Innlent

Á batavegi eftir lífshættulega hnífsstungu

Fimmtugur karlmaður sem hlaut lífshættulega hnífstungu í síðustu viku er á batavegi. Hann liggur nú á hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala-háskólasjúkrahús.

Maðurinn fékk hjartastopp við komuna á bráðamóttöku en hárrétt viðbrögð og ótrúleg árvekni starfsmanna urðu honum til lífs.

Maðurinn sat ásamt þremur félögum sínum við drykkju í heimahúsi í Reykjavík. Svo virðsti sem til einhverra orðaskipta hafi komið sem lyktaði með því að einn mannanna sótti hníf inn í eldhús og stakk fórnarlambið tvisvar. Að minnsta kosti önnur stungan hitti hann í hjartastað.

Læknir sem mætti á vettvang sá strax hversu alvarlegt ástand mannsins var og óskaði eftir því að hjartalæknir yrði tilbúinn á bráðamóttökunni til að taka á móti manninum.

Lögreglan rannsakar árásina sem tilraun til manndráps. Árásarmaðurinn hefur játað verknaðinn en hann var í síðustu viku úrskurðaður í fimm vikna gæsluvarðhald.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×