Innlent

Frumvarp um losun gróðurhúsalofttegunda

MYND/Teitur

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun frumvarp umhverfisráðherra um losun gróðurhúsalofttegunda. Frumvarpinu er ætlað að gefa stjórnvöldum tæki til að stjórna losun koldíoxíðs frá stóriðju.

Frumvarpið kveður á um skyldur fyrirtækja sem losa yfir 30.000 tonn af koldíoxíð á ári. Verði frumvarpið að lögum þurfa fyrirtækin nú að afla sér losunarheimildir fyrir því sem er umfram 30.000 tonn. Heimildir sækja þau um til sérstakrar nefndar en nefndin hefur um 10,5 milljónir í losunarheimildir á tímabilinu eða frá 2008 til 2012.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×