Innlent

Vill endurskoða lög um Þróunarsamvinnustofnun

MYND/GVA

Utanríkisráðherra hefur ákveðið að lög um Þróunarsamvinnustofnun Íslands verði endurskoðuð og kannað verði hvort þörf sé á breyttu skipulagi þróunarsamvinnu Íslands.

Fram kemur í tilkynningu frá utanríkisráðueytinu að meðal álitaefna sem skoðuð verði séu kostir og gallar núverandi lagaramma stofnunarinnar og fyrirkomulag þróunarsamvinnu Íslands, bæði tvíhliða og á fjölþjóðlegum grundvelli.

Geta menn komið fram skoðunum sínum, tillögum og athugasemdum um þróunarsamvinnuna á vefsetri utanríkisráðuneytisins, www.utanríkisraduneyti.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×