Fleiri fréttir

Lögregla, einhver hefur lagað íbúðina mína!

Maður í Þýskalandi kom heim til sín eftir helgarferð og komst að því að brotist hafði verið inn og íbúðin gerð upp. Gunther Hagler hringdi strax í lögregluna. Engu var stolið, en búið var að mála, hreinsa glugga, setja ný húsgögn og jafnvel skipta um ísskáp. Maturinn úr gamla ísskápnum hafði meira að segja verið færður yfir í þann nýja.

Nýsköpunarverðlaunin 2007 afhent á morgun

Nýsköpunarverðlaunin árið 2007 verða veitt á þingi Rannís og Útflutningsráðs á morgun á Grand Hótel í Reykjavík. Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra ávarpar þingið og afhendir verðlaunin. Rætt verður um virðisaukann frá sköpun til markaðar. Á dagskrá er einnig tónlist, hönnun ímynd og viðskipti auk tónlistarflutnings.

Áttunda þyrlan skotin niður

Black Hawk herþyrla Bandaríkjahers var skotin niður norður af Baghdad í Írak í dag. Enginn lést, en níu manns voru um borð. Þeir eru ekki alvarlega slasaðir. Þetta er áttunda þyrlan sem hrapar í Írak á einum mánuði. Talsmaður hersins sagði 28 manns, flesta bandaríkjamenn, hafa látist í átta þyrlum sem uppreisnarmenn hafa skotið niður á einum mánuði.

Prodi vill fullan stuðning

Romano Prodi er tilbúinn að halda áfram í embætti forsætisráðherra ef, og aðeins ef, vinstrisinnaður meirihluti styður hann að fullu. Þetta er haft eftir talsmanni hans í kvöld. Leiðtogar stjórnmálaflokkanna munu taka ákvörðun um hvort afsögnin verður samþykkt eða hvort óskað verði eftir að Prodi sitji áfram.

Náttúruverndarsamtökin kæra

Náttúruverndarsamtök íslands hafa lagt fram kæru til lögreglu og fara fram á rannsókn vegna umhverfisspjalla í Heiðmörk. Spjöllin eru unnin af verktakafyrirtækinu Klæðningu ehf vegna vatnslagnar á vegum Kópavogsbæjar. Í kærunni segir að ekki hafi legið fyrir tilskilin leyfi né samráð, og að stórir skurðir hafi verið ruddir með tilheyrandi spjöllum, m.a. á svokölluðum Þjóðhátíðarlundi.

Borgarstjóri: Ekki kæra

Á fundi Skógræktarfélags Reykjavíkur í kvöld kom fram að Vilhjálmur Vilhjálmsson borgarstjóri Reykjavíkur hefur óskað eftir að félagið leggi ekki fram kæru vegna rasks sem orðið hefur í Heiðmörk. Í yfirlýsingu frá Skógræktarfélaginu segir að borgarstjórinn hafi lýst yfir vilja til að beita sér fyrir lausn ágreiningsins vegna eignarspjalla og rasks í sambandi við vatnslögn í Heiðmörk.

Fimmburar fæddust í Gaza-borg

Uppi varð fótur og fit á sjúkrahúsi í Gaza-borg í dag þegar palestínsk kona ól þar fimmbura. Von var á fjórum börnum í heiminn og það fimmta kom því í kaupbæti.

Ösku dreift yfir höfuð og enni kirkjugesta

Á öskudegi gera börn sér yfirleitt glaðan dag og er þetta einn af eftirminnilegustu dögum barnanna þar sem búningar, söngvar og gleði eru í fyrirrúmi, eins og sjá mátti á aragrúa uppábúna barna um allt land í dag.

