Innlent

Funduðu um nafnlausa bréfið

Verjendur, settur saksóknari og dómarar í Baugsmálinu funduð seinni partinn um nafnlaust bréf sem sent var Hæstaréttardómurum og öðrum. Í bréfinu koma fram aðdróttanir um annarlega hvatir á bak við Baugsmálið hjá dómstólum og fyrri ráðamönnum.

Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari, sagði málið hafa verið rætt. Hann búist ekki við því að framhald verði á því enda sé þetta bara leið til að færa málið frá málsatriðum.

Sigurður Tómas sagði fyrr í dag, að bréfið skaðaði sókn málsins og Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, segir lögreglurannsókn hafa verið gerða af minna tilefni. Bréfið sé alvarleg atlaga að réttarskipan í landinu.

Það var Sigurður Tómas sem óskaði eftir fundinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×