Innlent

Kippur á fasteignamarkaði á fyrri hluta árs

MYND/Vilhelm

Fasteignamarkaðurinn hefur verið líflegur það sem af er ári og hækkaði húsnæðisverð hressilega á fyrstu tveimur mánuðum ársins að því er segir í Morgunkorni greiningardeildar Glitnis.

Þar segir enn fremur að húsnæðisverð hafi verið 2,6 prósentum hærrra í febrúar í ár en í desember á síðasta ári. Þá hafi fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu í mars verið meiri en á sama tíma í fyrra og vísbendingar séu um að húsnæði hafi einnig hækkað í verði í þeim mánuði.

Skýrir greiningardeildin þessa þróun með auknum kaupmætti á síðustu mánuðum og betri aðgangi að lánsfé til íbúðakaupa. Deildin telur hins vegar að kaupmáttaraukningin verði minni á næstu misserum og því muni hægjast um á fasteignamarkaði þegar líða taki á árið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×