Innlent

Nærri 50 kærðir fyrir hraðakstur í nágrenni Hvolsvallar

Frá Hvolsvelli.
Frá Hvolsvelli.

46 ökumenn voru kærðir fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglunnar á Hvolsvelli um páskana. Eftir því sem segir í dagbók hennar var tæplega helmingur ökumannanna útlendingar en lögregla á Hvolsvelli hefur síðustu misserum haft afskipti fjölda ferðamanna sem aka greitt um umdæmi hennar. Sá sem hraðast ók mældist á 130 kílómetra hraða á Suðurlandsvegi nærri þéttbýli.

Þá voru tveir ökumenn teknir fyrir ölvunarakstur um páskahhelgina en lögreglan á Hvolsvelli og Selfossi unnu saman að ölvunareftirliti. Lögreglan fór tvær ferðir í eftirlit á hálendið um helgina en ekki var hægt að fljúga yfir svæðið á þyrlum Landhelgisgæslunnar eins og til stóð vegna veðurs. Slíkt eftirlit verður þó í vor og sumar eftir því sem því verður við komið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×