Fleiri fréttir Fangelsaður fyrir blogg Dómstóll í Egyptalandi úrskurðaði í dag bloggara í fjögurra ára fangelsi fyrir móðgun við Íslam og forseta landsins. Bloggarinn, Abdel Kareem Soliman er sá fyrsti sem er dæmdur í fangelsi í landinu fyrir skrif á vefinn. Hann hefur um langa hríð notað bloggið sitt til að gagnrýna al-Azhar háskólann, sem er ein helsta trúarstofnun landsins og Hosni Mubarak forseta, sem Soliman hefur kallað einræðisherra. 22.2.2007 17:24 Skógrækt ríkisins kærir framkvæmdir í Heiðmörk Skógrækt ríkisins hefur kært framkvæmdir í Heiðmörk á vegum Kópavogsbæjar vegna fyrirhugaðrar lagningar á vatnslögn. Fram kemur á heimasíðu Skógræktarinnar að forsendur kærunnar séu þær að umræddar framkvæmdir séu brot á 6. og 7 gr. skógræktarlaga. 22.2.2007 17:13 Marel lokar starfsstöð á Ísafirði í haust Forsvarsmenn Marels, sem þróar hátæknibúnað fyrir matvælaiðnað, hefur ákveðið að loka starfsstöð sinni á Ísafirði frá og með 1. september í haust. Þetta kemur fram í tilkynningu frá féaginu. 22.2.2007 17:03 Mildaði dóm vegna árásar á lögreglumann Hæstiréttur mildaði í dag dóm héraðsdóms yfir manni sem sakfelldur var fyrir að hafa ráðist gegn lögreglumanni og kýlt hann ítrekað þar sem þeir voru í lögreglubíl. 22.2.2007 16:40 Veittist að sýslumanni Karlmaður á fertugsaldri var í dag í Hæstarétti dæmdur í hálfs árs fangelsi fyrir að veitast að sýslumanninum á Selfossi. Með brotinu rauf hann skilorð. 22.2.2007 16:36 Skurðlæknar slógust í miðjum uppskurði Slagsmál hófust í miðri aðgerð á skurðstofu á sjúkrahúsi í Belgrad í Serbíu milli tveggja skurðlækna. Slagsmálin færðust svo út af skurðstofunni og héldu áfram á ganginum. Þetta er haft eftir serbneska dagblaðinu Politika. Spasoje Radulovic læknir var í miðjum uppskurði þegar kollegi hans Dragan Vukanic kom inn og gerði athugasemd sem varð upphaf slagsmálanna. 22.2.2007 16:31 How Tom Cruise Almost Saved Icelandic Handball 22.2.2007 16:25 Hvad siger du ? Norræna tungumálayfirlýsingin verður 20 ára á þessu ári. Meginmarkmið yfirlýsingarinnar er að Norðurlandabúar eiga að geta talað móðurmál sitt í samskiptum við yfirvöld í öðrum norrænum ríkjum ef þörf krefur. 22.2.2007 16:08 Bensínþjófar á ferð Lögreglan hafði afskipti af tveimur bensínþjófum í gær. Liðlega þrítugur karlmaður tók eldsneyti fyrir tvö þúsund krónur á bensínstöð í Vogahverfi og keyrði á brott án þess að greiða fyrir það. Maðurinn bar við minnisleysi þegar lögreglan sótti hann heim og fór fram á greiðslu skuldarinnar. Hann lét síðan til leiðast, fór á bensínstöðina og gerði upp. 22.2.2007 16:04 Baugsmál sambland af pólitískri óvild og hatri Jóns Geralds Skýrslutöku af Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs, sem sakbornings lauk nú á fjórða tímanum en hann var kallaður fyrir réttinn aftur í dag þar sem dómari hafði stöðvað settan saksóknara í spurningum sínum til Jóns Ásgeirs fyrir viku. 22.2.2007 15:55 Fjármálaráðherra segir peningastefnuna ekki virka Árni Mathiesen fjármálaráðherra sagði á fundi um evruna og landsbyggðina á Akureyri í dag að íslensk peningastefna hefði alls ekki virkað sem skyldi undanfarið. Sérfræðingur við Landsbankann segir vexti hér á landi "hræðilega háa". Skiptar skoðanir voru um það á fundinum hvort skipta ætti um gjaldmiðil. 22.2.2007 15:41 Sakar efnahagsnefnd um að ganga erinda tryggingafélaga Læknafélag Íslands sakar efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis um að ganga erinda vátryggingafélaga í umsögn um breytingartillögur nefndarinnnar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um vátryggingarsamninga. 