Innlent

Byggingarfyrirtæki á Ísafirði úrskurðað gjaldþrota

Frá Ísafirði.
Frá Ísafirði. MYND/GVA

Byggingafyrirtækið Ágúst og Flosi ehf. á Ísafirði hefur verið úrskurðað gjaldþrota að beiðni Lífeyrissjóðs Vestfirðinga. Úrskurður þess efnis var kveðinn upp í Héraðsdómi Vestfjarða í morgun og hefur Sigmundur Guðmundsson, héraðsdómslögmaður á Akureyri verið skipaður skiptastjóri þrotabúsins. Þetta kemur fram á vef Bæjarins besta á Ísafirði.

Þar segir enn fremur að samkvæmt upplýsingum Bæjarins besta muni skiptastjóri funda með forsvarsmönnum félagsins í dag og þar verður væntanlega tekin ákvörðun um hvort og þá með hvaða hætti rekstur þrotabúsins verður. Hjá fyrirtækinu starfa um 20 starfsmenn og mun ákvörðun um framhald á störfum hjá félaginu væntanlega ráðast í dag.

Stærstu verkefni fyrirtækisins eru nýbygging við Hafnarstræti á Ísafirði og bygging skemmu fyrir útgerðarfyrirtækið Jakob Valgeir ehf., í Bolungarvík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×