Fleiri fréttir Óbeinar auglýsingar takmarkaðar Framkvæmdaráð Evrópusambandsins hefur lagt fram tillögu að takmörkun á óbeinum auglýsingum í sjónvarpi. Nýju reglurnar myndu banna óbeinar auglýsingar í öllu barnaefni, fréttum, dægurmálaþáttum og heimildarmyndum í sjónvarpi. 9.3.2007 11:30 Afi gripinn Sjö ára telpa olli nokkru uppnámi þegar hún hringdi í neyðarlínuna í bænum Burnett í Wisconsin. Sá starfsmaður neyðarlínunnar sem svaraði, skildi ekki alveg strax af hverju sú stutta hafði hringt, svo hún bara sleppti símanum. Neyðarlínan gat rakið símanúmerið og lögreglubílar voru sendar á staðinn með vælandi sírenur. 9.3.2007 11:09 Fjórir létust í þyrluslysi á Hawaii Fjórir létust og þrír slösuðust alvarlega þegar þyrla með ferðamönnum innanborðs fórst á flugvelli á eynni Kauai á Hawaii í gær. Flugmaðurinn var einn hinna látnu, en hann hafði yfir tíu þúsund flugtíma á þyrlunni. Slysið átti sér stað á Princeville flugvellinum eftir miðnætti í nótt að íslenskum tíma. 9.3.2007 11:04 Stjórnarandstaðan hafnar auðlindafrumvarpi ríkisstjórnarinnar Stjórnarandstaðan leggst gegn því, að frumvarp formanna stjórnarflokkanna um að þjóðareignarákvæði á náttúruauðlindum sé sett í stjórnarskrá, verði tekið til umræðu á Alþingi í dag. Geir H. Haarde forsætisráðherra sakar stjórnarandstöðuna hins vegar um að fíflast með alvarleg mál. 9.3.2007 11:02 Evrópubúar í gíslingu óhultir Fimm evrópubúar og átta eþíópíubúar sem rænt var á afskekktu svæði í Norður-Eþíópíu af uppreisnarmönnum aðskilnaðarsinna, eru óhultir og öryggir. Ismael Ali Gardo, stofnandi Afar aðskilnaðarsinnanna sagði í morgun að mönnunum væri haldið vegna landamæranna í Eritreu. Hann sagði fréttir af mönnunum hafa borist með hirðingjum nálægt byggð Eritrea í Weima. 9.3.2007 10:58 Ísraelsher notaði mannlega skildi Ísraelskur mannréttindahópur hefur sakað ísraelska herinn um að nota tvo unga palestínumenn sem mannlega skildi þegar þeir réðust inn á Vesturbakkann til þess að hafa hendur í hári öfgamanna. Hópurinn segist hafa vitnisburð frá þremur ungum drengjum. 8.3.2007 23:00 Future Depends on Europe 8.3.2007 22:30 Konur krefjast jafnréttis á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Fólk um allan heim hefur í dag fagnað baráttudegi kvenna og heitið því að bæta stöðu þeirra til muna. Angela Merkel, þýski kanslarinn og fyrsta konan í meira en 20 ár til þess að stýra leiðtogafundi Evrópusambandsins, krafðist í dag jafnréttis kynjanna. 8.3.2007 22:30 Kína færist nær markaðshagkerfi Kínverska þingið samþykkti í dag ný lög sem munu styrkja einkaeignarétt. Þetta er fyrsta lagasetningin í hinu kommúníska Kína sem að verndar rétt einstaklings til þess að eiga eignir. Stjórnmálaskýrendur segja að þetta sé stórt skref frá fyrri tegund stjórnkerfis þeirra í áttina að markaðshagkerfi. Lögin munu einnig vernda landeigendur fyrir því að stjórnvöld taki lönd þeirra með landnámi. 8.3.2007 22:15 Flúði Íran og starfar með Bandaríkjunum Fyrrum aðstoðarvarnarmálaráðherra Írans, sem eitt sinn var yfir Byltingarhernum í Íran, hefur farið frá Íran og vinnur nú með vestrænum stjórnvöldum. Hann er að gefa þeim upplýsingar um starfsemi Hisbollah og tengsl Írans við samtökin samkvæmt því sem háttsettur bandarískur embættismaður skýrði frá í dag. 8.3.2007 22:00 Kviknaði í út frá eldavél Eldur kom upp í íbúð á Holtsgötu í vesturbæ Reykjavíkur um áttaleytið í kvöld. Kviknað hafði í hlut sem skilinn var eftir á eldavél. Slökkvilið var kallað á staðinn en íbúum hafði tekist að slökkva eldinn áður en það kom á staðinn. Slökkviliðið er núna að reykræsta íbúðina. Eitthvað var um skemmdir vegna reyks en umfang þeirra er óvíst sem stendur. 8.3.2007 21:30 Markmið um endurnýjanlega orku verða bindandi Leiðtogar Evrópusambandsins hafa sæst á að gera markmið um endurnýjanlegar orkulindir bindandi. Þetta kom fram í tilkynningu frá sæsnka forsætisráðherranum, Fredrik Reinfeldt, í kvöld. Hann sagði að þrátt fyrir það yrðu nú umræður um hvað það þýddi fyrir hvert og eitt aðildarríki sambandsins. 