Betri lífslíkur hjá fyrirburum

Lífslíkur fyrirbura á Íslandi hafa batnað töluvert á síðustu árum, að sögn yfirlæknis á vökudeild Landspítalans. Hann segir lífslíkur þeirra, sem fæðast fyrir tuttugustu og fjórðu viku meðgöngu, afar litlar, en ef þau lifi sé mikil hætta á alvarlegri fötlun sem komi í ljós þegar barnið eldist. Það var í október í fyrra sem Amillia Sonja Taylor fæddist í Miami á Flórída í Bandaríkjunum eftir tæpar tuttugu og tvær vikur í móðurkvið. Algengt er að konur gani með börn í 37 til 40 vikur. Amillia var þá rétt rúmir 24 sentimetrar að lengd og rúm 280 grömm að þyngd. Henni var vart hugað líf enda lifa fyrirburar nær aldrei fæðist þeir svo snemma. Amillia dafnaði hins vegar og fór heim með foreldrum sínum í fyrradag. Reynir Tómas Geirsson, sviðsstjóri lækninga á kvennasviði Landspítalans, segist ekki vita um að barn hafi fæðst svo mikið fyrir tímann á Íslandi. Hann segir fyrirburafæðingar ekki mjög sérlega algengar á Íslandi. Fyrirburi sé barn sem fæðist fyrir 37. viku og það séu 6% allra fæðinga. Smærri börn sem fæðist fyrir 28. viku séu 0.7%. Feynir Tómas segir að fæðingar á 22. til 24. viku meðgöngu séu 0.4% fæðinga. Atli Dagbjartsson, yfirlæknir á vökudeild Landspítalans, segir lífslíkur barna sem fæðist fyrir 24. viku meðgöngu séu afar litlar. Þau börn sem lifi eigi á hættu alvarlega þroskaskerðingu, svokallað heilalömun. Börnin nái ekki andlegum þroska. Atli segir að lífslíkur fyrirbura hafi batnað á Íslandi og fylgt þróun í heiminum frá því um miðja síðustu öld. Mestu skipti þó að börnin nái ákveðnum þroska fyrir fæðingu til að lífslíkur aukist. Þar skipti lungaþroskinn mestu og hann sé orðinn ásættanlegur í 24. viku meðgöngu.

Ógnaði apamanni með hnífi

Maður með hníf ógnaði afgreiðslumanni á Akureyri í dag eftir að hafa stolið flíspeysu. Afgreiðslumaðurinn hljóp hann uppi í apabúningi og situr hnífamaðurinn nú í haldi lögreglu. Maðurinn ógnaði Sigurði Guðmundssyni verslunarmanni með hnífi eftir að stela peysu úr Víking búðinni í Hafnarstræti.

Bretar og Danir kalla hermenn heim frá Írak

Danir ætla að kalla alla hermenn sína frá Írak áður en ágústmánuður gengur í garð. Þetta tilkynnti forsætisráðherra Danmerkur í dag. Á sama tíma greindi starfsbróðir hans í Bretlandi frá því að 1.600 breskir hermenn yrðu kallaðir heim á næstu mánuðum.

Fljúgandi hálka í Borgarfirði

Lögreglan í Borgarfirði varar ökumenn við fljúgandi hálku frá Hafnarfjalli upp í Norðurárdal. Vegagerðinni gengur erfiðlega að salta, þar sem hiti er við frostmark, mikið fok og snjókoma. Ekki er talið fært bílum á sumardekkjum og ökumenn eru beðnir að haga ökulagi eftir aðstæðum.

Athugun ekki leitt ætlan um saknæmt athæfi í ljós

Athugun lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki leitt í ljós, með óyggjandi hætti, að fólk í hópi vefstjóra sem dreifir klámi á Netinu, hafi gerst brotlegt við lög. Formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna segir fráleitt að banna þessu fólki að koma til landsins. Ekkert mál er að verða sér út um klám á Íslandi án milligöngu Netsins. Við vörum við myndum með þessari frétt sem gætu sært blygðunarkennd fólks.

