Fleiri fréttir

Funduðu um nafnlausa bréfið

Verjendur, settur saksóknari og dómarar í Baugsmálinu funduð seinni partinn um nafnlaust bréf sem sent var Hæstaréttardómurum og öðrum. Í bréfinu koma fram aðdróttanir um hlutdrægni og annarlega hvatir á bak við Baugsmálið hjá dómstólum og fyrri ráðamönnum.

Norður-Kóreumenn bjóða Baradei í heimsókn

Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa boðið Mohamed El-Baradei yfirmanni Alþjóðakjarnorkumálastofnunar í heimsókn til landsins að ræða kjarnorkumál þess. Baradei segist vonast til þess að hann geti rætt fyrstu skrefin í átt til þess að Norður-Kórea láti af öllum kjarnorkuáætlunum sínum við stjórnvöld í Pyongyang. Fyrr í mánuðinum samþykktu Norður-Kóreumenn að hefja afvopnun gegn aðstoð í efnahags- og orkumálum í viðræðum sex ríkja um kjarnorkumál landsins.

Leikskólabörn í skrúðgöngu með lögreglunni

Leikskólabörn fóru með lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í skrúðgöngu frá Hlemmi og að Miklatúni í dag. Á fjórða hundrað börn og fullorðnir tóku þátt í göngunni sem farin var í tilefni Vetrarhátíðar sem stendur yfir í Reykjavík.

Blair vill ekki í stríð við Íran

Tony Blair segist andvígur innrás í Íran og er því í andstöðu við stjórnvöld í Bandaríkjunum. Forsætisráðherrann lét hafa þetta eftir sér áður en eftirlitsmenn Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar upplýstu að Íranir væru enn að auðga úran.

Palestínumenn viðurkenni Ísraelsríki

Angela Merkel kanslari Þýskalands leggur áherslu á að palestínsk stjórnvöld viðurkenni tilverurétt Ísraelsríkis annars muni Evrópusambandið ekki aflétta viðskiptaþvingunum. Merkel gegnir nú embætti forseta sambandsins.

Vélmenni með tilfinningagreind

Vélmenni sem hafa ályktunarhæfni og tilfinningagreind er eitthvað sem hingað til hefur bara verið til í vísindaskáldskap en nú er samevrópskt teymi að þróa slík vélmenni.

Hátt í 300 manns fluttir af hótelpalli í Norðursjó

Hátt í þrjú hundruð manns voru fluttir af hótelpalli í Norðursjó um hádegisbil eftir að akkeri pallsins slitnuðu í nótt og morgun. Mjög hvasst er á þeim slóðum sem palllurinn er og tóku rekstaraðilar hans enga áhættu og sóttu íbúa á pallinum enda er óttast að pallinn fari að reka um Norðursjó.

Vilja að stríðsherrar fái friðhelgi

Tugir þúsunda söfnuðust saman í Kabúl höfuðborg Afganistan í dag til að krefjast þess að gamlir stríðsherrar fái friðhelgi gegn því að vera sóttir til saka fyrir stríðsglæpi. Á meðal þeirra sem þar komu saman voru fyrrum stríðsmenn mujahideen og fyrirmenn í ríkisstjórn landsins.

Myndatökur og gestabækur bannaðar

Myndatökur og gestabækur voru bannaðar um borð í Viking bátunum samkvæmt framburði Jóns Geralds Sullenberger í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ýmsir nafngreindir menn úr viðskiptalífinu komu í bátana og keyptu Baugsmenn meðal annars golfsett fyrir einn þeirra.

Tilbúnar að takast á við loftlagsvandamál

Landgræðsla ríkisins og Skógrækt ríkisins fagna fram kominni stefnumörkun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum og lýsa sig tilbúnar til stórra aðgerða á þessu sviði til að ná markmiðum ríkisstjórnarinnar.

