Fleiri fréttir Draga barnaperra á tálar og hafa af þeim fé Svo virðist sem nýr leikur sé að ryðja sér til rúms meðal unglinga í Hafnarfirði. Leikur að eldi myndu margir kalla það, enda gengur hann út á að lokka til sín barnaperra, hafa af þeim fé og ná svo mynd af þeim. 20.2.2007 12:45 Fleiri rafhlöðum verði skilað til endurvinnslu Íslendingar nota hátt í hálft tonn af rafhlöðum á degi hverjum en aðeins lítið brot af þessu magni skilar sér í endurvinnslu. Úrvinnslusjóður boðaði til blaðamannafundar í morgun til að kynna átak til þess að fá Íslendinga til að gera þarna bragarbót á. 20.2.2007 12:30 Íran: Árásaráætlun sögð tilbúin Bandaríkjamenn eru sagðir hafa gert áætlun um loftárásir á Íran sem beinist að kjarnorkuverum og innviðum íranska hersins. Frestur sá sem Sameinuðu þjóðirnar hafa gefið Írönum til að hætta auðgun úrans rennur út á morgun. Íransforseti segist tilbúinn til viðræðna en hann gangist ekki undir þau skilyrði sem sett séu. 20.2.2007 12:30 Halla og Jude í heimspressunni Kynnum Höllu Vilhjálmsdóttur og breska leikarans Jude Law, eru gerð góð skil í bresku pressunni, í dag. Í The Sun eru birtar fjölmargar flennistórar myndir af Höllu, sem sögð er unaðslegur kynnir hjá hinum íslenska X-Factor. Talað er um kertaljósakvöldverð, sveitt pöbbarölt og kossaflens á dansgólfinu, sem hefði verið nóg til þess að fá dómara í X-Factor til þess að roðna. 20.2.2007 12:15 Mikil eftirspurn eftir stórum trjám Mikil eftirspurn er eftir stórum trjám og gott verð í boði fyrir tré á borð við þau sem horfin eru úr Heiðmörk. 20.2.2007 12:15 Dreggjum af svartolíu dælt úr Wilson Muuga Þyrla frá Landhelgisgæslunni flutti í morgun dælur og mannskap út í Wilson Muuga á strandstað við Hvalsnes á Reykjanesi, til að dæla dreggjum af svartolíu úr lestum skipsins. Þar í grennd fannst olía í þanghrönn síðdegis í gær. 20.2.2007 12:00 Lýsa þungum áhyggjum af kjaradeilu kennara og launanefndar Borgarmálaráð Samfylkingarinnar lýsir yfir þungum áhyggjum vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í viðræðum kennara og launanefndar sveitarfélaganna. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á síðasta fundi ráðsins. 20.2.2007 11:44 Röð mistaka hefði ráðið færslu yfirlýsingar Skýrslutaka af Tryggva Jónssyni, fyrrverandi aðstoðarforstjóra Baugs, hélt áfram fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þar sagði Tryggvi meðal annars að röð mistaka hefði ráðið því að yfirlýsing um markaðsstuðning frá færeyska fyrirtækinu SMS upp á hátt í 47 milljónir króna hefði verið færð Baugi til tekna í bókhaldi fyrirtækisins. 20.2.2007 11:32 Íranar vilja viðræður Íranski forsetinn, Mahmoud Ahmadinejad, sagði í dag að hann vildi viðræður um kjarnorkuáætlun lands síns. Hann tók engu að síður fram að Íran myndi ekki samþykkja skilyrði Sameinuðu þjóðanna og Bandaríkjanna um að hætta auðgun úrans áður en viðræður geta átt sér stað. 20.2.2007 11:15 Sorphirðuverkfall breiðist út um Danmörku Sorphirðumenn í meðal annars Kaupmannahöfn, Óðinsvéum og Kolding lögðu í dag niður vinnu til að styðja starfsbræður sína í Árósum sem verið hafa í verkfalli í á þriðju viku vegna óánægju með kjör sín. Sorphirðumennirnir í Árósum felldu í morgun samkomulag sem trúnaðarmenn höfðu náð í gærkvöld við vinnuveitendur þeirra eftir langan fund. 20.2.2007 11:10 Skipað að fara í fóstureyðingu Ítalskur dómari skipaði þrettán ára telpu frá Torino að fara í fóstureyðingu vegna þess að foreldrar hennar voru andvíg því að hún eignaðist barnið. Telpan varð ófrísk eftir fimmtán ára gamlan kærasta sinn og hún vildi eignast barnið. 20.2.2007 10:50 14 ára fangelsi fyrir særingartilraun Rúmenskur prestur var í gær dæmdur í 14 ára fangelsi fyrir að hafa myrt 23 ára nunnu þegar hann var að reyna að særa djöfulinn sjálfan úr henni. 