Fleiri fréttir

Fjárlög ársins 2007 samþykkt frá Alþingi

Fjárlög ríkisins fyrir næsta ár voru samþykkt frá Alþingi í dag með níu milljarða króna tekjuafgangi. Formaður fjárlaganefndar lýsti þeim sem velferðarfjárlögum en formaður Samfylkingarinnar sem kosningafjárlögum.

Kárahnjúkastífla síar aurinn úr vatninu og lekur nær ekkert

Landsvirkjunarmenn segja að Kárahnjúkastífla leki svo lítið að það teljist nánast á heimsmælikvarða. Stíflan hafi til þessa reynst betur en menn þorðu að vona. Svo þétt er stíflan að hún síar aurugasta vatn landsins nógu vel til að drekka má þá fáu lítra sem sleppa í gegn.

Hisbollah hvetur til nýrra fjöldamótmæla

Forsprakkar mótmælaaðgerða Hisbollah og stuðningsmanna þeirra í miðborg Beirút í Líbanon hvöttu í dag til nýrra fjöldamótmæla á sunnudaginn næstkomandi. Þúsundir mótmælenda standa og sitja í sjötta daginn í röð fyrir utan stjórnarráðsskrifstofurnar í Beirút og krefjast afsagnar Siniora forsætisráðherra.

Pólonleifar í sendiráðinu

Breska utanríkisráðuneytið tilkynnti í dag að breskir rannsóknrarlögreglumenn hefðu fundið leifar geislavirka efnisins pólons 210 í breska sendiráðinu í Moskvu. Leyniþjónustan tilkynnti í kvöld að málið sé nú rannsakað sem morðmál.

HB Grandi segir upp 16 manna áhöfn á Vopnafirði

HB Grandi hefur sagt upp 16 manna áhöfn á ísfisktogaranum Brettingi sem gerður er út frá Vopnafirði. Skipið verður gert út fram í byrjun mars, meðan skipverjar vinna uppsagnarfrest sinn. Síðan verður skipinu lagt og fækkar þar með um eitt í flota fyrirtækisins því ekki er fyrirhugað að annað skip komi í staðinn.

Fálkaungi fékk sér dúfu á Lækjartorgi

Ungur fálki sat að snæðingi á Lækjartorgi þegar fjölmiðlamenn streymdu út úr Héraðsdómi Reykjavíkur í dag eftir dómsuppkvaðningu í fyrsta málinu tengdu verðsamráði olíufélaganna. Hann hafði náð sér í dúfu á torginu og sat sem fastast og reif hana í sig þrátt fyrir mikla athygli vegfarenda og ágang fréttamanna og blaðaljósmyndara.

Frumvarpi breytt til að draga úr skerðingu bóta

Árni Mathiesen, fjármálaráðherra, og Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra kynntu í dag aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að draga úr áhrifum tekna lífeyrisþega á bætur. Gert er ráð fyrir að frumvarp um almannatryggingar og málefni aldraðra verði breytt í þremur atriðum vegna þessa.

Dæmdur fyrir að hindra lögreglu að störfum

Karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands fyrir að brot gegn valdstjórninni með því að hafa hindrað lögreglu að störfum.

Kostnaðurinn gæti orðið meira en þúsund milljarðar Bandaríkjadala

Lee Hamilton, annar formanna rannsóknarnefndar um Írak, sagðist í dag búast við því að kostnaðurinn við Íraksstríðið gæti vel flogið upp fyrir þúsund milljarða Bandaríkjadala, sem er jafnvirði um 69.000.000.000.000 íslenskra króna. Hinn formaðurinn, John Baker segir stefnubreytingar þörf.

Seselj má ekki svelta í hel

Serbneski öfgaþjóðernissinninn Vojislav Seselj, sem réttað hefur verið yfir við Stríðsglæpadómstól Sameinuðu þjóðanna í Haag, vill ekki þiggja neina læknisaðstoð og er staðráðinn í að svelta til dauða. Stríðsglæpadómstóllinn í Haag hefur hins vegar krafist þess af hollenskum yfirvöldum að þau komi í veg fyrir þá ætlun sakborningsins.

