Fleiri fréttir

Mikil flóð í Búrúndí

Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna sagði í dag að 2 milljónir manna í Búrúndí væru í hættu á því að svelta vegna mikilla flóða þar undanfarnar vikur. Talið er að fólkið þurfi aðstoð fram í júní til þess að koma í veg fyrir matarskort. Hjálparsamtök hafa beðið um samtals 132 milljónir dollara til þess að geta sinnt starfi sínu í Búrúndí.

Mannskæð námusprenging í Kólumbíu

Sprenging varð í námu í Kólumbíu í dag. Ein kona lést og átta menn, fjórir námuverkamenn og fjórir björgunarmenn eru í sjálfheldu vegna hennar. Ekkert er vitað um afdrif þeirra.

Stofna nefnd til að hjálpa flóttamönnum

Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna sagði frá því í dag að það hefði stofnað sérstaka nefnd sem á að sjá til þess að Bandaríkin hlúi almennilega að flóttamönnum frá Írak. Þingmenn hafa gagnrýnt stjórnvöld fyrir að hafa aðeins leyft 202 Írökum að flytjast til Bandaríkjanna á síðasta ári.

Gates vonast eftir hermönnunum heim fyrir áramót

Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði að hann vonaðist eftir því að bandarískir hermenn gætu snúið á heim á leið fyrir lok þessa árs. Þetta kom fram á fundi sem hann átti með hermálanefnd öldungadeildar bandaríska þingsins í kvöld.

Eignast börn eða skilja

Stuðningsmenn hjónabanda samkynhneigðra í Washington ríki í Bandaríkjunum ætla sér að leggja fram tillögu um að ef gift fólk eignast ekki börn innan þriggja ára verði hjónabandið ógilt.

Hættulausar fósturrannsóknir

Vísindamenn vinna nú að aðferð til að kanna erfðamengi fóstra á nákvæman hátt án þess að leggja líf fóstursins í hættu. Þær aðferðir sem nú eru notaðar til að skoða fóstur í móðurkviði eru ýmist hættulegar fóstrinu eða veita ekki nægilega nákvæmar upplýsingar um fóstrið.

Wal-Mart í slæmum málum

Áfrýjunardómstóll í Kaliforníu fylki í Bandaríkjunum samþykkti í dag að hópur kvenna sem ætlar í mál við Wal-Mart verslunarkeðjuna fengi stöðu hópmálsóknar. Það þýðir að allar konur sem unnu hjá Wal-Mart frá árinu 1998 og telja að mismunað hafi verið gegn sér í starfi á einn eða annan hátt gætu orðið aðilar að málsókninni.

Stöðva byssukúlur á flugi

Í bíómyndinni The Matrix gátu persónur séð byssukúlur fljúga á hægum hraða og stöðvað þær á flugi. Nú getur bandaríski herinn gert það sama. Flugherinn hefur látið þróa fyrir sig háhraðamyndavél sem getur fylgt eftir byssukúlum á flugi.

Leiðtogar Hamas komnir til Mecca

Leiðtogar Hamas samtakanna, Khaled Meshaal og Ismail Haniyeh, komu til Mecca í dag til þess að eiga viðræður við leiðtoga Fatah hreyfingarinnar, Mahmoud Abbas. Konungur Sádi-Arabíú, Abdullah, bauð til friðarviðræðnanna.

Orðinn gagnkynhneigður á ný

Ted Haggard, bandaríski presturinn sem komst í heimsfréttirnar fyrir þremur mánuðum fyrir að hafa átt í sambandi við karlmann og neytt eiturlyfja, losnaði í dag úr meðferð og segist hann nú vera algjörlega gagnkynhneigður.

Apple segir Vista skemma iPod tónlistarspilarana

Hið nýja stjórnkerfi Microsoft, Windows Vista, getur skemmt iPod tónlistarspilarana vinsælu. Þetta kom fram í fréttatilkynningu frá Apple í dag. Microsoft kynnti Vista til sögunnar í síðustu viku.

