Fleiri fréttir

Þrír ungir piltar grunaðir um tvö innbrot í borginni

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær þrjá unglinga sem grunaðir eru um innbrot á tveimur stöðum. Eftir því sem fram kemur í frétt frá lögreglunni var sextán ára piltur handtekinn í vesturhluta borgarinnar í gærkvöld á stolnum bíl.

Al-Qaida segist bera ábyrgð á árásum í Algeirsborg

Hópur tengdur al-Qaida hryðjuverkasamtökunum segist bera ábyrgð á sprengjuárásum í miðborg Algeirsborgar, höfuðborgar Alsírs, í morgun sem kostuðu að minnsta kosti á annan tug manna lífið. Þá særðust að minnsta kosti 80 manns í árásunum.

Aukinn forgangur hjá strætó og meiri endurvinnsla

Ókeypis bílastæði fyrir vistvæna bíla, aukinn forgangur strætisvagna í umferðinni og aukin endurvinnsla eru meðal þeirra grænu skrefa sem borgaryfivöld ætla að ráðast í á næstu árum. Forsvarsmenn borgarinnar kynntu þessar hugmyndir á blaðamannafundi í dag.

Spá því að Íslendingar verði yfir hálf milljón 2050

Íslendingar telja að íbúar landsins verði orðnir 533 þúsund um miðja öldina samkvæmt nýrri könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Samtök atvinnulífsins á framtíðarviðhorfum þjóðarinnar. Eftir því sem fram kemur á vef samtakanna er þetta töluvert meira en mannfjöldaspá Sameinuðu þjóðanna gerir ráð fyrir og sömuleiðis spá Samtaka atvinnulífsins.

Fer fram á 12 ára fangelsi yfir höfuðpaur í Munch-málinu

Ríkissakóknari í Noregi fór í dag fram á það fyrir lögmannsrétti að þrír menn sem sakfelldir voru fyrir að hafa rænt málverkunum Ópinu og Madonnu af Munch-safninu í Olsó fyrir nærri þremur árum yrðu dæmdir í sjö til tólf ára fangelsi.

Hvalshræ í fjörunni við golfvöllinn í Grindavík

Hvalur, sem líklega er hrefna, hefur rekið upp í fjöru skammt frá golfvellinum í Grindavík. Að því er fram kemur á vef Víkurfrétta er talið líklegt að hvalurinn hafi legið í fjörunni í nokkurn tíma enda hefur hann rotnað töluvert.

Lífskjörin fara stöðugt versnandi

Fjórum árum eftir innrásina í Írak fer hagur þjóðarinnar stöðugt versnandi. Í nýrri skýrslu Alþjóðaráðs Rauða krossins segir að vargöldin í landinu hafi gert líf almennings óbærilegt, sjúkrahús séu óstarfhæf vegna ótta starfsfólks og skortur á brýnustu nauðsynjum sé viðvarandi.

Byggja 14 þúsund fermetra höfuðstöðvar á strætólóð

Sænska arkitektastofan Monarken sigraði í samkeppni um hönnun nýrra höfuðstöðva Glitnis í Reykjavík. Byggingin verður fjórtán þúsund fermetrar á ellefu hæðum og er ætlað að hýsa allt að átta hundruð starfsmenn.

Máli á hendur Rasmussen vegna Íraksstríðs vísað frá

Landsréttur í Danmörku vísaði í dag frá máli sem 26 andstæðingar Íraksstríðsins höfðuðu á hendur Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, vegna þátttöku Dana í stríðinu. Hópurinn, sem nefndi sig stjórnarskrárnefndina, var stofnaður í kjölfar innrásarinnar í Írak árið 2003.

Birgjar boða frekari verðhækkanir á matvörum

Hækkun íslenskra birgja á vöruverði veldur miklum vonbrigðum og rýrir ávinning neytenda af virðisaukaskattslækkunum að mati Neytendasamtakanna. Þetta kemur fram í frétt samtakanna um verðhækkanir hjá birgjum. Innflutningsfyrirtækið Danól, sem meðal annars flytur inn Merrild kaffi, hefur tilkynnt hækkanir á sumum vörutegundum um allt að 15,2 prósent. Markaðsstjóri Danól segir fyrirtækið vera bregðast við hækkun á heimsmarkaðsverði.