140 milljónir þarf til að framfylgja aðgerðaáætlun gegn ofbeldi

140 milljónir þarf til að framfylgja aðgerðaáætlun stjórnvalda vegna ofbeldis á heimilum og kynferðisofbeldis á árunum 2007-2011. Þetta kom fram á kynningarfundi Magnúsar Stefánssonar félagsmálaráðherra á áætluninni í Þjóðmenningarhúsinu í dag.

Ker sýknað af skaðabótakröfu tengdri samráði

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag Ker af kröfu Sigurðar Hreinssonar frá Húsavík um bætur vegna þess skaða sem hann taldi sig hafa orðið fyrir vegna samráðs stóru olíufélaganna. Þetta er fyrsti dómur sem fellur í máli tengdu samráði olíufélaganna.

Starfsfólk S.þ. flutt frá höfuðborg Darfurs

Sameinuðu þjóðirnar hafa dregið allt starfsfólk sitt sem ekki er lífsnauðsynlegt velferð innfæddra frá Al Fasher, höfuðborg Norður-Darfurs. Sameinuðu þjóðirnar segja þetta tímabundinn brottflutning þar til ástandið í héraðinu róast.

Lögregla kölluð í heimahús vegna deilna um tölvunotkun

Lögreglan í Reykjavík var kölluð út nokkrum sinnum í gær vegna heimiliserja. Ágreiningurinn var af ýmsum toga en í einu tilfelli var rifist um tölvunotkun unglingsins á heimilinu. Þar hafði ástandið farið úr böndunum en lögregla segir ekki um einsdæmi að ræða.

Tvennt líflátið í Sádi-Arabíu

Í dag tóku stjórnvöld í Sádi-Arabíu pakistanskan karl og konu af lífi vegna fíkniefnasmygls og hafa þá alls 31 verið tekin af lífi í landinu það sem af er ári. Parið var tekið af lífi í borginni Mecca en öllum dauðadómum er framfylgt opinberlega. Ströng sharíalög, eða íslömsk lög, gilda í konungsdæminu.

Vitnaleiðslur geti tekið hátt í mánuð í Baugsmáli

Búast má við að vitnaleiðslur í tenglsum við þá 18 ákæruliði Baugsmálsins sem eftir eru fyrir héraðsdómi taki á bilinu 20-28 daga en þær hefjast 12. febrúar. Þetta kom fram við fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur eftir hádegi í dag.

Á þriðja hundrað barna bíður eftir greiningu

71 barn á leikskólaaldri og 124 börn á grunnskólaaldri bíða eftir greiningu hjá Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins samkvæmt svari sem Magnús Stefánsson gaf á Alþingi í dag við fyrirspurn Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur, þingmanns Samfylkingarinnar.

Fjölskylduhjálp fær tvær milljónir

Fjölskylduhjálp Íslands fékk klukkan tvö í dag afhenta ávísun upp á tvær milljónir króna en það er sölugróði af geisladisk sem seldur var til styrktar henni.

Úrskurður héraðsdóms frá því morgun kærður til Hæstaréttar

Málflutningi í Héraðsdómi Reykjavíkur um hæfi yfirmanna efnahagsbrotadeildar til að fara með rannsókn á skattamálum fimm manna tengdum Baugi hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Til stóð að halda áfram með málið klukkan 14 en þá tilkynntu lögmenn Baugsmanna að þeir hefðu ákveðið að kæra úrskurð dómsins frá því í morgun til Hæstaréttar.

Dómur fellur í máli tengdu olíusamráði í dag

Héraðsdómur Reykjavíkur fellir í dag dóm í fyrsta málinu tengt olíusamráði stóru olíufélaganna. Það er Sigurður Hreinsson á Húsavík sem höfðar málið og fer fram á það að Ker hf., sem er fyrrverandi eigandi Olíufélagsins Esso, greiði sér um 180 þúsund krónur í skaðabætur vegna skaða sem hann hafi orðið fyrir í tengslum við samráð olíufélaganna á níunda áratug síðustu aldar.

