Fleiri fréttir Gengi DeCode hækkar Hlutabréf í DeCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, hækkuðu um tíu prósent á NASDAQ hlutabréfamarkaðnum fyrir helgi, eftir að greiningaraðili uppfærði bréfin vegna væntinga um jákvæðar fréttir af fyrirtækinu á næstunni. Hlutabréfin hækkuðu um 35 sent á hlut, eða um 10 prósent. 10.3.2007 12:30 Rafrænum skilríkjum dreift í haust Meirihluti landsmanna verður kominn með rafræn skilríki í seðlaveskið á næsta ári. Þau ættu að einfalda fólki lífið og auka öryggi barna og unglinga sem vilja spjalla saman á netinu. 10.3.2007 12:15 Sýningin tækni og vit er um helgina Sýningin tækni og vit er opin almenningi um helgina en á sýningunni kynna mörg helstu hátæknifyrirtæki landsins það nýjasta í tækni og þekkingu. Sýningin stærsti viðburður sem haldinn hefur verið á Íslandi á þessu sviði. 10.3.2007 12:00 Rússar rannsaka PwC Rússneskir rannsóknarmenn réðust í gær inn á skrifstofur PriceWaterhouseCoopers (PwC) í Moskvu. Þeir segjast hafa verið að leita að gögnum sem að styðja við rannsóknina í máli gegn þeim en PwC er sakað um að hafa skrifað upp á falsaða reikninga og uppgjör fyrir Yukos, fyrrum rússneskan olíurisa, sem nú er gjalþrota. 10.3.2007 11:45 MK nemar styrkja Dvöl MK-nemar halda fata- og nytjamarkað í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar að Hamraborg 11 nú um helgina, bæði laugardag og sunnudag, kl. 11-16. Markaðurinn er haldinn í samvinnu við Dvöl, athvarf fyrir geðfatlaða í Kópavogi, og rennur allur ágóði óskiptur í ferðasjóð athvarfsins. 10.3.2007 11:30 FBI misnotaði vald sitt Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, misnotaði vald sitt til þess að nálgast upplýsingar um fólk sem hún hafði engan rétt á því að fá. Þetta kemur fram í skýrslu sem að eftirlitsstofnun innan dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna gaf frá sér í gær. FBI hefur þegar viðurkennt mistök sín. 10.3.2007 11:15 Fertugum er ekki allt fært Fertug kona var flutt á lögreglustöðina í Reykjavík eftir umferðaróhapp á Kringlumýrarbraut í gær vegna gruns um að hún væri undir áhrifum lyfja. Sama kona var stöðvuð við akstur í Lönguhlíð síðar um daginn og þá þótti einsýnt að hún væri undir áhrifum lyfja. Aksturslag hennar var stórhættulegt en konan virtist vera við það að sofna þegar að var komið. Hún var færð á lögreglustöð þar sem læknir úrskurðaði að konan væri óhæf til aksturs. 10.3.2007 11:00 Vinnuslys í Gufunesi Karlmaður á þrítugsaldri var fluttur á slysadeild eftir vinnuslys sem hann varð fyrir við Sorpu í Gufunesi um hádegisbil í dag. Sýningarbás sem komið var með til eyðingar í Sorpu féll á fót mannsins af lyftara. 9.3.2007 22:20 Marorka hlaut Vaxtarsprotann Fyrirtækið Marorka hlaut Vaxtarsprotann, viðurkenningu fyrir uppbyggingu sprotafyrirtækis. Það var Jón Sigurðsson iðanaðar- og viðskiptaráðherra sem afhenti Jóni Ágústi Þorsteinssyni framkvæmdastjóra Marorku viðurkenninguna. Fyrirtækið jók veltu sína milli áranna 2005 og 2006 um 87,5% sem var mesti vöxtur sprotafyrirtækis á tímabilinu. Marorka er tæknifyrirtæki sem þróar tölvukerfi sem lágmarka olíunotkun skipa og draga þar með úr mengun og kostnaði. Fyrirtækið var stofnað árið 2002 með þremur starfsmönnum en í dag eru starfsmenn orðnir 24. 9.3.2007 22:02 Græna línan rifin Kýpur-Grikkir byrjuðu seint í gær að rífa niður múrinn sem klýfur höfuðborgina Nikosíu í tvennt, einu höfuðborg Evrópu sem enn er klofin með landamærum. 9.3.2007 20:25 Eftirlaunaaldur hækkaður í Þýskalandi Eftirlaunaaldur verður hækkaður í Þýskalandi. Þetta var samþykkt á þinginu þar í landi í dag með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Nú er eftirlaunaaldurinn 65 ár en verður hækkaður upp í 67 ár. Þetta er gert vegna þess að fæðingatíðni er með því lægsta sem gerist í Evrópu í Þýskalandi og fer því fólki á vinnumarkaði fækkandi. 