20.2.2007 10:45 Ölvaður maður beit tvo lögreglumenn Lögreglan á Hvolsvelli þurfti í liðinni viku að hafa afskipti af manni vegna heimilisófriðs en hann var gestur í húsi í umdæmi lögreglunnar. Maðurinn mun hafa verið ölvaður og þegar færa átti hann í fangageymslur á Selfossi réðst hann að lögreglumönnum og náði að bíta tvo þeirra auk þess sem hann eyðilagði gleraugu annars lögreglumannsins. 20.2.2007 10:35 Utanríkisráðherra á ferð um Afríku Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra heldur í dag af stað til Úganda þar sem hún mun hitta þarlenda ráðamenn og kynna sér starfsemi Þróunarsamvinnustofnunar Íslands í landinu. 20.2.2007 10:21 Mátti ekki reka varaforsetann Nígerískur áfrýjunarréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að forseti landsins, Olusegun Obasanjo, hefði ekki völd til þess að reka varaforseta landsins, Atiku Abubakar, frá völdum. Obasanjo lýsti því yfir í desember að varaforsetaembættið væri nú autt þar sem Abubakar hefði sagt sig úr stjórnarflokknum og farið í annan til þess að geta lýst yfir framboði til forseta. 20.2.2007 10:15 Réttað yfir meintum ræningjum Ópsins og Madonnu Réttarhöld hefjast í Noregi í dag yfir fimm mönnum sem ákærðir eru fyrir að hafa rænt málverkunum Ópinu og Madonnu eftir Edvard Munch af Munch-safninu í Osló í ágúst árið 2004. 20.2.2007 10:07 Erlendir fjölmiðlar fjalla um andstöðu við klámsamkomu Erlendir fjölmiðlar hafa undanfarna daga sagt fréttir af andstöðu íslenskra ráðamanna við samkomu aðila úr klámiðnaði en hún á að fara fram áttunda til tíunda mars næstkomandi. 20.2.2007 10:03 Harmar að ekki náist sátt Skólastjórafélag Reykjavíkur harmar það að samninganefndir Launanefndar sveitarfélaganna og Kennarasambands Íslands hafi ekki náð samkomulagi um framkvæmd endurskoðunarákvæðis greinar 16.1. í samningi aðila frá árinu 2004. 20.2.2007 02:30 Blóðnasir ullu lokun sendiráðs Kanadíska sendiráðinu í París var lokað tímabundið í dag vegna gruns um eitur í bréfasendingu. Starfsmaður sendiráðsins fékk blóðnasir og veiktist eftir að hann opnaði bréf. Grunsemdir vöknuðu um að eitur hafi verið í bréfinu og ákváðu yfirvöld að loka sendiráðinu og nærliggjandi götu um tíma. Hættuástandi var aflýst og sendiráðið opnað þegar lögregla komst að því að starfsmaðurinn hafði verið veikur í einhvern tíma og fengið blóðnasir. 19.2.2007 23:32 Árásaráætlun á Íran afhjúpuð Áætlun Bandaríkjamanna um loftárásir á Íran beinast að kjarnorkuverum og innviðum íranska hersins. Ef bandaríkjamenn réðust á Íran samkvæmt áætluninni, myndu íranskir flugvellir, flotastöðvar, flugskeytastöðvar og stjórnstöðvar verða skotmörkin. Bandaríkjamenn staðhæfa að ekki sé ráðgert að ráðast á Íran og eru að reyna að fá sjórnvöld í Teheran til að hætta auðgun úrans. 19.2.2007 22:56 Leitað í barnaskóla vegna bréfasprengju Lögreglan í Bretlandi hefur gert húsleit í barnaskóla í Cambridgeshire eftir handtöku manns í tengslum við bréfasprengjurnar sem sprungu í London í síðustu viku. Maðurinn heitir Miles Cooper og er umsjónarmaður í Teversham kirkjuskólanum. 19.2.2007 21:48 Íranir og Rússar í kjarnorkudeilu Íranir neita fullyrðum rússneskra embættismanna að þeir standi ekki við greiðslur vegna vinnu við Bushehr kjarnorkuverið sem nú er verið að reisa í suðurhluta Íran. Rússneskir embættismenn hafa varað við seinkun á afhendingu úraneldsneytis standi Íranir ekki við greiðslurnar. Íranir segja að þeir hafi staðið við sinn hluta samningsins. 19.2.2007 21:19 Lengdu rangan fótlegg Skurðlæknar í Kína hafa beðist afsökunar eftir að lengja rangan fótlegg fimm ára gamals drengs. Aðgerðin var gerð til að laga helti drengsins. Læknarnir á sjúkrahúsinu í Changsha segja skýringuna vera þá að drengurinn var svæfður þegar hann lá á bakinu, en aðgerðin var gerð með hann liggjandi á maganum. 