Innlent

Velja kviðdómendur vegna morðsins á Turner

MYND/Heiða

Val á kviðdómendum í morðmáli Ashley Turner, sem myrt var í herstöðinni á Keflavíkurflugvelli í ágúst 2005, hefst í Washington í Bandaríkjunum í dag.

Réttarhöld hefjast svo í málinu á mánudag og er reiknað með að þau standi yfir í fimm vikur. Annar hermaður, Calvin Hill, var handtekinn fyrir morðið á Turner og hefur hann verið í haldi síðan daginn eftir morðið. Hann er sakaður um morð að yfirlögðu ráði og gæti átt dauðadóm yfir höfði sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×