9.3.2007 20:00 Andstæðingar álversstækkunar eiga við ofurefli að etja Heldur hefur dregið úr andstöðu Hafnfirðinga við stækkun álversins í Straumsvík, ef marka má nýja könnun sem Blaðið birtir í dag. Talsmaður Sólar í Straumi, sem berst gegn stækkuninni, segir andstæðinga álversins eiga við ofurafl að etja. 9.3.2007 18:50 Amnesty krefst rannsóknar á aðferðum lögreglu Amnesty International hefur farið fram á það við danska dómsmálaráðuneytið að rannsakað verði hvort lögregla hafi beitt óhóflegu harðræði í óeirðunum á Norðurbrú um síðustu helgi. Í bréfi frá Amnesty til dómsmálaráðuneytsins segir að samtökunum hafi borist kvartanir vegna fjöldahandtaka, fangelsun unglinga undir aldri með fullorðnum og ofbeldi gegn föngum en segjast ekki hafa gögn sem styðja við ásakanirnar. Hinsvegar segist Amnesty óttast að pottur sé brotinn þar sem margar kvartanir hafi borist, annars hefði ekki verið beðið um rannsókn. 9.3.2007 18:50 Paisley sigraði Sambandsflokkur Ian Paisleys er sigurvegari kosninganna á Norður-Írlandi. Flokkurinn hlaut 36 af 108 þingsætum en Sinn Fein fékk 28. Næstur var Sameiningarflokkur Ulsters með 18 sæti. 9.3.2007 18:45 Vinstri grænir næst stærstir Vinstrihreyfingin - grænt framboð er næststærsti flokkurinn á eftir Sjálfstæðisflokki samkvæmt nýrri skoðanakönnun Capacent Gallup fyrir Ríkisútvarpið og Morgunblaðið. Innan við sjö prósentum munar á fylgi flokkanna tveggja. Búast má við því að tónninn í garð vinstri grænna eigi eftir að harðna nokkuð í ljósi þessa. 9.3.2007 18:45 Ástæðulaus gagnrýni segir fjármálaráðherra Fjármálaráðherra segir að ekki sé verið að þrengja að starfsemi fjármálafyrirtækja í landinu með nýlegri reglugerð, eins og stjórnarformaður Straums Burðaráss fullyrti í gær. Þá tæki fjármálaráðuneytið ekki við tilskipunum frá Seðlabankastjóra en hlustað væri eftir sjónarmiðum hans rétt eins og sjónarmiðum fjármálafyrirtækjanna. 9.3.2007 18:43 Sögulegur samningur Fimmtungur orkunotkunar aðildarríkja Evrópusambandsins verður frá endurnýjanlegum orkugjöfum árið 2020. Leiðtogar ríkja Evrópusambandsins samþykktu þetta í morgun. Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, segir samninginn marka tímamót. 9.3.2007 18:30 Stjórnarandstaða fíflast með alvarleg málefni Frumvarp ríkisstjórnarinnar um auðlindaákvæði í stjórnarskrá verður tekið á dagskrá á mánudag. Stjórnarandstaðan segir að frumvarpið eigi að festa í sessi núverandi kvótakerfi. Hún neitaði að veita afbrigði svo hægt væri að koma frumvarpinu á dagskrá í dag. Forsætisráðherra sakaði stjórnarandstæðinga um að reyna að koma illu til leiðar í stjórnarsamstarfinu og fíflast með alvarleg málefni. 9.3.2007 18:26 Umboðsmaður barna aðhefst ekki vegna forsíðu Umboðsmaður barna telur ekki ástæðu til að bregðast við ábendingum doktors í fjölmiðlafræði um að forsíða auglýsingabæklings Smáralindar feli í sér klámfengnar vísanir. Fjórtán ára fyrirsæta er á forsíðunni. 9.3.2007 18:24 Vistmenn Byrgis orðnir sakborningar Fyrrverandi vistmenn í Byrginu hafa verið boðaðir í yfirheyrslu til Skattrannsóknarstjóra með réttarstöðu sakbornings. Svo virðist sem nýverið hafi verið skráðar á þá launagreiðslur og þeir grunaðir um að hafa ekki gefið þær upp. Konur sem kært hafa Guðmund fyrir kynferðisbrot eru meðal þeirra sem boðaðir eru í yfirheyrslu. 9.3.2007 18:20 Borgaryfirvöld buðu ungmennum annað hús Það lá fyrir tilboð um að selja notendum Ungdomshuset á Norðurbrú annað húsnæði á Stevnsgade sem er nærri Jagtvej 69 þar sem Ungdomshuset stóð en því tilboði var ekki tekið. Þetta segir Ritt Bjerregaard borgarstjóri Kaupmannahafnar. 