19.2.2007 20:30 Grunur um losun olíu að næturlagi Grunur leikur á að ókunnugt skip hafi, í skjóli nætur, dælt úrgangsolíu frá borði og valdið olíumengun í hundruðum sjófugla við Reykjanes. Landhelgisgæslan hefur ekki enn búnað til að fylgjast með slíku að næturlagi. Fokkervél Landhelgisgæslunnar flaug yfir svæðið í morugn að beiðni Umhverfisstofnunar en áhöfnin varð ekki vör við neina olíuflekki. 19.2.2007 20:00 Lét ekki vita af eldi Vanheil kona, sem nágrannar hafa lengi talið að þyrfti að vistast á geðsjúkrahúsi kveikti í íbúð sinni í fjölbýlishúsi í Reykjavík í gærkvöldi og ógnaði þar með öryggi allra í húsinu. Nágrannarnir hafa óttast að hún gæti orðið sjálfri sér og öðrum að voða. Á tólfta tímanum í gærkvöldi fann fólk í nálægum húsum brunalykt og sá hvar reykur stóð út um glugga á íbúð konnnar. 19.2.2007 19:45 Steggjunin fór úr böndunum Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann á þrítugaldri í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa slegið konu í andlitið með glerflösku þannig að hún hlut skurð á enni. Janframt var hann dæmdur til að greiða henni hundrað þúsund krónur í miskabætur. Maðurinn var sakfelldur meðal annars með vísan til Mannhelgisbálks Jónsbókar frá árinu 1281. 19.2.2007 19:30 Bíll Leðurblökumannsins til sölu Eðalvagn Leðurblökumannsins, úr samnefndum bandarískum sjónvarpsþáttum frá sjöunda áratug síðustu aldar, verður seldur á uppboði í Lundúnum síðar í mánuðinum. Talið er að jafnvirði tæpra 10 milljóna króna fáist fyrir bílinn sem var sá sjötti í röð nokkurra sem smíðaðir voru árið 1966 til kynningar á þáttunum og voru notaðir í rúmlega hundrað þeirra. 19.2.2007 19:30 Friðarviðræðum verður fram haldið Leiðtogar Ísraels og Palestínumanna ítrekuðu í dag stuðning sinn við stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna. Olmert, forsætisráðherra Ísraels, Abbas, forseti Palestínumanna, og Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ræddu friðarferlið fyrir botni Miðjarðarhafs í Jerúsalem í morgun. 19.2.2007 19:15 Klámráðstefnan rataði inn á Alþingi í dag Þátttakendur í samkomu framleiðenda klámefnis ætla ekki að hætta við komu sína hingað til lands. Forsætisráðherra sagðist á Alþingi í dag hafa óbeit á klámiðnaðinum og öllu því sem honum fylgir. Honum væri hins vegar ekki kunnugt um að þeir framleiðendur sem hingað koma standi fyrir mansali eða framleiðslu á barnaklámi. 19.2.2007 19:00 Sprengjuárás á Indlandi rannsökuð Ráðamenn í Indlandi og Pakistan hafa fordæmt sprengjuárás á farþegalest í Indlandi í gærkvöldi. Segja þeir ætlun ódæðismannanna hafi verið að raska friðarviðræðum landanna og það takist ekki. Minnst 66 týndu lífi í árásinni. 19.2.2007 19:00 Hringvegurinn klárast ekki Halldór Blöndal, fyrrverandi samgönguráðherra, gagnrýnir Sturlu Böðvarsson, eftirmann sinn á ráðherrastól, fyrir að klára ekki að malbika hringveginn í samgönguáætlun næstu tólf ára. 19.2.2007 18:52 Kosningaloforðið Suðurstrandarvegur vék fyrir Suðurlandsvegi Kosningaloforðið Suðurstrandarvegur varð að víkja fyrir brýnna verkefni, tvöföldun Suðurlandsvegar yfir Hellisheiði. Þetta segja oddvitar stjórnarflokkanna í Suðurkjördæmi, þau Guðni Ágústsson og Drífa Hjartardóttir. 19.2.2007 18:46 Bakkavör innkallar hummus Bakkavör hefur innkallað kjúklingabaunamauk úr sex matvöruverslanakeðjum á Bretlandi eftir að salmonellusmit greindist í sýnum úr því. Ekki er talið að nokkur hafi veikst eftir að hafa neytt vörunnar og segir forstjóri fyrirtækisins fjárhagstjón vegna smitsins óverulegt. 