8.3.2007 21:15 Vilja hermennina heim fyrir árið 2008 Leiðtogar demókrata í fulltrúadeild bandaríska þingsins hafa lagt til að allar bandarískar bardagasveitir verði kallaðar frá Írak fyrir árið 2008. Þeir segja að Íraksáætlanir George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, hafi mistekist og að Bandaríkin verði að einbeita sér að því að ljúka verkefnum sínum í Afganistan. 8.3.2007 21:00 Gríðarleg öryggisgæsla vegna komu Bush Þúsundir lögreglumanna og hermanna hafa verið kallaðir út í borginni Sao Paulo í Brasilíu vegna heimsóknar George W. Bush, forseta Bandaríkjanna. Loftvarnarbyssur hafa verið settar upp í og við göturnar þar nálægt hótelinu sem Bush verður á. Bush mun einnig heimsækja Uruguay, Kólumbíu, Gvatemala og Mexíkó í vikulangri ferð sinni um Suður-Ameríku. 8.3.2007 20:45 Yfirmaður kjarnorkumála í Kongó handtekinn Yfirmaður kjarnorkumála í Kongó hefur verið handtekinn vegna gruns um að hann hafi smyglað úrani úr landi. Stjórnandi stofnunarinnar, Fortunat Lumu, og aðstoðarmaður hans voru handteknir á þriðjudaginn var og hafa verið í yfirheyrslum hjá lögreglu síðan. 8.3.2007 20:26 Svifryksmengun á Akureyri fer ört versnandi Svifryksmengun á Akureyri fer ört versnandi og mælist suma daga jafnmikil og í evrópskum milljónaborgum. Svo kann að fara að bæjarbúar þurfi að ganga með rykgrímur, verði vandinn ekki leystur. 8.3.2007 19:45 Bjarni segir jafnréttisfrumvarp of róttækt Nýtt jafnréttisfrumvarp er of róttækt, segir Bjarni Benediktsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins en hann samdi frumvarpið ásamt fulltrúum annarra flokka. Samfylkingin vill að jafnréttisfrumvarpið verði samþykkt fyrir kosningar. 8.3.2007 19:30 Læknar segja félagsmálaráðherra að hvíla sig Læknar hafa sagt Magnúsi Stefánssyni félagsmálaráðherra að hvílast, eftir að hann fékk aðsvif og þurfti að hætta í miðri ræðu á Alþingi í morgun. Tveir sjúkrabílar voru sendir á Alþingi en ráðherrann fór síðan með ráðherrabíl sínum á sjúkrahús til rannsókna. 8.3.2007 18:38 Hætta við framboð Áhugahópur um málefni eldri borgara og öryrkja hefur ákveðið að hætta við framboð til Alþingis í vor. Niðurstaðan lá fyrir eftir tilraun til að sameina þau tvö framboð aldraðra og örykrja mistókst. Undirbúningshópur framboðsins telur að það geti spillt fyrir hagsmunum eldri borgara ef tveir hópar vinna að framboðum um sama mál. 8.3.2007 18:24 Formenn leggja fram sáttafrumvarp Formenn stjórnarflokkanna munu leggja fram þingmannafrumvarp um breytingu á stjórnarskránni, sem tryggja á að allar náttúruauðlindir Íslands skuli vera þjóðareign. Þar með er lokið einu mesta átakamáli stjórnarflokkanna á yfirstandandi kjörtímabili. 8.3.2007 18:24 Sagði lögreglu hafa fagnað eins og á fótboltaleik Helgi Sigurðsson, lögfræðingur hjá Kaupþingi, sagði lögreglu ekki hafa leynt ánægju sinni eftir að hann hefði greint henni frá að ekki hefðu fundist færslur í bókhaldi Kaupþings sem pössuðu við þrettán milljóna króna færslu í bókhaldi Baugs sem skráð var þar sem þóknun vegna hlutabréfakaupa. 8.3.2007 18:18 Varað við hálku á Suðurlandi og við Faxaflóa Vegagerðin varar við hríð og hálku víða á Suðurlandi og við Faxaflóa. Þá er mjög hvasst bæði á Steingrímsfjarðarheiði og Klettshálsi og hálka á köflum. Ferðalangar eru hvattir til að kynna sér færð á vef Vegagerðarinnar. 8.3.2007 18:06 Hyggjast skera útblástur niður um fimmtung Leiðtogar Evrópusambandsins munu að líkindum samþykkja á leiðtogafundi sínum að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda um að minnsta kosti fimmtung fyrir árið 2020. Forseti framkvæmdastjórnar sambandsins segir trúverðugleika þess í húfi. 8.3.2007 18:00 Menningarsamningur SPRON og Borgarleikhússins Forsvarsmenn SPRON og Borgarleikhússins skrifuðu í dag undir menningarsamning til fjögurra ára. Samningurinn felur í sér að SPRON verður bakhjarl sýninga í leikhúsinu og bókaútgáfu vegna afmælis Leikfélags Reykjavíkur og býður svo bæði viðskiptavinum sínum og öllum nemendum í 10. bekk á Reykjavíkursvæðinu í leikhús næsta vetur. 