Rússar vara Evrópusambandið við

Rússar vöruðu Evrópusambandið við því í dag að blanda sér ekki of mikið í mál innan áhrifasvæðis Rússlands. Evrópusambandið hefur undanfarið verið að beita sér í Moldavíu, Georgíu og Azerbaídsjan en Rússar hafa lengi miðlað í þeim deilum sem þar eru.

Deildi fimm lögum og verður sóttur til saka

Scott Hinds, 23 ára, var nýverið ákærður fyrir ólöglega dreifingu á tónlist á internetinu. Hann er einn af sex sakborningum í Maine ríki í Bandaríkjunum. Það skrýtna er hins vegar að hann dreifði aðeins fimm lögum.

Olmert segir samningaleiðina færa

Forsætisráðherra Ísraels, Ehud Olmert, sagði í dag að Íranir væru ekki búnir að ná þeim árangri í kjarnorkumálum sem þeir segjast hafa náð. Hann sagði líka enn hægt að beita Írana þrýstingi til þess að fá þá hætta við kjarnorkuáætlun sína.

Kaupa sex Airbus-breiðþotur

Flugfélag Arngríms Jóhannssonar og Hafþórs Hafsteinssonar, Avion Aircraft Trading, samdi í dag um smíði sex Airbus-breiðþotna. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt flugfélag kaupir nýjar Airbus-þotur beint frá verksmiðjunum.

Átök í Betlehem

Til átaka kom á milli Palestínumanna og ísraelskra hermanna í Betlehem í dag vegna endurbóta Ísraela á vegspotta að Musterishæðinni í Jerúsalem. Þar nærri er einn helgasti staður múslima og óttast þeir að skemmdir verði unnar á honum.

Geimfari reyndi að ræna keppinaut

Ástir í geimnum urðu kveikjan að mannránstilraun í Bandaríkjunum í gær. Geimfarinn Lisa Nowak lagði á sig langferð frá Houston til Orlando svo hún gæti rænt konu sem hún óttaðist að hefði stolið elskunni sinni frá sér. Nowak gæti átt yfir höfði sér lífstíðar fangelsi.

Ómar Ragnarsson á móti nýjum Kjalvegi

Ómar Ragnarsson telur ekki rétt að leggja nýjan malbikaðan veg um Kjöl og segir veginn eingöngu þjóna hagsmunum þeirra aðila sem standa að undirbúningi vegarins. Það séu þeir sem þurfi að flytja vörur daglega á milli Reykjavíkur og Akureyrar. Þetta segir Ómar þrátt fyrir að hafa veitt Norðurveg ehf. ráðgjöf um nýtt vegstæði á Kili.

Stjórnvöld þurfa að taka í taumana

Stjórnvöld þurfa að taka í taumana í stjórnleysinu sem ríkir í stóriðju- og virkjanamálum. Þetta sagði formaður Samfylkingarinnar, sem kynnti rammaáætlun flokksins er lýtur að náttúruvernd, á Alþingi í dag. Formaðurinn neitar því að þetta séu viðbrögð við skoðanakönnun Blaðsins, sem sýnir fylgistap Samfylkingarinnar og fylgisaukningu Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs.

Í gæsluvarðhald eftir Kompás

Hálffimmtugur karlmaður var í héraðsdómi í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald í eina viku. Maðurinn er einn af þeim fimm sem fóru í íbúð, sem Kompás hafði tekið á leigu, í þeirri von að hitta þrettán ára stúlku.

Fjármagnstekjufólk greiði til samfélagsins

Skattkerfið þarf að ná til fólks sem hefur fjármagnstekjur en greiðir ekki venjulega skatta, segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna. Á þriðja þúsund landsmanna hefur eingöngu fjármagnstekjur og borgar ekkert til sveitarfélaganna.

Upptaka af loftárás á bandamenn

Breskir fjölmiðlar birtu í dag myndband sem er sagt sýna bandaríska hermenn fella breskan bandamann sinn í loftárás í Írak fyrir tæpum 4 árum. Myndbandið hefur valdið miklu fjaðrafoki í Bretlandi.