22.2.2007 15:35 Verðlag hér lægra eða sambærilegt Í verðkönnun á fjölmörgum innfluttum vörutegundum á Íslandi og sömu vörum í Danmörku, Svíþjóð og Noregi kemur í ljós að verð hér er mjög oft lægra, eða sambærilegt. Þegar verðmunur er Íslandi í óhag skýrist hann yfirleitt af háum verndartollum. Félag íslenskra stórkaupmanna lét framkvæma könnunina dagana 9.-14. febrúar. 22.2.2007 15:28 207 milljónir í rekstur íþróttadeildar RÚV Rekstur íþróttadeildar Ríkisútvarpsins kostar 207 milljónir króna á þessu ári samkvæmt svari menntmálaráðherra við fyrirspurn Björns Inga Hrafnssonar, varaþingmanns Framsóknarflokksins. Þar kemur einnig fram að samanlagður rekstarskostnaður deildarinnar árin 2004-2007 er 787 milljónir króna. 22.2.2007 15:11 Fjögurra ára fangelsi fyrir blogg Egypskur bloggari hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að móðga bæði Hosni Mubarak, forseta, og Múhameðstrúna. Abdel Karim Suleiman er 22 ára gamall fyrrverandi laganemi, sem var handtekinn í nóvember síðastliðnum, og hefur setið í fangelsi síðan. Hann var dæmdur fyrir átta blogg sem hann skrifaði árið 2004. 22.2.2007 15:05 Eldorgel opnar Vetrarhátíð í Reykjavík Tilkomumikill gjörningur með eldorgeli verður opnunaratriði Vetrarhátíðar í Reykjavík á Austurvelli kl. 20 í kvöld. Þetta er í sjötta sinn sem hátíðin er haldin en henni lýkur á laugardagskvöld. Það er franski tónlistar- og sjónlistarmaðurinn Michel Moglia sem fremur gjörninginn, en með honum verða Sigtryggur Baldursson, Steingrímur Guðmundsson, Gísli Galdur og Herdís Þorvaldsdóttir. 22.2.2007 15:00 Segist hafa tapað þúsundum dollara Scott Hjorleifsson, Vestur-Íslendingurinn sem stendur á bak við netsíðuna sleazydream.com og ætlaði að koma hingað til lands í fyrirhugaða ferð klámframleiðenda, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þess að hætt hefur verið við ferðina. 22.2.2007 14:52 Veikir farandverkamenn 22.2.2007 14:50 RKÍ veitir þrjár milljónir vegna flóða í Mósambík Rauði kross Íslands veitti í dag 3 milljónir króna til neyðarbeiðni Alþjóða Rauða krossins vegna gífurlegra flóða í Mósambík. 22.2.2007 14:29 Þingflokkar Alþingis harma klámráðstefnu Þingflokkar Alþingis harma að Reykjavíkurborg verði vettvangur ráðstefnu framleiðenda klámefnis fyrir netmiðla um miðjan marsmánuð. Tilkynning þessa efnis barst frá þinglokkunum rétt í þann mund sem skýrt var frá að hætt hefði verið við ráðstefnuna. 22.2.2007 14:25 Þriðjungur ungmenna stefnir ekki í menntastörf Rúmlega þriðjungur fimmtán ára unglinga á íslandi býst ekki við að stunda störf sem krefjast menntunar um þrítugt. Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu frá UNICEF Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Þessi niðurstaða er ekki í samræmi við könnun Námsmatsstofnunar sem sýnir að 76 prósent nemenda í 10. bekk stefna á háskólanám. 22.2.2007 14:19 Kapphlaup í kjörbúðinni Verðbólga í Afríkuríkinu Zimbabwe er nú 1600 prósent á ársgrundvelli og landið er gjaldþrota, eftir 27 ára einræðisstjórn hins 83 ára gamla Roberts Mugabe. Þetta hefur auðvitað áhrif á daglegt líf þegnanna. Þeirra á meðal er Nelson Banya sem segist vera heppinn, því hann sé einn af tuttugu prósentum íbúa Zimbabwes, sem þó hafi atvinnu. 22.2.2007 14:04 Klámframleiðendur hætta við ferð til Íslands Aðstandendur ferðar klámframleiðenda sem fyrirtækið FreeOnes hugðist standa fyrir hingað til lands 7.