8.3.2007 17:42 Dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun Hæstiréttur dæmdi í dag hálffimmtugan karlmann í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun og staðfesti þar með dóm Héraðsdóms. Auk þess var manninum gert að greiða fórnarlambi sínu 700 þúsund krónur í miskabætur. Nauðgunin var framin haustið 2005. 8.3.2007 17:33 Skulu veita upplýsingar um viðskipti með hlutabréf Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms um að bönkum beri að veita Ríkisskattstjóra sundurliðaðar upplýsingar um öll viðskipti með hlutabréf sem þeir hafa umsjá með í samræmi við það sem getið er um í lögum um tekjuskatt og eignaskatt. Það ákvæði er þar með sett rétthærra ákvæði um þagnarskyldu í lögum um fjármálafyrirtæki. Þá ber bönkunum að greiða málskostnað í ríkissjóð samkvæmt dómsorði. 8.3.2007 17:11 Deilt um hvort settur saksóknari hefði sakað stjórnarformann Kaupþings um lygar Deilt var um það fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur eftir hádegi í dag hvort settur saksóknari í Baugsmálinu hefði sakað Sigurð Einarsson, stjórnarformann Kaupþings, um að bera ljúgvitni fyrir dómnum í morgun. Sökuðu verjendur settan saksóknara um að reyna komast í fréttirnar og vera meira hreina hryðjuverkastarfsemi í málinu. 8.3.2007 17:10 Landspítali greiði 4,4 milljónir í bætur Landspítali háskólasjúkrahús var í dag dæmt í Hæstarétti til að greiða fyrrverandi starfsmanni sínum 4,4 milljónir króna í skaðabætur fyrir heilsutjón sem hún hlaut þegar hún starfaði á speglunardeild spítalans frá árinu 1988-1997. Þar var henni gert að nota efni sem inniheldur glútaraldehýð til að hreinsa áhöld en af efninu veiktist hún af astma. Landspítali háskólasjúkrahús var í dag dæmt í Hæstarétti til að greiða fyrrverandi starfsmanni sínum 4,4 milljónir króna í skaðabætur fyrir heilsutjón sem hún hlaut þegar hún starfaði á speglunardeild spítalans frá árinu 1988-1997. Þar var henni gert að nota efni sem inniheldur glútaraldehýð til að hreinsa áhöld en af efninu veiktist hún af astma. 8.3.2007 16:54 Skjaldborg um Tower of London Bretar ætla að setja verndarsvæði umhverfis nokkur helstu minnisvarða sína, eins og Tower of London og Stonehenge, til þess að ekki verði byggð mannvirki sem skyggi á menningarfjársjóðina. Þetta var ákveðið eftir að eftirlitsmenn Heimsminjaskrár Sameinuðu þjóðanna hótuðu að lýsa Tower of London í hættu staddan vegna skýjakljúfa sem á að reisa þar í grendinni. 8.3.2007 16:47 Hótaði burðardýri misnotkun sonarins Karlmaður á þrítugsaldri var dæmdur í þriggja ára og átta mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir innflutning á tæplega þremur kílóum af kókaíni. Manninum var hótað að færi hann ekki sem burðardýr frá Danmörku myndi barnaníðingur misnota son hans. Hann var tekinn á Keflavíkurflugvelli 21. nóvember 2006 þegar hann kom með efnin frá Kaupmannahöfn. 8.3.2007 16:43 Býst ekki við misskilningi Guðbjörg Sigurðardóttir, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, segir að hún búist ekki við miklum misskilningi vegna vefsíðunnar island.is. Hún segir að Íslenskir netnotendur séu vanir því að heiti vefslóða séu ekki með íslenskum stöfum. 8.3.2007 16:32 Félagsmálaráðherra frestaði framsöguræðu og fór heim Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra, sem fékk aðsvif í miðri ræðu á Alþingi í morgun, hætti við að halda ræðunni áfram á Alþingi síðdegis og fór heim. Læknar hafa sagt honum að hvíla sig. Hann hafði ætlað að mæla fyrir jafnréttisáætlun til næstu fjögurra ára, og halda ræðuna sem hann þurfti að gera hlé á í morgun. 