Húsnæðislán bankanna hækkað fasteignaverð

Vextir á íbúðalánum eru hærri nú en þeir voru fyrir innreið bankanna á húsnæðislánamarkaðinn. Innkoma bankanna var mislukkuð segir sjálfstæður fjármálaráðgjafi.

Vistheimili ríkisins verða rannsökuð vegna Breiðuvíkur

Félagsmálaráðherra ætlar að láta rannsaka málefni vistheimilisins í Breiðuvík og fleiri stofnana og hagi þeirra sem þar voru vistaðir. Til greina kemur að greiða vistmönnum bætur vegna hrottalegrar meðferðar á heimilinu.

Varnarliðið skuldar íslenskum fyrirtækjum

Íslensk fyrirtæki kvarta undan því að hafa ekki fengið greitt fyrir vörur hjá Varnarliðinu, um eða yfir hálfu ári eftir að herinn fékk vörurnar. Reikningarnir eru ýmist sendir til höfuðstöðva hersins á Ítalíu eða í Bretlandi.

Þriggja mánaða fangelsi fyrir fólskulega árás

Tveir karlmenn um tvítugt þurfa aðeins að sitja í þrjá mánuði í fangelsi fyrir fólskulega árás gegn jafnaldra sínum. Þeir rændu honum við þriðja mann og óku með hann upp í Heiðmörk þar sem þeir gengu í skrokk á honum. Maðurinn hlaut lífshættulega áverka.

Stjórnvöld án markmiða í loftlagsmálum

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir íslensk stjórnvöld ekki hafa sett sér markmið um takmörkun á losun gróðurhúsalofttegunda eins og flestar þjóðir Evrópu hafi gert. Forsætisráðherra segir að Íslendingar muni ekki skerast úr leik þegar reynt verði að ná samstöðu þjóða um þetta mál.

Nýr milljarða fjárfestingasjóður

Nýr fjárfestingasjóður sem er í meirihlutaeigu lífeyrissjóða hefur lokið fjármögnun sinni og hefur nú 5,5 milljarða til að fjárfesta í sprotafyrirtækjum. Ísland er annað vænlegasta landið fyrir fjárfesta í Evrópu samkvæmt nýrri könnun

Nowak kærð fyrir morðtilraun

Lögreglan í Orlando í Flórída hefur ákært geimfara vegna tilraunar til morðs. Geimfarinn, Lisa Nowak, reyndi að ræna konu sem hún hélt að væri samkeppnisaðili um ástir annars geimfara, William A. Oefelein. Nowak var handtekin fyrir líkamsárás í gær og átti að sleppa henni gegn tryggingu í dag.

Samfylkingin vill fresta stóriðjuframkvæmdum

Samfylkingin vill fresta stóriðjufamkvæmdum í Straumsvík og Helguvík. Þetta kom fram í ræðu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur í umræðu sem fram fór á Alþingi í dag. Umræðan var vegna frumvarps um rammaáætlun um náttúruvernd.

Morðingi Önnu Lindh fær ekki að fara heim

Hinn serbneski morðingi Önnu Lindh, utanríkisráðherra Svíþjóðar, fær ekki að afplána lífstíðar fangelsisdóm sinn í Serbíu. Sænsk fangelsisyfirvöld höfnuðu beiðni þar um, eftir að hafa fengið þau svör frá Serbíu að óljóst væri hvort refsing hans yrði stytt þar.

Mótmæla í rúminu

Bandarískt par mótmælir nú í rúminu heima hjá sér að hætti Johns Lennons og Yoko Ono, gegn stríðinu í Írak. Ernie og Lynn Seewer frá Mobile í Alabama hafa fært rúmið sitt inn í stofu og vilja að aðrir fylgi fordæmi sínu. Ernie sagði Press-Register að eins og John Lennon væri honum sama að gera sig að fífli, ef skilaboðin kæmust áfram. Ernie kennir fjölmiðlaframleiðslu í háskólanum í suður Alabama.

