Innlent

Styðja leikskóla heyrnarlausra í Namibíu

Vilhjálmur Wiium, umdæmisstjóri ÞSSÍ, heimsótti skólann og undirritaði samninginn ásamt framkvæmdastjóra CLaSH, Heidi Beinhauer.
Vilhjálmur Wiium, umdæmisstjóri ÞSSÍ, heimsótti skólann og undirritaði samninginn ásamt framkvæmdastjóra CLaSH, Heidi Beinhauer. MYND/ÞSSÍ

Þróunarsamvinnustofnun Íslands undirritaði á dögunum samstarfsamning við eina þróaða leikskólann í Namibíu fyrir heyrarlaus börn. Samtökin CLaSH reka skólann en hann var stofnaður fyrir nærri tveimur áratugum.

Eftir því sem segir í tilkynningu frá Þróunarsamvinnustofun stunda sex til átta börn nám í skólanum um þessar mundir en til stendur að fjölga þeim upp í tíu hið fyrsta. Vegna fordóma sem ríkja í garð heyrnarlausra í landinu miðast starf CLaSH ekki bara að því að reka leikskólann heldur miðla þekkingu og standa fyrir námskeiðum og verkefnum fyrir foreldra og aðra sem tengjast samfélagi heyrnarlausra.

Framlag Þróunarsamvinnustofnunar á þessu ári er um ein milljón króna sem nýtist til reksturs leikskólans og annarra starfa CLaSH í þágu heyrnarlausra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×