9.3.2007 17:43 Nýr samstarfsvettvangur SF og LÍÚ Landsamband íslenskra útvegsmanna, LÍÚ og Samtök fiskvinnslustöðva, SF stonuðu saman í dag Samtök atvinnurekenda í sjávarútvegi sem verða samstarfsvettvangur samtakanna tveggja. Í tilkynningu segir að meginhlutverk samstarfsins felist í nánara samstarfi og samþættingu verkefna er varða kynningar- og ímyndarmál sjávarútvegisns, auk umhverfismála og annarra verkefna sem varða sameiginlega hagsmuni. Þá var kjörin stjórn hinna nýju samtaka sem í sitja fimm fulltrúar, þrír frá LÍÍ og tveir frá SF. Stjórn samtakanna skipa Björgólfur Jóhannsson, Eiríkur Tómasson og Friðrik J. Arngrímsson f.h. LÍÚ og Arnar Sigurmundsson og Jóhannes Pálsson f.h. SF. 9.3.2007 17:24 Vinna að þróun umhverfisvænna orkugjafa Bandaríkin og Brasilía skrifuðu í dag undir samning um þróun umhverfisvænna orkugjafa. George Bush Bandaríkjaforseti sagði að ef tækist að draga úr því hversu háð ríkin eru olíu mundi það hjálpa efnahag, öryggi og umhverfi landanna. Það voru Bush og Inacio Lula da Silva forseti Brasilíu sem skrifuðu undir samninginn. Silva sagði samninginn tímamót fyrir bílaiðnaðinn, orkuframleiðslugeirann og mannkyn allt. 9.3.2007 17:14 Hæstiréttur staðfestir DNA-rannsókn vegna kröfu Lúðvíks Hæsturéttur hefur staðfest dóm héraðsdóms þess efnis að fram megi fara DNA-rannsókn á lífsýnum úr Lúðvík Gizurarsyni, móður hans og Hermanni Jónassyni, fyrrverandi forsætisráðherra, sem Lúðvík heldur fram að sé faðir sinn. 9.3.2007 17:12 Hvar snjóar mest hér á land? Á Íslandi snjóar mest í suðurhlíðum Mýrdalsjökuls, á Öræfajökli og sunnan til á Vatnajökli. Snjókomutíðni er mjög háð hæð yfir sjó og hitafari. Snjór er mun meiri og þrálátari á hálendi en láglendi. 9.3.2007 16:54 Hélt sjálfur framhjá meðan hann barði á Clinton Newt Gingrich, fyrrverandi forseti neðri deildara bandaríkjaþings, hefur viðurkennt að hafa sjálfur haldið framhjá eiginkonu sinni, meðan hann stýrði sókninni gegn Bill Clinton, fyrir samband hans við Moniku Lewinsky. Hugsanlegt er að Gingrich verði frambjóðandi repúblikana í komandi forsetakosningum. 9.3.2007 16:51 Fundað með Kanadamönnum um öryggismál Íslenskir og kanadískir embættismenn áttu í dag fund um öryggismál í Ottawa. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu var fundurinn jákvæður og verður samráðsferli haldið áfram. 9.3.2007 16:46 Sigruðu í samkeppni um skipulag miðsvæðis á Álftanesi Guðni Tyrfingsson og Auður Alfreðsdóttir hjá arkitektastofunni Gassa arkitekter hlutu fyrstu verðlaun í framkvæmdasamkeppni um skipulag miðsvæðis Álftaness. 9.3.2007 16:37 Ný byggingavöruverslun 9.3.2007 16:23 Viðbúnaður í Kaupmannnahöfn vegna frétta af ókeypis kaffi Lögreglumenn hafa tekið sé stöðu fyrir framan verslunarhúsin Illum og Magasin du Nord í Kaupmannahöfn eftir skeytasendingar á milli Kaupmannahafnarbúa um að þar væri hægt að fá ókeypis kaffi latte eða mjólkurkaffi. 9.3.2007 15:53 Vilja snjóbyssur í Bláfjöll og Skálafell Íþrótta- og tómstundaráð hefur samþykkt að óska eftir viðræðum við Stjórn skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins og Orkuveitu Reykjavíkur um könnun á snjóveitu á skíðasvæðum í Bláfjöllum og Skálafelli til framleiðslu á snjó. 9.3.2007 15:46 15 mánaða fangelsi fyrir árás með hafnaboltakylfu Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í 15 mánaða fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa barið annan mann ítrekað með hafnaboltakylfu í höfuð og líkama og kýlt hann í hausinn þannig að hann hlaut af bæði sár og mar. 9.3.2007 15:40 Alþjóðlegur jarðfræðigagnagrunnur í smíðum Jarðfræðingar um víða veröld vinna nú að því að búa til heildstæðan gagnagrunn um berg um allan heim. Þetta er í fyrsta skipti sem upplýsingarnar eru settar í samhengi með þessum hætti. Verkefnið sem ber nafnið OneGeology mun svo birta gagnagrunninn á vefnum þannig að heimsbyggðin geti öll nýtt sér upplýsingarnar. 9.3.2007 15:27 Skilorðsbundið fangelsi fyrir ýmis fíkniefnabrot Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag karlmann í eins árs skilorðsbundið fangelsi fyrir ýmis fíkniefnabrot, þar á meðal að hafa í vörslu sinni til sölu um 100 grömm af amfetamíni. 