Fleiri fréttir

Frambjóðendur börðust í brekkunum

Það var margt um manninn í Hlíðarfjalli í gær í góðu veðri. Þá fór einnigfram skíðakeppni frambjóðenda til alþingiskosningana í vor. Meðal keppandavoru fulltrúar Framskóknarflokks, Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Íslandshreyfingarinnar.

Skíði og messur

Það er opið í dag frá kl. 9-17 í Hlíðarfjalli. Allar lyftur verða opnar og skíðafærið er troðinn þurr snjór. Það snjóaði 10 cm. jafnföllnum snjó í nótt er því skíðfærið með besta móti. Skíðstaðatrimm Flugfélags Íslands hefst kl. 14 við gönguhúsið í Hlíðarfjalli.

Bresku sjóliðarnir fá að selja sögu sína

Bresku sjóliðarnir fimmtán sem fangaðir voru af Írönum gætu fengið yfir þrjátíu milljónir króna fyrir að sögu sína hjá fjölmiðlum. Breskir hermenn mega ekki selja sögur sínar, en varnarmálaráðneytið ákvað að gefa undanþágu sökum sérstakra aðstæðna.

Tveir handteknir fyrir innbrot á Ísafirði

Tveir karlmenn um tvítugt voru handteknir á Ísafirði fyrir að hafa brotist inn í heimahús í nótt. Að sögn lögreglu ætluðu þeir að gera upp mál við einn íbúa hússins.

Hálka og hálkublettir á vegum

Á Suðurlandi og á Vesturlandi eru vegir víðast hvar greiðfærir, þó er hálka á Holtavörðuheið og hálkublettir á Snæfellsnesi. Á Vestfjörðum og á Norðurlandi er hálka, hálkublettir og snjóþekja.

Vilhjálmur Bretaprins syrgir vinkonu

Ung kona, sem lést þegar vegsprengja sprakk í Írak á fimmtudaginn, var náin vinkona Vilhjálms Bretaprins. Konan, sem var tuttugu og fjögurra ára, var meðal bresku hermannanna fjögurra sem létu lífið í árás á eftirlitstöð þeirra í Basra í Írak.

Flugvél forsætisráðherra gerð afturræk

Íranar neituðu að leyfa flugvél Nuris al-Malikis, forsætisráðherra Íraks, að fljúga um lofthelgi sína, í nótt. Forsætisráðherrann var á leið í opinbera heimsókn til Asíu. Flugvél hans var kominn inn í Íranska lofthelgi þegar flugmaðurinn fékk fyrirmæli um að snúa aftur og fara út úr lofthelginni.

Vilja 1300 fanga fyrir ísraelska hermanninn

Hamas samtökin hafa lagt fram lista með nöfnum 1300 Palestínumanna sem þeir krefjast að verði látnir lausir í skiptum fyrir ísraelska hermanninn Gilad Shalit, sem var rænt fyrir tíu mánuðum. Talsmaður Hamas segir að listinn hafi verið afhentur Egyptum og að þetta sé skýr vísbending um að hreyfing sé að komast á málið.

Sérsveit gegn þjófum frá Austur-Evrópu

Norska lögreglan er að stofna sérsveit sem hefur það verkefni að uppræta innbrots- og þjófagengi frá Austur-Evrópu. Mikið er um slík gengi í Noregi og Svíþjóð. Sum þeirra koma sér upp höfuðstöðvum á afskekktum stöðum í löndunum tveimur og fara þaðan í ránsleiðangra.

Miskunsamir Rússar

Rússar gera um páskana lítillega undanþágu á flugbanni sínu á nágrannaríkið Georgíu. Þrem flugvélum er leyft að fljúga á milli Tblisi og Moskvu. Farþegarnir eru Georgíumenn sem fá að heimsækja ættingja sína í Rússlandi. Rússar settu flugbann á Georgíu fyrir sex mánuðum, eftir að þrír Rússar voru handteknir þar í landi, sakaðir um njósnir.