19.2.2007 18:45 Samstarf við Djíbútí Orkuveita Reykjavíkur og fulltrúar Afríkuríkisins Djíbútí undirrituðu í dag samstarfssamning um þróun jarðhitasvæða til raforkuframleiðslu í Djíbútí. Forseti Djíbútí og stjórnarformaður Orkuveitunnar segja þetta mikilvægan samning sem vonandi tryggi orku í sem flest hús í landinu. 19.2.2007 18:45 Síminn og Landsvirkjun fallast á háa fjársekt fyrir ólögmætt samráð Síminn og Landsvirkjun hafa viðurkennt að hafa haft með sér ólögmætt samráð vegna kaupa Símans á fjarskiptafyrirtæki og ljósleiðarastrengjum af Landsvirkjun og fallist á að greiða samtals áttatíu milljóna króna sekt í ríkissjóð. Þetta er hæsta sekt sem samið hefur verið um hérlendis vegna brota á samkeppnislögum. 19.2.2007 18:38 Tré á svörtum markaði Grunur leikur á að mörgum stórum trjám, sem rifin voru upp með rótum í Heiðmörk vegna óleyfilegra vatnsveituframkvæmda Kópavogsbæjar, hafi verið komið undan til gróðursetningar á einkalöndum. Öll tré, sem rifin voru upp í Heiðmörk voru fjarlægð þaðan, í stað þess að búa sem best um þau á staðnum til gróðursetningar í Heiðmörk á ný. Þau virðast vera komin í einskonar svartamarkaðsdreyfingu. 19.2.2007 18:34 Hugsanleg samvinna nýtingu jarðvarma í Djíbútí Möguleiki á samvinnu íslenskra aðila og aðila frá Djíbútí við að nýta jarðvarma til orkuframleiðslu var ræddur á fundi utanríkisráðherra landanna í dag. Utanríkisráðherrarnir Valgerður Sverrisdóttir og Mahmous Ali Youssouf ræddu einnig stöðu kvenna og barna í Djíbútí og aðgerðir ríkisstjórnar landsins til að útrýma fátækt. 19.2.2007 18:05 Flughált á Breiðdalsheiði Vegagerðin varar við flughálku á Breiðdalsheiði. Þá eru víða hálkublettir á stöku stað á Norður- og Austurlandi. Á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku eru einnig hálkublettir hér og þar, en annars greiðfært um allt Suður- og Vesturland. Á vestfjörðum er hálka á hálsum og heiðum. 19.2.2007 18:03 Vilja hækkun lífeyrisbóta Félag eldri borgara í Reykjavík vill að lífeyrisbætur aldraðra verði hækkaðar úr 125 þúsund krónum á mánuði í 210 þúsund krónur og fylgi síðan launavísitölu. Félagið leggur mikla áherslu á fjölgun sambýla, leigu- og hjúkrunaríbúða og að málefni aldraðra verði alfarið flutt til sveitarfélaganna. 19.2.2007 17:48 Risademantur fannst á Grænlandi 19.2.2007 16:52 Fær ekki að snerta bílinn eftir ölvunarakstur Tuttugu og fjórir ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina, langflestir í Reykjavík. Samkvæmt tilkynningu lögreglunnar í Reykjavík var um að ræða tuttugu karlmenn og fjórar konur. 19.2.2007 16:49 8000 morðingjum sleppt úr fangelsi Átta þúsund föngum var sleppt úr fangelsum í Rúanda, í dag, en þeir höfðu verið sakaðir um aðild að þjóðarmorðinu árið 1994. Frelsun þeirra hefur vakið mikla reiði meðal ættingja þeirra sem myrtir voru í blóðbaðinu. Fangelsi í Rúanda eru yfirfull af föngum sem hafa annaðhvort verið sakfelldir eða bíða eftir réttarhöldum. 19.2.2007 16:41 Lögregla og björgunarsveitir endurnýja samstarfssamning Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra og Neyðarlínan hafa skrifað undir nýjan samning við svæðisstjórn björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar á höfuðborgarsvæðinu. 19.2.2007 16:37 OR semur um jarðhitarannsóknir í Djíbútí Orkuveita Reykjavíkur mun starfa að þróun jarðhitasvæða til raforkuframleiðöslu í Djúbúti ásamt yfirvöldum þar samkvæmt samkomulagi sem undirritað var í dag. 19.2.2007 16:29 Enn eitt heiðursmorð í Danmörku Danskur saksóknari hefur krafist þyngri refsingar yfir pakistanskri fjölskyldu sem myrti nítján ára gamla stúlku vegna þess að hún hafði gifst manni sem fjölskyldan sætti sig ekki við. Það var bróðir stúlkunnar sem skaut hana til bana, að skipun föðurins. Eiginmaður hennar særðist mikið, en lifði tilræðið af. 19.2.2007 16:21 Sjá næstu 50 fréttir
