Fleiri fréttir Hugsanlegt að borgin kosti fleiri öryggismyndavélar Formaður borgarráðs segir borgarstjórn vilja ræða hugmyndir nýs lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins um fleiri öryggismyndavélar og segir hugsanlegt að borgin leggi til fjármuni í verkið. 5.1.2007 18:30 Ríflega 20 manns missa vinnuna Eitt stærsta verktakafyritæki Vestfjarða, byggingarfyrirtækið Ágúst og Flosi, var úrskurðað gjaldþrota í dag. Um tuttugu starfsmennn missa við það vinnuna og óvíst er hvað verður um verkefni fyrirtækisins. 5.1.2007 18:15 Offitulyf fyrir hunda komið á markað Matvælaeftirlit Bandaríkjanna hefur leyft offitulyf fyrir hunda en það virkar á þann hátt að það dregur úr matarlyst og upptöku líkamans á fitu. Lyfið, sem heitir Slentrol, á að hjálpa þeim bandarísku hundum sem glíma við offitu en talið er að um fimm prósent þeirra eigi við vandann að stríða. 5.1.2007 18:12 Litvinenko sakaður um fjárkúgun Alexander Litvinenko, fyrrum njósnari sem var eitrað fyrir í Lundúnum í nóvember síðastliðnum, ætlaði sér að fjárkúga rússneskan auðkýfing sem búsettur er í Lundúnum. Þetta fullyrti vinkona hans í samtali við fréttaþáttinn sextíu mínútur en hann verður sýndur í Bandaríkjunum á sunnudaginn kemur. 5.1.2007 17:43 Frelsaður eftir sex ár í gíslingu Fyrrum ráðherra í Kólumbíu, sem hefur verið í haldi mannræningja í sex ár, tókst í dag að komast undan þeim eftir björgunaraðgerðir kólumbíska hersins. Talið er að tugir uppreisnarmanna í FARC hafi látið lífið í aðgerðunum. 5.1.2007 17:32 Innbrotsþjófur í neyð Brotist var inn í söluskála Esso á Suðureyri aðfaranótt fimmtudags og var þjófurinn augljóslega í neyð því það eina sem hann hafði á brott voru 4 pakkar af Durex smokkum með ávaxtabragði. Eftirlitsmyndavél er á staðnum og náði hún að festa atburðinn á filmu. Þjófurinn reyndi svo lítillega að opna peningakassann á leið sinni út aftur, en þegar að það gekk ekki greiðlega fyrir sig, hvarf hann á braut. 5.1.2007 17:14 Magni rokkstar skilinn Magni rokkstjarna Ásgeirsson og eiginkona hans Eyrún Haraldsdóttir hafa slitið samvistum. Í yfirlýsingu frá þeim, sem birtist í DV í dag, segir að þau hafi fjarlægst hvort annað tilfinningalega, í kjölfar mikilla breytinga sem urðu á högum Magna á nýliðnu ári. Þau segjast munu vinna í sameiningu að uppeldi sonar síns, Marinós, og biðja um næði til þess að vinna úr erfiðum málum, án íþyngjandi áreitis. 5.1.2007 16:47 Litla moskan á sléttunni Framleiðendur nýrra gamanþátta fyrir sjónvarp, í Kanada , bíða spenntir eftir að sjá hver viðbrögðin verða við þáttunum. Þáttaröðin heitir "Litla moskan á sléttunni," og fjallar um hóp múslima sem setjast að í kristnum smábæ í Kanada, og samskiptum þessara tveggja hópa. 5.1.2007 16:45 Tæp 180 tonn af hvalaúrgangi urðuð á Mýrum Um 179 tonn af hvalaúrgangi af þeim sem sjö langreyðum sem veiddust við landið í haust voru urðuð í Fíflholtum á Mýrum í haust að sögn Skessuhorns. Kjöt hvalanna var aðeins nýtt en það hefur ekki enn verið selt. Fram kemur á vef Skessuhorns að annað af hvalnum, sem áður fór í aðra vinnslu eins og til bræðslu, hafi verið urðað. 5.1.2007 16:24 Vill endurskoða lög um Þróunarsamvinnustofnun Utanríkisráðherra hefur ákveðið að lög um Þróunarsamvinnustofnun Íslands verði endurskoðuð og kannað verði hvort þörf sé á breyttu skipulagi þróunarsamvinnu Íslands. 