Fleiri fréttir Bandaríkjamenn skutu á Breta Breska götublaðið Sun og AP fréttastofan hafa komist yfir upptökur úr stjórnklefa bandarískrar orustuþotu sem skaut á bílalest breskra hermanna í Basra í Írak fyrir tæpum fjórum árum. 6.2.2007 12:00 Fasteignaverð lækkar í höfuðborginni Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur nálgast þolmörk og lækkaði á síðasta ári. Sveitarfélögin auka óvissu á fasteignamarkaði með því að upplýsa ekki um lóðaframboð. Forstöðumaður Rannsóknaseturs um húsnæðismál segir þó enga holskeflu lækkana framundan. 6.2.2007 12:00 Börn sjá klám á netinu Nærri sex af hverjum tíu breskum börnum hafa fyrir slysni rambað inn á klámsíður á netinu. Prófessor í geðlækningum við London School of Economics sem gerði rannsókn með þessum niðurstöðum segir engan sýnilegan árangur af forritum og netvörnum sem eiga að sía út óæskilegt efni. 6.2.2007 11:52 Uppbygging Vatnsmýrarinnar rædd í dag Tillaga Samfylkingarinnar um uppbyggingu þekkingarklasa í Vatnsmýrinni verður til umræðu í borgarstjórn í dag. Byggir hún stefnumótun og þróun síðustu ára, m.a. samningum við Háskóla Íslands, Háskólan í Reykjavík og Landsspítala-háskólasjúkrahús. 6.2.2007 11:38 Dæmdur fyrir gagnastuld frá Decode Fyrrverandi starfsmaður Íslenskrar erfðagreiningar var í dag dæmdur í tveggja mánaða fangelsi fyrir að stela gögnum frá Íslenskri erfðagreiningu. Dómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára. Verjandi mannsins segir niðurstöðuna byggða á misskilningi. 6.2.2007 11:38 Sænskt fjölskyldufólk háð hinu opinbera Í nýrri bók sænska hagfræðingsins Dr. Fredrik Bergström er tekið fyrir hvernig háskattapólitík í Svíþjóð hefur gert venjulegt sænskt fjölskyldufólk háð hinu opinbera um efnahagslegt og félagslegt öryggi. Höfundurinn heldur fyrirlestur í Háskólanum í Reykjavík um efni bókarinnar og annarar bókar þar sem borin eru saman lífskjör í Svíþjóð og Bandaríkjunum. 6.2.2007 11:37 Önnur bréfsprengja í Englandi Tveir særðust þegar bréfsprengja sprakk í skrifstofubyggingu í Berkshire í suðurhluta Englands í morgun. Í gær slasaðist ein kona þegar önnur bréfsprengja sprakk á skrifstofu í London. Byggingin í Berkshire var rýmd eftir sprenginguna í morgun. Lögregla segir of snemmt að segja til um það hvort sprengingin í dag og sú í gær tengist. 6.2.2007 11:13 Lunga Björns Bjarnasonar féll saman Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, þurfti að leita sér læknisaðstoðar í gær en við skoðun kom í ljós að hægra lunga hans hafði fallið saman. 6.2.2007 11:07 Mældist á tvöföldum hámarkshraða Tveir ökumenn voru stöðvaðir í Vestfjarðagöngunm í síðustu viku fyrir of hraðan akstur. Mældist annar þeirra á 114 km. 6.2.2007 10:55 Stjórn mynduð í Hollandi Kristilegir demókratar, Verkamannaflokkurinn og Kristilegi flokkurinn virðast vera að ná saman um samsteypustjórn í Hollandi. Tveir mánuðir eru frá þingkosningum í landinu. 6.2.2007 10:40 Bilaði bíllinn Bifvélavirki í New York fékk verkbeiðni sem á stóð; Það heyrist alltaf "klúnk" þegar bíllinn beygir. Bifvélavirkinn fór út með bílinn í reynsluakstur. Hann tók hægri beygju, og mikið rétt, það heyrðist "klúnk." Þá tók hann vinstri beygju og það heyrðist aftur "klúnk." 