Innlent

Bæjarstjóri með um milljón í laun

Ragnheiður tók nýlega við sem bæjarstjóri Árborgar eftir að nýr meirihluti var myndaður.
Ragnheiður tók nýlega við sem bæjarstjóri Árborgar eftir að nýr meirihluti var myndaður. MYND/GVA

Laun Ragnheiðar Hergeirsdóttur sem er nýr bæjarstjóri í Árborg verða rúmlega ein milljón og fimmtíu þúsund krónur á mánuði samkvæmt heimildum Sunnlenska fréttablaðsins.

Launin eru svipuð því sem Einar Njálsson, sem var bæjarstjóri á síðasta kjörtímabili hafði, en lægri en þau sem Stefanía Katrín Karlsdóttir, fráfarandi bæjarstjóri, var með.

Á fréttavefnum sudurland.is er greint frá því að ráðningarsamningur Ragnheiðar lækki mánaðarleg útgjöld bæjarins um 350 þúsund krónur samanborið við ráðningarsamning Stefaníu. Bæði sé um að ræða lægri launakostnað og minni kostnað vegna bifreiðar. Haft er eftir Þorvaldi Guðmundssyni, forseta bæjarstjórnar, að ráðningasamningurinn við Ragnheiði spari bænum um 15 miljónir króna það sem eftir lifir kjörtímabilsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×