Draga barnaperra á tálar og hafa af þeim fé Svo virðist sem nýr leikur sé að ryðja sér til rúms meðal unglinga í Hafnarfirði. Leikur að eldi myndu margir kalla það, enda gengur hann út á að lokka til sín barnaperra, hafa af þeim fé og ná svo mynd af þeim. 20.2.2007 12:45
Fleiri rafhlöðum verði skilað til endurvinnslu Íslendingar nota hátt í hálft tonn af rafhlöðum á degi hverjum en aðeins lítið brot af þessu magni skilar sér í endurvinnslu. Úrvinnslusjóður boðaði til blaðamannafundar í morgun til að kynna átak til þess að fá Íslendinga til að gera þarna bragarbót á. 20.2.2007 12:30
Íran: Árásaráætlun sögð tilbúin Bandaríkjamenn eru sagðir hafa gert áætlun um loftárásir á Íran sem beinist að kjarnorkuverum og innviðum íranska hersins. Frestur sá sem Sameinuðu þjóðirnar hafa gefið Írönum til að hætta auðgun úrans rennur út á morgun. Íransforseti segist tilbúinn til viðræðna en hann gangist ekki undir þau skilyrði sem sett séu. 20.2.2007 12:30
Halla og Jude í heimspressunni Kynnum Höllu Vilhjálmsdóttur og breska leikarans Jude Law, eru gerð góð skil í bresku pressunni, í dag. Í The Sun eru birtar fjölmargar flennistórar myndir af Höllu, sem sögð er unaðslegur kynnir hjá hinum íslenska X-Factor. Talað er um kertaljósakvöldverð, sveitt pöbbarölt og kossaflens á dansgólfinu, sem hefði verið nóg til þess að fá dómara í X-Factor til þess að roðna. 20.2.2007 12:15
Mikil eftirspurn eftir stórum trjám Mikil eftirspurn er eftir stórum trjám og gott verð í boði fyrir tré á borð við þau sem horfin eru úr Heiðmörk. 20.2.2007 12:15
Dreggjum af svartolíu dælt úr Wilson Muuga Þyrla frá Landhelgisgæslunni flutti í morgun dælur og mannskap út í Wilson Muuga á strandstað við Hvalsnes á Reykjanesi, til að dæla dreggjum af svartolíu úr lestum skipsins. Þar í grennd fannst olía í þanghrönn síðdegis í gær. 20.2.2007 12:00
Lýsa þungum áhyggjum af kjaradeilu kennara og launanefndar Borgarmálaráð Samfylkingarinnar lýsir yfir þungum áhyggjum vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í viðræðum kennara og launanefndar sveitarfélaganna. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á síðasta fundi ráðsins. 20.2.2007 11:44
Röð mistaka hefði ráðið færslu yfirlýsingar Skýrslutaka af Tryggva Jónssyni, fyrrverandi aðstoðarforstjóra Baugs, hélt áfram fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þar sagði Tryggvi meðal annars að röð mistaka hefði ráðið því að yfirlýsing um markaðsstuðning frá færeyska fyrirtækinu SMS upp á hátt í 47 milljónir króna hefði verið færð Baugi til tekna í bókhaldi fyrirtækisins. 20.2.2007 11:32
Íranar vilja viðræður Íranski forsetinn, Mahmoud Ahmadinejad, sagði í dag að hann vildi viðræður um kjarnorkuáætlun lands síns. Hann tók engu að síður fram að Íran myndi ekki samþykkja skilyrði Sameinuðu þjóðanna og Bandaríkjanna um að hætta auðgun úrans áður en viðræður geta átt sér stað. 20.2.2007 11:15
Sorphirðuverkfall breiðist út um Danmörku Sorphirðumenn í meðal annars Kaupmannahöfn, Óðinsvéum og Kolding lögðu í dag niður vinnu til að styðja starfsbræður sína í Árósum sem verið hafa í verkfalli í á þriðju viku vegna óánægju með kjör sín. Sorphirðumennirnir í Árósum felldu í morgun samkomulag sem trúnaðarmenn höfðu náð í gærkvöld við vinnuveitendur þeirra eftir langan fund. 20.2.2007 11:10
Skipað að fara í fóstureyðingu Ítalskur dómari skipaði þrettán ára telpu frá Torino að fara í fóstureyðingu vegna þess að foreldrar hennar voru andvíg því að hún eignaðist barnið. Telpan varð ófrísk eftir fimmtán ára gamlan kærasta sinn og hún vildi eignast barnið. 20.2.2007 10:50