6.2.2007 10:25 Seldi ungabarn á 600 dollara Hjúkrunarkona í Bishkek í Kyrgistan seldi ungabarn til lögreglumanna í dulargervi á 600 bandaríkjadali. Lögreglumennirnir máttu velja hvort þeir keyptu dreng eða stúlku. Hjúkrunarkonan hefur verið fangelsuð fyrir athæfið. Lögreglu grunar að barnasala sé algeng í Kyrgistan enda búa allt að 80% barna þar í landi við sára fátækt. Nú hefur verið skorin upp herör gegn þessu í landinu. 6.2.2007 10:22 „Meint misnotkun“ á Framkvæmdasjóði aldraðra Aðstandendafélag aldraðra – AFA – segir að heilbrigðisráðuneytið og ráðherrar þess hafi ráðskast með fé Framkvæmdasjóðs aldraðra til óskyldra hluta. Þannig hafi þeir beinlínis stuðlað að því ástandi sem nú ríkir í hjúkrunar- og dvalarmálum aldraðra. Fram hefur komið að gerð og dreyfing kynningarbæklings heilbrigðisráðherra um áherslur í öldrunarmálum var kostuð af sjóðnum. 6.2.2007 10:19 Annar laus úr gæsluvarðhaldi Lögreglan á Selfossi lét í gærkvöldi lausan annan tveggja manna sem sat í gæsluvarðhaldi vegna gruns um innflutning á fíkniefnum frá Suður-Ameríku. Hæstiréttur staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð yfir þeim báðum 6.2.2007 10:15 Írönskum erindreka rænt í Bagdad Utanríkisráðuneyti Íran staðfesti í dag að írönskum diplómata hafi verið rænt í Bagdad í Írak. Manninum var rænt af byssumönnum sem voru klæddir í írakska herbúninga. Íransstjórn segir honum hafa verið rænt af undirlagi Bandaríkjamanna. 6.2.2007 10:02 Indverjar ræða við Google Google á nú í viðræðum við indversku ríkisstjórnina vegna Google Earth forritsins. Indversk yfirvöld eru hrædd um að of mikið sjáist á myndunum sem eru í Google Earth og að öfgamenn geti notað þær sem teikningar. 5.2.2007 23:25 Öldungadeildin styður Bush Öldungadeild bandaríska þingsins hafnaði í kvöld tillögu sem hefði lýst yfir óánægju þingsins með aukningu hermanna í Írak. Frumvarpið var ekki bindandi fyrir George W. Bush, forseta Bandaríkjanna. Það var hugsað sem opinber yfirlýsing um andstöðu við áætlanir Bush. 5.2.2007 23:16 Íranar segja frá framförum 11. febrúar FARS, fréttastofa íranska ríkisins, sagði frá því á laugardaginn var, að 11. febrúar yrði sagt frá stórkostlegum framförum í kjarnorkuáætlun landsins. 11. febrúar er lokadagur hátíðahalda sem minnast uppreisnarinnar í Íran árið 1979. 5.2.2007 22:26 Bítlarnir og Apple ná sáttum Tæknifyrirtækið Apple hefur loksins náð sátt í deilum sínum við Bítlana en þeir eiga útgáfufyrirtæki sem heitir Apple Corps. Allt síðan 1981 hafa Bítlarnir og Apple deilt um réttinn á vörumerkinu Apple. 5.2.2007 22:20 Hraðstefnumót þeirra ríku og fallegu Sumir segja að án peninga geti rómantíkin aldrei blómstrað. Það orðatiltæki varð til þess að ný tegund af svokölluðum hraðstefnumótum varð til. Á þeim eru aðeins ríkir karlmenn og aðeins fallegar konur. Þau hittast síðan öll og finna, ef allt gengur að óskum, ástina. 5.2.2007 21:57 Khodorkovsky ákærður á ný Rússneskir saksóknarar lögðu fram í dag nýjar ákærur á hendur Mikhail Khodorkovsky, fyrrum olíujöfri sem nú situr í fangelsi fyrir skattsvik. 5.2.2007 21:30 Hertar reglur um knattspyrnuleiki á Ítalíu Fótboltavellir á Ítalíu munu ekki opna á ný fyrr en öryggiskröfum hefur verið framfylgt og gæsla á leikjum hert. Þetta sagði innanríkisráðherra Ítalíu, Giuliano Amato, í dag eftir neyðarfund með knattspyrnuyfirvöldum þar í landi. 