Efni nafnlausa bréfsins

Í bréfinu fjallar hinn nafnlausi bréfritari um niðurstöður Hæstaréttar í Baugsmálinu hingað til og segir það vekja athygli lögfræðinga hversu úrlausnir Hæstaréttar Íslands hafi verið sakborningum í Baugsmálinu hagstæðar. Hann lýsir þeim dómum og frávísunum sem þegar hafa gengið í Baugsmálinu með orðunum "með eindæmum", "furðuleg vinnubrögð", "meira en lítið skrítið" og "kostulegt" og getur sér til um hugsanlegar ástæður fyrir þeim niðurstöðum.

Nærri hundrað flugferðum á vegum SAS aflýst

Illviðri í Danmörku heldur áfram að hafa áhrif á samgöngur þar í landi og nú hefur norræna flugfélagið SAS aflýst nærri hundrað flugferðum til og frá Kastrup-flugvelli vegna þess.

Þurfti að elta uppi ölvaða ökumenn

Fimm ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu í gær og nótt, þar af 21 árs piltur sem reyndi að stinga lögregluna af eftir að hann hafði lent í umferðaróhappi Vesturlandsvegi.

Harma fordóma í garð vátryggingastarfsemi

Samtök fjármálafyrirtækja harma fordóma í garð vátryggingastarfsemi á Íslandi sem koma fram í umsögn Læknafélags Íslands til efnahags- og viðskiptanefndar um breytingar á lögum um vátryggingarsamninga.

Sextán látnir í ferjuslysi við Indónesíu

Að minnsta kosti sextán manns týndu lífi eftir að eldur kom upp í ferju á leið frá Djakarta til eyjunnar Bangka í Indónesíu í gær. Eldurinn kom upp í bílaþilfari og greip mikil skelfing um sig meðal yfir þrjú hundruð farþega sem voru í ferjunni.

Fundu fjölda vopna í íbúð í Amsterdam

Hollenska lögreglan greindi frá því í dag að hún hefði handtekið mann með bandarískt vegabréf eftir að fjölmargar byssur, handsprengjur og önnur vopn höfðu fundist í fórum hans.

Hvirfibylur veldur manntjóni í Mósambík

Fjórir eru látnir og að minnsta kosti 70 slasaðir eftir að öflugur hvirfilbylur gekk yfir sumarleyfisstað í Mósambík. Þúsundir húsa skemmdust í óveðrinu, þar á meðal sjúkrahúsið í bænum.

Krefjast þess að heildsalar lækki verð á vörum

Neytendasamtökin krefjast þess að heildsalar lækki verð á vörum sínum vegna styrkingar krónunnar. Nógu fljótir séu þeir til að hækka verðið þegar gengi gjaldmiðla hækki. Krónan hefur styrkst um sjö prósent frá áramótum.

Hafa þegar lækkað mataverð

Verðlag í Bónus og Krónunni hefur þegar verið lækkað til samræmis við fyrirhugaða lækkun stjórnvalda á virðisaukaskatti um mánaðamótin. Virðisaukaskattur af öllum vörum, sem báru 24,5 prósenta virðisaaukaskatt og 14 prósent, lækkar niður í sjö prósent.

Klámráðstefnugestir gætu krafist skaðabóta

Samtök ferðaþjónustunnar segja hættu á að gestir klámráðstefnu, sem halda átti hér á landi en var vísað frá, höfði skaðabótamál. Það sé alvarlegt mál að vísa frá hópum sem engin lög hafi brotið.

Sendiherra Frakka lét 500 börn bíða eftir sér

Fyrsti dagskrárliður Vetrarhátíðar í dag fór töluvert úr skorðum þegar franski sendiherran, Nicole Michelangeli, mætti hálfri klukkustund of seint í íþróttahúsið við Austurberg.

Fundað um framtíð ratsjárvarnarkerfis

Fyrsti fundur Íslands og Bandaríkjanna um framtíð ratsjár- og loftvarnarkerfisins á Íslandi var haldinn í Brussel fyrr í dag. Að því er segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu var rætt um fyrirkomulag og fjármögnun á kerfinu eins og kveðið er á um í samkomulagi Íslands og Bandaríkjanna sem undirritað var í október á síðasta ári.

Fiðurfénaður aftur í Húsdýragarðinn

Tíu íslenskar hænur og þrír stoltir hanar eru komin í Húsdýragarðinn eftir að öllum fuglum var lógað þar fyrir þremur mánuðum vegna ótta við að einhvers konar fuglaflensa hefði borist í fuglana þar.