5.1.2007 16:11 VRÚÚMMMMM 5.1.2007 16:00 Bush tilnefnir Negroponte sem varautanríkisráðherra George Bush Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt Mike McConnel, fyrrverandi yfirmann Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna, sem nýjan yfirmann leyniþjónustustofnana landsins. Hann tekur við af John Negroponte sem verður varautanríkisráðherra og því staðgengill Condoleezu Rice. 5.1.2007 15:35 Dæmd fyrir fíkniefnasmygl í pósti og vörslu fíkniefna Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann í eins og hálfs árs fangelsi og konu í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla inn bæði amfetamíni og kókaíni til landsins með póstsendingum og ýmis önnur brot. 5.1.2007 15:26 Hjálpa öldruðum að snúa til síns heima í Króatíu Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra hefur í samráði við flóttamannanefnd ákveðið að veita Rauða krossi Íslands ríflega 3,8 milljón króna styrk til flóttamannaverkefnis í Króatíu. 5.1.2007 15:06 Amazon-geimfar á loft Miljarðamæringurinn Jeff Bezos sem stofnaði Amazon.com hefur skotið geimfari á loft. Geimfarið flaug 85 metra upp í loftið og lenti aftur mjúklega. 5.1.2007 15:00 FL Group og Glitnir í tugmiljarðafjárfestingar í grænni orku FL Group, Glitnir og verkfræðistofan VGK-Hönnun hafa stofnað fjárfestingarfélagið Geysir Green Energy sem hefur það að markmiði að fjárfesta í verkefnum tengdum sjálfbærri orkuframleiðslu víðs vegar um heim. FL Group verður leiðandi hluthafi félagsins og stefnt er að því að félagið geti ráðist í fjárfestingar að upphæð 70 milljarðar króna. 5.1.2007 14:32 Snyrtilegi pissuskálaþjófurinn Breska lögreglan leitar nú að manni sem stal pissuskálinni af Royal Oak pöbbinum í Southampton. Maðurinn kom þar inn, pantaði sér hálfpott af bjór og fór nokkrar ferðir á klósettið. Á öryggismyndavél sést hann svo troða skálinni í bakpoka sinn og fara með hana út. 5.1.2007 14:32 Höfrungar vernduðu sundmenn fyrir hákarli Höfrungavaða verndaði fjóra sundmenn fyrir stórum hvítum hákarli, undan ströndum Nýja Sjálands, á dögunum. Mennirnir voru strandverðir, sem voru á æfingasundi um eitthundrað metra frá landi, þegar hákarlinn kom aðvífandi. 5.1.2007 14:25 Orkuveitan auglýsir styrki úr Umhverfis- og orkurannsóknasjóði Orkuveita Reykjavíkur hefur auglýst eftir umsóknum um styrki til vísindafólks úr Umhverfis- og orkurannsóknasjóði sínum. Alls standa 100 milljónir króna vísindafólki til boða. 5.1.2007 14:12 Byggingarfyrirtæki á Ísafirði úrskurðað gjaldþrota Byggingafyrirtækið Ágúst og Flosi ehf. á Ísafirði hefur verið úrskurðað gjaldþrota að beiðni Lífeyrissjóðs Vestfirðinga. Úrskurður þess efnis var kveðinn upp í Héraðsdómi Vestfjarða í morgun. Þetta kemur fram á vef Bæjarins besta. 5.1.2007 14:03 Erkibiskup Varsjár var njósnari kommúnista Kaþólska kirkjan í Póllandi segir að erkibiskupinn í Varsjá, sem Benedikt páfi skipaði í embætti í síðasta mánuði, hefði um tuttugu ára skeið verið njósnari fyrir leyniþjónustu kommúnistastjórnar landsins. Óvíst er hvort hann verður vígður í embættið, á sunnudag. 5.1.2007 14:00 Segir myndavélaeftirlit hafa sannað gildi sitt Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir myndskeiðið sem sýnt var í fjölmiðlum í vikunni af hrottalegri líkamsárás þriggja pilta á tvo aðra pilta í Garðarstræti á nýársnótt sanna gildi myndavélaeftirlits. Foreldrar piltanna hafi komið þeim í hendur lögreglu sama kvöld og myndirnar hafi verið birtar í fjölmiðlum. 