5.2.2007 21:00 Egypsk stúlka lést úr fuglaflensu 17 ára egypsk stúlka lést í dag af völdum fuglaflensu, eða H5N1 vírusins. Hún er tólfti Egyptinn sem lætur lífið af völdum hennar. Þetta kom fram í fréttum frá ríkisfréttastöð Egyptalands í dag. 5.2.2007 20:30 Kristinn efast um að tekjuskattur skili sér Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir í dag á vefsíðu sinni að hann efist um að reiknaðar skattgreiðslur fjármálafyrirtækja hér á landi skili sér til ríkissjóðs. 5.2.2007 20:14 Róbótar finna sennilega ekki líf á Mars Ef það er líf á Mars, er það sennilega of langt undir yfirborði plánetunnar til að vélmenni geti fundið það og greint. Þetta er niðurstaða sérfræðinga á vegum Evrópsku geimferðastofnunarinnar. Ástæðan er sú að hafi nokkurn tímann verið líf á borð við einfrumunga eða bakteríur á Mars þá hefur geimgeislun fyrir löngu eytt um það öllum ummerkjum. 5.2.2007 19:56 Krókódíll í lauginni Saklausum gestum, sem ætluðu að fá sér sundsprett í almenningslaug í Darwin í Ástralíu, brá heldur betur í brún í morgun. Í þann mund sem ljós laugarinnar voru kveikt, svo þeir gætu dýft sér ofan í, skaust tæplega tveggja metra langur ósakrókódíll úr trjáþykkninu og ofan í laugina á undan þeim. 5.2.2007 19:45 Fjögur nauðgunarmál frá áramótum Óvenju mörg kynferðisafbrotamál hafa komið upp á Norðurlandi síðustu vikur, að sögn Daníels Guðjónssonar yfirlögregluþjóns á Akureyri. Nú um helgina kom upp mál á skemmtistað á Akureyri þar sem grunur leikur á að konu um tvítugt hafi verið nauðgað á salerni. 5.2.2007 19:30 Sterkt samband á mili steranotkunar og ofbeldisverka Rannsóknir á Norðurlöndum hafa sýnt að sterkt samband er á milli ofbeldisverka og steranotkunar og hefur það meðal annars komið fram í mjög alvarlegum tilvikum heimilisofbeldis. Engar rannsóknir hafa verið gerðar hér á landi um tengsl ofbeldis og steranotkunar og í ofbeldismálum kannar lögregla ekki sérstaklega hvort um steraneyslu sé um að ræða 5.2.2007 19:15 Giuliani færist nær framboði Rudy Giuliani, fyrrum borgarstjóri New York borgar, hefur færst skrefi nær því að tilkynna framboð sitt til forsetaembættis Bandaríkjanna. Giuliani var rétt í þessu að skila inn blöðum þar sem hann lýsir yfir framboði sínu. 5.2.2007 19:15 Segja stjórnarliða í leikritagerð Stjórnarandstaðan sagði Sigurð Kára Kristjánsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, og forsætisráðherra hafa sett á svið leikrit í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag, þar sem þingmaðurinn vakti athygli á nýrri skýrslu um tekjuskiptingu á Íslandi. Sigurður Kári sagði stjórnarandstöðuna ekki þola upplýsingar um góða stöðu mála í landinu. 5.2.2007 19:01 Skipulögðu rán og nauðganir á stúlkum Breskur dómstóll hefur dæmt þrjá menn til langrar fangelsisvistar fyrir að áforma að ræna tveimur stúlkum og nauðga þeim. Mennirnir skipulögðu illvirkið á spjallrás á internetinu. 5.2.2007 19:00 Aldraðir óánægðir með að ráðherra styðji þá með þeirra eigin fé Stjórn Landssambands eldri borgara lýsir yfir undrun og óánægju með að stjórnvöld hafi stutt blaðaútgáfu sambandsins með fjármagni úr Framkvæmdarsjóði aldraðra. "Stormur í vatnsglasi" segir heilbrigðisráðherra. 5.2.2007 19:00 Bílaflotinn allur á vetni innan 30 ára Vetnisverkefnið með Strætó sýnir að hægt hefði verið að minnka losun á koltvísýringi í andrúmsloftið um 20 þúsund tonn á síðustu tveimur árum ef allir strætisvagnar hefðu gengið fyrir vetni. Í morgun voru kynntar tillögur um breytingar á gjaldtöku á bifreiðar sem tekur mið af losun þeirra á koltvísýringi og líst iðnaðarráðherra vel á tillögurnar. 