Tuttugu og fimm ára rútuferð

Jaeyaena Beuraheng er múslimi af malaiskum uppruna sem hvorki kann að tala eða skrifa taílensku. Hún bjó í einu af þrem múslimahéruðum syðst í Thaílandi, sem voru innlimuð í Taíland fyrir meira en eitthundrað árum. Þau hafa hinsvegar aldrei runnið saman við Taíland og tungumál og siðir eru allt aðrir.

Tengibrautin í samræmi við lög

Bæjarstjóri Mosfellsbæjar segir að heimild til að veita framkvæmdaleyfi fyrir tengibraut um Álafosskvísl hafi verið skýr og í fullu samræmi við lög og reglur. Gengið hafi verið úr skugga um það á fundi bæjarins með fulltrúum Umhverfisstofnunar 5. febrúar. Ekki hafi þurft að leita umsagnar Umhverfisstofnunar í þriðja sinn.

Ódýrara að aka um Hvalfjarðargöngin

Veggjöld um Hvalfjarðagöngin lækka frá og með 1. mars næstkomandi. Þannig lækkar stök ferð fólksbíla úr eitt þúsund krónum í níu hundruð krónur. Gjaldið fyrir staka ferð hefur verið þúsund krónur frá því göngin voru opnuð 1998. Bæði er um lækkun virðisaukaskatts að ræða og lækkun fyrirtækisins.

Dæmdir fyrir að ræna manni og misþyrma honum

Héraðsdómur Reykjaness dæmi í dag þrjá unga karlmenn fyrir að ræna í maí á síðasta ári tvítugum karlmanni og misþyrma honum. Þeir námu manninn á brott af heimili hans í Garðabæ, óku með hann upp í Heiðmörk og gengu í skrokk á honum þar.

Lýst eftir 16 ára stúlku

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir 16 ára stúlku Guðrúnu Maríu Pálsdóttur. Ekkert hefur til hennar spurst síðan þriðjudaginn 30. janúar. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Guðrúnar Maríu eru beðnir að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444-1100.

Brúðarmeyjar til leigu

Kínversk stúlka hefur stofnað fyrirtæki sem séhæfir sig í leigu á brúðarmeyjum. Xu Lisha er nemandi í Tækniskólanum í Tianjin. Í auglýsingu á internetinu leitar hún að grönnum háskólanemum, glæsilegum í útliti, sem hafi hæfileika til að bregðast fljótt og vel við atvikum í brúðkaupum.

Frumvarp um losun gróðurhúsalofttegunda

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun frumvarp umhverfisráðherra um losun gróðurhúsalofttegunda. Frumvarpinu er ætlað að gefa stjórnvöldum tæki til að stjórna losun koldíoxíðs frá stóriðju.

Segja „draumalandsverð“ afvegaleiðingu

Íslenskir kjúklingaframleiðendur bregðast við fréttum um fuglaflensu í Bretlandi og salmonellusmit í Svíþjóð. Þeir vilja benda á að allt innra eftirlit hér á landi er mjög virkt og litlar líkur á að hér komi upp skæðir faraldrar eins verið hafa í fréttum.

Kjósa um framboð

Félagsmenn í Framtíðarlandinu munu kjósa um það á morgun hvort þeir bjóði sig fram til Alþingis eða ekki. Til þess að af framboðinu verði þurfa 66,6% félagsmanna að samþykkja tillögu þess efnis.

Álaborg seld með kvóta frá Þorlákshöfn

Bergur Huginn í Vestmannaeyjum hefur keypt tog- og netabátinn Álaborg ÁR 25 af Eyrum ehf. í Þorlákshöfn. Báturinn er seldur með öllum kvóta, sem er 364 þorskígildistonn. Álaborg er 138 brúttórúmlestir, smíðuð á Ísafirði árið 1974.

Vill láta rannsaka drengjaheimilið í Breiðuvík

Félagsmálaráðherra telur mikilvægt að starfsemi á drengjaheimilinu í Breiðuvík á Vestfjörðum verði rannsökuð. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, vakti máls á fréttaflutningi Kastljósins af slæmri meðferð drengjanna sem þar dvöldu við upphaf þingfundar í dag.

Sjá næstu 50 fréttir