Innlent

Mikill áhugi hjá viðskiptafræðinemum á að vinna í banka

Hátt í annar hver nemandi af þeim fimm hundruð, sem eru á lokaári í viðskiptafræðum í háskólum hér á landi, vill vinna í banka að námi loknu.

Þetta er niðurstaða könnunar sem birt er í tímariti Fálgas viðskipta- og hagfræðinga. 12 prósent nemenda, eða á milli 50 og 60 manns, vilja fara í endurskoðun og álíka fjöldi vill vinna hjá stórum þjónustufyrirtækjum, eins og til dæmis flugfélögum.

Fjögur til fimm prósent vilja vinna hjá verslun og og álíka margir í opinberri þjónustu sem þóttu afar eftirsóknarverðir vinnustaðir fyrir áratug eða svo.

Þá vekur athygli að aðeins tveir úr hópnum vilja helst vinna hjá sjávarútvegsfyrirtækjum að námi loknu og engin hjá orku- eða stóriðjufyrirtækjum.

Af fjármálafyrirtækjunum vilja flestir vilja vinna hjá stærsta bankanum, Kaupþingi, næstflestir hjá Glitni, þá Landsbankanum og loks Straumi Burðarási.

Þessar óskir væntanlegra viðskipta- og hagfræðinga endurspegla að verulegu leyti tekjumöguleika í áðurnenfdum stéttum, samkvæmt opinberum tölum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×