5.2.2007 18:54 Framlög til varnarmála aukin George Bush lagði fjárlagafrumvarp sitt fyrir Bandaríkjaþing í dag en það hljóðar upp á tæplega tvö hundruð þúsund milljarða íslenskra króna. Fjórðungur þeirra upphæðar rennur til hermála en skorið verður niður á heilbrigðissviðinu. 5.2.2007 18:45 Fjöldamorð í Neðra-Saxlandi Lögreglan í Neðra-Saxlandi í Þýskalandi rannsakar nú morð á sex manns en lík þeirra fundust á kínverskum veitingastað í bænum Sittensen í morgun. 5.2.2007 18:45 Skrá yfir dæmda kynferðisbrotamenn á Íslandi Svo gæti farið að skrá yfir kynferðisbrotamenn yrði að veruleika á Íslandi, samkvæmt samningi Evrópuráðsins um meðferð slíkra brotamanna. Slík skrá hefur ekki verið haldin á Íslandi fyrr. 5.2.2007 18:45 Leynisamkomulag brot á lögum og jafnvel stjórnarskrá Talsmenn vinstri grænna og Samfylkingarinnar segja að lög og jafnvel stjórnarskrá hafi verið brotin þegar viðaukum við varnarsamninginn var haldið leyndum fyrir Alþingi. Forsætisráðherra og utanríkisráðherra eru sammála um að innihald viðaukanna kalli ekki á leynd, en tíðarandinn hafi verið allt annar fyrir hálfri öld en nú. 5.2.2007 18:43 Kuldaköst að vori heyri sögunni til Kuldaköst á vorin heyra sögunni til á Íslandi en um leið verður norðanáttin algengari, gangi spár um hlýnun loftslags eftir. Þetta er mat Haraldar Ólafssonar, veðurfræðings, sem segir sumarið lengjast í báða enda en áfram verði kalt yfir hávetur. 5.2.2007 18:30 56,5 milljónum úthlutað Baugur Group úthlutaði í dag 43 aðilum 56,5 milljónum úr Styrktarsjóði Baugs Group. Þetta var í þriðja sinn sem úthlutað var úr sjóðnum. Styrktarsjóði Baugs Group hf. er ætlað að styðja margvísleg líknar og velferðarmál auk menningar listalífs. Styrkirnir voru veittir í Iðusölum við Lækjargötu. 5.2.2007 18:29 Íslensku forvarnarverðlaunin í annað sinn Íslensku forvarnaverðlaunin verða veitt í annað sinn í apríl og standa tilnefningar nú yfir. Markmiðið er að verðlauna þá sem þykja skara fram úr í forvarnastarfi og hvetja þá og aðra til góðra verka. Viðurkenningarnar eru veittar í þrem flokkum: Í fyrsta lagi til fyrirtækis sem skarað hefur framúr í forvörnum, í öðru lagi til einstaklings sem sýnt hefur forystu og frumkvæði í forvörnum og loks til félagasamtaka eða stofnana sem eru í fararbroddi í forvörnum. 5.2.2007 18:19 100 milljón króna villa rústuð Hundrað milljón króna hús sem hæstaréttarlögmaður keypti fyrir rösku ári, var rifið í dag. 5.2.2007 17:45 Umferðarteppa í Ártúnsbrekku Miklar umferðartafir eru nú í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu sem þar varð. Lögreglan segir að ekki sé vitað hvað olli árekstrinum. Engin slys urðu á fólki í árekstrinum og bílarnir skemmdust lítið. 5.2.2007 17:18 Grunaðir um að hafa smyglað kókaíni til landsins Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir tveimur karlmönnum sem grunaðir eru um að hafa flutt til landsins tæp 108 grömm af kókaíni. 5.2.2007 17:00 15 ára falsaði debetkort 15 ára stúlka sótti um debetkort fyrir eldri konu og skilaði mynd af sér með. Hún vitjaði kortsins og tók út fimmhundruð krónur í hraðbanka. Upp komst um kortafalsið og hefur stúlkan fengið eins árs skilorðsbundin dóm. 5.2.2007 16:54 Viðbúnaðarstig vegna fuglaflensu ekki aukið hér á landi Landbúnaðarstofnun hefur ákveðið að gera ekki breytingu á viðbúnarðarstigi vegna fuglaflensu hér á landi en fuglaflensa hefur greinst í alifuglabúi á Bretlandseyjum. 5.2.2007 16:51 Sjá næstu 50 fréttir