8.3.2007 16:24 Kínverskt flugmóðurskip Kínverjar segjast geta hleypt sínu fyrsta flugmóðurskipi af stokkunum árið 2010, sem veldur Bandaríkjamönnum miklum áhyggjum. Þeir óttast að Kínverjar hyggist keppa við þá um yfirráð á Kyrrahafi, og þá ekki síst í grennd við Tævan, sem Kínverjar segjast munu endurheimta með góðu eða illu. 8.3.2007 16:22 Ný lyfjastefna Siv Friðleifsdóttir heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra kynnti í dag nýja lyfjastefnu til ársins 2012. Í lyfjastefnunni eru dregin fram þau atriði sem betur mega fara í lyfjamálum á Íslandi og sett fram áætlun um úrbætur. Stefnan var samin af 18 manna nefnd sem ráðherra skipaði um málið í september 2004. 8.3.2007 15:35 Hamingjuóskum rignir yfir Varmársamtökin „Þetta er viðurkenning á því sem við höfum verið að berjast fyrir og áfangasigur fyrir skipulagsmál almennt á Íslandi,“ sagði Sigrún Pálsdóttir stjórnarmaður Varmársamtakanna. Bæjarráð Mosfellsbæjar ákvað í morgun að endurskoða deiliskipulagsgögn fyrir Helgafellsveg um Álafosskvos og auglýsa skipulagstillöguna ásamt umhverfisskýrslu að nýju. 8.3.2007 15:35 Respecting Cultural Heritage 8.3.2007 15:34 Sameignarákvæði í stjórnarskrá nái til allra náttúruauðlinda Íslands Samkomulag hefur tekist milli stjórnarflokkanna um auðlindamálið. Samkomulagið gerir ráð fyrir, að formenn flokkanna flytji frumvarp til stjórnarskipunarlaga í eigin nafni þar sem ákvæðið um þjóðareign í lögum um fiskveiðar verði sett inn í stjórnarskrá og látið gilda um allar náttúruauðlindir Íslands. 8.3.2007 15:28 Esja, a New Peak in the Musical Landscape 8.3.2007 15:12 Rafræn skilríki á Íslandi Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra og Ingólfur Helgason, forstjóri Kaupþings á Íslandi, tóku í dag í notkun fyrsta rafræna skilríkið hér á landi. Opnaður hefur verið nýr upplýsingavefur um rafræn skilríki, skilriki.is. 8.3.2007 15:09 Chirac kveður á sunnudaginn Búist er við að Jacques Chirac, forseti Frakklands, tilkynni á sunnudaginn að hann muni ekki bjóða sig fram í komandi forsetakosningum. Tilkynnt hefur verið að forsetinn muni flytja ávarp í sjónvarpi klukkan 7 á sunnudagskvöld. 8.3.2007 15:08 Palestínsk þjóðstjórn kynnt í næstu viku Palestínsk þjóðstjórn er 99 prósent tilbúin, að sögn Mahmoud Abbas, forseta Palestínumanna. Abbas átti í dag fund með Ismail Haniyeh forsætisráðherra Hamas í núverandi heimastjórn. Ráðherralisti verður kynntur í næstu viku, en líklega ekki fyrr en eftir fund sem Abbas mun þá eiga með Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels. 8.3.2007 14:45 Sjö milljarða tekjuauki af erlendum ferðamönnum Rúmlega sjö milljarða tekjuauki varð af erlendum ferðamönnum á síðasta ári miðað við árið 2005. Samkvæmt upplýsingum Seðlabanka Íslands voru heildargjaldeyristekjur af erlendum gestum tæpir 47 milljarðar króna á síðasta ári, en voru tæpir 40 milljarðar árið 2005. 8.3.2007 14:39 Skrifræði skrattans Serbneskur maður varð svo reiður yfir skrifræðinu sem kom í veg fyrir að hann gæti gefið konunni sinni gjöf á baráttudegi kvenna, að hann fór á tollstofuna með járnstöng og braut þar allt og bramlaði. Sasa Dunesijevits keypti á síðasta ári franska örbílinn Axiam 500, sem er svo nettur að það má keyra hann ef maður hefur próf á skellinöðru. 8.3.2007 14:11 Samningur við Eir stenst ekki lög Minnihluti borgarstjórnar gagnrýnir vinnubrögð meirihluta varðandi uppbyggingu menningarmiðstöðvar í Spöng. Málið var tekið fyrir í borgarráði í dag. Fyrirætlanir meirihlutans um að semja beint við Eir um byggingu menningarmiðstöðvarinnar án útboðs standast ekki sveitastjórnarlög. Þetta segir í bókun sem fulltrúar minnihluta í borgarstjórn lögðu fram í ráðinu í dag. 8.3.2007 14:01 Danir vilja eldflaugar Danska ríkisstjórnin vill verða þáttakandi í eldflaugavarnakerfinu sem Bandaríkjamenn hyggjast setja upp í Evrópu. Sören Gade, varnarmálaráðherra hefur margsinnis lýst þessu yfir og Per Stig Möller, utanríkisráðherra, er sammála. 8.3.2007 13:44 Sjá næstu 50 fréttir