14 ára fangelsi fyrir særingartilraun Rúmenskur prestur var í gær dæmdur í 14 ára fangelsi fyrir að hafa myrt 23 ára nunnu þegar hann var að reyna að særa djöfulinn sjálfan úr henni. 20.2.2007 10:45
Ölvaður maður beit tvo lögreglumenn Lögreglan á Hvolsvelli þurfti í liðinni viku að hafa afskipti af manni vegna heimilisófriðs en hann var gestur í húsi í umdæmi lögreglunnar. Maðurinn mun hafa verið ölvaður og þegar færa átti hann í fangageymslur á Selfossi réðst hann að lögreglumönnum og náði að bíta tvo þeirra auk þess sem hann eyðilagði gleraugu annars lögreglumannsins. 20.2.2007 10:35
Utanríkisráðherra á ferð um Afríku Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra heldur í dag af stað til Úganda þar sem hún mun hitta þarlenda ráðamenn og kynna sér starfsemi Þróunarsamvinnustofnunar Íslands í landinu. 20.2.2007 10:21
Mátti ekki reka varaforsetann Nígerískur áfrýjunarréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að forseti landsins, Olusegun Obasanjo, hefði ekki völd til þess að reka varaforseta landsins, Atiku Abubakar, frá völdum. Obasanjo lýsti því yfir í desember að varaforsetaembættið væri nú autt þar sem Abubakar hefði sagt sig úr stjórnarflokknum og farið í annan til þess að geta lýst yfir framboði til forseta. 20.2.2007 10:15
Réttað yfir meintum ræningjum Ópsins og Madonnu Réttarhöld hefjast í Noregi í dag yfir fimm mönnum sem ákærðir eru fyrir að hafa rænt málverkunum Ópinu og Madonnu eftir Edvard Munch af Munch-safninu í Osló í ágúst árið 2004. 20.2.2007 10:07
Erlendir fjölmiðlar fjalla um andstöðu við klámsamkomu Erlendir fjölmiðlar hafa undanfarna daga sagt fréttir af andstöðu íslenskra ráðamanna við samkomu aðila úr klámiðnaði en hún á að fara fram áttunda til tíunda mars næstkomandi. 20.2.2007 10:03
Harmar að ekki náist sátt Skólastjórafélag Reykjavíkur harmar það að samninganefndir Launanefndar sveitarfélaganna og Kennarasambands Íslands hafi ekki náð samkomulagi um framkvæmd endurskoðunarákvæðis greinar 16.1. í samningi aðila frá árinu 2004. 20.2.2007 02:30
Blóðnasir ullu lokun sendiráðs Kanadíska sendiráðinu í París var lokað tímabundið í dag vegna gruns um eitur í bréfasendingu. Starfsmaður sendiráðsins fékk blóðnasir og veiktist eftir að hann opnaði bréf. Grunsemdir vöknuðu um að eitur hafi verið í bréfinu og ákváðu yfirvöld að loka sendiráðinu og nærliggjandi götu um tíma. Hættuástandi var aflýst og sendiráðið opnað þegar lögregla komst að því að starfsmaðurinn hafði verið veikur í einhvern tíma og fengið blóðnasir. 19.2.2007 23:32
Árásaráætlun á Íran afhjúpuð Áætlun Bandaríkjamanna um loftárásir á Íran beinast að kjarnorkuverum og innviðum íranska hersins. Ef bandaríkjamenn réðust á Íran samkvæmt áætluninni, myndu íranskir flugvellir, flotastöðvar, flugskeytastöðvar og stjórnstöðvar verða skotmörkin. Bandaríkjamenn staðhæfa að ekki sé ráðgert að ráðast á Íran og eru að reyna að fá sjórnvöld í Teheran til að hætta auðgun úrans. 19.2.2007 22:56
Leitað í barnaskóla vegna bréfasprengju Lögreglan í Bretlandi hefur gert húsleit í barnaskóla í Cambridgeshire eftir handtöku manns í tengslum við bréfasprengjurnar sem sprungu í London í síðustu viku. Maðurinn heitir Miles Cooper og er umsjónarmaður í Teversham kirkjuskólanum. 19.2.2007 21:48
Íranir og Rússar í kjarnorkudeilu Íranir neita fullyrðum rússneskra embættismanna að þeir standi ekki við greiðslur vegna vinnu við Bushehr kjarnorkuverið sem nú er verið að reisa í suðurhluta Íran. Rússneskir embættismenn hafa varað við seinkun á afhendingu úraneldsneytis standi Íranir ekki við greiðslurnar. Íranir segja að þeir hafi staðið við sinn hluta samningsins. 19.2.2007 21:19