Bandaríkjamenn skutu á Breta Breska götublaðið Sun og AP fréttastofan hafa komist yfir upptökur úr stjórnklefa bandarískrar orustuþotu sem skaut á bílalest breskra hermanna í Basra í Írak fyrir tæpum fjórum árum. 6.2.2007 12:00
Fasteignaverð lækkar í höfuðborginni Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur nálgast þolmörk og lækkaði á síðasta ári. Sveitarfélögin auka óvissu á fasteignamarkaði með því að upplýsa ekki um lóðaframboð. Forstöðumaður Rannsóknaseturs um húsnæðismál segir þó enga holskeflu lækkana framundan. 6.2.2007 12:00
Börn sjá klám á netinu Nærri sex af hverjum tíu breskum börnum hafa fyrir slysni rambað inn á klámsíður á netinu. Prófessor í geðlækningum við London School of Economics sem gerði rannsókn með þessum niðurstöðum segir engan sýnilegan árangur af forritum og netvörnum sem eiga að sía út óæskilegt efni. 6.2.2007 11:52
Uppbygging Vatnsmýrarinnar rædd í dag Tillaga Samfylkingarinnar um uppbyggingu þekkingarklasa í Vatnsmýrinni verður til umræðu í borgarstjórn í dag. Byggir hún stefnumótun og þróun síðustu ára, m.a. samningum við Háskóla Íslands, Háskólan í Reykjavík og Landsspítala-háskólasjúkrahús. 6.2.2007 11:38
Dæmdur fyrir gagnastuld frá Decode Fyrrverandi starfsmaður Íslenskrar erfðagreiningar var í dag dæmdur í tveggja mánaða fangelsi fyrir að stela gögnum frá Íslenskri erfðagreiningu. Dómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára. Verjandi mannsins segir niðurstöðuna byggða á misskilningi. 6.2.2007 11:38
Sænskt fjölskyldufólk háð hinu opinbera Í nýrri bók sænska hagfræðingsins Dr. Fredrik Bergström er tekið fyrir hvernig háskattapólitík í Svíþjóð hefur gert venjulegt sænskt fjölskyldufólk háð hinu opinbera um efnahagslegt og félagslegt öryggi. Höfundurinn heldur fyrirlestur í Háskólanum í Reykjavík um efni bókarinnar og annarar bókar þar sem borin eru saman lífskjör í Svíþjóð og Bandaríkjunum. 6.2.2007 11:37
Önnur bréfsprengja í Englandi Tveir særðust þegar bréfsprengja sprakk í skrifstofubyggingu í Berkshire í suðurhluta Englands í morgun. Í gær slasaðist ein kona þegar önnur bréfsprengja sprakk á skrifstofu í London. Byggingin í Berkshire var rýmd eftir sprenginguna í morgun. Lögregla segir of snemmt að segja til um það hvort sprengingin í dag og sú í gær tengist. 6.2.2007 11:13
Lunga Björns Bjarnasonar féll saman Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, þurfti að leita sér læknisaðstoðar í gær en við skoðun kom í ljós að hægra lunga hans hafði fallið saman. 6.2.2007 11:07
Mældist á tvöföldum hámarkshraða Tveir ökumenn voru stöðvaðir í Vestfjarðagöngunm í síðustu viku fyrir of hraðan akstur. Mældist annar þeirra á 114 km. 6.2.2007 10:55
Stjórn mynduð í Hollandi Kristilegir demókratar, Verkamannaflokkurinn og Kristilegi flokkurinn virðast vera að ná saman um samsteypustjórn í Hollandi. Tveir mánuðir eru frá þingkosningum í landinu. 6.2.2007 10:40
Bilaði bíllinn Bifvélavirki í New York fékk verkbeiðni sem á stóð; Það heyrist alltaf "klúnk" þegar bíllinn beygir. Bifvélavirkinn fór út með bílinn í reynsluakstur. Hann tók hægri beygju, og mikið rétt, það heyrðist "klúnk." Þá tók hann vinstri beygju og það heyrðist aftur "klúnk." 6.2.2007 10:25