Óbeinar auglýsingar takmarkaðar Framkvæmdaráð Evrópusambandsins hefur lagt fram tillögu að takmörkun á óbeinum auglýsingum í sjónvarpi. Nýju reglurnar myndu banna óbeinar auglýsingar í öllu barnaefni, fréttum, dægurmálaþáttum og heimildarmyndum í sjónvarpi. 9.3.2007 11:30
Afi gripinn Sjö ára telpa olli nokkru uppnámi þegar hún hringdi í neyðarlínuna í bænum Burnett í Wisconsin. Sá starfsmaður neyðarlínunnar sem svaraði, skildi ekki alveg strax af hverju sú stutta hafði hringt, svo hún bara sleppti símanum. Neyðarlínan gat rakið símanúmerið og lögreglubílar voru sendar á staðinn með vælandi sírenur. 9.3.2007 11:09
Fjórir létust í þyrluslysi á Hawaii Fjórir létust og þrír slösuðust alvarlega þegar þyrla með ferðamönnum innanborðs fórst á flugvelli á eynni Kauai á Hawaii í gær. Flugmaðurinn var einn hinna látnu, en hann hafði yfir tíu þúsund flugtíma á þyrlunni. Slysið átti sér stað á Princeville flugvellinum eftir miðnætti í nótt að íslenskum tíma. 9.3.2007 11:04
Stjórnarandstaðan hafnar auðlindafrumvarpi ríkisstjórnarinnar Stjórnarandstaðan leggst gegn því, að frumvarp formanna stjórnarflokkanna um að þjóðareignarákvæði á náttúruauðlindum sé sett í stjórnarskrá, verði tekið til umræðu á Alþingi í dag. Geir H. Haarde forsætisráðherra sakar stjórnarandstöðuna hins vegar um að fíflast með alvarleg mál. 9.3.2007 11:02
Evrópubúar í gíslingu óhultir Fimm evrópubúar og átta eþíópíubúar sem rænt var á afskekktu svæði í Norður-Eþíópíu af uppreisnarmönnum aðskilnaðarsinna, eru óhultir og öryggir. Ismael Ali Gardo, stofnandi Afar aðskilnaðarsinnanna sagði í morgun að mönnunum væri haldið vegna landamæranna í Eritreu. Hann sagði fréttir af mönnunum hafa borist með hirðingjum nálægt byggð Eritrea í Weima. 9.3.2007 10:58
Ísraelsher notaði mannlega skildi Ísraelskur mannréttindahópur hefur sakað ísraelska herinn um að nota tvo unga palestínumenn sem mannlega skildi þegar þeir réðust inn á Vesturbakkann til þess að hafa hendur í hári öfgamanna. Hópurinn segist hafa vitnisburð frá þremur ungum drengjum. 8.3.2007 23:00
Konur krefjast jafnréttis á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Fólk um allan heim hefur í dag fagnað baráttudegi kvenna og heitið því að bæta stöðu þeirra til muna. Angela Merkel, þýski kanslarinn og fyrsta konan í meira en 20 ár til þess að stýra leiðtogafundi Evrópusambandsins, krafðist í dag jafnréttis kynjanna. 8.3.2007 22:30
Kína færist nær markaðshagkerfi Kínverska þingið samþykkti í dag ný lög sem munu styrkja einkaeignarétt. Þetta er fyrsta lagasetningin í hinu kommúníska Kína sem að verndar rétt einstaklings til þess að eiga eignir. Stjórnmálaskýrendur segja að þetta sé stórt skref frá fyrri tegund stjórnkerfis þeirra í áttina að markaðshagkerfi. Lögin munu einnig vernda landeigendur fyrir því að stjórnvöld taki lönd þeirra með landnámi. 8.3.2007 22:15
Flúði Íran og starfar með Bandaríkjunum Fyrrum aðstoðarvarnarmálaráðherra Írans, sem eitt sinn var yfir Byltingarhernum í Íran, hefur farið frá Íran og vinnur nú með vestrænum stjórnvöldum. Hann er að gefa þeim upplýsingar um starfsemi Hisbollah og tengsl Írans við samtökin samkvæmt því sem háttsettur bandarískur embættismaður skýrði frá í dag. 8.3.2007 22:00
Kviknaði í út frá eldavél Eldur kom upp í íbúð á Holtsgötu í vesturbæ Reykjavíkur um áttaleytið í kvöld. Kviknað hafði í hlut sem skilinn var eftir á eldavél. Slökkvilið var kallað á staðinn en íbúum hafði tekist að slökkva eldinn áður en það kom á staðinn. Slökkviliðið er núna að reykræsta íbúðina. Eitthvað var um skemmdir vegna reyks en umfang þeirra er óvíst sem stendur. 8.3.2007 21:30