9.3.2007 14:55 Töluvert um umferðaróhöpp í borginni í dag Nokkuð hefur verið um umferðaróhöpp í borginni í dag og hefur umferð tafist á sumum stöðum vegna þessa. Þær upplýsingar fengust hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu að tilkynnt hefði verið um 14-15 óhöpp frá því klukkan sex í morgun en ekkert þeirra hefði verið alvarlegt. 9.3.2007 14:38 Einn á klóið Allir fangar vilja losna úr haldi, ekki síst ef þeir sitja í fangelsi í landi eins og El Salvador. Og menn vilja líka komast í betra samband við umheiminn. Þegar fangaverðir í Gotera fangelsinu, sem er skammt fyrir utan San Salvador, höfuðborg El Salvador, ákváðu að gera öryggisleit bæði í húsinu og á föngunum, komust þeir að því að sextán fangar höfðu gleypt farsíma. Og einn sem líklega ætlaði að flýja var með litla handsprengju innvortis. 9.3.2007 14:29 Vegfarendur fari varlega á Norður- og Norðausturlandi Vegagerðin beinir því til vegfarenda á Norður- og Norðausturlandi að fara sérstaklega varlega þar sem krapi sé á vegum og éljagangur um mestallt norðanvert landið. Hins vegar er greiðfært um Suðurland en Á Vesturlandi er snjóþekja, hálka og hálkublettir. 9.3.2007 14:28 Réttað í Guantanamo-búðunum Meintur skipuleggjandi og sá sem er talinn heilinn á bak við hriðjuverkaárásirnar á tvíburaturnana í New York verður yfirheyrður í réttarhöldum í Guantanamo-búðunum á Kúbu. 9.3.2007 14:25 Ákærður fyrir að hafa misnotað ölvunarástand konu Ríkissaksóknari hefur höfðað kynferðisbrotamál sem rekið er fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra. Karlmaður á Norðurlandi er ákærður fyrir að hafa misnotað ölvunarástand konu. 9.3.2007 14:23 Flutningur í Mjódd kostaði nærri 60 milljónir króna Flutningur þeirrar starfsemi sem var í Heilsuverndarstöðinni upp í Mjódd kostaði tæplega 60 milljónir króna og ríkið greiðir ríflega 6,7 milljónir króna í leigu á mánuði á húsnæðinu þar. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur og Þórunnar Sveinbjarnardóttur, þingkvenna Samfylkingarinnar. 9.3.2007 14:14 Ekki ég, ég er dauð Glenda Askew var gripin slíkri skelfingu þegar hún var kvödd fyrir dómara vegna hraðaksturs, að hún ákvað að kveðja þetta líf. Breska Sky fréttastofan segir frá því að Glenda hafi sent lögreglunni bréf í nafni dóttur sinnar þar sem sagði; "Móðir mín getur ekki mætt, þar sem hún er látin. Ég er að fara í gegnum persónulega muni hennar og svara bréfum." 9.3.2007 13:45 Makar þeirra sem hrjóta tapa tveimur árum Þeir sem eiga maka sem hrjóta missa tvö ár af svefni þegar litið er til meðal líftíma sambanda. Í nýlegri breskri rannsókn kemur fram að meira en þriðji hver Breti er sviptur góðum nætursvefni af hrotum maka. Að meðaltali missa makarnir tveggja klukkustunda svefn á hverri nóttu. Þegar tölfræðin tekur svo mið af meðal líftíma sambanda, sem er 24 ár, safnast tímarnir saman og verða að tveimur árum. 9.3.2007 13:44 Liðlega 80 prósent íslenskra heimila nettengd 83 prósent íslenskra heimila voru nettengd og 84 prósent heimila með tölvu samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar. Til samanburðar höfðu 62 prósent heimila í ESB-löndum tölvu og rétt rúmur helmingur heimila var nettengdur. 9.3.2007 13:06 Oddeyrin fer í sína fyrstu veiðiferð Oddeyrin EA lagði úr höfn á Akureyri á miðvikudag í sína fyrstu veiðiferð í eigu Samherja en skipið stefnir á grálúðu og karfaveiðar. Fram kemur á vef Samherja að gerðar hafi verið nauðsynlegar breytingar á skipinu frá því að það kom til landsins fyrir tæplega mánuði. 9.3.2007 13:00 Leggur til að ráðist verði í gerð Bakkafjöruhafnar Stýrihópur sem samgönguráðherra skipaði til að fjalla um hafnargerð í Bakkafjöru vegna Vestmannaeyjaferju leggur til að ákveðið verði að ráðast í gerð hafnarinnar og smíði nýrrar ferju þannig að höfnin verði til 2010. 9.3.2007 12:45 Sjá næstu 50 fréttir