Ný könnun um fylgi flokka í Suðurkjördæmi birt í kvöld

Þriðji kosningafundur Stöðvar 2 hefst á Hótel Selfossi laust fyrir klukkan sjö í kvöld. Liðsmenn fréttastofunnar og Íslands í dag hafa farið um landið síðustu vikur og yfirheyrt oddvita þeirra framboðslista sem legið hafa fyrir.

Öruggasta heimili landsins opnað

Flestir sem slasast á Íslandi gera það innan fjögurra veggja heimilisins. Flest verða slysin inni í stofu og það eru stólarnir sem eru okkur skeinuhættastir. Öruggasta heimili landsins var opnað í Forvarnarhúsi Sjóvár í dag.

Landsbankinn gefur 75 milljónir til 75 góðgerðarfélaga

Landsbankinn hefur ákveðið að úthluta 75 milljónum til 75 góðgerðarfélaga og annarra málefna hér á landi úr Menningarsjóði bankans og gefur almenningi kost á að verða mánaðarlegir styrktaraðilar. Þetta er stærsta úthlutun Menningarsjóðs til þessa.

Fjórir þingmenn hugsanlega á leið út af þingi

Framsóknarflokkurinn nær ekki inn kjördæmakjörnum þingmanni í Reykjavík suður samkvæmt nýrri könnun sem Gallup gerði á fylgi flokkanna fyrir RÚV og Morgunblaðið. Þá ná hvorki Frjálslyndir né Íslandshreyfingin inn manni.

Kippur á fasteignamarkaði á fyrri hluta árs

Fasteignamarkaðurinn hefur verið líflegur það sem af er ári og hækkaði húsnæðisverð hressilega á fyrstu tveimur mánuðum ársins að því er segir í Morgunkorni greiningardeildar Glitnis.

Sáttaráðstefnu í Sómalíu frestað

Sáttaráðstefnu sem átti að halda í Sómalíu þann 16. apríl hefur verið frestað vegna þess hversu ótryggt ástandið er í höfuðborginni Mogadishu. Samtök Arabaríkja ætluðu að standa fyrir henni en báðu um mánaðarfrest. Ráðstefnan verður eitt stærsta innlenda framtakið til þess að binda enda á ofbeldi í landinu en fleiri en 1.000 hafa látið lífið í átökum í landinu síðan 29. mars.

Þrífætt eftirlegukind í Húsadal

Enn er verið að heimta sauðfé af fjöllum þrátt fyrir að aðeins rúm vika sé nú til sumars. Þannig fundu bændur á Vestfjörðum um 15 kindur í Húsadal í Ísafirði um Páskana en spurnir höfðu borist af því á föstudaginn langa.

Styðja leikskóla heyrnarlausra í Namibíu

Þróunarsamvinnustofnun Íslands undirritaði á dögunum samstarfsamning við eina þróaða leikskólann í Namibíu fyrir heyrarlaus börn. Samtökin CLaSH reka skólann en hann var stofnaður fyrir nærri tveimur áratugum.

Sprengingar í höfuðborg Alsír

Að minnsta kosti tvær sprengingar urðu í höfuðborg Alsír, Algeirsborg, í morgun og sprakk önnur þeirra fyrir utan skrifstofu forsætisráðherra landsins. 17 manns létu lífið í þeim og yfir 80 særðust. Mikil ringulreið greip um sig í miðborg Algeirsborgar en þúsundir flykktust út á götur og sjúkrabílar þustu á vettvang. Fréttastofa alsírska ríkisins sagði frá.

Olíumálið fyrir Héraðsdómi í dag

Mál olíufélaganna gegn samkeppnisyfirvöldum og íslenska ríkinu verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Olíufélögin krefjast þess að sektargreiðslur samkeppnisyfirvalda vegna ólögmæts samráðs félaganna verði minnkaðar eða felldar niður.