-11. mars hafa ákveðið að hætta við ferðina eftir að stjórn Bændasamtakanna, sem á Hótel Sögu, ákvað að vísa hópnum frá hótelinu þar sem hann hafði bókað gistingu fyrir um 150 manns. 22.2.2007 13:52 Hótel Saga vísar klámráðstefnugestum frá Stjórn Bændasamtaka Íslands, sem eiga hótel Sögu, hefur ákveðið að vísa frá gestum sem bókað höfðu gistingu á Radissan SAS hóteli Sögu vegna klámráðstefnu. Gestirnir höfðu bókað gistingu dagana 7.-11. mars. Rekstraraðili Radisson SAS hótelkeðjunnar, Rezidor Hotel styður ákvörðunina. Bændasamtökin segjast með þessu vilja lýsa vanþóknun sinni á starfsemi þeirri sem hópurinn tengist. 22.2.2007 13:37 Fyrrverandi starfsmenn Varnarliðsins fá loks launamiða Launamiðar frá Varnarliðinu munu á næstu dögum berast til fyrrverandi starfsmanna þess og því ættu þeir ekki að lenda í vandræðum með skattframtöl sín. Þetta kemur fram á vef Víkurfrétta. 22.2.2007 13:30 73% in Favor of Increased Environmental Protection According to a new Gallup Capacent poll, conducted for the Iceland Nature Conservation Association, roughly 73% of Icelanders believe that political parties should place more focus on environmental protection. 22.2.2007 13:20 Hvar er Peking ? 22.2.2007 13:15 Veggjalúsum fjölgar ört í Danmörku Óværu, sem líkist veggjalús, varð nýverið vart á gistiheimili á höfuðborgarsvæðinu og var gripið til eitrunar til að útrýma henni. Veggjalýs fjölga sér nú ört í Danmörku, að sögn Jótlandspóstsins, og hefur þurft að hreinsa þónokkur hótel út með eitri. 22.2.2007 13:00 Óvíst um framtíð Prodis Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, sagði af sér í gærkvöldi eftir aðeins 10 mánuði í embætti. Ríkisstjórn hans tapaði atkvæðagreiðslu um utanríkismál á ítalska þinginu í gær. Óvíst er hvort Ítalíuforseti samþykkir afsögn Prodis. 22.2.2007 12:45 Fresta því að leggja fram kæru Engar varúðarmerkingar voru við jarðrask verktaka Kópavogsbæjar í Heiðmörk þegar Vinnueftirlit ríkisins gerði úttekt á svæðinu í gær. Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur frestað að leggja fram kæru vegna rasksins en Náttúruverndarsamtökin kæra Kópavogsbæ fyrir brot á náttúruverndarlögum. 22.2.2007 12:45 Lýst eftir vitnum að hugsanlegum kappakstri Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir vitnum að umferðaróhappi á Reykjanesbraut á móts við Garðheima í Mjódd í gærkvöld klukkan 20.14. Þá var svartri Honda Civic fólksbifreið ekið suður Reykjanesbraut og leikur grunur á að ökumaðurinn hafi verið í kappakstri við annan ökumann. 22.2.2007 12:40 Kærum KB banka vísað frá siðanefnd í Danmörku Siðanefnd danskra fjölmiðla hefur vísað á bug kærum KB banka og Sigurðar Einarssonar, stjórnarformanns hans, á hendur danska Extrablaðinu vegna skrifa blaðsins um starfsemi bankans síðastliðið haust. 22.2.2007 12:31 Stórhríð í Skandinavíu Stórhríð og frost hafa raskað samgöngum verulega í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Horfur eru á umtalsverðum töfum í lofti og á láði fram eftir degi. 22.2.2007 12:30 Segir kosið um stóriðjustefnu ríkisstjórnar í Hafnarfirði Jón Baldvin Hannibalsson sagði á fjölmennum fundi í Bæjarbíói í Hafnarfirði í gær að hann teldi að kosið yrði um stóriðjustefnu ríkisstjórnarinnar í kosningum um stækkun álversins í Straumsvík í lok mars. 22.2.2007 12:30 Samgöngur í Danmörku raskast vegna óveðurs Stórhríð og frost hafa valdið verulegum samgönguörðugleikum í Danmörku og sunnanverðum Noregi og Svíþjóð. Horfur eru á umtalsverðum töfum í lofti og á láði fram eftir degi. 22.2.2007 12:15 Grunaðir um að hafa reynt að stela þorski úr eldiskví Tveir trillukarlar frá Akureyri eru grunaðir um að hafa reynt að stela þorski úr eldiskvíum Brims skammt frá Krossanesi um síðustu helgi 22.2.2007 12:15 Harry fer til Íraks Harry Bretaprins hefur fengið skipun um að fara til Íraks. Varnarmálaráðuneytið breska tilkynnti þetta í morgun. Harry er hluti af Hinni bláu og konunglegu herdeild breska hersins. Líklegt er talið að hann verði við landamæravörslu á landamærum Íraks og Írans. 