5.1.2007 13:56 Íranskir leyniþjónustumenn í Írak 5.1.2007 13:37 Krókódílaveiðimaður ekki á netið 5.1.2007 13:28 Tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnasmygl Litháískur ríkisborgari á þrítugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að reyna að smygla fíkniefnum til landsins í fyrra. Hann var gripinn við komu Norrænu til Seyðisfjarðar þann 31. ágúst eftir að tollverðir höfðu fundið nærri tvö og hálft kíló af amfetamíni í BMW-bifreið sem hann var skráður ökumaður fyrir. 5.1.2007 13:23 Þær berrössuðu unnu Nektardans hefur verið opinberlega viðurkenndur sem listform, í Noregi og fjármálaráðherra landsins er ekki skemmt. Hún ætlar að heimta af þessu skatt, hvað sem það kostar. 5.1.2007 13:21 Varar við áframhaldandi hættu á fuglaflensufaraldri Margaret Chan, nýr forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, segir fuglaflensu enn vera ógn við mannkyn þrátt fyrir að lítið hafi frést af fuglaflensutilvikum undanfarna mánuði. 5.1.2007 13:17 Mikill áhugi hjá viðskiptafræðinemum á að vinna í banka Hátt í annar hver nemandi af þeim fimm hundruð, sem eru á lokaári í viðskiptafræðum í háskólum hér á landi, vill vinna í banka að námi loknu. 5.1.2007 13:00 Spáir óbreyttri vísitölu neysluverðs í janúar Greiningardeild Glitnis spáir því að vísitala neysluverðs á milli desember og janúar verði óbreytt og að verðbólga muni þannig lækka úr sjö prósentum í desember í 6,6 prósent í janúar. 5.1.2007 12:55 Fjórföld hækkun á yfirflugsgjaldi fyrirhuguð Gjöld Flugstoða vegna flugs á íslensku flugstjórnarsvæði gætu hækkað ef gjald vegna fjarskiptaþjónustu verður fjórfaldað, en ákvörðun um það verður tekin fljótlega. Flugumferðarstjórn er hins vegar komin í eðlilegt horf á ný eftir óvissutíma síðustu daga og vikur. Í lok dagsins í gær höfðu allir flugumferðarstjórarnir 58 sem ekki höfðu ráðið sig til Flugstoða í byrjun árs, skrifað undir starfssamning við hið nýja opinbera hlutafélag. 5.1.2007 12:30 Stærsti vaxtarsamningur sinnar tegundar Í gær var undirritaður samningur á Egilsstöðum til uppbyggingar og þróunarstarfs á Austulandi. Um er að ræða 190 milljónir á þremur árum sem veittar verða til uppbyggingar á ýmsum sviðum á Austurlandi. Samningurinn er sá stærsti sinnar tegundar hér á landi. Það var Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra sem undirritaði vaxtarsamninginn á Hótel Héraði á Egilsstöðum ásamt fulltrúum samningsaðila. 5.1.2007 12:15 Aldrei fleiri byggingar rifnar í Reykjavík Aldrei hafa fleiri byggingar verið rifnar í Reykjavík á einu ári en í fyrra eða 51 talsins. Þetta kemur fram á vef umhverfissviðs Reykjavíkurborgar. Þar kemur einnig fram að árið 2005 hafi einnig verið metár en þá voru 47 byggingar rifnar. 5.1.2007 12:09 Verðlækkanir hérlendis ólíklegar Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hríðfallið undanfarna daga og hefur ekki verið lægra í hálft annað ár. Talsmenn íslensku olíufélaganna segja ólíklegt að eldsneytisverð lækki hér á landi á næstunni vegna óhagstæðrar gengisþróunar. 5.1.2007 12:04 Skoða að láta Wilson Muuga standa áfram Hugsanlegt er að eigandi og tryggingafélag Wilson Muuga, sem strandaði við Hvalsnes fyrir jól, óski eftir því við umhverfisyfirvöld að skipið fái að standa áfram þar sem það mengi ekki lengur. Það yrði þá aðeins aðdráttarafl fyrir ferðamenn. 