Seldi ungabarn á 600 dollara Hjúkrunarkona í Bishkek í Kyrgistan seldi ungabarn til lögreglumanna í dulargervi á 600 bandaríkjadali. Lögreglumennirnir máttu velja hvort þeir keyptu dreng eða stúlku. Hjúkrunarkonan hefur verið fangelsuð fyrir athæfið. Lögreglu grunar að barnasala sé algeng í Kyrgistan enda búa allt að 80% barna þar í landi við sára fátækt. Nú hefur verið skorin upp herör gegn þessu í landinu. 6.2.2007 10:22
„Meint misnotkun“ á Framkvæmdasjóði aldraðra Aðstandendafélag aldraðra – AFA – segir að heilbrigðisráðuneytið og ráðherrar þess hafi ráðskast með fé Framkvæmdasjóðs aldraðra til óskyldra hluta. Þannig hafi þeir beinlínis stuðlað að því ástandi sem nú ríkir í hjúkrunar- og dvalarmálum aldraðra. Fram hefur komið að gerð og dreyfing kynningarbæklings heilbrigðisráðherra um áherslur í öldrunarmálum var kostuð af sjóðnum. 6.2.2007 10:19
Annar laus úr gæsluvarðhaldi Lögreglan á Selfossi lét í gærkvöldi lausan annan tveggja manna sem sat í gæsluvarðhaldi vegna gruns um innflutning á fíkniefnum frá Suður-Ameríku. Hæstiréttur staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð yfir þeim báðum 6.2.2007 10:15
Írönskum erindreka rænt í Bagdad Utanríkisráðuneyti Íran staðfesti í dag að írönskum diplómata hafi verið rænt í Bagdad í Írak. Manninum var rænt af byssumönnum sem voru klæddir í írakska herbúninga. Íransstjórn segir honum hafa verið rænt af undirlagi Bandaríkjamanna. 6.2.2007 10:02
Indverjar ræða við Google Google á nú í viðræðum við indversku ríkisstjórnina vegna Google Earth forritsins. Indversk yfirvöld eru hrædd um að of mikið sjáist á myndunum sem eru í Google Earth og að öfgamenn geti notað þær sem teikningar. 5.2.2007 23:25
Öldungadeildin styður Bush Öldungadeild bandaríska þingsins hafnaði í kvöld tillögu sem hefði lýst yfir óánægju þingsins með aukningu hermanna í Írak. Frumvarpið var ekki bindandi fyrir George W. Bush, forseta Bandaríkjanna. Það var hugsað sem opinber yfirlýsing um andstöðu við áætlanir Bush. 5.2.2007 23:16
Íranar segja frá framförum 11. febrúar FARS, fréttastofa íranska ríkisins, sagði frá því á laugardaginn var, að 11. febrúar yrði sagt frá stórkostlegum framförum í kjarnorkuáætlun landsins. 11. febrúar er lokadagur hátíðahalda sem minnast uppreisnarinnar í Íran árið 1979. 5.2.2007 22:26
Bítlarnir og Apple ná sáttum Tæknifyrirtækið Apple hefur loksins náð sátt í deilum sínum við Bítlana en þeir eiga útgáfufyrirtæki sem heitir Apple Corps. Allt síðan 1981 hafa Bítlarnir og Apple deilt um réttinn á vörumerkinu Apple. 5.2.2007 22:20
Hraðstefnumót þeirra ríku og fallegu Sumir segja að án peninga geti rómantíkin aldrei blómstrað. Það orðatiltæki varð til þess að ný tegund af svokölluðum hraðstefnumótum varð til. Á þeim eru aðeins ríkir karlmenn og aðeins fallegar konur. Þau hittast síðan öll og finna, ef allt gengur að óskum, ástina. 5.2.2007 21:57
Khodorkovsky ákærður á ný Rússneskir saksóknarar lögðu fram í dag nýjar ákærur á hendur Mikhail Khodorkovsky, fyrrum olíujöfri sem nú situr í fangelsi fyrir skattsvik. 5.2.2007 21:30
Hertar reglur um knattspyrnuleiki á Ítalíu Fótboltavellir á Ítalíu munu ekki opna á ný fyrr en öryggiskröfum hefur verið framfylgt og gæsla á leikjum hert. Þetta sagði innanríkisráðherra Ítalíu, Giuliano Amato, í dag eftir neyðarfund með knattspyrnuyfirvöldum þar í landi. 5.2.2007 21:00
Egypsk stúlka lést úr fuglaflensu 17 ára egypsk stúlka lést í dag af völdum fuglaflensu, eða H5N1 vírusins. Hún er tólfti Egyptinn sem lætur lífið af völdum hennar. Þetta kom fram í fréttum frá ríkisfréttastöð Egyptalands í dag. 5.2.2007 20:30
