Innlent

Spáir óbreyttri vísitölu neysluverðs í janúar

MYND/Heiða

Greiningardeild Glitnis spáir því að vísitala neysluverðs á milli desember og janúar verði óbreytt og að verðbólga muni þannig lækka úr sjö prósentum í desember í 6,6 prósent í janúar.

Bent er á í Morgunkorni greiningardeildarinnar að gjaldskrárhækkanir opinberrar þjónustu og útsöluáhrif hafi vegist á til hækkunar og lækkunar neysluverðs nú í janúar en í spá bankans er gert ráð fyrir að íbúðarhúsnæði lækki lítillega en að áhrif vaxtahækkunar vegi lækkunina upp og að kostnaður við eigið húsnæði hækki lítillega milli mánaða.

Gerir bankinn ráð fyrir að verðbólgan fari niður fyrir fjögurra prósenta þolmörk Seðlabankans í mars og að þar muni aðgerðir stjórnvalda til lækkunar á virðisaukaskatti og vörugjöldum hafa mikið að segja. Þær geti jafnvel lækkað neysluverðsvísitölu um allt að 2,5 prósent. Spáir bankinn 2,3 prósenta verðbólgu yfir árið sem er nýhafið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×