22.2.2007 12:11 Viðurkennir aðild að bókhaldsbroti Jón Gerald Sullenberger viðurkenndi við yfirheyrslur í morgun að hafa stuðlað að bókhaldsbroti í Baugsmálinu. Hann hafnar því hins vegar að upphaf Baugsmálsins megi rekja til kvennamála eins og Baugsmenn hafi haldið fram. Þvert á móti mætti rekja það til vanefnda á samningum en mælirinn hefði orðið fullur þegar Jón Ásgeir hefði stigið í vænginn við eiginkonu hans. 22.2.2007 12:04 Sérkennurum fjölgar Kennurum hefur fjölgað um 120 frá síðasta skólavetri eða um tvö og hálft prósent og eru nú tæplega fimm þúsund. Fjölgunina má aðallega rekja til sérkennara, en almennum grunnskólakennurum fækkar milli ára. Almennt fjölgar því kennurum þótt nemendum fækki en þeim hefur fækkað um 461 á tímabilinu. 22.2.2007 11:53 75% vilja áherslu á náttúru- og umhverfismál Mikill meirihluti vill að stjórnmálaflokkarnir leggi meiri áherslu á náttúruvernd og umhverfismál. Þetta eru niðurstöður könnunar sem Capacent Gallup gerði fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands og leiðir í ljós að 75 prósent eru fylgjandi málefninu. Einungis tæp fimm prósent töldu að flokkarnir ættu að leggja minni áherslu á náttúruvernd og umhverfismál. 22.2.2007 11:36 Fagna yfirlýsingu borgarstjóra Mannréttindanefnd Reykjavíkurborgar hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem hún fagnar yfirlýsingu borgarstjórans í Reykjavík og ályktun borgarstjórnar. Þar segir að ráðstefna framleiðenda klámefnis í borginni sé í mikilli óþökk borgaryfirvalda. Skýlaus stefna Reykjavíkurborgar sé að vinna gegn klámvæðingu og vændi. 22.2.2007 11:24 Geir fagnar heimköllun herliðs Breta og Dana Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði fulla ástæðu til að fagna þeirri þróun í Írak sem leitt hefði til þess að Bretar og Danir hefðu ákveðið að fækka í eða kalla heim herlið sitt frá Írak. Þetta kom fram í umræðu um störf þingsins sem Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, hóf við upphaf þingfundar. 22.2.2007 11:13 Danir í rusli Verkfall sorphirðumanna breiðist nú út í Danmörku, en það hefur þegar staðið í tvær vikur í Árósum. Landlæknir Danmerkur hefur sent út leiðbeiningar til fólks þar sem það er meðal annars upplýst um að það sé aðeins lífrænn úrgangur sem þarf að hafa áhyggjur af, svosem matarleifar og bleyjur. 22.2.2007 10:44 Stóri bróðir kátur Breska fjölmiðlaráðið heldur fast við þá ákvörðun sína að banna skyndibitaauglýsingar sem beint er að börnum. Bæði fjölmiðlar og framleiðendur skyndibita hafa mótmælt þessari ákvörðun harðlega. Auglýsingabannið nær til rétta sem fara yfir mörk sem sett eru um magn á salti, fitu og sykri. 22.2.2007 10:25 Rauða ljónið verður dauða ljónið Kráin Rauða ljónið fær ekki áfram starfsleyfi á Eiðistorgi á Seltjarnarnarnesi eftir því sem fram kemur á vef Seltjarnarnesbæjar. Þar segir að bæjaryfirvöld hafi ekki getað fallist á framlengingu veitingaleyfis fyrir staðinn á grundvelli upplýsinga lögreglu um ítrekuð brot á áfengislögum og settum skilyrðum fyrri leyfisveitinga. 22.2.2007 10:21 Sjá næstu 50 fréttir