Lengdu rangan fótlegg Skurðlæknar í Kína hafa beðist afsökunar eftir að lengja rangan fótlegg fimm ára gamals drengs. Aðgerðin var gerð til að laga helti drengsins. Læknarnir á sjúkrahúsinu í Changsha segja skýringuna vera þá að drengurinn var svæfður þegar hann lá á bakinu, en aðgerðin var gerð með hann liggjandi á maganum. 19.2.2007 20:30
Grunur um losun olíu að næturlagi Grunur leikur á að ókunnugt skip hafi, í skjóli nætur, dælt úrgangsolíu frá borði og valdið olíumengun í hundruðum sjófugla við Reykjanes. Landhelgisgæslan hefur ekki enn búnað til að fylgjast með slíku að næturlagi. Fokkervél Landhelgisgæslunnar flaug yfir svæðið í morugn að beiðni Umhverfisstofnunar en áhöfnin varð ekki vör við neina olíuflekki. 19.2.2007 20:00
Lét ekki vita af eldi Vanheil kona, sem nágrannar hafa lengi talið að þyrfti að vistast á geðsjúkrahúsi kveikti í íbúð sinni í fjölbýlishúsi í Reykjavík í gærkvöldi og ógnaði þar með öryggi allra í húsinu. Nágrannarnir hafa óttast að hún gæti orðið sjálfri sér og öðrum að voða. Á tólfta tímanum í gærkvöldi fann fólk í nálægum húsum brunalykt og sá hvar reykur stóð út um glugga á íbúð konnnar. 19.2.2007 19:45
Steggjunin fór úr böndunum Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann á þrítugaldri í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa slegið konu í andlitið með glerflösku þannig að hún hlut skurð á enni. Janframt var hann dæmdur til að greiða henni hundrað þúsund krónur í miskabætur. Maðurinn var sakfelldur meðal annars með vísan til Mannhelgisbálks Jónsbókar frá árinu 1281. 19.2.2007 19:30
Bíll Leðurblökumannsins til sölu Eðalvagn Leðurblökumannsins, úr samnefndum bandarískum sjónvarpsþáttum frá sjöunda áratug síðustu aldar, verður seldur á uppboði í Lundúnum síðar í mánuðinum. Talið er að jafnvirði tæpra 10 milljóna króna fáist fyrir bílinn sem var sá sjötti í röð nokkurra sem smíðaðir voru árið 1966 til kynningar á þáttunum og voru notaðir í rúmlega hundrað þeirra. 19.2.2007 19:30
Friðarviðræðum verður fram haldið Leiðtogar Ísraels og Palestínumanna ítrekuðu í dag stuðning sinn við stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna. Olmert, forsætisráðherra Ísraels, Abbas, forseti Palestínumanna, og Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ræddu friðarferlið fyrir botni Miðjarðarhafs í Jerúsalem í morgun. 19.2.2007 19:15
Klámráðstefnan rataði inn á Alþingi í dag Þátttakendur í samkomu framleiðenda klámefnis ætla ekki að hætta við komu sína hingað til lands. Forsætisráðherra sagðist á Alþingi í dag hafa óbeit á klámiðnaðinum og öllu því sem honum fylgir. Honum væri hins vegar ekki kunnugt um að þeir framleiðendur sem hingað koma standi fyrir mansali eða framleiðslu á barnaklámi. 19.2.2007 19:00
Sprengjuárás á Indlandi rannsökuð Ráðamenn í Indlandi og Pakistan hafa fordæmt sprengjuárás á farþegalest í Indlandi í gærkvöldi. Segja þeir ætlun ódæðismannanna hafi verið að raska friðarviðræðum landanna og það takist ekki. Minnst 66 týndu lífi í árásinni. 19.2.2007 19:00
Hringvegurinn klárast ekki Halldór Blöndal, fyrrverandi samgönguráðherra, gagnrýnir Sturlu Böðvarsson, eftirmann sinn á ráðherrastól, fyrir að klára ekki að malbika hringveginn í samgönguáætlun næstu tólf ára. 19.2.2007 18:52
Kosningaloforðið Suðurstrandarvegur vék fyrir Suðurlandsvegi Kosningaloforðið Suðurstrandarvegur varð að víkja fyrir brýnna verkefni, tvöföldun Suðurlandsvegar yfir Hellisheiði. Þetta segja oddvitar stjórnarflokkanna í Suðurkjördæmi, þau Guðni Ágústsson og Drífa Hjartardóttir. 19.2.2007 18:46
Bakkavör innkallar hummus Bakkavör hefur innkallað kjúklingabaunamauk úr sex matvöruverslanakeðjum á Bretlandi eftir að salmonellusmit greindist í sýnum úr því. Ekki er talið að nokkur hafi veikst eftir að hafa neytt vörunnar og segir forstjóri fyrirtækisins fjárhagstjón vegna smitsins óverulegt. 19.2.2007 18:45