Hundruð fugla hafa smitast af olíumengun

Tugir eða hundruð fugla hafa mengast af olíu sem lak úr flutningaskipinu Wilson Muuga á strandstað skammt frá Sandgerði. Mun meira virðist hafa verið eftir af svartolíu í skipinu en áður var talið.

Átti að svíkja lit

Tryggvi Jónsson, einn sakborninga í Baugsmálinu, sakar lögregluna um að hafa reynt að fá sig til að vitna gegn Jóni Ásgeiri til bæta stöðu sína. Bæði Tryggvi og Jón Ásgeir segja kvennamál þýðingarmikil fyrir upphaf málsins.

Eiður Guðnason til Færeyja

Eiður Guðnason verður aðalræðismaður Íslands á nýrri sendiræðisskrifstofu í Þórshöfn í Færeyjum. Skrifstofan opnar í byrjun apríl og er nú unnið í samvinnu við dönsk og færeysk stjórnvöld að frágangi málsins. Síðastliðin 60 ár hefur kjörræðismaður haft ólaunað hlutastarf á ræðismannsskrifstofu í Færeyjum.

Ítalska stjórnin riðar til falls

Ítalska ríkisstjórnin hefur verið kölluð saman til fundar, í kvöld, og ekki er talið ólíklegt að hún segi af sér eftir að hafa beðið ósigur í atkvæðagreiðslu um utanríkismál, á þinginu í dag. Stjórnarandstaðan hefur krafist þess að vinstri stjórn Romanos Prodis segi af sér. Lagalega séð þarf ríkisstjórnin ekki að fara, en einn af flokksmönnum Prodis segir að hún "hafi tilhneigingu til að segja af sér."

Sýknaður af ákæru um ærumeiðingar á Vísi

Karlmaður var í Héraðsdómi Suðurlands í dag sýknaður af ákæru um ærumeiðingar í garð Hans Markúsar Hafsteinssonar, fyrrverandi sóknarprests í Garðasókn, á umræðuvef Vísis í júlí 2005.

Þjófnaður úr Nettó á Akureyri upplýstur

Maður um tvítugt hefur viðurkennt að hafa brotist inni í verslunina Nettó á Glerártorgi á Akureyri á mánudag og stolið þaðan sjö hundruð þúsund krónum í peningum. Að sögn lögreglunnar á Akureyri telst málið upplýst og hefur öllu þýfinu verið komið til skila.

Þyrla sótti slasaðan mann við Vík í Mýrdal

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í dag vegna manns sem slasaðist þegar bíll hans fauk út af veginum fyrir ofan Vík í Mýrdal. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli var tilkynnt um slysið um eittleytið í dag og var ákveðið að kalla til þyrlu eftir að maðurinn kenndi eymsla í baki.

Porn Conventioneers Hit Back!

Freeones.com, organisers of the now infamous SnowGathering 2007 pornographers’ convention/pep rally (to be held March 7-11 in Reykjavík), have responded to the allegations against the assembly put forth by various Icelandic officials and group-leaders. In a press release, the convention’s head organizer, Cristina Ponga, expresses her surprise at the current developments in the case of this year’s SnowGathering. Voicing their surprise and offence at comparisons to “drug dealers, child molesters and rapists, the organization behind the SnowGathering would like to set the record straight.”

Sökuð um úrræðaleysi í málum langt leiddra vímuefnasjúklinga

Hart var deilt á heilbrigðisráðherra og ríkisstjórnina fyrir dugleysi í málefnum langt leiddra áfengis- og vímuefnasjúklinga í utandagskrárumræðu á Alþingi í dag. Það var Margrét Frímannsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sem hóf umræðuna og benti á mikið hefði verið rætt um meðferðarstofnanir og starfsemi þeirra í kjölfar frétta af Byrginu.