Fangelsaður fyrir blogg Dómstóll í Egyptalandi úrskurðaði í dag bloggara í fjögurra ára fangelsi fyrir móðgun við Íslam og forseta landsins. Bloggarinn, Abdel Kareem Soliman er sá fyrsti sem er dæmdur í fangelsi í landinu fyrir skrif á vefinn. Hann hefur um langa hríð notað bloggið sitt til að gagnrýna al-Azhar háskólann, sem er ein helsta trúarstofnun landsins og Hosni Mubarak forseta, sem Soliman hefur kallað einræðisherra. 22.2.2007 17:24
Skógrækt ríkisins kærir framkvæmdir í Heiðmörk Skógrækt ríkisins hefur kært framkvæmdir í Heiðmörk á vegum Kópavogsbæjar vegna fyrirhugaðrar lagningar á vatnslögn. Fram kemur á heimasíðu Skógræktarinnar að forsendur kærunnar séu þær að umræddar framkvæmdir séu brot á 6. og 7 gr. skógræktarlaga. 22.2.2007 17:13
Marel lokar starfsstöð á Ísafirði í haust Forsvarsmenn Marels, sem þróar hátæknibúnað fyrir matvælaiðnað, hefur ákveðið að loka starfsstöð sinni á Ísafirði frá og með 1. september í haust. Þetta kemur fram í tilkynningu frá féaginu. 22.2.2007 17:03
Mildaði dóm vegna árásar á lögreglumann Hæstiréttur mildaði í dag dóm héraðsdóms yfir manni sem sakfelldur var fyrir að hafa ráðist gegn lögreglumanni og kýlt hann ítrekað þar sem þeir voru í lögreglubíl. 22.2.2007 16:40
Veittist að sýslumanni Karlmaður á fertugsaldri var í dag í Hæstarétti dæmdur í hálfs árs fangelsi fyrir að veitast að sýslumanninum á Selfossi. Með brotinu rauf hann skilorð. 22.2.2007 16:36
Skurðlæknar slógust í miðjum uppskurði Slagsmál hófust í miðri aðgerð á skurðstofu á sjúkrahúsi í Belgrad í Serbíu milli tveggja skurðlækna. Slagsmálin færðust svo út af skurðstofunni og héldu áfram á ganginum. Þetta er haft eftir serbneska dagblaðinu Politika. Spasoje Radulovic læknir var í miðjum uppskurði þegar kollegi hans Dragan Vukanic kom inn og gerði athugasemd sem varð upphaf slagsmálanna. 22.2.2007 16:31
Hvad siger du ? Norræna tungumálayfirlýsingin verður 20 ára á þessu ári. Meginmarkmið yfirlýsingarinnar er að Norðurlandabúar eiga að geta talað móðurmál sitt í samskiptum við yfirvöld í öðrum norrænum ríkjum ef þörf krefur. 22.2.2007 16:08
Bensínþjófar á ferð Lögreglan hafði afskipti af tveimur bensínþjófum í gær. Liðlega þrítugur karlmaður tók eldsneyti fyrir tvö þúsund krónur á bensínstöð í Vogahverfi og keyrði á brott án þess að greiða fyrir það. Maðurinn bar við minnisleysi þegar lögreglan sótti hann heim og fór fram á greiðslu skuldarinnar. Hann lét síðan til leiðast, fór á bensínstöðina og gerði upp. 22.2.2007 16:04
Baugsmál sambland af pólitískri óvild og hatri Jóns Geralds Skýrslutöku af Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs, sem sakbornings lauk nú á fjórða tímanum en hann var kallaður fyrir réttinn aftur í dag þar sem dómari hafði stöðvað settan saksóknara í spurningum sínum til Jóns Ásgeirs fyrir viku. 22.2.2007 15:55
Fjármálaráðherra segir peningastefnuna ekki virka Árni Mathiesen fjármálaráðherra sagði á fundi um evruna og landsbyggðina á Akureyri í dag að íslensk peningastefna hefði alls ekki virkað sem skyldi undanfarið. Sérfræðingur við Landsbankann segir vexti hér á landi "hræðilega háa". Skiptar skoðanir voru um það á fundinum hvort skipta ætti um gjaldmiðil. 22.2.2007 15:41
Sakar efnahagsnefnd um að ganga erinda tryggingafélaga Læknafélag Íslands sakar efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis um að ganga erinda vátryggingafélaga í umsögn um breytingartillögur nefndarinnnar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um vátryggingarsamninga. 22.2.2007 15:35