Markmið um endurnýjanlega orku verða bindandi Leiðtogar Evrópusambandsins hafa sæst á að gera markmið um endurnýjanlegar orkulindir bindandi. Þetta kom fram í tilkynningu frá sæsnka forsætisráðherranum, Fredrik Reinfeldt, í kvöld. Hann sagði að þrátt fyrir það yrðu nú umræður um hvað það þýddi fyrir hvert og eitt aðildarríki sambandsins. 8.3.2007 21:15
Vilja hermennina heim fyrir árið 2008 Leiðtogar demókrata í fulltrúadeild bandaríska þingsins hafa lagt til að allar bandarískar bardagasveitir verði kallaðar frá Írak fyrir árið 2008. Þeir segja að Íraksáætlanir George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, hafi mistekist og að Bandaríkin verði að einbeita sér að því að ljúka verkefnum sínum í Afganistan. 8.3.2007 21:00
Gríðarleg öryggisgæsla vegna komu Bush Þúsundir lögreglumanna og hermanna hafa verið kallaðir út í borginni Sao Paulo í Brasilíu vegna heimsóknar George W. Bush, forseta Bandaríkjanna. Loftvarnarbyssur hafa verið settar upp í og við göturnar þar nálægt hótelinu sem Bush verður á. Bush mun einnig heimsækja Uruguay, Kólumbíu, Gvatemala og Mexíkó í vikulangri ferð sinni um Suður-Ameríku. 8.3.2007 20:45
Yfirmaður kjarnorkumála í Kongó handtekinn Yfirmaður kjarnorkumála í Kongó hefur verið handtekinn vegna gruns um að hann hafi smyglað úrani úr landi. Stjórnandi stofnunarinnar, Fortunat Lumu, og aðstoðarmaður hans voru handteknir á þriðjudaginn var og hafa verið í yfirheyrslum hjá lögreglu síðan. 8.3.2007 20:26
Svifryksmengun á Akureyri fer ört versnandi Svifryksmengun á Akureyri fer ört versnandi og mælist suma daga jafnmikil og í evrópskum milljónaborgum. Svo kann að fara að bæjarbúar þurfi að ganga með rykgrímur, verði vandinn ekki leystur. 8.3.2007 19:45
Bjarni segir jafnréttisfrumvarp of róttækt Nýtt jafnréttisfrumvarp er of róttækt, segir Bjarni Benediktsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins en hann samdi frumvarpið ásamt fulltrúum annarra flokka. Samfylkingin vill að jafnréttisfrumvarpið verði samþykkt fyrir kosningar. 8.3.2007 19:30
Læknar segja félagsmálaráðherra að hvíla sig Læknar hafa sagt Magnúsi Stefánssyni félagsmálaráðherra að hvílast, eftir að hann fékk aðsvif og þurfti að hætta í miðri ræðu á Alþingi í morgun. Tveir sjúkrabílar voru sendir á Alþingi en ráðherrann fór síðan með ráðherrabíl sínum á sjúkrahús til rannsókna. 8.3.2007 18:38
Hætta við framboð Áhugahópur um málefni eldri borgara og öryrkja hefur ákveðið að hætta við framboð til Alþingis í vor. Niðurstaðan lá fyrir eftir tilraun til að sameina þau tvö framboð aldraðra og örykrja mistókst. Undirbúningshópur framboðsins telur að það geti spillt fyrir hagsmunum eldri borgara ef tveir hópar vinna að framboðum um sama mál. 8.3.2007 18:24
Formenn leggja fram sáttafrumvarp Formenn stjórnarflokkanna munu leggja fram þingmannafrumvarp um breytingu á stjórnarskránni, sem tryggja á að allar náttúruauðlindir Íslands skuli vera þjóðareign. Þar með er lokið einu mesta átakamáli stjórnarflokkanna á yfirstandandi kjörtímabili. 8.3.2007 18:24
Sagði lögreglu hafa fagnað eins og á fótboltaleik Helgi Sigurðsson, lögfræðingur hjá Kaupþingi, sagði lögreglu ekki hafa leynt ánægju sinni eftir að hann hefði greint henni frá að ekki hefðu fundist færslur í bókhaldi Kaupþings sem pössuðu við þrettán milljóna króna færslu í bókhaldi Baugs sem skráð var þar sem þóknun vegna hlutabréfakaupa. 8.3.2007 18:18
Varað við hálku á Suðurlandi og við Faxaflóa Vegagerðin varar við hríð og hálku víða á Suðurlandi og við Faxaflóa. Þá er mjög hvasst bæði á Steingrímsfjarðarheiði og Klettshálsi og hálka á köflum. Ferðalangar eru hvattir til að kynna sér færð á vef Vegagerðarinnar. 8.3.2007 18:06
Hyggjast skera útblástur niður um fimmtung Leiðtogar Evrópusambandsins munu að líkindum samþykkja á leiðtogafundi sínum að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda um að minnsta kosti fimmtung fyrir árið 2020. Forseti framkvæmdastjórnar sambandsins segir trúverðugleika þess í húfi. 8.3.2007 18:00
