretinn David Montgomery keypti útgáfuna. 16.4.2007 13:01
Framtíð Wolfowitz enn óráðin Framtíð Pauls Wolfowitz, bankastjóra Alþjóðabankans, er enn óráðin þrátt fyrir yfirlýsingar hans um að ætla að sitja sem fastast áfram. Wolfowitz hefur viðurkennt að hafa veitt ástkonu sinni sem einnig starfar við bankann ríflegar launa- og stöðuhækkanir. 16.4.2007 13:00
Frekari refsiaðgerðir hvetja einungis Írana áfram Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti lýsti því yfir í morgun að frekari refsiaðgerðir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna myndu einungis hvetja Írana enn frekar áfram í viðleitni sinni til kjarnorkuþróunar. 16.4.2007 12:45
Hrossahlátur Strákurinn á þessari mynd er ekkert sérlega hræddur við dýr, en það verður að fyrirgefa honum þótt honum brygði við þessa heimsókn. Vinir okkar á Nyhedsavisen, í Danmörku, völdu þetta mynd dagsins, af auljósum orsökum. 16.4.2007 12:38
Enn ekki staðfest hvort Johnston hafi verið myrtur Enn hefur ekki fengist staðfest hvort breski blaðamaðurinn Alan Johnston hefur verið myrtur en honum var rænt á Gaza-ströndinni fyrir rúmum mánuði. 16.4.2007 12:30
Ný útgáfa Lyfjabókarinnar Lyfja hefur gefið út nýja og endurbætta útgáfu Lyfjabókarinnar - handbókar um lyf á Íslandi, og var Siv Friðleifsdóttur, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, afhent fyrsta eintak hennar við athöfn á dögunum. "Mér finnst frábært framtak að birta í bókinni myndir af lyfjunum í raunstærð sem mun nýtast vel til að stuðla að auknu öruggi við lyfjanotkun" sagði Siv. 16.4.2007 12:26
Óæskilegt að bújarðir safnist á fárra manna hendur Forsætisráðherra telur óæskilegt að eignarhald á bújörðum, þar sem ekki er stundaður búskapur, safnist á fárra manna hendur. Um 40 prósent bújarða í Borgarfirði eru nú í eigu aðila sem ekki stunda búskap. 16.4.2007 12:14
60 ára aðrennslislögn gaf sig Aðrennslislögn að Gönguskarðsárvirkjun brast og féll þá aurskriða féll á Sauðárkrók í gærmorgun. Högg kom á lögnina eftir að verktakar tóku í sundur háspennujarðstreng. 16.4.2007 11:59
Samkynhneigðir karlmenn oftar með átröskun Samkynhneigðir menn eru þrisvar sinnum oftar greindir með átröskun, þ.e. lystastol, anorexíu og átsýki, heldur en gangkynhneigðir menn samkvæmt nýrri könnun frá Columbia University. Ástæðan fyrir því er talin vera mun meiri pressa sem er gerð á menn í innan hinnar svokölluðu samkynhneigðu menningar um að vera grannir heldur en gerð er hjá gagnkynhneigðum mönnum. Enginn munur fannst á átröskunareinkennum á milli gagnkynhneigðra og samkynhneigðar kvenna. 16.4.2007 11:47
Búið að landa um 80 þúsund tonnum af kolmunna Búið er að landa um 80 þúsund tonnum af kolmunna til mjölverksmiðja hér landi frá áramótum samkvæmt samantekt Samtaka Fiskvinnslustöðva. Þar af nema landanir íslenskra skipa um 55 þúsund tonnum. 16.4.2007 11:45
Margrét Danadrottning 67 ára í dag Þúsundir Dana söfnuðust saman á torginu fyrir framan Amalienborgarhöll í Kaupmannahöfn í morgun til að samfagna Margréti Þórhildi Danadrottningu sem í dag er 67 ára. 16.4.2007 11:33
Baugur vex hraðast af smásölufyrirtækjum í heiminum Baugur Group er í 51. sæti yfir 250 stærstu smásölufyrirtæki í heiminum samkvæmt samantekt Deloitte Touche og Stores, tímariti bandarísku samtaka smásölufyrirtækjanna NRF. Fyrirtækið óx jafnframt hraðast af öllum smásölufyrirtækjum á listanum á árunum 2000-2005. 16.4.2007 11:12