Verðlag hér lægra eða sambærilegt Í verðkönnun á fjölmörgum innfluttum vörutegundum á Íslandi og sömu vörum í Danmörku, Svíþjóð og Noregi kemur í ljós að verð hér er mjög oft lægra, eða sambærilegt. Þegar verðmunur er Íslandi í óhag skýrist hann yfirleitt af háum verndartollum. Félag íslenskra stórkaupmanna lét framkvæma könnunina dagana 9.-14. febrúar. 22.2.2007 15:28
207 milljónir í rekstur íþróttadeildar RÚV Rekstur íþróttadeildar Ríkisútvarpsins kostar 207 milljónir króna á þessu ári samkvæmt svari menntmálaráðherra við fyrirspurn Björns Inga Hrafnssonar, varaþingmanns Framsóknarflokksins. Þar kemur einnig fram að samanlagður rekstarskostnaður deildarinnar árin 2004-2007 er 787 milljónir króna. 22.2.2007 15:11
Fjögurra ára fangelsi fyrir blogg Egypskur bloggari hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að móðga bæði Hosni Mubarak, forseta, og Múhameðstrúna. Abdel Karim Suleiman er 22 ára gamall fyrrverandi laganemi, sem var handtekinn í nóvember síðastliðnum, og hefur setið í fangelsi síðan. Hann var dæmdur fyrir átta blogg sem hann skrifaði árið 2004. 22.2.2007 15:05
Eldorgel opnar Vetrarhátíð í Reykjavík Tilkomumikill gjörningur með eldorgeli verður opnunaratriði Vetrarhátíðar í Reykjavík á Austurvelli kl. 20 í kvöld. Þetta er í sjötta sinn sem hátíðin er haldin en henni lýkur á laugardagskvöld. Það er franski tónlistar- og sjónlistarmaðurinn Michel Moglia sem fremur gjörninginn, en með honum verða Sigtryggur Baldursson, Steingrímur Guðmundsson, Gísli Galdur og Herdís Þorvaldsdóttir. 22.2.2007 15:00
Segist hafa tapað þúsundum dollara Scott Hjorleifsson, Vestur-Íslendingurinn sem stendur á bak við netsíðuna sleazydream.com og ætlaði að koma hingað til lands í fyrirhugaða ferð klámframleiðenda, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þess að hætt hefur verið við ferðina. 22.2.2007 14:52
RKÍ veitir þrjár milljónir vegna flóða í Mósambík Rauði kross Íslands veitti í dag 3 milljónir króna til neyðarbeiðni Alþjóða Rauða krossins vegna gífurlegra flóða í Mósambík. 22.2.2007 14:29
Þingflokkar Alþingis harma klámráðstefnu Þingflokkar Alþingis harma að Reykjavíkurborg verði vettvangur ráðstefnu framleiðenda klámefnis fyrir netmiðla um miðjan marsmánuð. Tilkynning þessa efnis barst frá þinglokkunum rétt í þann mund sem skýrt var frá að hætt hefði verið við ráðstefnuna. 22.2.2007 14:25
Þriðjungur ungmenna stefnir ekki í menntastörf Rúmlega þriðjungur fimmtán ára unglinga á íslandi býst ekki við að stunda störf sem krefjast menntunar um þrítugt. Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu frá UNICEF Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Þessi niðurstaða er ekki í samræmi við könnun Námsmatsstofnunar sem sýnir að 76 prósent nemenda í 10. bekk stefna á háskólanám. 22.2.2007 14:19
Kapphlaup í kjörbúðinni Verðbólga í Afríkuríkinu Zimbabwe er nú 1600 prósent á ársgrundvelli og landið er gjaldþrota, eftir 27 ára einræðisstjórn hins 83 ára gamla Roberts Mugabe. Þetta hefur auðvitað áhrif á daglegt líf þegnanna. Þeirra á meðal er Nelson Banya sem segist vera heppinn, því hann sé einn af tuttugu prósentum íbúa Zimbabwes, sem þó hafi atvinnu. 22.2.2007 14:04
Klámframleiðendur hætta við ferð til Íslands Aðstandendur ferðar klámframleiðenda sem fyrirtækið FreeOnes hugðist standa fyrir hingað til lands 7.-11. mars hafa ákveðið að hætta við ferðina eftir að stjórn Bændasamtakanna, sem á Hótel Sögu, ákvað að vísa hópnum frá hótelinu þar sem hann hafði bókað gistingu fyrir um 150 manns. 22.2.2007 13:52