Kárahnjúkar virkja kínverska drauma

Kárahnjúkavirkjun er þegar farin að hafa áhrif á landann. En það sem oft gleymist er að hún hefur áhrif langt út fyrir landsteinana. Þetta kemur fram í grein sem birt var á vefsíðu Time þann 6. apríl síðastliðinn.

Vilja að Landgræðsluskóli SÞ verði í Gunnarsholti

Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur rætt þá hugmynd við utanríkisráðuneytið og landbúnaðarráðuneytið að fyrirhugaður Landgræðsluskóli Sameinuðu þjóðanna hér á landi verði staðsettur í Gunnarsholti.

Framleiðsla á áli hafin við Reyðarfjörð

Framleiðsla á áli í álveri Alcoa Fjarðaráls við Reyðarfjörð er hafin og verður tappað af fyrstu kerjunum á morgun. Um er að ræða framleiðslu í 42 kerjum sem eiga skila alls 45 þúsund tonnum af áli. Byrjað var að hita kerin á mánudaginn en alls verða 336 ker í álverinu með framleiðslugetu upp á 346 þúsund tonn þegar framkvæmdunum lýkur.

Yfirmaður tyrkneska hersins heldur fréttamannafund

Yfirmaður tyrkneska hersins heldur fréttamannafund á morgun en í Tyrklandi er herinn talinn valdamikill og er fundarins því beðið með eftirvæntingu. Forsetakosningar verða haldnar í landinu í næsta mánuði. Elíta landsins, en til hennar teljast margir herforingjar, eru þeirrar skoðunar að trúmál og stjórnmál fari ekki saman.

Kanna vellíðan og streitu eldisfiska

Matvælarannsóknir Íslands (Matís) og Háskólinn á Hólum taka þátt í umfangsmiklu Evrópuverkefni til fimm ára þar sem rannsaka á vellíðan og streitu eldisfiska.

Nærri 50 kærðir fyrir hraðakstur í nágrenni Hvolsvallar

46 ökumenn voru kærðir fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglunnar á Hvolsvelli um páskana. Eftir því sem segir í dagbók hennar var tæplega helmingur ökumannanna útlendingar en lögregla á Hvolsvelli hefur síðustu misserum haft afskipti fjölda ferðamanna sem aka greitt um umdæmi hennar.

Dæmdur samkvæmt hryðjuverkalögum í Danmörku

Dómstóll í Kaupmannahöfn dæmdi í morgun Dana af marokkóskum uppruna í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hvetja til hryðjuverka. Said Mansour var þar með sá fyrsti sem dæmdur er samkvæmt hryðjuverkalögum í Danmörku sem sett voru eftir árásirnar 11. septermber 2001.

Stofnfrumumeðferð hjálpar sykursjúkum

Fólk með sykursýki gat hætt að nota insúlínsprautur þar sem líkami þeirra fór að framleiða insúlín eftir að fólkið gekkst undir stofnfrumumeðferð. 15 manns með sykursýki af gerð 1 tóku þátt í rannsókninni en niðurstöður hennar voru birtar í gær.

Heimili Johnny Cash brann

Fyrrum heimili söngvarans Johnny Cash brann til grunna í dag á meðan á endurbótum á því stóð fyrir Barry Gibb hinn nýja eiganda þess, en hann er meðlimur úr hljómsveitinni Bee Gees.

Falist eftir 4 vikna barni í herinn

Þjóðverjar falast eftir fjögra vikna barni í herþjónustu. Þýskiherinn sendi út tilkynningu til fjögra vikna gamals barns og skipuðu honum að mæta til vinnu innan næstu tíu daga. Talið er að starfsmaður hafi setti inn vitlausan afmælisdag þegar senda átti út tilkynningarnar. Hringt var í fjölskylduna um leið og atvikið uppgötvaðist og þau beðin um að hunsa tilkynningu hersins sem væri á leið til þeirra í póstinum.

