Þriggja mánaða fangelsi fyrir fólskulega árás 6. febrúar 2007 18:38 Tveir karlmenn um tvítugt þurfa aðeins að sitja í þrjá mánuði í fangelsi fyrir fólskulega árás gegn jafnaldra sínum. Þeir rændu honum við þriðja mann og óku með hann upp í Heiðmörk þar sem þeir gengu í skrokk á honum. Maðurinn hlaut lífshættulega áverka. Það var hestamaður sem kom að manninum þar sem hann hafði verið skilinn eftir í Heiðmörk. Hann var með áverka um allan líkamann, skólaus og í rifnum fötum. Árásarmennirnir höfðu slegið höfði hans ítrekað í jörðina og traðkað á brjóstkassa hans og maga. Maðurinn var fluttur á slysadeild með innvortis blæðingar sem hefðu getað reynst lífshættulegar. Hann neitaði að segja til árásarmannanna og bar við ótta við þá. Árásarmennirnir þekktu fórnarlambið lítið. Þeir komu á heimili hans í leit að öðrum manni sem þeir sögðu skulda sér peninga. Fórnarlambið vildi ekki segja til hans og fór með þeim út í bíl til að ræða við þá. Mennirnir óku þá af stað. Þegar þeir komu að Vífilstaðarvatni stöðvuðu þeir bifreiðina og gengu í skrokk á honum, að svo búnu lokuðu þeir hann í farangursgeymslu bílsins. Þeir héldu svo ferð sinni áfram upp í Heiðmörk þar sem þeir misþyrmdu honum meira. Einn árásarmannanna hefur áður hlotið dóm fyrir líkamsárásir. Hann var dæmdur í þriggja ára skilorðsbundið fangelsi síðasta vor en þar sem það var skömmu eftir árásina uppi í Heiðmörk hefur það ekki áhrif á dóminn í dag. Dómurinn taldi brotin fólskuleg og ófyrirleitin og algjörlega án tilefnis. Hins vegar er ungur aldur árásarmannanna, sem allir voru undir tvítugu þegar brotin voru framin, til refsimildunar. Einn árásarmannanna hlaut fimmtán mánaða fangelsi, þar af tólf mánuði skilorðsbundið fyrir árásina. Sá sem einnig tók þátt í árásinni fékk tólf mánaða fangelsi þarf af níu mánuði skilorðsbundið. Hvor um sig þarf því aðeins að sitja þrjá mánuði í fangelsi. Þriðji maðurinn, sem ók bílnum, var aðeins dæmdur fyrir frelsissviptingu og hlaut tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm. Þeir þurfa jafnframt að greiða fórnarlambinu um 450 þúsund krónur. Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Ökumenn eigi að njóta en ekki þjóta á hættulegustu helgi ársins Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Sjá meira
Tveir karlmenn um tvítugt þurfa aðeins að sitja í þrjá mánuði í fangelsi fyrir fólskulega árás gegn jafnaldra sínum. Þeir rændu honum við þriðja mann og óku með hann upp í Heiðmörk þar sem þeir gengu í skrokk á honum. Maðurinn hlaut lífshættulega áverka. Það var hestamaður sem kom að manninum þar sem hann hafði verið skilinn eftir í Heiðmörk. Hann var með áverka um allan líkamann, skólaus og í rifnum fötum. Árásarmennirnir höfðu slegið höfði hans ítrekað í jörðina og traðkað á brjóstkassa hans og maga. Maðurinn var fluttur á slysadeild með innvortis blæðingar sem hefðu getað reynst lífshættulegar. Hann neitaði að segja til árásarmannanna og bar við ótta við þá. Árásarmennirnir þekktu fórnarlambið lítið. Þeir komu á heimili hans í leit að öðrum manni sem þeir sögðu skulda sér peninga. Fórnarlambið vildi ekki segja til hans og fór með þeim út í bíl til að ræða við þá. Mennirnir óku þá af stað. Þegar þeir komu að Vífilstaðarvatni stöðvuðu þeir bifreiðina og gengu í skrokk á honum, að svo búnu lokuðu þeir hann í farangursgeymslu bílsins. Þeir héldu svo ferð sinni áfram upp í Heiðmörk þar sem þeir misþyrmdu honum meira. Einn árásarmannanna hefur áður hlotið dóm fyrir líkamsárásir. Hann var dæmdur í þriggja ára skilorðsbundið fangelsi síðasta vor en þar sem það var skömmu eftir árásina uppi í Heiðmörk hefur það ekki áhrif á dóminn í dag. Dómurinn taldi brotin fólskuleg og ófyrirleitin og algjörlega án tilefnis. Hins vegar er ungur aldur árásarmannanna, sem allir voru undir tvítugu þegar brotin voru framin, til refsimildunar. Einn árásarmannanna hlaut fimmtán mánaða fangelsi, þar af tólf mánuði skilorðsbundið fyrir árásina. Sá sem einnig tók þátt í árásinni fékk tólf mánaða fangelsi þarf af níu mánuði skilorðsbundið. Hvor um sig þarf því aðeins að sitja þrjá mánuði í fangelsi. Þriðji maðurinn, sem ók bílnum, var aðeins dæmdur fyrir frelsissviptingu og hlaut tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm. Þeir þurfa jafnframt að greiða fórnarlambinu um 450 þúsund krónur.
Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Ökumenn eigi að njóta en ekki þjóta á hættulegustu helgi ársins Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Sjá meira