Menningarsamningur SPRON og Borgarleikhússins Forsvarsmenn SPRON og Borgarleikhússins skrifuðu í dag undir menningarsamning til fjögurra ára. Samningurinn felur í sér að SPRON verður bakhjarl sýninga í leikhúsinu og bókaútgáfu vegna afmælis Leikfélags Reykjavíkur og býður svo bæði viðskiptavinum sínum og öllum nemendum í 10. bekk á Reykjavíkursvæðinu í leikhús næsta vetur. 8.3.2007 17:42
Dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun Hæstiréttur dæmdi í dag hálffimmtugan karlmann í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun og staðfesti þar með dóm Héraðsdóms. Auk þess var manninum gert að greiða fórnarlambi sínu 700 þúsund krónur í miskabætur. Nauðgunin var framin haustið 2005. 8.3.2007 17:33
Skulu veita upplýsingar um viðskipti með hlutabréf Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms um að bönkum beri að veita Ríkisskattstjóra sundurliðaðar upplýsingar um öll viðskipti með hlutabréf sem þeir hafa umsjá með í samræmi við það sem getið er um í lögum um tekjuskatt og eignaskatt. Það ákvæði er þar með sett rétthærra ákvæði um þagnarskyldu í lögum um fjármálafyrirtæki. Þá ber bönkunum að greiða málskostnað í ríkissjóð samkvæmt dómsorði. 8.3.2007 17:11
Deilt um hvort settur saksóknari hefði sakað stjórnarformann Kaupþings um lygar Deilt var um það fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur eftir hádegi í dag hvort settur saksóknari í Baugsmálinu hefði sakað Sigurð Einarsson, stjórnarformann Kaupþings, um að bera ljúgvitni fyrir dómnum í morgun. Sökuðu verjendur settan saksóknara um að reyna komast í fréttirnar og vera meira hreina hryðjuverkastarfsemi í málinu. 8.3.2007 17:10
Landspítali greiði 4,4 milljónir í bætur Landspítali háskólasjúkrahús var í dag dæmt í Hæstarétti til að greiða fyrrverandi starfsmanni sínum 4,4 milljónir króna í skaðabætur fyrir heilsutjón sem hún hlaut þegar hún starfaði á speglunardeild spítalans frá árinu 1988-1997. Þar var henni gert að nota efni sem inniheldur glútaraldehýð til að hreinsa áhöld en af efninu veiktist hún af astma. Landspítali háskólasjúkrahús var í dag dæmt í Hæstarétti til að greiða fyrrverandi starfsmanni sínum 4,4 milljónir króna í skaðabætur fyrir heilsutjón sem hún hlaut þegar hún starfaði á speglunardeild spítalans frá árinu 1988-1997. Þar var henni gert að nota efni sem inniheldur glútaraldehýð til að hreinsa áhöld en af efninu veiktist hún af astma. 8.3.2007 16:54
Skjaldborg um Tower of London Bretar ætla að setja verndarsvæði umhverfis nokkur helstu minnisvarða sína, eins og Tower of London og Stonehenge, til þess að ekki verði byggð mannvirki sem skyggi á menningarfjársjóðina. Þetta var ákveðið eftir að eftirlitsmenn Heimsminjaskrár Sameinuðu þjóðanna hótuðu að lýsa Tower of London í hættu staddan vegna skýjakljúfa sem á að reisa þar í grendinni. 8.3.2007 16:47
Hótaði burðardýri misnotkun sonarins Karlmaður á þrítugsaldri var dæmdur í þriggja ára og átta mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir innflutning á tæplega þremur kílóum af kókaíni. Manninum var hótað að færi hann ekki sem burðardýr frá Danmörku myndi barnaníðingur misnota son hans. Hann var tekinn á Keflavíkurflugvelli 21. nóvember 2006 þegar hann kom með efnin frá Kaupmannahöfn. 8.3.2007 16:43
Býst ekki við misskilningi Guðbjörg Sigurðardóttir, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, segir að hún búist ekki við miklum misskilningi vegna vefsíðunnar island.is. Hún segir að Íslenskir netnotendur séu vanir því að heiti vefslóða séu ekki með íslenskum stöfum. 8.3.2007 16:32
Félagsmálaráðherra frestaði framsöguræðu og fór heim Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra, sem fékk aðsvif í miðri ræðu á Alþingi í morgun, hætti við að halda ræðunni áfram á Alþingi síðdegis og fór heim. Læknar hafa sagt honum að hvíla sig. Hann hafði ætlað að mæla fyrir jafnréttisáætlun til næstu fjögurra ára, og halda ræðuna sem hann þurfti að gera hlé á í morgun. 8.3.2007 16:24