5.1.2007 12:00 Leikjatölva drepur dreng Sjö ára drengur frá Englandi fékk banvænt raflost á laugardaginn þegar hann var að hlaða Game Boy leikjatölvuna sína. Drengurinn var í fríi með foreldrum sínum í Pukhet í Thailandi og hafði fengið leikjatölvuna í jólagjöf. Hann var að taka hana úr sambandi við hleðslutæki sem móðir hans hafði keypt í Thailandi þegar hann fékk straum og lést. 5.1.2007 11:54 Pyntingarmál í Afganistan skekja dönsk stjórnmál Komið hefur í ljós að pyntingar fóru fram í fangabúðum í Kanadahar í Afganistan þar sem fangar ,sem danskir hermenn afhentu bandarískum starfsbræðrum sínum í mars 2002, dvöldu. Frá þessu er greint á vef Politiken. 5.1.2007 11:47 Bæjarstjóri með um milljón í laun Laun Ragnheiðar Hergeirsdóttur sem er nýr bæjarstjóri í Árborg verða rúmlega ein milljón og fimmtíu þúsund krónur á mánuði samkvæmt heimildum Sunnlenska fréttablaðsins. 5.1.2007 11:36 Jólatré sótt heim Íbúum Reykjavíkurborgar sem þurfa að losa sig við jólatré eftir þrettándann er boðið upp á að láta sækja þau heim til sín dagana 8. til 12. janúar. 5.1.2007 11:23 Leitarsvæðið stækkað Yfirvöld á Indónesíu hafa stækkað leitarsvæðið í kringum Sulawesi-eyju þar sem leitað er að flugvél sem hvarf í óveðri á nýársdag. Hundrað og tólf manns voru um borð í flugvélinni þegar hún hvarf. Neyðarkall barst frá vélinni en engar vísbendingar eru um að vélarbilun hafi orðið. 5.1.2007 11:06 Mér var kalt, hikk Bæjarfulltrúi í Nuuk á Grænlandi hefur verið úrskurðuð óverðug þess að sitja í bæjarstjórninni eftir að hún braust inn í hótel í bænum Sisiamiut, í janúar á síðasta ári. Jensína Berthelsen sagði sér til varnar, fyrir rétti, að henni hefði verið kalt, og að hótelið hefði verið læst. Hún hefði því ekki átt annarra kosta völ en að brjótast inn. 5.1.2007 11:02 Ekkert aðhafst vegna kvörtunar Loftmynda Samkeppniseftirlitið telur ekki ástæðu til aðhafast vegna kvörtunar Loftmynda ehf. sem sneri að starfsemi Landmælinga Íslands. 5.1.2007 10:57 Zawahri hvetur hryðjuverkasveitir Eþíópíumanna til baráttu Ayman al-Zawahri, næstráðandi í al-Kaída hryðjuverkanetinu, hvatti í morgun sómalska íslamista til að berjast gegn hersveitum Eþíópíumanna með oddi og egg. 5.1.2007 10:56 Ný stjórn Fjármálaeftirlitsins tók við um áramót Viðskiptaráðherra hefur skipað nýja stjórn Fjármálaeftirlitsins til næstu fjögurra ára. Fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu að í aðalstjórn sitji Lárus Finnbogason, löggiltur endurskoðandi, sem er formaður stjórnar, Sigríður Thorlacius, lögfræðingur, varaformaður stjórnar, og Ingimundur Friðriksson seðlabankastjóri. 5.1.2007 10:46 Fjórar þrettándabrennur á höfuðborgarsvæðinu Fjórar þrettándabrennur verða á höfuðborgarsvæðinu á morgun en þrettándinn markar lok jólanna. Líkt og á gamlárskvöld verður brenna á Ægissíðu í Reykjavík og hefst hún kl. 16.40. Auk þess verður brenna á Valhúsahúsahæð á Seltjarnarnesi klukkan 18. 5.1.2007 10:39 Vegabréfsumsóknir lama ræðisskrifstofuna Rúmenska ræðisskrifstofan í Chisinau, höfuðborg Moldavíu, hefur ekki undan að fara yfir umsóknir um vegabréfsáritanir til handa Möldövum. Við inngönguna í Evrópusambandið þurfti Rúmenía að setja nýjar reglur um áritanir þannig að nágrannarnir Moldavar komast nú ekki fyrirhafnarlaust á milli. 4.1.2007 22:04 Sjá næstu 50 fréttir