Gengi DeCode hækkar Hlutabréf í DeCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, hækkuðu um tíu prósent á NASDAQ hlutabréfamarkaðnum fyrir helgi, eftir að greiningaraðili uppfærði bréfin vegna væntinga um jákvæðar fréttir af fyrirtækinu á næstunni. Hlutabréfin hækkuðu um 35 sent á hlut, eða um 10 prósent. 10.3.2007 12:30
Rafrænum skilríkjum dreift í haust Meirihluti landsmanna verður kominn með rafræn skilríki í seðlaveskið á næsta ári. Þau ættu að einfalda fólki lífið og auka öryggi barna og unglinga sem vilja spjalla saman á netinu. 10.3.2007 12:15
Sýningin tækni og vit er um helgina Sýningin tækni og vit er opin almenningi um helgina en á sýningunni kynna mörg helstu hátæknifyrirtæki landsins það nýjasta í tækni og þekkingu. Sýningin stærsti viðburður sem haldinn hefur verið á Íslandi á þessu sviði. 10.3.2007 12:00
Rússar rannsaka PwC Rússneskir rannsóknarmenn réðust í gær inn á skrifstofur PriceWaterhouseCoopers (PwC) í Moskvu. Þeir segjast hafa verið að leita að gögnum sem að styðja við rannsóknina í máli gegn þeim en PwC er sakað um að hafa skrifað upp á falsaða reikninga og uppgjör fyrir Yukos, fyrrum rússneskan olíurisa, sem nú er gjalþrota. 10.3.2007 11:45
MK nemar styrkja Dvöl MK-nemar halda fata- og nytjamarkað í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar að Hamraborg 11 nú um helgina, bæði laugardag og sunnudag, kl. 11-16. Markaðurinn er haldinn í samvinnu við Dvöl, athvarf fyrir geðfatlaða í Kópavogi, og rennur allur ágóði óskiptur í ferðasjóð athvarfsins. 10.3.2007 11:30
FBI misnotaði vald sitt Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, misnotaði vald sitt til þess að nálgast upplýsingar um fólk sem hún hafði engan rétt á því að fá. Þetta kemur fram í skýrslu sem að eftirlitsstofnun innan dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna gaf frá sér í gær. FBI hefur þegar viðurkennt mistök sín. 10.3.2007 11:15
Fertugum er ekki allt fært Fertug kona var flutt á lögreglustöðina í Reykjavík eftir umferðaróhapp á Kringlumýrarbraut í gær vegna gruns um að hún væri undir áhrifum lyfja. Sama kona var stöðvuð við akstur í Lönguhlíð síðar um daginn og þá þótti einsýnt að hún væri undir áhrifum lyfja. Aksturslag hennar var stórhættulegt en konan virtist vera við það að sofna þegar að var komið. Hún var færð á lögreglustöð þar sem læknir úrskurðaði að konan væri óhæf til aksturs. 10.3.2007 11:00
Vinnuslys í Gufunesi Karlmaður á þrítugsaldri var fluttur á slysadeild eftir vinnuslys sem hann varð fyrir við Sorpu í Gufunesi um hádegisbil í dag. Sýningarbás sem komið var með til eyðingar í Sorpu féll á fót mannsins af lyftara. 9.3.2007 22:20
Marorka hlaut Vaxtarsprotann Fyrirtækið Marorka hlaut Vaxtarsprotann, viðurkenningu fyrir uppbyggingu sprotafyrirtækis. Það var Jón Sigurðsson iðanaðar- og viðskiptaráðherra sem afhenti Jóni Ágústi Þorsteinssyni framkvæmdastjóra Marorku viðurkenninguna. Fyrirtækið jók veltu sína milli áranna 2005 og 2006 um 87,5% sem var mesti vöxtur sprotafyrirtækis á tímabilinu. Marorka er tæknifyrirtæki sem þróar tölvukerfi sem lágmarka olíunotkun skipa og draga þar með úr mengun og kostnaði. Fyrirtækið var stofnað árið 2002 með þremur starfsmönnum en í dag eru starfsmenn orðnir 24. 9.3.2007 22:02
Græna línan rifin Kýpur-Grikkir byrjuðu seint í gær að rífa niður múrinn sem klýfur höfuðborgina Nikosíu í tvennt, einu höfuðborg Evrópu sem enn er klofin með landamærum. 9.3.2007 20:25
Eftirlaunaaldur hækkaður í Þýskalandi Eftirlaunaaldur verður hækkaður í Þýskalandi. Þetta var samþykkt á þinginu þar í landi í dag með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Nú er eftirlaunaaldurinn 65 ár en verður hækkaður upp í 67 ár. Þetta er gert vegna þess að fæðingatíðni er með því lægsta sem gerist í Evrópu í Þýskalandi og fer því fólki á vinnumarkaði fækkandi. 9.3.2007 20:00