Neyðarástand í Sómalíu vegna flóða

Sameinuðu þjóðirnar báðu aðildarþjóðir í dag um styrk að verðmæti 18 milljónum dollara, eða 1.3 milljarða íslenskra króna, til þess að hjálpa þeim sem hafa orðið heimilislausir vegna hinna gríðarlegu flóða í Sómalíu undanfarið.

Valgerður heimsækir Japana

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra hóf í dag opinbera heimsókn sína til Japans en hún er farin tilefni 50 ára afmælis stjórnmálasambands ríkjanna.

Neyðarlög sett á Fídjieyjum

Neyðarlög eru í gildi á Fídjieyjum eftir að her landsins rændi þar völdum í gær. Leiðtogar valdaránsins hafa haft hraðar hendur undanfarinn sólarhring, meðal annars leyst upp þingið, sett nýjan forsætisráðherra í embætti til bráðabirgða og rekið lögreglustjóra ríkisins.

Farsímanotkun ekki skaðleg

Danskir vísindamenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að ekkert bendi til að notkun farsíma geti valdið krabbameini.

Gildi verðlaunaður sem besti lífeyrissjóður landsins í ár

Gildi-lífeyrissjóður hefur verið valinn besti lífeyrissjóðurinn á Íslandi árið 2006 af tímaritinu Investment & Pensions Europe (IPE). Fram kemur í tilkynningu frá sjóðnum að þetta sé í annað sinn á tveimur árum sem sjóðurinn hlýtur þessi verðlaun.

Kampavínið hvarf í göngunum

Ekkert varð af því að þyrstir gestir gætu vætt kverkar sínar í kampavíni til að fagna því að síðasta haftið í Kárahnjúkagöngum var rofið í gær því kampavínið var horfið þegar til átti að taka.

Búist við tillögum um aukið samstarf við Sýrlendinga og Írana

Nefnd á vegum Bandaríkjaþings sem gera á tillögur um breytingar á stefnunni í Írak skilar niðurstöðum sínum í dag. Aukið samstarf við Sýrlendinga og Írana og heimkvaðning herliðsins í áföngum er á meðal þess sem búist er við að nefndin leggi til.

Kárahnjúkavirkjun á kostnaðaráætlun

Stærsta fjárhagslega óvissuþætti Kárahnjúkavirkjunar var eytt með gegnumbroti risaborsins í gær og segja Landsvirkjunarmenn nú að virkjunin verði nokkurn veginn á kostnaðaráætlun. Frávik verði í mesta lagi eitt til tvö prósent.

Fjárlög ríkisins fyrir árið 2007 samþykkt á Alþingi

Fjárlög ríkisins fyrir næsta ár voru samþykkt frá Alþingi fyrir hálfri klukkustund með 34 atkvæðum stjórnarmeirihlutans en 26 þingmenn stjórnarandstöðu sátu hjá. Fjármálaráðherra sagði fjárlögin markast af hagvaxtarskeiði en stjórnarandstaðan kallaði þau kosningafjárlög.

Yfirmenn hjá Ríkislögreglustjóra bera ekki vitni

Héraðdómur Reykjavíkur hafnaði fyrir stundu þeirri kröfu fimm manna tengdum Baugi að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri og Jón H. skyldu bera vitni fyrir dómnum í tengslum við ákæru Baugsmanna um að þeir séu vanhæfir til að fara með rannsókn á hendur Baugsmönnum vegna meintra skattalaga brota þeirra.

Lugovoi mun tala við breska lögregluþjóna

Andrei Lugovoi, lykilvitni í morðinu á rússneska fyrrum njósnaranum Alexander Litvinenko, mun hitta breska lögreglumenn í dag en frá þessu skýrði rússneska ITAR-Tass fréttastofan í dag.