Kristinn efast um að tekjuskattur skili sér Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir í dag á vefsíðu sinni að hann efist um að reiknaðar skattgreiðslur fjármálafyrirtækja hér á landi skili sér til ríkissjóðs. 5.2.2007 20:14
Róbótar finna sennilega ekki líf á Mars Ef það er líf á Mars, er það sennilega of langt undir yfirborði plánetunnar til að vélmenni geti fundið það og greint. Þetta er niðurstaða sérfræðinga á vegum Evrópsku geimferðastofnunarinnar. Ástæðan er sú að hafi nokkurn tímann verið líf á borð við einfrumunga eða bakteríur á Mars þá hefur geimgeislun fyrir löngu eytt um það öllum ummerkjum. 5.2.2007 19:56
Krókódíll í lauginni Saklausum gestum, sem ætluðu að fá sér sundsprett í almenningslaug í Darwin í Ástralíu, brá heldur betur í brún í morgun. Í þann mund sem ljós laugarinnar voru kveikt, svo þeir gætu dýft sér ofan í, skaust tæplega tveggja metra langur ósakrókódíll úr trjáþykkninu og ofan í laugina á undan þeim. 5.2.2007 19:45
Fjögur nauðgunarmál frá áramótum Óvenju mörg kynferðisafbrotamál hafa komið upp á Norðurlandi síðustu vikur, að sögn Daníels Guðjónssonar yfirlögregluþjóns á Akureyri. Nú um helgina kom upp mál á skemmtistað á Akureyri þar sem grunur leikur á að konu um tvítugt hafi verið nauðgað á salerni. 5.2.2007 19:30
Sterkt samband á mili steranotkunar og ofbeldisverka Rannsóknir á Norðurlöndum hafa sýnt að sterkt samband er á milli ofbeldisverka og steranotkunar og hefur það meðal annars komið fram í mjög alvarlegum tilvikum heimilisofbeldis. Engar rannsóknir hafa verið gerðar hér á landi um tengsl ofbeldis og steranotkunar og í ofbeldismálum kannar lögregla ekki sérstaklega hvort um steraneyslu sé um að ræða 5.2.2007 19:15
Giuliani færist nær framboði Rudy Giuliani, fyrrum borgarstjóri New York borgar, hefur færst skrefi nær því að tilkynna framboð sitt til forsetaembættis Bandaríkjanna. Giuliani var rétt í þessu að skila inn blöðum þar sem hann lýsir yfir framboði sínu. 5.2.2007 19:15
Segja stjórnarliða í leikritagerð Stjórnarandstaðan sagði Sigurð Kára Kristjánsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, og forsætisráðherra hafa sett á svið leikrit í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag, þar sem þingmaðurinn vakti athygli á nýrri skýrslu um tekjuskiptingu á Íslandi. Sigurður Kári sagði stjórnarandstöðuna ekki þola upplýsingar um góða stöðu mála í landinu. 5.2.2007 19:01
Skipulögðu rán og nauðganir á stúlkum Breskur dómstóll hefur dæmt þrjá menn til langrar fangelsisvistar fyrir að áforma að ræna tveimur stúlkum og nauðga þeim. Mennirnir skipulögðu illvirkið á spjallrás á internetinu. 5.2.2007 19:00
Aldraðir óánægðir með að ráðherra styðji þá með þeirra eigin fé Stjórn Landssambands eldri borgara lýsir yfir undrun og óánægju með að stjórnvöld hafi stutt blaðaútgáfu sambandsins með fjármagni úr Framkvæmdarsjóði aldraðra. "Stormur í vatnsglasi" segir heilbrigðisráðherra. 5.2.2007 19:00
Bílaflotinn allur á vetni innan 30 ára Vetnisverkefnið með Strætó sýnir að hægt hefði verið að minnka losun á koltvísýringi í andrúmsloftið um 20 þúsund tonn á síðustu tveimur árum ef allir strætisvagnar hefðu gengið fyrir vetni. Í morgun voru kynntar tillögur um breytingar á gjaldtöku á bifreiðar sem tekur mið af losun þeirra á koltvísýringi og líst iðnaðarráðherra vel á tillögurnar. 5.2.2007 18:54