Hugsanlegt að borgin kosti fleiri öryggismyndavélar Formaður borgarráðs segir borgarstjórn vilja ræða hugmyndir nýs lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins um fleiri öryggismyndavélar og segir hugsanlegt að borgin leggi til fjármuni í verkið. 5.1.2007 18:30
Ríflega 20 manns missa vinnuna Eitt stærsta verktakafyritæki Vestfjarða, byggingarfyrirtækið Ágúst og Flosi, var úrskurðað gjaldþrota í dag. Um tuttugu starfsmennn missa við það vinnuna og óvíst er hvað verður um verkefni fyrirtækisins. 5.1.2007 18:15
Offitulyf fyrir hunda komið á markað Matvælaeftirlit Bandaríkjanna hefur leyft offitulyf fyrir hunda en það virkar á þann hátt að það dregur úr matarlyst og upptöku líkamans á fitu. Lyfið, sem heitir Slentrol, á að hjálpa þeim bandarísku hundum sem glíma við offitu en talið er að um fimm prósent þeirra eigi við vandann að stríða. 5.1.2007 18:12
Litvinenko sakaður um fjárkúgun Alexander Litvinenko, fyrrum njósnari sem var eitrað fyrir í Lundúnum í nóvember síðastliðnum, ætlaði sér að fjárkúga rússneskan auðkýfing sem búsettur er í Lundúnum. Þetta fullyrti vinkona hans í samtali við fréttaþáttinn sextíu mínútur en hann verður sýndur í Bandaríkjunum á sunnudaginn kemur. 5.1.2007 17:43
Frelsaður eftir sex ár í gíslingu Fyrrum ráðherra í Kólumbíu, sem hefur verið í haldi mannræningja í sex ár, tókst í dag að komast undan þeim eftir björgunaraðgerðir kólumbíska hersins. Talið er að tugir uppreisnarmanna í FARC hafi látið lífið í aðgerðunum. 5.1.2007 17:32
Innbrotsþjófur í neyð Brotist var inn í söluskála Esso á Suðureyri aðfaranótt fimmtudags og var þjófurinn augljóslega í neyð því það eina sem hann hafði á brott voru 4 pakkar af Durex smokkum með ávaxtabragði. Eftirlitsmyndavél er á staðnum og náði hún að festa atburðinn á filmu. Þjófurinn reyndi svo lítillega að opna peningakassann á leið sinni út aftur, en þegar að það gekk ekki greiðlega fyrir sig, hvarf hann á braut. 5.1.2007 17:14
Magni rokkstar skilinn Magni rokkstjarna Ásgeirsson og eiginkona hans Eyrún Haraldsdóttir hafa slitið samvistum. Í yfirlýsingu frá þeim, sem birtist í DV í dag, segir að þau hafi fjarlægst hvort annað tilfinningalega, í kjölfar mikilla breytinga sem urðu á högum Magna á nýliðnu ári. Þau segjast munu vinna í sameiningu að uppeldi sonar síns, Marinós, og biðja um næði til þess að vinna úr erfiðum málum, án íþyngjandi áreitis. 5.1.2007 16:47
Litla moskan á sléttunni Framleiðendur nýrra gamanþátta fyrir sjónvarp, í Kanada , bíða spenntir eftir að sjá hver viðbrögðin verða við þáttunum. Þáttaröðin heitir "Litla moskan á sléttunni," og fjallar um hóp múslima sem setjast að í kristnum smábæ í Kanada, og samskiptum þessara tveggja hópa. 5.1.2007 16:45
Tæp 180 tonn af hvalaúrgangi urðuð á Mýrum Um 179 tonn af hvalaúrgangi af þeim sem sjö langreyðum sem veiddust við landið í haust voru urðuð í Fíflholtum á Mýrum í haust að sögn Skessuhorns. Kjöt hvalanna var aðeins nýtt en það hefur ekki enn verið selt. Fram kemur á vef Skessuhorns að annað af hvalnum, sem áður fór í aðra vinnslu eins og til bræðslu, hafi verið urðað. 5.1.2007 16:24
Vill endurskoða lög um Þróunarsamvinnustofnun Utanríkisráðherra hefur ákveðið að lög um Þróunarsamvinnustofnun Íslands verði endurskoðuð og kannað verði hvort þörf sé á breyttu skipulagi þróunarsamvinnu Íslands. 5.1.2007 16:11