Leyniskjöl gerð opinber í tengslum við heimildarmynd í Danmörku

Sören Gade, varnarmálaráðherra Danmerkur, hefur ákveðið að birta leynileg skjöl í tengslum við störf danskra hermanna í Afganistan. Í heimildarmynd sem frumsýnd var á mánudag og nefnist Hið leynilega stríð eru danskir hermenn sakaðir um að hafa afhent bandarískum starfsbræðrum sínum 31 stríðsfanga sem síðan sætti pyntingum af hálfu Bandaríkjamanna.

Trúverðugleika Sameinuðu þjóðanna stefnt í voða

Frakkar sögðu í dag að heimsveldin sem nú funda í París, til þess að reyna að ná samkomulagi vegna kjarnorkuáætlana Írans, yrðu að hraða verkinu því annars væri trúverðugleika Sameinuðu þjóðanna stefnt í voða.

Úrskurðar um vitnisburð að vænta fyrir hádegi

Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur kveður upp úr um það klukkan 11. 45 hvort Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri og Jón H. B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra skuli bera vitni fyrir dómnum í tengslum við ákæru fimm aðila tengdum Baugi um að þeir séu vanhæfir til að fara með ákærur á hendur Baugsmönnum vegna meintra skattabrota þeirra.

Ísraelsher skýtur á Palestínumenn

Ísraelskir hermenn skutu á og særðu tvo Palestínumenn sem nálguðust landamæri Ísraels við Gaza svæðið. Palestínskir sjúkraflutningamenn sögðu að mennirnir hefðu verið óvopnaðir en þetta er fyrsta árásin sem ísraelski herinn gerir á svæðinu síðan sæst var á vopnahlé þann 26. nóvember síðastliðinn.

Kabila settur í embætti

Joseph Kabila, sigurvegari í forsetakosningum í Austur-Kongó, verður settur í embætti í dag. Kabila bar sigur af Jean-Pierre Bemba í einum mikilvægustu kosningum í Afríku undanfarna áratugi. Búist er við fyrirmönnum frá fjölmörgum löndum vegna athafnarinnar en Bemba hefur þó sagt að hann muni ekki vera viðstaddur.

Fons kaupir hlut Straums Burðaráss í 365 hf.

Straumur Burðarás fjárfestingarbanki hefur selt allan hlut sinn í 365 hf., alls 9,23 prósent. Kaupandi er Fons eignarhaldsfélag sem er í eigu Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar. Eftir kaupin á Fons og tengd félög tæp 15 prósent í félaginu sem m.a. rekur fréttastofu Stöðvar 2 og Vísir.is.

Réttarhöld hafin í fyrsta hryðjuverkamáli Danmerkur

Réttarhöld hófust í morgun í Eystri landsrétti í fyrsta hryðjuverkadómsmáli Danmerkur. Þar eru fjórir karlmenn á aldrinum 17 til 21 árs ákærðir fyrir að leggja á ráðin um hryðjuverk í einhvers staðar í Evrópu en þeir voru handteknir í Glostrup í Kaupmannahöfn fyrir rúmu ári og hafa síðan setið í gæsluvarðhaldi.

Einræktun fósturvísa leyfð í Ástralíu

Ástralir hafa ákveðið að leyfa einræktun á fósturvísum eftir miklar og tilfinningaríkar umræður en forsætisráðherra Ástralíu, John Howard, var á móti lögunum. Hin nýju lög gera það kleift að rannsaka hugsanlegar erfðalækningar á erfiðum sjúkdómum og fötlunum.

Segir orð Royal ekki samræmast kjarnorkusáttmálanum

Utanríkisráðherra Frakka, Philippe Douste-Blazy gagnrýndi í kvöld Ségolène Royal, forsetaframbjóðanda sósíalista fyrir að orð sem hún lét falla í Ísrael í dag, þess efnis að ef hún verði forseti muni hún beita sér gegn því að kjarnorkuáætlun Írana fái fram haldið, jafnvel í friðsamlegum tilgangi.

Sjá næstu 50 fréttir