Andstæðingar álversstækkunar eiga við ofurefli að etja Heldur hefur dregið úr andstöðu Hafnfirðinga við stækkun álversins í Straumsvík, ef marka má nýja könnun sem Blaðið birtir í dag. Talsmaður Sólar í Straumi, sem berst gegn stækkuninni, segir andstæðinga álversins eiga við ofurafl að etja. 9.3.2007 18:50
Amnesty krefst rannsóknar á aðferðum lögreglu Amnesty International hefur farið fram á það við danska dómsmálaráðuneytið að rannsakað verði hvort lögregla hafi beitt óhóflegu harðræði í óeirðunum á Norðurbrú um síðustu helgi. Í bréfi frá Amnesty til dómsmálaráðuneytsins segir að samtökunum hafi borist kvartanir vegna fjöldahandtaka, fangelsun unglinga undir aldri með fullorðnum og ofbeldi gegn föngum en segjast ekki hafa gögn sem styðja við ásakanirnar. Hinsvegar segist Amnesty óttast að pottur sé brotinn þar sem margar kvartanir hafi borist, annars hefði ekki verið beðið um rannsókn. 9.3.2007 18:50
Paisley sigraði Sambandsflokkur Ian Paisleys er sigurvegari kosninganna á Norður-Írlandi. Flokkurinn hlaut 36 af 108 þingsætum en Sinn Fein fékk 28. Næstur var Sameiningarflokkur Ulsters með 18 sæti. 9.3.2007 18:45
Vinstri grænir næst stærstir Vinstrihreyfingin - grænt framboð er næststærsti flokkurinn á eftir Sjálfstæðisflokki samkvæmt nýrri skoðanakönnun Capacent Gallup fyrir Ríkisútvarpið og Morgunblaðið. Innan við sjö prósentum munar á fylgi flokkanna tveggja. Búast má við því að tónninn í garð vinstri grænna eigi eftir að harðna nokkuð í ljósi þessa. 9.3.2007 18:45
Ástæðulaus gagnrýni segir fjármálaráðherra Fjármálaráðherra segir að ekki sé verið að þrengja að starfsemi fjármálafyrirtækja í landinu með nýlegri reglugerð, eins og stjórnarformaður Straums Burðaráss fullyrti í gær. Þá tæki fjármálaráðuneytið ekki við tilskipunum frá Seðlabankastjóra en hlustað væri eftir sjónarmiðum hans rétt eins og sjónarmiðum fjármálafyrirtækjanna. 9.3.2007 18:43
Sögulegur samningur Fimmtungur orkunotkunar aðildarríkja Evrópusambandsins verður frá endurnýjanlegum orkugjöfum árið 2020. Leiðtogar ríkja Evrópusambandsins samþykktu þetta í morgun. Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, segir samninginn marka tímamót. 9.3.2007 18:30
Stjórnarandstaða fíflast með alvarleg málefni Frumvarp ríkisstjórnarinnar um auðlindaákvæði í stjórnarskrá verður tekið á dagskrá á mánudag. Stjórnarandstaðan segir að frumvarpið eigi að festa í sessi núverandi kvótakerfi. Hún neitaði að veita afbrigði svo hægt væri að koma frumvarpinu á dagskrá í dag. Forsætisráðherra sakaði stjórnarandstæðinga um að reyna að koma illu til leiðar í stjórnarsamstarfinu og fíflast með alvarleg málefni. 9.3.2007 18:26
Umboðsmaður barna aðhefst ekki vegna forsíðu Umboðsmaður barna telur ekki ástæðu til að bregðast við ábendingum doktors í fjölmiðlafræði um að forsíða auglýsingabæklings Smáralindar feli í sér klámfengnar vísanir. Fjórtán ára fyrirsæta er á forsíðunni. 9.3.2007 18:24
Vistmenn Byrgis orðnir sakborningar Fyrrverandi vistmenn í Byrginu hafa verið boðaðir í yfirheyrslu til Skattrannsóknarstjóra með réttarstöðu sakbornings. Svo virðist sem nýverið hafi verið skráðar á þá launagreiðslur og þeir grunaðir um að hafa ekki gefið þær upp. Konur sem kært hafa Guðmund fyrir kynferðisbrot eru meðal þeirra sem boðaðir eru í yfirheyrslu. 9.3.2007 18:20
Borgaryfirvöld buðu ungmennum annað hús Það lá fyrir tilboð um að selja notendum Ungdomshuset á Norðurbrú annað húsnæði á Stevnsgade sem er nærri Jagtvej 69 þar sem Ungdomshuset stóð en því tilboði var ekki tekið. Þetta segir Ritt Bjerregaard borgarstjóri Kaupmannahafnar. 9.3.2007 17:43