Karl Steinar verður yfirmaður fíkniefnadeildar

Karl Steinar Valsson aðstoðaryfirlögregluþjónn verður yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann tekur við starfinu af Ásgeiri Karlssyni aðstoðaryfirlögregluþjóni sem verður daglegur stjórnandi greiningardeildar ríkislögreglustjóra. Karl Steinar hefur verið aðstoðaryfirlögregluþjónn í almennu deild lögreglunnar frá 2002. Hann hefur farið með málefni almennu löggæslunnar og sólarhringsvaktanna frá þeim tíma, fyrst hjá lögreglunni í Reykjavík en frá áramótum hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Karl Steinar hóf störf í lögreglunni í Reykjavík 1985. Hann var skipaður aðstoðaryfirlögregluþjónn 1997 og stýrði þá forvarnadeild lögreglunnar í Reykjavík. Hann lauk námi í afbrotafræði frá California State University í Bandaríkjunum 1994 og útskrifaðist frá Lögregluskóla bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) 1999 og lauk námi fyrir stjórnendur í lögreglu frá sama skóla 2002. Karl Steinar lauk MBA-námi frá Háskólanum í Reykjavík 2006.

DV verður aftur dagblað á morgun

DV verður að dagblaði á morgun þegar dagleg útgáfa DV hefst að nýju eftir nokkurt hlé. Þetta kemur fram í tilkynningu frá blaðinu. DV mun framvegis koma út fimm daga vikunnar, mánudaga til föstudaga.

Egyptar handtaka tilræðismann

Tuttugu og þrír menn hafa verið handteknir í Egyptalandi eftir að palestinskur maður með sprengjubelti var handtekinn þar, en hann hafði komið þangað um jarðgöng frá Gaza ströndinni. Maðurinn ætlaði að fara í baðstrandarbæ á Sinai skaga, sem ísraelskir ferðamenn sækja mikið. Þar ætlaði hann að sprengja sig í loft upp og drepa eins marga Gyðinga og hann gæti.

Þriðja útkallið vegna óhóflegrar tölvunotkunar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var í vikunni í þriðja sinn á stuttum tíma kölluð til aðstoðar í heimahúsi þar tölvunotkun unglings hafði farið úr böndunum. Foreldrar unglingspilts voru komnir með nóg af óhóflegri tölvunotkun hans.

Riða greinist í ám í Hrunamannahreppi

Riða hefur greinst í tveimur ám frá bænum Hrafnkelsstöðum í Hrunamannahreppi. Landbúnaðarstofnun hefur tilkynnt landbúnaðarráðherra um málið.

Flugher Írans engin fyrirstaða

Bandaríska blaðið The New York Times skýrði frá því að það hefði komist yfir leynilegar áætlanir um árás Bandaríkjanna á Íran, að uppfylltum vissum forsendum. Stjórnvöld hafa marglýst því yfir að engin slík árás sé í undirbúningi, en hafa ekki viljað útiloka að gripið verði til vopna, ef allt annað þrýtur.

28 mál hjá Samkeppniseftirlitinu frá 2005 eða eldri

85 stjórnsýslumál voru til meðferðar hjá Samkeppniseftirlitinu nú um miðjan febrúar og eru 28 þeirra frá árinu 2005 eða eldri. Þetta kom fram í svari Jóns Sigurðssonar iðnaðarráðherra við fyrirspurn Önnu Kristínar Gunnarsdóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, á Alþingi í dag.

Heimshöfin súrna

Heimshöfin eru farin að súrna vegna aukins magns koltvísýrings í andrúmsloftinu. Áhrif á líf í höfunum gætu orðið hrikaleg. Á næstu 50-100 árum gæti hækkað sýrustig sjávar leyst upp skeljar snigla og minnkað kóralrif tilfinnanlega að sögn vísindamanna við Vísindaþróunarstofnun Bandaríkjanna í San Francisco.