Framlög til varnarmála aukin George Bush lagði fjárlagafrumvarp sitt fyrir Bandaríkjaþing í dag en það hljóðar upp á tæplega tvö hundruð þúsund milljarða íslenskra króna. Fjórðungur þeirra upphæðar rennur til hermála en skorið verður niður á heilbrigðissviðinu. 5.2.2007 18:45
Fjöldamorð í Neðra-Saxlandi Lögreglan í Neðra-Saxlandi í Þýskalandi rannsakar nú morð á sex manns en lík þeirra fundust á kínverskum veitingastað í bænum Sittensen í morgun. 5.2.2007 18:45
Skrá yfir dæmda kynferðisbrotamenn á Íslandi Svo gæti farið að skrá yfir kynferðisbrotamenn yrði að veruleika á Íslandi, samkvæmt samningi Evrópuráðsins um meðferð slíkra brotamanna. Slík skrá hefur ekki verið haldin á Íslandi fyrr. 5.2.2007 18:45
Leynisamkomulag brot á lögum og jafnvel stjórnarskrá Talsmenn vinstri grænna og Samfylkingarinnar segja að lög og jafnvel stjórnarskrá hafi verið brotin þegar viðaukum við varnarsamninginn var haldið leyndum fyrir Alþingi. Forsætisráðherra og utanríkisráðherra eru sammála um að innihald viðaukanna kalli ekki á leynd, en tíðarandinn hafi verið allt annar fyrir hálfri öld en nú. 5.2.2007 18:43
Kuldaköst að vori heyri sögunni til Kuldaköst á vorin heyra sögunni til á Íslandi en um leið verður norðanáttin algengari, gangi spár um hlýnun loftslags eftir. Þetta er mat Haraldar Ólafssonar, veðurfræðings, sem segir sumarið lengjast í báða enda en áfram verði kalt yfir hávetur. 5.2.2007 18:30
56,5 milljónum úthlutað Baugur Group úthlutaði í dag 43 aðilum 56,5 milljónum úr Styrktarsjóði Baugs Group. Þetta var í þriðja sinn sem úthlutað var úr sjóðnum. Styrktarsjóði Baugs Group hf. er ætlað að styðja margvísleg líknar og velferðarmál auk menningar listalífs. Styrkirnir voru veittir í Iðusölum við Lækjargötu. 5.2.2007 18:29
Íslensku forvarnarverðlaunin í annað sinn Íslensku forvarnaverðlaunin verða veitt í annað sinn í apríl og standa tilnefningar nú yfir. Markmiðið er að verðlauna þá sem þykja skara fram úr í forvarnastarfi og hvetja þá og aðra til góðra verka. Viðurkenningarnar eru veittar í þrem flokkum: Í fyrsta lagi til fyrirtækis sem skarað hefur framúr í forvörnum, í öðru lagi til einstaklings sem sýnt hefur forystu og frumkvæði í forvörnum og loks til félagasamtaka eða stofnana sem eru í fararbroddi í forvörnum. 5.2.2007 18:19
100 milljón króna villa rústuð Hundrað milljón króna hús sem hæstaréttarlögmaður keypti fyrir rösku ári, var rifið í dag. 5.2.2007 17:45
Umferðarteppa í Ártúnsbrekku Miklar umferðartafir eru nú í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu sem þar varð. Lögreglan segir að ekki sé vitað hvað olli árekstrinum. Engin slys urðu á fólki í árekstrinum og bílarnir skemmdust lítið. 5.2.2007 17:18
Grunaðir um að hafa smyglað kókaíni til landsins Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir tveimur karlmönnum sem grunaðir eru um að hafa flutt til landsins tæp 108 grömm af kókaíni. 5.2.2007 17:00
15 ára falsaði debetkort 15 ára stúlka sótti um debetkort fyrir eldri konu og skilaði mynd af sér með. Hún vitjaði kortsins og tók út fimmhundruð krónur í hraðbanka. Upp komst um kortafalsið og hefur stúlkan fengið eins árs skilorðsbundin dóm. 5.2.2007 16:54
Viðbúnaðarstig vegna fuglaflensu ekki aukið hér á landi Landbúnaðarstofnun hefur ákveðið að gera ekki breytingu á viðbúnarðarstigi vegna fuglaflensu hér á landi en fuglaflensa hefur greinst í alifuglabúi á Bretlandseyjum. 5.2.2007 16:51