Nýr samstarfsvettvangur SF og LÍÚ Landsamband íslenskra útvegsmanna, LÍÚ og Samtök fiskvinnslustöðva, SF stonuðu saman í dag Samtök atvinnurekenda í sjávarútvegi sem verða samstarfsvettvangur samtakanna tveggja. Í tilkynningu segir að meginhlutverk samstarfsins felist í nánara samstarfi og samþættingu verkefna er varða kynningar- og ímyndarmál sjávarútvegisns, auk umhverfismála og annarra verkefna sem varða sameiginlega hagsmuni. Þá var kjörin stjórn hinna nýju samtaka sem í sitja fimm fulltrúar, þrír frá LÍÍ og tveir frá SF. Stjórn samtakanna skipa Björgólfur Jóhannsson, Eiríkur Tómasson og Friðrik J. Arngrímsson f.h. LÍÚ og Arnar Sigurmundsson og Jóhannes Pálsson f.h. SF. 9.3.2007 17:24
Vinna að þróun umhverfisvænna orkugjafa Bandaríkin og Brasilía skrifuðu í dag undir samning um þróun umhverfisvænna orkugjafa. George Bush Bandaríkjaforseti sagði að ef tækist að draga úr því hversu háð ríkin eru olíu mundi það hjálpa efnahag, öryggi og umhverfi landanna. Það voru Bush og Inacio Lula da Silva forseti Brasilíu sem skrifuðu undir samninginn. Silva sagði samninginn tímamót fyrir bílaiðnaðinn, orkuframleiðslugeirann og mannkyn allt. 9.3.2007 17:14
Hæstiréttur staðfestir DNA-rannsókn vegna kröfu Lúðvíks Hæsturéttur hefur staðfest dóm héraðsdóms þess efnis að fram megi fara DNA-rannsókn á lífsýnum úr Lúðvík Gizurarsyni, móður hans og Hermanni Jónassyni, fyrrverandi forsætisráðherra, sem Lúðvík heldur fram að sé faðir sinn. 9.3.2007 17:12
Hvar snjóar mest hér á land? Á Íslandi snjóar mest í suðurhlíðum Mýrdalsjökuls, á Öræfajökli og sunnan til á Vatnajökli. Snjókomutíðni er mjög háð hæð yfir sjó og hitafari. Snjór er mun meiri og þrálátari á hálendi en láglendi. 9.3.2007 16:54
Hélt sjálfur framhjá meðan hann barði á Clinton Newt Gingrich, fyrrverandi forseti neðri deildara bandaríkjaþings, hefur viðurkennt að hafa sjálfur haldið framhjá eiginkonu sinni, meðan hann stýrði sókninni gegn Bill Clinton, fyrir samband hans við Moniku Lewinsky. Hugsanlegt er að Gingrich verði frambjóðandi repúblikana í komandi forsetakosningum. 9.3.2007 16:51
Fundað með Kanadamönnum um öryggismál Íslenskir og kanadískir embættismenn áttu í dag fund um öryggismál í Ottawa. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu var fundurinn jákvæður og verður samráðsferli haldið áfram. 9.3.2007 16:46
Sigruðu í samkeppni um skipulag miðsvæðis á Álftanesi Guðni Tyrfingsson og Auður Alfreðsdóttir hjá arkitektastofunni Gassa arkitekter hlutu fyrstu verðlaun í framkvæmdasamkeppni um skipulag miðsvæðis Álftaness. 9.3.2007 16:37
Viðbúnaður í Kaupmannnahöfn vegna frétta af ókeypis kaffi Lögreglumenn hafa tekið sé stöðu fyrir framan verslunarhúsin Illum og Magasin du Nord í Kaupmannahöfn eftir skeytasendingar á milli Kaupmannahafnarbúa um að þar væri hægt að fá ókeypis kaffi latte eða mjólkurkaffi. 9.3.2007 15:53
Vilja snjóbyssur í Bláfjöll og Skálafell Íþrótta- og tómstundaráð hefur samþykkt að óska eftir viðræðum við Stjórn skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins og Orkuveitu Reykjavíkur um könnun á snjóveitu á skíðasvæðum í Bláfjöllum og Skálafelli til framleiðslu á snjó. 9.3.2007 15:46
15 mánaða fangelsi fyrir árás með hafnaboltakylfu Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í 15 mánaða fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa barið annan mann ítrekað með hafnaboltakylfu í höfuð og líkama og kýlt hann í hausinn þannig að hann hlaut af bæði sár og mar. 9.3.2007 15:40
Alþjóðlegur jarðfræðigagnagrunnur í smíðum Jarðfræðingar um víða veröld vinna nú að því að búa til heildstæðan gagnagrunn um berg um allan heim. Þetta er í fyrsta skipti sem upplýsingarnar eru settar í samhengi með þessum hætti. Verkefnið sem ber nafnið OneGeology mun svo birta gagnagrunninn á vefnum þannig að heimsbyggðin geti öll nýtt sér upplýsingarnar. 9.3.2007 15:27
Skilorðsbundið fangelsi fyrir ýmis fíkniefnabrot Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag karlmann í eins árs skilorðsbundið fangelsi fyrir ýmis fíkniefnabrot, þar á meðal að hafa í vörslu sinni til sölu um 100 grömm af amfetamíni. 9.3.2007 14:55