Nýkomin með bílpróf á 130 kílómetra hraða

Sautján ára stúlka var tekin á 130 kílómetra hraða í Ártúnsbrekku rétt eftir miðnætti í nótt. Stúlkan hefur aðeins haft bílpróf í fjóra mánuði. Skömmu síðar stöðvaði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu jafnaldra hennar á Hafnarfjarðarvegi á 121 kílómetra hraða.

Veitir reykvískum skólabörnum íslenskuverðlaun

Menntaráð Reykjavíkurborgar tilkynnti í dag að komið yrði á fót íslenskuverðlaunum fyrir reykvísk skólabörn sem úthlutað verður á hverju ári á Degi íslenskrar tungu, þann 16. nóvember.

Mugabe gefur afmælisgjöf

Robert Mugabe, forseti Zimbabwe hélt upp á 83 ára afmæli sitt í dag með því að banna allar pólitískar samkomur í þrjá mánuði. Hann lýsti því jafnframt yfir að hann hefði alls ekki í hyggju að fara frá völdum í bráð. Kjörtímabil hans rennur út í mars á næsta ári, en forsetinn útilokaði ekki að hann byði sig fram aftur.

Íran: Óttast ekki árás Bandaríkjamanna

Ali Larijani, aðalsamningamaður Írana í kjarnorkudeilu þeirra við vesturveldin, segir stjórnvöld í Teheran ekki óttast árás Bandaríkjamanna. Vesturveldin komi ekki til með að beita hörku í deilunni. Frestur sá sem Sameinuðu þjóðirnar gáfu Írönum til að hætta auðgun úrans rennur út í dag.

Boðið að falla frá ákæru fyrir vitnisburð gegn Jóni Ásgeiri

Yfirheyrslum yfir Tryggva Jónssyni, fyrrverandi aðstoðarforstjóra Baugs, lauk laust fyrir klukkan eitt í Héraðsdómi Reykjavíkur. Eins og greint var frá fyrr í dag var Tryggvi meðal annars spurður út í meintan fjárdrátt frá Baugi sem tengist skemmtibátnum Thee Viking og getið er í 18. ákærulið endurákærunnar.

Engin sátt um Kosovo

Sérlegur fulltrúi Sameinuðu þjóðanna gagnvart Kosovo segir að engar líkur séu á því að Serbar og Albanar nái samkomulagi um framtíð héraðsins. Martti Athisari, stýrir samningaviðræðum sem hófust í Vínarborg í dag. Kosovo er bláfátætk hérað í Serbíu þar sem yfirgnæfandi

Bretar fækka um 1.500 hermenn í Írak

Tony Blair, forsætisráðherra Breta, tilkynnti rétt í þessu að breskum hermönnum yrði fækkað um 1.600 á næstu mánuðum. Sem stendur eru 7.100 breskir hermenn í Írak.

Istanbúl: Íbúðarhús hrundi

Minnst 2 týndu lífi og hátt í 30 slösuðust þegar 5 hæða íbúðarhús hrundi í Istanbúl í Tyrklandi í morgun. Yfirvöld í borginni segja lélegum frágangi við bygginguna um að kenna en engar frekari skýringar hafa fengist á því af hverju húsið hrundi. Talið er að allir sem voru í húsinu og lifðu hafi verið fluttir á sjúkrahús og enga sé að finna í rústunum.

Danir frá Írak fyrir lok júlí

Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Dana, tilkynnti rétt í þessu að allir danskir hermenn verði farnir frá Írak áður en ágúst gengur í garð. Alls eru 470 danskir hermenn þar núna. Níu manna þyrlusveit verður þó áfram í landinu.

Græddu HIV-smituð líffæri í sjúklinga

Ítalskir læknar græddu óvart líffæri úr eyðnismituðum líffæragjafa í heilbrigt fólk. Alls fengu þrír sjúklingar líffæri úr konunni. Um tvö nýru og lifur var að ræða. Læknar segja miklar líkur á því að líffæraþegarnir eigi eftir að smitast af HIV.

Sjá næstu 50 fréttir