Lögreglurannsókn gerð af minna tilefni

Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, segir lögreglurannsókn hafa verið gerða af minna tilefni aðspurður um nafnlaust bréf sem fjölmörgum aðilum tengdum Baugsmálinu hefur verið sent. Afrit af bréfinu fylgir fréttinni.

Landsfundur Vinstri - grænna settur í dag

Vinstri - græn halda í dag og á morgun sinn fimmta landsfund á Grand Hótel Reykjavík sem segja má að marki upphaf kosningabaráttu flokksins fyrir þingkosninganna. Fundurinn hefst klukkann 16.30 en þá flytur Steigrímur J. Sigfússon ræðu sína.

Vill fund vegna nafnlauss bréfs tengdu Baugsmáli

Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari í Baugsmálinu, hefur óskað eftir fundi með verjendum og dómara vegna bréfs frá nafnlausum aðila sem sent hefur verið til margra sem að málinu koma. Afrit af bréfinu fylgir fréttinni.

Áberandi ölvaður undir stýri

Lögreglan í Reykjavík stöðvaði um klukkan fimm í dag mann sem grunaður er um ölvunarakstur í Kollafirði á leið inn í Mosfellsbæ. Samkvæmt upplýsingum lögreglu var maðurinn áberandi ölvaður og ók kantanna á milli. Ekki er vitað hvaðan maðurinn var að koma eða hvort hann hafði verið lengi á ferð.

Bílvelta í Skorradal

Bíll valt í Skorradal í kvöld í hálku með þeim afleiðingum að klippa þurfti ökumanninn út úr bílnum. Maðurinn var einn í bílnum sem talinn er gjörónýtur. Ökumaðurinn slapp þó með skrámur.

Tekinn á tvöföldum hámarkshraða

Borgarneslögreglan tók í dag fimm ökumenn fyrir of hraðan akstur, þrjá fyrir utan bæinn en þar ók einn á 125 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90. Þá voru tveir stöðvaðir innanbæjar í Borgarnesi en annar þeirra ók á 99 kílómetra hraða þar sem hraðast má aka á 50.

Grunuð um lyfjaakstur með meint þýfi

Lögreglan í Borgarnesi stöðvaði í kvöld konu á leið suður Norðurárdal sem grunuð er um að hafa ekið undir áhrifum lyfja. Ekki er talið að hún hafi verið ölvaður en að sögn lögreglu rásaði bíllinn um veginn og fór meðal annars yfir blindhæð á öfugum vegarhelmingi. Einnig fannst meint þýfi í bílnum. Þegar lögregla grunar menn um lyfjaakstur þarf að taka blóð- og þvagsýni og tekur 10-15 daga að fá niðurstöður rannsókna á sýnunum.

Tóku Austurríkismenn á ofsahraða

Lögreglan á Blönduósi stöðvaði í kvöld för þriggja Austurríkismanna á bílaleigubíl sem virtust heldur vera að flýta sér um landið. Þeir mældust á 137 kílómetra hraða rétt sunnan við Blönduós. Ökumaðurinn þurfti að greiða 45 þúsund krónur í sekt og var gengið frá því á staðnum, enda lögreglan með posavél í bílnum. Ætla má að þar sem mennirnir eru frá Austurríki hafi þeir aldrei heyrt um hárnákvæmar starfsaðferðir Blönduóslöggunnar.

Royal snýr sér að reynsluboltum

Segolene Royal frambjóðandi sósíalista í forsetakosningum í Frakklandi hefur nú ákveðið að snúa sér til reynsluboltanna sem eru með henni í flokki til að fá ráð í kosningabaráttunni. Mennirnir sem hún nú biður um ráð eru þeir sem hún hafði undir í baráttunni um útnefningu flokksins fyrir forsetakosningarnar.

Eignaspjöll á go-kart höll

Snjóþyngslin í Danmörku eru farin að valda þónokkrum eignaspjöllum en þak stærstu go-kart hallar Evrópu féll niður á gólf vegna snjóþyngsla í morgun. Go-Kart höllin Racehall er í nágrenni Árósa en alls hrundu um 400 fermetrar af þakinu niður á þessari 9000 fermetra stóru höll.