Ánægður með athygli Páls Óskars

Jógvan Hanson kom sá og sigraði með yfirburðum í lokaumferð X-Factors í gærkvöldi. Hann bar sigurorð af Hara-systrum frá Hveragerði, þrátt fyrir að þær hafi að margra mati átt atriði kvöldsins. Jógvan er þar með fyrsti sigurvegari Íslands í X-Factor en hann sigraði með ríflega 70 prósent atkvæða. Hara systur gerðu hvað þær gátu en að margra mati áttu þær atriði kvöldsins þegar þær tóku Júróvisjon lag Ruslönu með miklum glæsibrag.

Karlmaður í haldi vegna elds við Kríuhóla

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fór í tíu útköll á síðasta einum og hálfum sólarhring. Tveir menn brenndust á andliti og höndum í nótt þegar kviknaði í bíl sem þeir voru í. Þá kom eldur upp í íbúð við Kríuhóla í dag og við Seljaveg í gærkvöldi.

Fimmti ferðamaðurinn til að fara út í geiminn

Miljarðamæringurinn Charles Simonyi varð í dag fimmti ferðamaðurinn til að fara út í geiminn. Simonay var um borð í rússneskri soyuz geimflaug sem skotið var á loft í Kazakstan.

Hugvit og tækniþekking helsta framlagið gegn loftsslagsvandanum

Umhverfisráðherra segir íslenska stóriðju ekki stærsta umhverfisvandamálið í heiminum, heldur notkun jarðeldsneytis. Ráðherrann segir hugvit og tækniþekkingu stærsta framlag Íslendinga til að sporna gegn loftsslagsbreytingum og draga úr myndun gróðurhúsalofttegunda.

Vatnslaust í Stykkishólmi

Vatnslaust hefur verið í Stykkishólmi, í dag. Stofnæðin til bæjarins fór í sundur laust eftir klukkan 11 í morgun rétt neðan við Hamraenda. Verktaki sem vann við nýja lögn hjó í gömlu lögnina með þeim afleiðingum að gat kom á hana. Nú er unnið að viðgerð en reikna má með að það geti tekið nokkurn tíma því mikið vatn flæðir úr lögninni og tefur það viðgerð

Páskaeggjaleit á hafsbotni

Íbúar í Flórída í Bandaríkjunum geta í ár tekið þátt óvenjulegri páskaeggjaleit. Verslun nokkur ákvað að bregða á leik og faldi páskaegg, á tuttugu og fimm metra dýpi, á friðuðu hafsvæðin undan ströndum Flórída.

Yfirmenn gríska skemmtiferðaskipsins ákærðir

Skipstjóri og fimm yfirmenn gríska skemmtiferðaskipsins sem fórst á gríska Eyjahafinu í fyrradag hafa verið ákærðir fyrir vanrækslu. Tveggja er enn saknað en um sextán hundruð manns voru um borð í skipinu.

Karlmenn umburðarlyndir gagnvart brjóstagjöf

Yfirgnæfandi meirihluti Dana telur að það sé ekkert athugavert við að mæður gefi börnum sínum brjóst á opinberum stöðum. Enginn er hissa á því, en það sem kannski kemur á óvart er að danskir karlmenn eru nokkuð umburðarlyndari í þessum málum en konur.

Cortes í 11. sæti með óútkomna plötu

Plata Garðars Thórs Cortes er komin í 11. sæti yfir mest seldu klassísku plöturnar á vef HMV búðana sem er stærsta hljómplötuverslunarkeðja Bretlands, og er hún þó ekki komin út. Þarna er eingöngu um fyrirfram pantanir að ræða. Platan nefnist einfaldlega Cortes og á henni eru mörg stórverk tónbókmenntanna.

Kommúnistar átu kanínurnar mínar

Þýski kanínuræktandinn Karl Szmolinsky hefur áhyggjur af því að háttsettir embættismenn í Norður-Kóreu hafi étið risakanínurnar sem hann seldi þeim til undaneldis, á síðasta ári. Karl hefur ræktað kanínur í 47 ár og unnið til fjölda verðlauna. Kanínurnar sem hann ræktar eru risastórar og mjög matarmiklar.

