Innlent

Harma fordóma í garð vátryggingastarfsemi

MYND/Vilhelm

Samtök fjármálafyrirtækja harma fordóma í garð vátryggingastarfsemi á Íslandi sem koma fram í umsögn Læknafélags Íslands til efnahags- og viðskiptanefndar um breytingar á lögum um vátryggingarsamninga.

Í yfirlýsingu frá samtökunum flokka þeir orð Læknafélagsins sem aðdróttanir en Læknafélagið segir að verði breytingarnar samþykktar að óbreyttu sé verið að ganga erinda tryggingarfélaganna.

Samtök fjármálafyrirtækja benda í þessu sambandi á að Persónuvernd og Fjármálaeftirlitið leggi mismunandi skilning í heimild vátryggingafélaga til að afla upplýsinga um núverandi og fyrrverandi heilsufar foreldra eða systkina umsækjanda um persónutryggingu.

Persónuvernd hafi lýst yfir efasemdum sínum við ofangreinda heimild en Fjármálaeftirlitið, sem lögum samkvæmt beri að sjá til þess að vátryggingafélög fari að lögum í störfum sínum, hafi verið þeirrar skoðunar að sú heimild hefði næga lagastoð enda byggi ákvæðið á samhljóða ákvæði í danskri löggjöf. Upplýsingarnar séu mikilvægar til að ákvarða iðgjöld við töku persónutrygginga en þau grundvallist ævinlega á þeirri áhættu sem félagið ber.

Vegna efasemda Persónuverndar hafi stjórnvöldum þótt ástæða til að taka af öll tvímæli og í því skyni hafi viðskiptaráðherra lagt fram frumvarp á Alþingi fyrr í vetur til breytinga á ofangreindum lögum. Að áliti sHarma amtakanna hafi frumvarpið ekki falið í sér neina verulega efnisbreytingu á lagaákvæðum þrátt fyrir breytt orðalag og því hafi ekki þótt ástæða til að gera athugasemdir við það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×