Samstarf við Djíbútí Orkuveita Reykjavíkur og fulltrúar Afríkuríkisins Djíbútí undirrituðu í dag samstarfssamning um þróun jarðhitasvæða til raforkuframleiðslu í Djíbútí. Forseti Djíbútí og stjórnarformaður Orkuveitunnar segja þetta mikilvægan samning sem vonandi tryggi orku í sem flest hús í landinu. 19.2.2007 18:45
Síminn og Landsvirkjun fallast á háa fjársekt fyrir ólögmætt samráð Síminn og Landsvirkjun hafa viðurkennt að hafa haft með sér ólögmætt samráð vegna kaupa Símans á fjarskiptafyrirtæki og ljósleiðarastrengjum af Landsvirkjun og fallist á að greiða samtals áttatíu milljóna króna sekt í ríkissjóð. Þetta er hæsta sekt sem samið hefur verið um hérlendis vegna brota á samkeppnislögum. 19.2.2007 18:38
Tré á svörtum markaði Grunur leikur á að mörgum stórum trjám, sem rifin voru upp með rótum í Heiðmörk vegna óleyfilegra vatnsveituframkvæmda Kópavogsbæjar, hafi verið komið undan til gróðursetningar á einkalöndum. Öll tré, sem rifin voru upp í Heiðmörk voru fjarlægð þaðan, í stað þess að búa sem best um þau á staðnum til gróðursetningar í Heiðmörk á ný. Þau virðast vera komin í einskonar svartamarkaðsdreyfingu. 19.2.2007 18:34
Hugsanleg samvinna nýtingu jarðvarma í Djíbútí Möguleiki á samvinnu íslenskra aðila og aðila frá Djíbútí við að nýta jarðvarma til orkuframleiðslu var ræddur á fundi utanríkisráðherra landanna í dag. Utanríkisráðherrarnir Valgerður Sverrisdóttir og Mahmous Ali Youssouf ræddu einnig stöðu kvenna og barna í Djíbútí og aðgerðir ríkisstjórnar landsins til að útrýma fátækt. 19.2.2007 18:05
Flughált á Breiðdalsheiði Vegagerðin varar við flughálku á Breiðdalsheiði. Þá eru víða hálkublettir á stöku stað á Norður- og Austurlandi. Á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku eru einnig hálkublettir hér og þar, en annars greiðfært um allt Suður- og Vesturland. Á vestfjörðum er hálka á hálsum og heiðum. 19.2.2007 18:03
Vilja hækkun lífeyrisbóta Félag eldri borgara í Reykjavík vill að lífeyrisbætur aldraðra verði hækkaðar úr 125 þúsund krónum á mánuði í 210 þúsund krónur og fylgi síðan launavísitölu. Félagið leggur mikla áherslu á fjölgun sambýla, leigu- og hjúkrunaríbúða og að málefni aldraðra verði alfarið flutt til sveitarfélaganna. 19.2.2007 17:48
Fær ekki að snerta bílinn eftir ölvunarakstur Tuttugu og fjórir ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina, langflestir í Reykjavík. Samkvæmt tilkynningu lögreglunnar í Reykjavík var um að ræða tuttugu karlmenn og fjórar konur. 19.2.2007 16:49
8000 morðingjum sleppt úr fangelsi Átta þúsund föngum var sleppt úr fangelsum í Rúanda, í dag, en þeir höfðu verið sakaðir um aðild að þjóðarmorðinu árið 1994. Frelsun þeirra hefur vakið mikla reiði meðal ættingja þeirra sem myrtir voru í blóðbaðinu. Fangelsi í Rúanda eru yfirfull af föngum sem hafa annaðhvort verið sakfelldir eða bíða eftir réttarhöldum. 19.2.2007 16:41
Lögregla og björgunarsveitir endurnýja samstarfssamning Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra og Neyðarlínan hafa skrifað undir nýjan samning við svæðisstjórn björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar á höfuðborgarsvæðinu. 19.2.2007 16:37
OR semur um jarðhitarannsóknir í Djíbútí Orkuveita Reykjavíkur mun starfa að þróun jarðhitasvæða til raforkuframleiðöslu í Djúbúti ásamt yfirvöldum þar samkvæmt samkomulagi sem undirritað var í dag. 19.2.2007 16:29
Enn eitt heiðursmorð í Danmörku Danskur saksóknari hefur krafist þyngri refsingar yfir pakistanskri fjölskyldu sem myrti nítján ára gamla stúlku vegna þess að hún hafði gifst manni sem fjölskyldan sætti sig ekki við. Það var bróðir stúlkunnar sem skaut hana til bana, að skipun föðurins. Eiginmaður hennar særðist mikið, en lifði tilræðið af. 19.2.2007 16:21