Hatast við sænsku konungsfjölskylduna

Sænska konungsfjölskyldan hefur leitað lögfræðiráðgjafar vegna hatursfullrar heimasíðu sem bandarískur bókstafstrúarsöfnuði hefur haldið úti í tvö ár. Ástæðan fyrir þessu hatri er sú að fyrir tveim árum var sænskur prestur sakfelldur fyrir að espa til haturs gegn samkynhneigðum. Á heimasíðunni er Karl Gústaf meðal annars kallaður konungur kynvilltra hóra.

Hver er uppruni og merking páskaeggsins?

Saga páskaeggsins á Íslandi er ekki löng og nær reyndar ekki lengur aftur í tímann en til annars áratugs 20. aldar. Saga páskaeggsins er þó mun lengri í Evrópu.

Ungir Danir falla á ríkisborgaraprófi -vilt þú reyna ?

Tuttugu og tvö prósent Dana á aldrinum 18-25 ára falla á prófi sem innflytjendur þurfa að standast til þess að fá ríkisborgararétt. Leitað var til meira en 7000 Dana á þessum aldri og prófspurningarnar lagðar fyrir þá. Spurningarnar eru 40 talsins og menn þurfa að svara minnst 28 rétt til þess að standasst prófið.

Færeyingar stoltir af Jógvan

Færeyingar eru glaðir mjög yfir því að Jógvan þeirra skyldi vinna X-Faktorinn á Íslandi og er um það getið í öllum fjölmiðlum eyjanna. Faktorinn var sýndur í beinni útsendingu í færeyska sjónvarpinu, en Færeyingar gátu hinsvegar ekki tekið þátt í símaatkvæðagreiðslunni. Það er rækilega tekið fram í færeysku miðlunum, og eru þeir stoltir yfir því að Jógvan skyldi vinna með sjötíu prósentum atkvæða án aðkomu landa sinna. Vikublaðið færeyska segir um keppnina:

Sakar breska herinn um að leikstýra sjóliðunum

Talsmaður íranska utanríkisráðuneytisins sakar breska herinn um að leikstýra bresku sjóliðunum sem teknir voru fyrir meint landhelgisbrot í íranskri lögsögu. Leiksýning hafi verið sett á svið á blaðamannafundi í gær en hún breiði ekki yfir þá staðreynd að hermennirnir hafi verið í óleyfi í íranskri lögsögu.

Páfi bað fólk um að sýna samúð

Krossfestingar Jesú Krists var minnst víða um heim í gær. Í táknrænni athöfn sem haldin var í Róm bað páfi um að þeim sem þjást yrði sýnd samúð.

Banvæn forvitni

Sextán manns fórust og fjölmargir slösuðust þegar jeppi sprakk í loft upp í Tamil Nadu héraði á Indlangi í dag. Þetta er ekki hryðjuverk heldur slys. Jeppinn var að flytja sprengiefni og var yfirhlaðinn. Vélin ofhitnaði svo að það kviknaði í henni.

Vill að Bretar séu jákvæðir

Sendiherra Írana í Lundúnum segir Breta eiga að bregðast jákvætt við lausn sjóliðanna fimmtán. Sjóliðarnir voru í haldi Írana í tæpar tvær vikur. Þeir sögðu á blaðamannafundi í gær að þeir hefðu verið beittir harðræði af Írönum.

Stunginn til bana í fjöldaslagsmálum í Álaborg

Rúmlega tvítugur maður lét lífið eftir að hafa verið stunginn í slagsmálum á skemmtistað í Álaborg í Danmörku í nótt. Flytja þurfti sex aðra á slysadeild eftir slagsmálin, tveir þeirra eru í lífshættu. Lögreglan hefur handtekið einn vegna málsins.

Loftárásir gerðar á Gasasvæðinu

Ísraelsmenn gerðu í morgun loftárásir á byggingar nærri Jabaliya flóttamannabúðunum á Gasasvæðinu. Tuttugu og tveggja ára karlmaður lét lífið. Maðurinn tilheyrði herskáum samtökum en Ísraelar telja að Palestínumenn hafi skotið flugskeytum á Ísrael frá svæðinu.

Jógvan sigraði X-Factor

Jógvan Hansen kom sá og sigraði í keppninni X-Factor á stöð 2 í gærkvöldi. Jógvan bar sigurðorð af HARA systrum frá Hveragerði sem veittu honum harða keppni. Jógvan er þar með fyrsti sigurvegarinn Íslands í X-Factor en hann sigraði eftir símakosningu með ríflega 70 prósent atkvæða.