Bush tilnefnir Negroponte sem varautanríkisráðherra George Bush Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt Mike McConnel, fyrrverandi yfirmann Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna, sem nýjan yfirmann leyniþjónustustofnana landsins. Hann tekur við af John Negroponte sem verður varautanríkisráðherra og því staðgengill Condoleezu Rice. 5.1.2007 15:35
Dæmd fyrir fíkniefnasmygl í pósti og vörslu fíkniefna Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann í eins og hálfs árs fangelsi og konu í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla inn bæði amfetamíni og kókaíni til landsins með póstsendingum og ýmis önnur brot. 5.1.2007 15:26
Hjálpa öldruðum að snúa til síns heima í Króatíu Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra hefur í samráði við flóttamannanefnd ákveðið að veita Rauða krossi Íslands ríflega 3,8 milljón króna styrk til flóttamannaverkefnis í Króatíu. 5.1.2007 15:06
Amazon-geimfar á loft Miljarðamæringurinn Jeff Bezos sem stofnaði Amazon.com hefur skotið geimfari á loft. Geimfarið flaug 85 metra upp í loftið og lenti aftur mjúklega. 5.1.2007 15:00
FL Group og Glitnir í tugmiljarðafjárfestingar í grænni orku FL Group, Glitnir og verkfræðistofan VGK-Hönnun hafa stofnað fjárfestingarfélagið Geysir Green Energy sem hefur það að markmiði að fjárfesta í verkefnum tengdum sjálfbærri orkuframleiðslu víðs vegar um heim. FL Group verður leiðandi hluthafi félagsins og stefnt er að því að félagið geti ráðist í fjárfestingar að upphæð 70 milljarðar króna. 5.1.2007 14:32
Snyrtilegi pissuskálaþjófurinn Breska lögreglan leitar nú að manni sem stal pissuskálinni af Royal Oak pöbbinum í Southampton. Maðurinn kom þar inn, pantaði sér hálfpott af bjór og fór nokkrar ferðir á klósettið. Á öryggismyndavél sést hann svo troða skálinni í bakpoka sinn og fara með hana út. 5.1.2007 14:32
Höfrungar vernduðu sundmenn fyrir hákarli Höfrungavaða verndaði fjóra sundmenn fyrir stórum hvítum hákarli, undan ströndum Nýja Sjálands, á dögunum. Mennirnir voru strandverðir, sem voru á æfingasundi um eitthundrað metra frá landi, þegar hákarlinn kom aðvífandi. 5.1.2007 14:25
Orkuveitan auglýsir styrki úr Umhverfis- og orkurannsóknasjóði Orkuveita Reykjavíkur hefur auglýst eftir umsóknum um styrki til vísindafólks úr Umhverfis- og orkurannsóknasjóði sínum. Alls standa 100 milljónir króna vísindafólki til boða. 5.1.2007 14:12
Byggingarfyrirtæki á Ísafirði úrskurðað gjaldþrota Byggingafyrirtækið Ágúst og Flosi ehf. á Ísafirði hefur verið úrskurðað gjaldþrota að beiðni Lífeyrissjóðs Vestfirðinga. Úrskurður þess efnis var kveðinn upp í Héraðsdómi Vestfjarða í morgun. Þetta kemur fram á vef Bæjarins besta. 5.1.2007 14:03
Erkibiskup Varsjár var njósnari kommúnista Kaþólska kirkjan í Póllandi segir að erkibiskupinn í Varsjá, sem Benedikt páfi skipaði í embætti í síðasta mánuði, hefði um tuttugu ára skeið verið njósnari fyrir leyniþjónustu kommúnistastjórnar landsins. Óvíst er hvort hann verður vígður í embættið, á sunnudag. 5.1.2007 14:00
Segir myndavélaeftirlit hafa sannað gildi sitt Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir myndskeiðið sem sýnt var í fjölmiðlum í vikunni af hrottalegri líkamsárás þriggja pilta á tvo aðra pilta í Garðarstræti á nýársnótt sanna gildi myndavélaeftirlits. Foreldrar piltanna hafi komið þeim í hendur lögreglu sama kvöld og myndirnar hafi verið birtar í fjölmiðlum. 5.1.2007 13:56
Tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnasmygl Litháískur ríkisborgari á þrítugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að reyna að smygla fíkniefnum til landsins í fyrra. Hann var gripinn við komu Norrænu til Seyðisfjarðar þann 31. ágúst eftir að tollverðir höfðu fundið nærri tvö og hálft kíló af amfetamíni í BMW-bifreið sem hann var skráður ökumaður fyrir. 5.1.2007 13:23
Þær berrössuðu unnu Nektardans hefur verið opinberlega viðurkenndur sem listform, í Noregi og fjármálaráðherra landsins er ekki skemmt. Hún ætlar að heimta af þessu skatt, hvað sem það kostar. 5.1.2007 13:21
Varar við áframhaldandi hættu á fuglaflensufaraldri Margaret Chan, nýr forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, segir fuglaflensu enn vera ógn við mannkyn þrátt fyrir að lítið hafi frést af fuglaflensutilvikum undanfarna mánuði. 5.1.2007 13:17
Mikill áhugi hjá viðskiptafræðinemum á að vinna í banka Hátt í annar hver nemandi af þeim fimm hundruð, sem eru á lokaári í viðskiptafræðum í háskólum hér á landi, vill vinna í banka að námi loknu. 5.1.2007 13:00
Spáir óbreyttri vísitölu neysluverðs í janúar Greiningardeild Glitnis spáir því að vísitala neysluverðs á milli desember og janúar verði óbreytt og að verðbólga muni þannig lækka úr sjö prósentum í desember í 6,6 prósent í janúar. 5.1.2007 12:55
Fjórföld hækkun á yfirflugsgjaldi fyrirhuguð Gjöld Flugstoða vegna flugs á íslensku flugstjórnarsvæði gætu hækkað ef gjald vegna fjarskiptaþjónustu verður fjórfaldað, en ákvörðun um það verður tekin fljótlega. Flugumferðarstjórn er hins vegar komin í eðlilegt horf á ný eftir óvissutíma síðustu daga og vikur. Í lok dagsins í gær höfðu allir flugumferðarstjórarnir 58 sem ekki höfðu ráðið sig til Flugstoða í byrjun árs, skrifað undir starfssamning við hið nýja opinbera hlutafélag. 5.1.2007 12:30
Stærsti vaxtarsamningur sinnar tegundar Í gær var undirritaður samningur á Egilsstöðum til uppbyggingar og þróunarstarfs á Austulandi. Um er að ræða 190 milljónir á þremur árum sem veittar verða til uppbyggingar á ýmsum sviðum á Austurlandi. Samningurinn er sá stærsti sinnar tegundar hér á landi. Það var Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra sem undirritaði vaxtarsamninginn á Hótel Héraði á Egilsstöðum ásamt fulltrúum samningsaðila. 5.1.2007 12:15
Aldrei fleiri byggingar rifnar í Reykjavík Aldrei hafa fleiri byggingar verið rifnar í Reykjavík á einu ári en í fyrra eða 51 talsins. Þetta kemur fram á vef umhverfissviðs Reykjavíkurborgar. Þar kemur einnig fram að árið 2005 hafi einnig verið metár en þá voru 47 byggingar rifnar. 5.1.2007 12:09
Verðlækkanir hérlendis ólíklegar Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hríðfallið undanfarna daga og hefur ekki verið lægra í hálft annað ár. Talsmenn íslensku olíufélaganna segja ólíklegt að eldsneytisverð lækki hér á landi á næstunni vegna óhagstæðrar gengisþróunar. 5.1.2007 12:04
Skoða að láta Wilson Muuga standa áfram Hugsanlegt er að eigandi og tryggingafélag Wilson Muuga, sem strandaði við Hvalsnes fyrir jól, óski eftir því við umhverfisyfirvöld að skipið fái að standa áfram þar sem það mengi ekki lengur. Það yrði þá aðeins aðdráttarafl fyrir ferðamenn. 5.1.2007 12:00