Hótel Saga vísar klámráðstefnugestum frá Stjórn Bændasamtaka Íslands, sem eiga hótel Sögu, hefur ákveðið að vísa frá gestum sem bókað höfðu gistingu á Radissan SAS hóteli Sögu vegna klámráðstefnu. Gestirnir höfðu bókað gistingu dagana 7.-11. mars. Rekstraraðili Radisson SAS hótelkeðjunnar, Rezidor Hotel styður ákvörðunina. Bændasamtökin segjast með þessu vilja lýsa vanþóknun sinni á starfsemi þeirri sem hópurinn tengist. 22.2.2007 13:37
Fyrrverandi starfsmenn Varnarliðsins fá loks launamiða Launamiðar frá Varnarliðinu munu á næstu dögum berast til fyrrverandi starfsmanna þess og því ættu þeir ekki að lenda í vandræðum með skattframtöl sín. Þetta kemur fram á vef Víkurfrétta. 22.2.2007 13:30
73% in Favor of Increased Environmental Protection According to a new Gallup Capacent poll, conducted for the Iceland Nature Conservation Association, roughly 73% of Icelanders believe that political parties should place more focus on environmental protection. 22.2.2007 13:20
Veggjalúsum fjölgar ört í Danmörku Óværu, sem líkist veggjalús, varð nýverið vart á gistiheimili á höfuðborgarsvæðinu og var gripið til eitrunar til að útrýma henni. Veggjalýs fjölga sér nú ört í Danmörku, að sögn Jótlandspóstsins, og hefur þurft að hreinsa þónokkur hótel út með eitri. 22.2.2007 13:00
Óvíst um framtíð Prodis Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, sagði af sér í gærkvöldi eftir aðeins 10 mánuði í embætti. Ríkisstjórn hans tapaði atkvæðagreiðslu um utanríkismál á ítalska þinginu í gær. Óvíst er hvort Ítalíuforseti samþykkir afsögn Prodis. 22.2.2007 12:45
Fresta því að leggja fram kæru Engar varúðarmerkingar voru við jarðrask verktaka Kópavogsbæjar í Heiðmörk þegar Vinnueftirlit ríkisins gerði úttekt á svæðinu í gær. Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur frestað að leggja fram kæru vegna rasksins en Náttúruverndarsamtökin kæra Kópavogsbæ fyrir brot á náttúruverndarlögum. 22.2.2007 12:45
Lýst eftir vitnum að hugsanlegum kappakstri Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir vitnum að umferðaróhappi á Reykjanesbraut á móts við Garðheima í Mjódd í gærkvöld klukkan 20.14. Þá var svartri Honda Civic fólksbifreið ekið suður Reykjanesbraut og leikur grunur á að ökumaðurinn hafi verið í kappakstri við annan ökumann. 22.2.2007 12:40
Kærum KB banka vísað frá siðanefnd í Danmörku Siðanefnd danskra fjölmiðla hefur vísað á bug kærum KB banka og Sigurðar Einarssonar, stjórnarformanns hans, á hendur danska Extrablaðinu vegna skrifa blaðsins um starfsemi bankans síðastliðið haust. 22.2.2007 12:31
Stórhríð í Skandinavíu Stórhríð og frost hafa raskað samgöngum verulega í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Horfur eru á umtalsverðum töfum í lofti og á láði fram eftir degi. 22.2.2007 12:30
Segir kosið um stóriðjustefnu ríkisstjórnar í Hafnarfirði Jón Baldvin Hannibalsson sagði á fjölmennum fundi í Bæjarbíói í Hafnarfirði í gær að hann teldi að kosið yrði um stóriðjustefnu ríkisstjórnarinnar í kosningum um stækkun álversins í Straumsvík í lok mars. 22.2.2007 12:30
Samgöngur í Danmörku raskast vegna óveðurs Stórhríð og frost hafa valdið verulegum samgönguörðugleikum í Danmörku og sunnanverðum Noregi og Svíþjóð. Horfur eru á umtalsverðum töfum í lofti og á láði fram eftir degi. 22.2.2007 12:15