Hvetur súnnía til að hefna nauðgunar

Abu Hamza al-Muhajir leiðtogi Al-Kaída í Írak hvetur súnnía til að hefna fyrir nauðgun sem fjórir írakskir öryggislögreglumenn eru sakaðir um. Lögreglumennirnir eru sjítar og eru sakaðir um að hafa allir nauðgað konunni og barið. Muhajir segir í hljóðskrá sem sett var á vefinn í dag að 300 uppreisnarmenn hafi þegar boðist til að fremja sjálfsmorðsárásir til hefna fyrir nauðgunina.

Tröllvaxinn smokkfiskur til rannsóknar

Fiskimenn á Nýja-Sjálandi veiddu á dögunum risavaxinn smokkfisk, þann þyngsta sem nokkru sinni hefur veiðst. Hann er um 450 kíló og það tók 2 klukkustundir að landa honum. Smokkfiskar sem þessi verða allt að 14 metrar á lengd og hafa lengi verið einhver leyndardómsfyllstu dýr hafdjúpanna.

Snjóþyngsli í Danmörku töfðu ferð Íslendings með vörubíl

Umferð í lofti og á láði raskaðist töluvert þegar snjó kyngdi niður sem aldrei fyrr í Danmörku og suðurhluta Svíþjóðar og Noregs í dag. Flugi var frestað og lestir hættu að ganga. Ekki er vitað til þess að alvarleg slys hafi orðið á fólki.

Handtekinn grunaður um bréfsprengingar

Miles Cooper, 27 ára húsvörður í skóla í Cambridge hefur verið handtekinn grunaður um að hafa lagt á ráðin um nokkrar bréfsprengjur í Bretlandi. Lögregla segist hafa fundið ummerki um sprengjugerð á heimili Cooper. Alls hafa sjö bréfsprengjur sprungið víðsvegar um landið það sem af er ári og í sprengingunum hafa níu slasast.

Haraldur Noregskonungur sjötugur

Haraldur Noregskonungur varð sjötugur í gær. Mikil hátíðarhöld eru fyrirhuguð í Noregi vegna þess næstu daga. Konungshjónin ræddu opinskátt um samband sitt í viðtali við norska TV2 í vikunni.

Dagný Ósk formaður Stúdentaráðs

Dagný Ósk Aradóttir var í dag kjörinn nýr formaður Stúdentaráðs HÍ á skiptafundi ráðsins. Dagný var oddviti á lista Röskvu til Stúdentaráðs á síðasta ári. Dagný er sjötta konan til að gegna embætti formanns Stúdentaráðs en hún gengdi embætti ritara ráðsins á nýliðnu starfsári. Röskva hlaut hreinan meirihluta í kosningum í Háskólanum fyrr í mánuðinum en hafði síðast hreinan meirihluta árið 2002.

Bretar krefjast endurgreiðslu

Viðskiptavinir stærstu bankanna í Bretlandi hafa risið upp í tugþúsunda tali og krefja þá um endurgreiðslu fjár. Ekki hafi verið farið að lögum við innheimtu á fit-kostnaði og þá peninga ætli þeir að sækja, með góðu eða illu langt aftur í tímann. Talsmaður neytenda segir mögulegt að viðskiptavinir íslensku bankanna geti gert sömu kröfu.

Horta býður sig fram til forseta

Jose Ramos Horta, handhafi friðarverðlauna Nóbels ætlar að bjóða sig fram sem forseta Austur-Tímor. Horta tók við embætti forsætisráðherra á síðasta ári eftir stjórnarkreppu. Landið lýsti yfir sjálfstæði frá Indónesíu fyrir fimm árum en síðan hefur verið afar róstursamt þar.

Hatur og bókhaldsbrot

Jón Gerald Sullenberger viðurkenndi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að hafa tekið þátt í bókhaldsbroti með Baugsmönnum. Jón Ásgeir segir málið til komið vegna samblöndu af pólitískri óvild og hatri Jóns Geralds í sinn garð.

Sjá næstu 50 fréttir