Innlent

Ómar Ragnarsson á móti nýjum Kjalvegi

Ómar Ragnarsson telur ekki rétt að leggja nýjan malbikaðan veg um Kjöl og segir veginn eingöngu þjóna hagsmunum þeirra aðila sem standa að undirbúningi vegarins. Það séu þeir sem þurfi að flytja vörur daglega á milli Reykjavíkur og Akureyrar. Þetta segir Ómar þrátt fyrir að hafa veitt Norðurveg ehf. ráðgjöf um nýtt vegstæði á Kili.



Ómar Ragnarsson var gestur í hádegisviðtali Stöðvar 2 í dag þar sem hugmyndir um lagningu nýs Kjalvegar voru ræddar. Þar útskýrði hann að ráðgjöf sín til Norðurvegar ehf. kæmi til vegna andstöðu við hugmyndir um veg yfir Arnarvatnsheiði. Aðspurður um skoðun sína á hugmyndum um Kjalveg hin nýja segist hann vera á móti vegalagningunni.

Hann segir rökin margvísleg og þar beri hæst að styttingin á leiðinni sé mun minni en að var stefnt. Stefnt hafi verið að um 60 kílómetra styttingu en hún styttingin sé aðeins um 40 kílómetrar. Ávinningurinn sé aðeins um korters keyrsla á milli Akureyrar og Reykjavíkur. Að auki muni þung umferð aukast um Biskupstungnabraut þar sem eitt helsta ferðamannasvæði landsins liggur og það geti varla verið eftirsótt að hafa trukkaumferð á því svæði.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×