Töluvert um umferðaróhöpp í borginni í dag Nokkuð hefur verið um umferðaróhöpp í borginni í dag og hefur umferð tafist á sumum stöðum vegna þessa. Þær upplýsingar fengust hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu að tilkynnt hefði verið um 14-15 óhöpp frá því klukkan sex í morgun en ekkert þeirra hefði verið alvarlegt. 9.3.2007 14:38
Einn á klóið Allir fangar vilja losna úr haldi, ekki síst ef þeir sitja í fangelsi í landi eins og El Salvador. Og menn vilja líka komast í betra samband við umheiminn. Þegar fangaverðir í Gotera fangelsinu, sem er skammt fyrir utan San Salvador, höfuðborg El Salvador, ákváðu að gera öryggisleit bæði í húsinu og á föngunum, komust þeir að því að sextán fangar höfðu gleypt farsíma. Og einn sem líklega ætlaði að flýja var með litla handsprengju innvortis. 9.3.2007 14:29
Vegfarendur fari varlega á Norður- og Norðausturlandi Vegagerðin beinir því til vegfarenda á Norður- og Norðausturlandi að fara sérstaklega varlega þar sem krapi sé á vegum og éljagangur um mestallt norðanvert landið. Hins vegar er greiðfært um Suðurland en Á Vesturlandi er snjóþekja, hálka og hálkublettir. 9.3.2007 14:28
Réttað í Guantanamo-búðunum Meintur skipuleggjandi og sá sem er talinn heilinn á bak við hriðjuverkaárásirnar á tvíburaturnana í New York verður yfirheyrður í réttarhöldum í Guantanamo-búðunum á Kúbu. 9.3.2007 14:25
Ákærður fyrir að hafa misnotað ölvunarástand konu Ríkissaksóknari hefur höfðað kynferðisbrotamál sem rekið er fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra. Karlmaður á Norðurlandi er ákærður fyrir að hafa misnotað ölvunarástand konu. 9.3.2007 14:23
Flutningur í Mjódd kostaði nærri 60 milljónir króna Flutningur þeirrar starfsemi sem var í Heilsuverndarstöðinni upp í Mjódd kostaði tæplega 60 milljónir króna og ríkið greiðir ríflega 6,7 milljónir króna í leigu á mánuði á húsnæðinu þar. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur og Þórunnar Sveinbjarnardóttur, þingkvenna Samfylkingarinnar. 9.3.2007 14:14
Ekki ég, ég er dauð Glenda Askew var gripin slíkri skelfingu þegar hún var kvödd fyrir dómara vegna hraðaksturs, að hún ákvað að kveðja þetta líf. Breska Sky fréttastofan segir frá því að Glenda hafi sent lögreglunni bréf í nafni dóttur sinnar þar sem sagði; "Móðir mín getur ekki mætt, þar sem hún er látin. Ég er að fara í gegnum persónulega muni hennar og svara bréfum." 9.3.2007 13:45
Makar þeirra sem hrjóta tapa tveimur árum Þeir sem eiga maka sem hrjóta missa tvö ár af svefni þegar litið er til meðal líftíma sambanda. Í nýlegri breskri rannsókn kemur fram að meira en þriðji hver Breti er sviptur góðum nætursvefni af hrotum maka. Að meðaltali missa makarnir tveggja klukkustunda svefn á hverri nóttu. Þegar tölfræðin tekur svo mið af meðal líftíma sambanda, sem er 24 ár, safnast tímarnir saman og verða að tveimur árum. 9.3.2007 13:44
Liðlega 80 prósent íslenskra heimila nettengd 83 prósent íslenskra heimila voru nettengd og 84 prósent heimila með tölvu samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar. Til samanburðar höfðu 62 prósent heimila í ESB-löndum tölvu og rétt rúmur helmingur heimila var nettengdur. 9.3.2007 13:06
Oddeyrin fer í sína fyrstu veiðiferð Oddeyrin EA lagði úr höfn á Akureyri á miðvikudag í sína fyrstu veiðiferð í eigu Samherja en skipið stefnir á grálúðu og karfaveiðar. Fram kemur á vef Samherja að gerðar hafi verið nauðsynlegar breytingar á skipinu frá því að það kom til landsins fyrir tæplega mánuði. 9.3.2007 13:00
Leggur til að ráðist verði í gerð Bakkafjöruhafnar Stýrihópur sem samgönguráðherra skipaði til að fjalla um hafnargerð í Bakkafjöru vegna Vestmannaeyjaferju leggur til að ákveðið verði að ráðast í gerð hafnarinnar og smíði nýrrar ferju þannig að höfnin verði til 2010. 9.3.2007 12:45