Leikjatölva drepur dreng Sjö ára drengur frá Englandi fékk banvænt raflost á laugardaginn þegar hann var að hlaða Game Boy leikjatölvuna sína. Drengurinn var í fríi með foreldrum sínum í Pukhet í Thailandi og hafði fengið leikjatölvuna í jólagjöf. Hann var að taka hana úr sambandi við hleðslutæki sem móðir hans hafði keypt í Thailandi þegar hann fékk straum og lést. 5.1.2007 11:54
Pyntingarmál í Afganistan skekja dönsk stjórnmál Komið hefur í ljós að pyntingar fóru fram í fangabúðum í Kanadahar í Afganistan þar sem fangar ,sem danskir hermenn afhentu bandarískum starfsbræðrum sínum í mars 2002, dvöldu. Frá þessu er greint á vef Politiken. 5.1.2007 11:47
Bæjarstjóri með um milljón í laun Laun Ragnheiðar Hergeirsdóttur sem er nýr bæjarstjóri í Árborg verða rúmlega ein milljón og fimmtíu þúsund krónur á mánuði samkvæmt heimildum Sunnlenska fréttablaðsins. 5.1.2007 11:36
Jólatré sótt heim Íbúum Reykjavíkurborgar sem þurfa að losa sig við jólatré eftir þrettándann er boðið upp á að láta sækja þau heim til sín dagana 8. til 12. janúar. 5.1.2007 11:23
Leitarsvæðið stækkað Yfirvöld á Indónesíu hafa stækkað leitarsvæðið í kringum Sulawesi-eyju þar sem leitað er að flugvél sem hvarf í óveðri á nýársdag. Hundrað og tólf manns voru um borð í flugvélinni þegar hún hvarf. Neyðarkall barst frá vélinni en engar vísbendingar eru um að vélarbilun hafi orðið. 5.1.2007 11:06
Mér var kalt, hikk Bæjarfulltrúi í Nuuk á Grænlandi hefur verið úrskurðuð óverðug þess að sitja í bæjarstjórninni eftir að hún braust inn í hótel í bænum Sisiamiut, í janúar á síðasta ári. Jensína Berthelsen sagði sér til varnar, fyrir rétti, að henni hefði verið kalt, og að hótelið hefði verið læst. Hún hefði því ekki átt annarra kosta völ en að brjótast inn. 5.1.2007 11:02
Ekkert aðhafst vegna kvörtunar Loftmynda Samkeppniseftirlitið telur ekki ástæðu til aðhafast vegna kvörtunar Loftmynda ehf. sem sneri að starfsemi Landmælinga Íslands. 5.1.2007 10:57
Zawahri hvetur hryðjuverkasveitir Eþíópíumanna til baráttu Ayman al-Zawahri, næstráðandi í al-Kaída hryðjuverkanetinu, hvatti í morgun sómalska íslamista til að berjast gegn hersveitum Eþíópíumanna með oddi og egg. 5.1.2007 10:56
Ný stjórn Fjármálaeftirlitsins tók við um áramót Viðskiptaráðherra hefur skipað nýja stjórn Fjármálaeftirlitsins til næstu fjögurra ára. Fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu að í aðalstjórn sitji Lárus Finnbogason, löggiltur endurskoðandi, sem er formaður stjórnar, Sigríður Thorlacius, lögfræðingur, varaformaður stjórnar, og Ingimundur Friðriksson seðlabankastjóri. 5.1.2007 10:46
Fjórar þrettándabrennur á höfuðborgarsvæðinu Fjórar þrettándabrennur verða á höfuðborgarsvæðinu á morgun en þrettándinn markar lok jólanna. Líkt og á gamlárskvöld verður brenna á Ægissíðu í Reykjavík og hefst hún kl. 16.40. Auk þess verður brenna á Valhúsahúsahæð á Seltjarnarnesi klukkan 18. 5.1.2007 10:39
Vegabréfsumsóknir lama ræðisskrifstofuna Rúmenska ræðisskrifstofan í Chisinau, höfuðborg Moldavíu, hefur ekki undan að fara yfir umsóknir um vegabréfsáritanir til handa Möldövum. Við inngönguna í Evrópusambandið þurfti Rúmenía að setja nýjar reglur um áritanir þannig að nágrannarnir Moldavar komast nú ekki fyrirhafnarlaust á milli. 4.1.2007 22:04