Eldur kom upp við Seljaveg

Engin slys urðu á fólki þegar eldur kom upp í íbúð á fyrstu hæð við Seljaveg á tólfta tímanum í gærkvöldi. Í upphafi slökkvistarf var slökkvilið fáliðað þar sem þrír bílar þeirra voru uppteknir í útkalli vegna sinuelda í Hafnarfirði. Fljótlega komu þó fleiri bílar á staðinn og vel gekk að ráða niðurlögum eldsins. Alls voru níu brunaútköll hjá slökkviliðinu í gærkvöldi og flest þeirra vegna sinuelda. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu er það mildi að bruninn við Seljaveg í gærkvöldi var ekki stærri og áhyggjuefni að slökkviliðið sé æ oftar upptekið við að klappa þúfum. Hann segir fólk verða að gera sér grein fyrir hættunni sem verið að sé að bjóða heim með þessum alvarlega leik sem sinubruni er.

Mikill erill hjá lögreglu

Tveir menn brenndust á höndum og andliti þegar eldur kom upp í bíl sem þeir voru í. Mennirnir sem eru ungir að árum höfðu lagt bílnum við flugvallarveg þar sem þeir tóku sig til við að sniffa kveikjaragas. Eitthvað hefur víman sú ekki dugað til því að því loknu kveiktu þeir sér í sígarettu. Við það blossaði mikill eldur í bílnum og mennirnir komust út við illan leik. Slökkvilið var kallað til og gekk vel að ráða niðurlögum eldsins. Mennirnir voru fluttir á slysadeild og að sögn lögreglu voru þeir með fyrsta og annan stigs bruna á andliti og höndum. Bíllinn er að sögn lögreglu illa sviðinn að innan.

Víða sinueldar í borginni

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur þurft að sinna nokkrum útköllum í dag vegna sinubruna hér og þar í borginni og nágrenni hennar. Þrisvar hefur slökkvilið verið kallað til í Hafnarfjörðinn nú seinni partinn í dag og í kvöld vegna sinubruna, sem þó hafa allir verið minniháttar og viðráðanlegir. Slökkvilið segir benda til þess að þar séu brennuvargar að verki sem gangi um og kveiki elda. Það hefur verið þurrt og nokkuð kalt í borginni undanfarna daga og við slíkar aðstæður verður sina mjög þurr og eldfim. Búist er við vætu á morgun og þá þurfa brennuvargar eitthvað að bíða áður en þeir geta haldið áfram sinni hættulegu iðju, hafi lögregla ekki hendur í hári þeirra áður.

Umferðaróhapp á Snæfellsnesvegi

Umferðaróhapp varð á Snæfellsnesvegi við Bjarnarhöfn í dag. Óhappið varð þegar bíll var að taka fram úr öðrum við gatnamót þar sem það er bannað. Engan sakaði en voru ökumenn beggja bíla fluttir á sjúkrahúsið í Stykkishólmi þar sem læknir gekk úr skugga um það. Bílarnir voru báðir óökuhæfir eftir óhappið og þurfti kranabíla til að draga þá í burtu.

Úrslitin í X-Factor í kvöld

Úrslitakvöld X-Factors verður haldið í Vetrargarði í Smáralind í kvöld og keppa Hara systur og Færeyingurinn Jógvan um X-factorinn. Þau segja engu máli skipta hver beri sigur úr býtum því öll séu þau bestu vinir. Þótt Færeyingar geti ekki tekið þátt í símakosningunni verður keppnin send út beint í færeyska sjónvarpinu í fyrsta skipti í kvöld.

Aukinn máttur í hendur eftir aðgerð

Þeir sem hafa lamast fyrir neðan brjóstkassa og misst nær allan mátt í höndunum geta nú öðlast nokkurn handarmátt að nýju. Með aðgerð er hægt að færa fólki aukinn mátt í hendurnar og er reynslan af slíkum aðgerðum góð. Læknir sem lamaðist eftir umferðarslys á Reykjanesbraut fyrir tæpum áratug er á leið í slíka aðgerð.

Sjá næstu 50 fréttir