Slasaðist eftir verðlaunaafhendingu Ung stúlka slasaðist á Rangárbökkum við Gaddstaðaflatir á laugardaginn þegar hestur hennar fældist. Talið var að hófhlíf á framfæti hestsins hafi losnað með fyrrgreindum afleiðingum en stúlkan var að koma úr heiðurshring eftir verðlaunaafhendingu þegar óhappið átti sér stað. Þá þurfti lögreglan á Hvolsvelli að kalla út sprengjusérfræðinga Landhelgisgæslunnar þegar dularfullt dufl rak á land í fjörunni við Garða í Mýrdal. 16.4.2007 10:55
Gefa út leiðarvísi fyrir bestu kynlífsstaðina í danskri náttúru Dönsk náttúruverndarsamtök róa nú á ný mið en þau ætla að gefa út leiðarvísi yfir þá staði í danskri náttúru þar sem best er að njóta ásta. Haft er eftir upplýsingafulltrúa samtakanna á vef Jótlandspóstins að með þessu vilji samtökin vekja athygli á að það megi nýta náttúruna og njóta hennar á ýmsan hátt. 16.4.2007 10:51
Kviknað í nokkrum klósettum Kviknað hefur í nokkrum klósettum sem hafa sér hitablásara, lyktarsprey, og setu hitara í frá fyrirtækinu Toto. Ltd. í Japan. Svo virðist sem hitaseturnar hafi brunnið yfir um og reykur byrjað að stíga upp frá þeim. Fyrirtækið segir að engin meiðsl hafi orðið á fólki, þó svo þeir viðurkenni að það sé mjög óþægileg staða þegar kvikni í klósetti heimilisins. 16.4.2007 10:43
Stríðið hefur alvarleg áhrif á íröksk börn Sjö af hverjum tíu börnum í grunnskólum í hverfi í Norður-Bagdad þjást af áfallaröskun þannig að þau stama eða pissa undir. Þetta leiðir ný skýrsla á vegum írakska heilbrigðisráðuneytisins í ljós en í rannsókninni var kannað hvaða áhrif stríðið í Írak hefði á börnin. 16.4.2007 10:34
BSRB með undirskriftaherferð til eflingar almannaþjónustu Bandalag starfsmanna ríkis og bæja hefur hafið undirskriftaherferð til eflingar almannaþjónustu . Herferðin er liður í alþjóðlegri undirskriftaherferð evrópskra verkalýðshreyfinga en markmiðið er að safna yfir milljón undirskriftum. 16.4.2007 10:27
Fimm börn brunnu inni Fimm börn dóu í íkveikju sem var St. Louis í Bandaríkjunum í morgun. Börnin voru á aldrinum 5 mánaða upp í tíu ára gömul. Fjórir aðrir særðust lítilháttar. Þegar slökkviliðið kom á vettvang var húsið alelda og vissu þeir ekki af börnunum inn í húsinu, en foreldrar þeirra voru ekki á svæðinu. 16.4.2007 10:04
Kaupmáttur jókst um 56 prósent frá 1994-2005 Kaupmáttur á hvern íbúa landsins jókst um 56 prósent frá árinu 1994-2005 samkvæmt tölum sem Hagstofa Íslands birtir í dag um ráðstöfunartekjur heimilisgeirans eins og það er nefnt. Ráðstöfunartekjur á mann hækkuðu að meðaltali um 4,2 prósent á tímabilinu. 16.4.2007 10:03
Skemmdarvargar í Hveragerði Alls voru 56 ökumenn kærðir fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglunnar á Selfossi í vikunni sem leið. Tveir ökumenn voru kærðir fyrir ölvunarakstur og tveir fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Þá braust óprúttinn þjófur inn í bíl í Hveragerði og stal myndavél og um eitt hundrað geisladiskum. Miklar skemmdir voru unnar í gróðrastöðinni Fagrahvammi á fimmtudaginn. 16.4.2007 09:52
Mengun í Yangtze ógnar lífi milljóna manna Yangtze, stærsta fljót Kína, er svo mengað að það ógnar heilsu milljóna manna, segja umhverfissérfræðingar. Frá þessu er greint í ríkisdagblaðinu China Daily og bent á að skaðinn sé orðinn svo mikill að ekki verði aftur snúið. 16.4.2007 09:35