Grunaðir um að hafa reynt að stela þorski úr eldiskví Tveir trillukarlar frá Akureyri eru grunaðir um að hafa reynt að stela þorski úr eldiskvíum Brims skammt frá Krossanesi um síðustu helgi 22.2.2007 12:15
Harry fer til Íraks Harry Bretaprins hefur fengið skipun um að fara til Íraks. Varnarmálaráðuneytið breska tilkynnti þetta í morgun. Harry er hluti af Hinni bláu og konunglegu herdeild breska hersins. Líklegt er talið að hann verði við landamæravörslu á landamærum Íraks og Írans. 22.2.2007 12:11
Viðurkennir aðild að bókhaldsbroti Jón Gerald Sullenberger viðurkenndi við yfirheyrslur í morgun að hafa stuðlað að bókhaldsbroti í Baugsmálinu. Hann hafnar því hins vegar að upphaf Baugsmálsins megi rekja til kvennamála eins og Baugsmenn hafi haldið fram. Þvert á móti mætti rekja það til vanefnda á samningum en mælirinn hefði orðið fullur þegar Jón Ásgeir hefði stigið í vænginn við eiginkonu hans. 22.2.2007 12:04
Sérkennurum fjölgar Kennurum hefur fjölgað um 120 frá síðasta skólavetri eða um tvö og hálft prósent og eru nú tæplega fimm þúsund. Fjölgunina má aðallega rekja til sérkennara, en almennum grunnskólakennurum fækkar milli ára. Almennt fjölgar því kennurum þótt nemendum fækki en þeim hefur fækkað um 461 á tímabilinu. 22.2.2007 11:53
75% vilja áherslu á náttúru- og umhverfismál Mikill meirihluti vill að stjórnmálaflokkarnir leggi meiri áherslu á náttúruvernd og umhverfismál. Þetta eru niðurstöður könnunar sem Capacent Gallup gerði fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands og leiðir í ljós að 75 prósent eru fylgjandi málefninu. Einungis tæp fimm prósent töldu að flokkarnir ættu að leggja minni áherslu á náttúruvernd og umhverfismál. 22.2.2007 11:36
Fagna yfirlýsingu borgarstjóra Mannréttindanefnd Reykjavíkurborgar hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem hún fagnar yfirlýsingu borgarstjórans í Reykjavík og ályktun borgarstjórnar. Þar segir að ráðstefna framleiðenda klámefnis í borginni sé í mikilli óþökk borgaryfirvalda. Skýlaus stefna Reykjavíkurborgar sé að vinna gegn klámvæðingu og vændi. 22.2.2007 11:24
Geir fagnar heimköllun herliðs Breta og Dana Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði fulla ástæðu til að fagna þeirri þróun í Írak sem leitt hefði til þess að Bretar og Danir hefðu ákveðið að fækka í eða kalla heim herlið sitt frá Írak. Þetta kom fram í umræðu um störf þingsins sem Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, hóf við upphaf þingfundar. 22.2.2007 11:13
Danir í rusli Verkfall sorphirðumanna breiðist nú út í Danmörku, en það hefur þegar staðið í tvær vikur í Árósum. Landlæknir Danmerkur hefur sent út leiðbeiningar til fólks þar sem það er meðal annars upplýst um að það sé aðeins lífrænn úrgangur sem þarf að hafa áhyggjur af, svosem matarleifar og bleyjur. 22.2.2007 10:44
Stóri bróðir kátur Breska fjölmiðlaráðið heldur fast við þá ákvörðun sína að banna skyndibitaauglýsingar sem beint er að börnum. Bæði fjölmiðlar og framleiðendur skyndibita hafa mótmælt þessari ákvörðun harðlega. Auglýsingabannið nær til rétta sem fara yfir mörk sem sett eru um magn á salti, fitu og sykri. 22.2.2007 10:25
Rauða ljónið verður dauða ljónið Kráin Rauða ljónið fær ekki áfram starfsleyfi á Eiðistorgi á Seltjarnarnarnesi eftir því sem fram kemur á vef Seltjarnarnesbæjar. Þar segir að bæjaryfirvöld hafi ekki getað fallist á framlengingu veitingaleyfis fyrir staðinn á grundvelli upplýsinga lögreglu um ítrekuð brot á áfengislögum og settum skilyrðum fyrri leyfisveitinga. 22.2.2007 10:21