Skotið í skólastofu í Chicago

Tveir fimmtán ára framhaldsskólanemar í Chicago Bandaríkjunum urðu fyrir skoti í skólastofu sinni í dag. Atvikið gerðist með þeim hætti að annar drengjanna rétti hinum byssuna og hleypti þar með skoti úr byssunni. Farið var með báða strákana á sjúkrahús en sár þeirra eru ekki talin vera alvarleg. Er þetta í annað skiptið sem nemendur verða fyrir skoti á innan við mánaðar tímabili í skólanum.

Ausandi rigning á Spáni yfir páskana

Þúsundir Íslendinga sem hugðust verja páskaleyfinu í sól og sumaryl á Spáni hafa í staðinn orðið að hírast innandyra í ausandi rigningu. Óvenjumikil úrkoma hefur verið við Miðjarðarhafið undanfarnar vikur.

Vélarvana bát rak hratt að landi

Feðga á fiskibáti frá Keflavík rak hratt að landi með 14 tonn af þorski í lestinni eftir að bátur þeirra varð aflvana við Sandgerði í gærkvöldi. Allt tiltækt björgunarlið var kallað út.

Harður árekstur á Kringlumýrarbraut í morgun

Óskemmtileg sjón blasti við vegfarendum á Kringlumýrarbraut í morgun eftir árekstur stórs flutningabíls, fólksbíls og jeppa. Svo harður var áreksturinn að jeppinn valt en loka þurfti veginum um stund af þessum sökum.

Á batavegi eftir lífshættulega hnífsstungu

Fimmtugur karlmaður sem hlaut lífshættulega hnífstungu í síðustu viku er á batavegi. Hann liggur nú á hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala-háskólasjúkrahús. Maðurinn fékk hjartastopp við komuna á bráðamóttöku en hárrétt viðbrögð og ótrúleg árvekni starfsmanna urðu honum til lífs.

Dæmdir fyrir fjöldamorð

Stríðsglæpadómsstóll í Serbíu dæmdi í dag fjóra menn til fangelsisvistar fyrir þátt sinn í fjöldamorðunum í Srebrenica í Bosníu í júlí 1995. Þeir voru meðlimir í serbneskum vígasveitum, Sporðdrekasveitunum svokölluðu.

Skipt um stjórn í Glitni á næstunni

Saxbygg, sem meðal annars er í eigu Nóatúns fjölskyldunnar, og Tom Hunter eru meðal kaupenda að fjórðungshlut í Glitni. Fyrir helgi var gengið frá viðskiptum með hlutabréf í Glitni fyrir á annan hundrað milljarð króna. Búist er við að boðað verði til hluthafafundar fljótlega og þá skipt um stjórn. Bjarni Ármannsson segist áfram vilja stýra bankanum þrátt fyrir breytt eignarhald.

Fær ekki fósturvísana

Síðasti vonarneisti breskrar konu um að verða barnshafandi dó út í dag þegar Mannréttindadómstóll Evrópu kvað upp þann dóm að hún fengi ekki að nota fósturvísa úr fyrra hjónabandi sínu.

Vinstri grænir vilja útrýma fátækt

Vinstri hreyfingin grænt framboð segir raunhæft að bæta kjör hinna verst settu og útrýma fátækt án þess að hækka skatta. Þeir hafa lagt fram tillögur sem kosta myndu ríkissjóð tólf milljarða króna.

Fjögur ár breyta miklu í fylgi flokkanna

Töluverður munur er á fylgi flokkanna í skoðanakönnunum núna miðað við sama tíma fyrir fjórum árum. Eini flokkurinn sem fékk meira fylgi í síðustu alþingskosningum en skoðanakannanir á lokasprettinum gáfu til kynna, var Framsóknarflokkurinn.

Boðar ekki til útgjaldaveislu

Ekkert stopp og engar handbremsur í atvinnu- og efnahagsmálum, segja framsóknarmenn sem kynntu í dag stefnuskrá sína fyrir komandi þingkosningar. Flokkurinn leggur áherslu á velferðarmál en segist ekki boða til útgjaldaveislu með stefnumálum sínum.

Sjá næstu 50 fréttir