Kínverskt flugmóðurskip Kínverjar segjast geta hleypt sínu fyrsta flugmóðurskipi af stokkunum árið 2010, sem veldur Bandaríkjamönnum miklum áhyggjum. Þeir óttast að Kínverjar hyggist keppa við þá um yfirráð á Kyrrahafi, og þá ekki síst í grennd við Tævan, sem Kínverjar segjast munu endurheimta með góðu eða illu. 8.3.2007 16:22
Ný lyfjastefna Siv Friðleifsdóttir heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra kynnti í dag nýja lyfjastefnu til ársins 2012. Í lyfjastefnunni eru dregin fram þau atriði sem betur mega fara í lyfjamálum á Íslandi og sett fram áætlun um úrbætur. Stefnan var samin af 18 manna nefnd sem ráðherra skipaði um málið í september 2004. 8.3.2007 15:35
Hamingjuóskum rignir yfir Varmársamtökin „Þetta er viðurkenning á því sem við höfum verið að berjast fyrir og áfangasigur fyrir skipulagsmál almennt á Íslandi,“ sagði Sigrún Pálsdóttir stjórnarmaður Varmársamtakanna. Bæjarráð Mosfellsbæjar ákvað í morgun að endurskoða deiliskipulagsgögn fyrir Helgafellsveg um Álafosskvos og auglýsa skipulagstillöguna ásamt umhverfisskýrslu að nýju. 8.3.2007 15:35
Sameignarákvæði í stjórnarskrá nái til allra náttúruauðlinda Íslands Samkomulag hefur tekist milli stjórnarflokkanna um auðlindamálið. Samkomulagið gerir ráð fyrir, að formenn flokkanna flytji frumvarp til stjórnarskipunarlaga í eigin nafni þar sem ákvæðið um þjóðareign í lögum um fiskveiðar verði sett inn í stjórnarskrá og látið gilda um allar náttúruauðlindir Íslands. 8.3.2007 15:28
Rafræn skilríki á Íslandi Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra og Ingólfur Helgason, forstjóri Kaupþings á Íslandi, tóku í dag í notkun fyrsta rafræna skilríkið hér á landi. Opnaður hefur verið nýr upplýsingavefur um rafræn skilríki, skilriki.is. 8.3.2007 15:09
Chirac kveður á sunnudaginn Búist er við að Jacques Chirac, forseti Frakklands, tilkynni á sunnudaginn að hann muni ekki bjóða sig fram í komandi forsetakosningum. Tilkynnt hefur verið að forsetinn muni flytja ávarp í sjónvarpi klukkan 7 á sunnudagskvöld. 8.3.2007 15:08
Palestínsk þjóðstjórn kynnt í næstu viku Palestínsk þjóðstjórn er 99 prósent tilbúin, að sögn Mahmoud Abbas, forseta Palestínumanna. Abbas átti í dag fund með Ismail Haniyeh forsætisráðherra Hamas í núverandi heimastjórn. Ráðherralisti verður kynntur í næstu viku, en líklega ekki fyrr en eftir fund sem Abbas mun þá eiga með Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels. 8.3.2007 14:45
Sjö milljarða tekjuauki af erlendum ferðamönnum Rúmlega sjö milljarða tekjuauki varð af erlendum ferðamönnum á síðasta ári miðað við árið 2005. Samkvæmt upplýsingum Seðlabanka Íslands voru heildargjaldeyristekjur af erlendum gestum tæpir 47 milljarðar króna á síðasta ári, en voru tæpir 40 milljarðar árið 2005. 8.3.2007 14:39
Skrifræði skrattans Serbneskur maður varð svo reiður yfir skrifræðinu sem kom í veg fyrir að hann gæti gefið konunni sinni gjöf á baráttudegi kvenna, að hann fór á tollstofuna með járnstöng og braut þar allt og bramlaði. Sasa Dunesijevits keypti á síðasta ári franska örbílinn Axiam 500, sem er svo nettur að það má keyra hann ef maður hefur próf á skellinöðru. 8.3.2007 14:11
Samningur við Eir stenst ekki lög Minnihluti borgarstjórnar gagnrýnir vinnubrögð meirihluta varðandi uppbyggingu menningarmiðstöðvar í Spöng. Málið var tekið fyrir í borgarráði í dag. Fyrirætlanir meirihlutans um að semja beint við Eir um byggingu menningarmiðstöðvarinnar án útboðs standast ekki sveitastjórnarlög. Þetta segir í bókun sem fulltrúar minnihluta í borgarstjórn lögðu fram í ráðinu í dag. 8.3.2007 14:01
Danir vilja eldflaugar Danska ríkisstjórnin vill verða þáttakandi í eldflaugavarnakerfinu sem Bandaríkjamenn hyggjast setja upp í Evrópu. Sören Gade, varnarmálaráðherra hefur margsinnis lýst þessu yfir og Per Stig Möller, utanríkisráðherra, er sammála. 8.3.2007 13:44