Innlent

Stjórnvöld þurfa að taka í taumana

Stjórnvöld þurfa að taka í taumana í stjórnleysinu sem ríkir í stóriðju- og virkjanamálum. Þetta sagði formaður Samfylkingarinnar, sem kynnti rammaáætlun flokksins er lýtur að náttúruvernd, á Alþingi í dag. Formaðurinn neitar því að þetta séu viðbrögð við skoðanakönnun Blaðsins, sem sýnir fylgistap Samfylkingarinnar og fylgisaukningu Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs.

Ingibjörg Sólrún segir að í tillögum Samfylkingarinnar sem hún kynnti á Alþingi í dag séu búin til stjórntæki fyrir stjórnvöld í taumana og fresta stóriðjuframkvæmdum á Suðvesturhorni landsins eins og stækkun álversins í Straumsvík og í Helguvík.Fyrir því séu þrjár ástæður sem lúti að efnahagsástandi, umhverfisvernd og ábyrgð.

Aðspurð um hvernig þessar tillögur muni hugnast Suðurnesjamönnum segir hún að við þeim blasi ótal tækifæri og nefnir þar áætlanir fyrirtækisins Geysis sem nýlega voru kynntar til sögunnar.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×